Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 18
Svarthöfði er eindreginn áhuga-maður um stór stríð og smá. Það hefur lengi verið draumur hans að Ísland yrði beinn þátt- takandi í styrjöldum af öllu tagi. Þess vegna hefur Svarthöfði tekið andköf af hrifningu þegar Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra hefur lýst áhuga sínum á því að hervæða Ísland og koma hér upp vígasveitum sem færu um heiminn og héldu á lofti sverði réttlætis. Það mun hafa verið Davíð Odds- son, á sínni tíð sem forsætisráðherra, sem sammæltist við samstarfsmann sinn, Halldór Ásgrímsson, um að lýsa því yfir að Íslendingar gerðust aðilar að Íraksstríðiðinu þótt við hefðum enga hermenn til að senda. Það var auðvitað fullkomlega eðlilegt að halda Alþingi frá málinu. Rétt eins og í aðdraganda bankahrunsins þurfti Davíð að passa upp á að almenningur frétti ekki af brambolti sem sneri að því einu að verja hag þjóðarinnar og koma réttlætinu í framkvæmd. Kjafta- skúmar í Samfylkingunni voru vísir til að leka í fjölmiðla og þar með til fólks- ins í landinu. Langt er um liðið síðan við Íslend- ingar gerðumst aðilar að innrásinni í Írak. Davíð fékk það í gegn að Saddam Hussein var tekinn af lífi. Íslenski for- sætisráðherrann hafði raunar látið í ljósi að réttast væri að aflífa hann oftar en einu sinni fyrir glæpi gegn mann- kyni. Stór hluti þjóðarinnar var ósáttur við að vera aðili að stríði. En í sam- ræmi við íslenska umræðuhefð ætti þetta mál að vera undir teppinu þang- að sem því var sópað. Það er auðvitað tóm della að skipa rannsóknarnefnd til þess að skoða hvernig Davíð tók sína ákvörðun. Það er þakkarvert að gamli forsætisráðherrann var settur á ritstjórastól til þess að fá tækifæri til að verja sig og og sínar ákvarðanir sem allar voru skynsamlegar og ígrund- aðar af honum einum. Og við sjáum vörn réttlætisins birtast á fréttasíðum, í leiðurum, staksteinum og fleira. Það er ekkert lát á árásum á hend- ur leiðtoganum góða. Samherjar snúa við honum baki og núa honum því um nasir að hann sé stríðsóður. Meðal nánustu samherja Davíðs eftir hrun er forsetaframbjóðandinn fyrrverandi og friðarsinninn Ástþór Magnússon sem bloggar í skjóli stríðsmannsins. Nú hefur þessi Ástþór risið upp og kallar fóstra sinn stríðsóðan fjöldamorð- ingja. Og það meira að segja í Mogg- anum. Birtir fjölmiðillinn í þessu sam- hengi mynd af illa brunnu barnslíki. Það er mál að árásum á Davíð linni. Hann leiddi þessa þjóð lengur en nokkur annar. Hann varaði við Saddam og átti aðild að aftöku hans til að tryggja heimsfrið. Hann varaði við Baugi og Kaupþingi en hældi Landsbankanum. Hann gerði sjálfan sig að seðlabankastjóra og varaði út- lendinga við íslensku ríkisstjórninni. Hann varaði ríkisstjórnina við hrun- inu. Og hann varaði við Fjármálaeft- irltinu. Þessi maður á auðvitað að fá fálkaorðuna fyrir framsýni, réttsýni og heiðarleika. Og það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska þjóð að framkvæma vilja Björns og Davíðs og koma upp her. Þá verðum við þjóð á meðal þjóða. Davíð verður að vara okkur við friðarsinnum sem setja allt í bál og brand. STRÍÐSMENN ÍSLANDS „Hér pönkast löggan og siðvillt Fréttablaðið á ungri þjóðhetju, er náði í gögn um Mile- stone-Sjóvá-svindlið.“ n Jónas Kristjánsson ritstjóri skilur ekki fókusinn hjá Fréttablaðinu og lögreglunni varðandi stolnu tölvugögnin. - jon- as.is „Þetta þróaðist á leiðinleg- an hátt í síðari hálfleik enda spilar Akureyri hundleiðinlegan hand- bolta.“ n Handknattleiksmarkvörðurinn Pálmar Pétursson hjá FH vandaði Akureyringum ekki kveðjurnar eftir öruggan sigurleik. - visir.is „Frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins.“ n Eftir sama leik: Íþróttafrétta- maðurinn Henry Birgir Gunnarsson var orðlaus yfir leik Akureyrar. - visir.is „Mér finnst að nú eigi menn að ræða stöðu forsetaembættisins og þingræðisins.“ n Svavar Gestsson, formaður Icesave-samn- inganefndarinnar, skýtur á forsetann fyrir notkun á málskotsrétti sínum. - DV „Mér var sagt að það væri ekkert ólöglegt í þessu.“ n Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson samdi við sjálfan sig og fékk 25 milljóna króna lán hjá eigin einkahlutafélagi. - DV Tilgangur stjórnarinnar LEIÐARI Einu og hálfu ári eftir bankahrun er niðurstaða hrunsins sú, á undraverð-an hátt, að bankarnir standa eftir sem sigurvegarar en almenningur tapar. Bankarnir eru með nýjan efnahagsreikning og komnir í startholurnar með að endurvekja bón- usgreiðslur, en Íslendingar glíma við hækkandi skuldir, skatta og vöruverð á sama tíma og kaup- máttur minnkar. Vinstri stjórnin hefur sýnt getuleysi þegar kemur að því að rétta hlut almennings. Ennþá er það svo að fólk þarf að borga bönkunum and- virði hátt í þriggja bíla fyrir að hafa keypt einn bíl og húsnæðislán fólks hafa verið hækkuð upp úr öllu valdi vegna mistaka bankanna. Ekkert sem bankarnir hafa gert hefur verið í þágu al- mennings. Niðurfellingar þeirra og greiðsluað- laganir hafa þann eina tilgang að treysta þeirra eigin efnahagsreikning. Þetta er staðan eftir að ríkisstjórnin reisti meinta skjaldborg sína. Vinstri stjórnin hefur hins vegar ennþá til- gang. Hún var kjörin í það hlutverk í Íslandssög- unni að auka viðnám íslenska stjórnkerfisins gegn spillingu og veita almenningi aukin áhrif. Ríkisstjórnin hefur nú í vinnslu lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir að dómsmálaráðherrann velji sér dómara af geðþótta, eða í því skyni að gæta hagsmuna eigin valdaklíku. Þetta er stórt stökk í átt að því að fyrirbyggja spillingu. Á síð- ustu árum hefur framkvæmdavaldið hiklaust seilst yfir í dómsvaldið, til dæmis með því að skipa frænda, son og návin Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem dómara. Það er ekki inni í myndinni að spillingar- hreinsun Íslands eigi sér stað með annarri rík- isstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er ófær um að sinna þessu nauðsynlega hlutverki. Hann er vanhæfur um að fjalla um spillingu, því of marg- ir þingmenn flokksins voru á kafi í því sem plag- aði íslenskt viðskiptalíf og stjórnmál. Ekki að- eins voru þeir viðloðandi mörg vafasömustu málin í aðdraganda hrunsins, heldur sjá þeir ekkert að því. Þvert á móti virðast þeir almennt líta á sig sem fórnarlömb aðstæðna í allri þeirri spillingu sem þeir tengjast, ef frá er talinn Ás- björn Óttarsson, sem hefur uppfyllt þá lág- markskröfu um siðferði að viðurkenna mistök sín þegar hann greiddi sér arð í tapi. Út af þessu þurfa Íslendingar að sætta sig við ríkisstjórn sem stendur ekki við orð sín um að gæta hagsmuna almennings gagnvart bönk- unum og sem fór langt með að klúðra Icesave- málinu, þótt enn sé von um betrun. Það er áríð- andi að núverandi ríkisstjórn villist ekki af leið. Hún þarf að átta sig á því að tilgangur hennar er ekki aðeins að ná landinu upp úr kreppu, held- ur að gera það á réttum forsendum. Leiðin úr kreppunni átti að liggja í gegnum réttlæti, lýð- ræði og upprætingu spillingar. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Þetta er stórt stökk í átt að því að fyrirbyggja spillingu. BÓKSTAFLEGA 18 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN n Það urðu einhverjum von- brigði þegar í ljós kom um helg- ina að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var ekki í einkaviðtali í sunnu- dagsblað- inu. Davíð var í viðtali við sitt eigið blað á föstu- daginn þar sem hann af einlægni lýsti samtali sínu við hollenskan seðlabankastjóra. Samkvæmt viðtali ritstjórans við sjálfan sig um Davíð Oddsson seðlabanka- stjóra varaði hann allar götur við yfirvofandi hruni. Mörgum er létt nú þegar sakleysi Davíðs hef- ur verið sannað. n Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylk- ingar, er fjarri því að vera vin- kona Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Ingibjörg er þó svilkona ráðherrans og átti þau fleygu orð í fimmtugsaf- mæli Össur- ar að menn veldu sér vini en ekki fjölskyldu. Þegar Össur staðfesti að hann hefði grætt 30 milljónir á stofn- fjárhlut í SPRON notaði svilkon- an tækifærið og reiddi til höggs á Facebook. Þar lýsti hún eign sinni í SPRON. „Eins og aðrir stofnfjáreigendur keypti ég þau á nafnverði en ekki á markaðs- virði. Ég leit aldrei svo á að þau væru keypt í gróðaskyni og hef átt þau síðan.“  n Það vakti þó nokkra athygli á föstudagsmorguninn þegar Sig- urjón M. Egilsson fjölmiðlamað- ur upplýsti að tölvupóstar Jónínu Benediktsdóttur, sem Frétta- blaðið birti, hefðu verið keyptir. Sagði Sigurjón að það hefði þó ekki verið hann sjálfur sem frétta- stjóri sem keypti heldur þriðji aðili. Þegar fréttavefurinn Pressan innti hann nánar eftir málinu dró Sigurjón í land og taldi líklegt að greitt hefði verið fyrir póstana. n Málið er hins vegar snúið fyrir Jón Kaldal, ritstjóra Fréttablaðs- ins, sem væntanlega var með í ráðum sem einn yfirmanna Fréttablaðsins þegar Jónínu- póstarnir voru keyptir. Fréttablaðið gekk mjög ákveðið fram í máli meints uppljóstrara Milestone og Sjóvár. Var honum lýst sem þjófi í forsíðufrétt blaðsins. Það varð til þess að Jónas Kristj- ánsson fordæmdi sitt gamla fríblað fyrir að „pönkast“ á litla manninum. Þau skrif trylltu rit- stjóra Fréttablaðsins eins og sjá má af einkapósti hans til Jónasar. „Sæll Jónas, hvaða andskotans rugl er að segja að siðvillt Frétta- blað pönkist á meintum þjófi Milestonegagna...?“ LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. SÍMINN ER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.