Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 11
Íslensk gæðaframleiðsla
í 25 ár
Okkar verð – betra verð
Yfir 10.000 ánægðir notendur
á Íslandi.
Útför Erlu Magnúsdóttur var gerð
frá Seljakirkju í Breiðholti á föstu-
daginn. Erla fæddist 17. ágúst 1971
og var því á þrítugasta og níunda
aldursári þegar hún lést af slys-
förum á Landspítalanum 27. jan-
úar síðastliðin. Erla hafði verið á
þorrablóti hjá íþróttafélagi á höf-
uðborgarsvæðinu en skilaði sér
aldrei heim að loknu skemmtana-
haldi.
Talið er að hún hafi orðið úti, en
hún lá þungt haldin á gjörgæslu-
deild í nokkra daga áður en hún að
lokum lést.
Spiluðu með sorgarbönd.
Andlát Erlu vakti þjóðarathygli.
Hún var systir Gunnars Magnús-
sonar, fyrrverandi þjálfara HK í
handnkattleik og aðstoðarþjálfara
íslenska landsliðsins. Gunnar var
með handboltalandsliðinu á Evr-
ópumótinu í Austurríki þegar syst-
ir hans lést. Gunnnar var kallað-
ur heim til Íslands í kjölfarið til að
vera með fjölskyldu sinni.
Íslensku landsliðsmennirnir
ákváðu hins vegar að sýna félaga
sínum stuðning opinberlega og
spiluðu með sorgarbönd á mótinu
vegna fráfalls Erlu. Í viðtölum eft-
ir leiki tileinkuðu þeir Gunnari og
fjölskyldu hans sigurinn.
Róbert Gunnarsson sagði í við-
tali eftir að Ísland hafði unnið
bronsverðlaunin á mótinu: „Við
ætlum að tileinka Gunna þennan
sigur og við sýndum að við vorum
tilbúnir í verkefnið. Þetta var fyrir
hann.“
Lætur eftir sig fjölskyldu.
Guðmundur Guðmundson, þjálf-
ari landsliðsins, tók í sama streng.
„Ég vill nefna það að hugur okkar
allra er hjá Gunnari Magnússyni
og fjölskyldu sem eiga um sárt að
binda og við viljum tileinka þeim
þennan sigur.“
Erla Magnúsdóttir lætur eftir sig
eiginmann og fimm börn.
Erla Magnúsdóttir sem féll frá 27. janúar síðastliðinn var lögð til hinstu hvílu í síðustu viku. Erla lést af
slysförum eftir að hafa verið á þorrablóti á höfuðborgarsvæðinu. Íslenska landsliðið í handknattleik spilaði
með sorgarbönd á Evrópumótinu vegna fráfalls hennar, en hún var systir Gunnars Magnússonar þjálfara.
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Útför Erlu Magnúsdóttur
Erla var á þrítugasta og
níunda aldursári þegar hún
lést af slysförum.
ERLA LÖGÐ TIL HVÍLU