Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 3 Alþingi situr uppi með nærri 25 milljóna króna reikning frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya eftir að Alþingi samþykkti að beiðni stjórnarandstöðunnar að leitað yrði aftur til lögmnannsstof- unnar fyrir jól. Forsætisnefnd Al- þingis hafði upphaflega gengist inn á að greiða allt að 1,5 milljónir fyrir þjónustu bresku lögmannstofunn- ar. Ljóst varð í árslok að sá kostnaður gæti orðið allt að 10 milljónir króna og þar með meiri en svo að fjárhag- ur Alþingis leyfði. Því var fjármála- ráðuneytinu gert viðvart um aukinn kostnað og látið gott heita að því er heimildir DV herma. Nú hefur Alþingi borist nærri 25 milljóna króna reikningur frá Mish- con de Reya sem enn liggur ógreidd- ur. Athygli vekur að í sundurlið- un reikningsins er gert ráð fyrir að 10 milljónir króna renni til Gunn- laugs Erlendssonar lögfræðings sem búsettur er Bretlandi. Samkvæmt heimildum DV er sú þóknun fyrir milligöngu Gunnlaugs og sérfræði- lega aðstoð. Enginn, sem DV hefur haft samband við innan þingsins, kannast hins vegar við að hafa beð- ið um þjónustu Gunnlaugs fyrir 10 milljónir króna. Þá vakti athygli að Jón Daní- elsson, hagfræðingur hjá Lond- on School of Economics í London, hafði samband fyrir skemmstu við Alþingi og spurðist fyrir um greiðslu á reikningi Mischon de Reya. Jón kannaðist við að hafa haft samband við Alþingi vegna um- rædds reiknings þegar DV hafði samband við hann. „Ég hitti einn eigenda hjá Mischon, sem hafði verið nemandi í LSE, á styrktarsam- komu. Hann nefndi að þeir hefðu ekki fengið greitt, og ég bauðst til að hringja í Alþingi til að spyrjast fyrir um þetta því mér fannst að Ísland hefði nógu slæmt orð á sér fyrir að greiða ekki reikninga.“ Vann áður hjá Novator Forystumenn stjórnarandstöðunn- ar lögðu ríka áherslu á það síðla árs í fyrra að leitað yrði til Mishcon de Reya, sem áður hafði komið að Ic- esave-málinu. Rekja má ákveðin tengsl þeirra við bresku lögmanns- stofuna. Áðurnefndur Gunnlaugur Erlendsson var á sínum tíma virk- ur félagi í Heimdalli meðal ungra sjálfstæðismanna. Hann er jafn- framt sagður vinur Sigurðar Kára Kristjánssonar, fyrrverandi alþing- ismanns Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins. Gunnlaugur starfaði til ársins 2007 fyrir Björgólf Thor Björgólfs- son, meðal annars í höfðuðstöðv- um Novators í London. Jón Daníelsson hagfræðingur stóð nærri Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, formanni Framsóknar- flokksins. Báðir hafa þeir komið við sögu InDefence hópsins sem skor- aði á forseta Íslands að senda lög- in um Icesave-skuldbindingarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og safnaði undirskriftum í þeim tilgangi. Umdeildar niðurstöður Mishcon de Reya sendi Alþingi og fjárlaganefnd álitsgerð sína um Ic- esave nokkrum dögum fyrir jól og fór í fyrstu fram á að álit hennar yrði ekki gert opinbert. Sumt þar væri trúnaðarmál sem Hollendingar og Bretar gætu nýtt sé gegn Íslending- um í hugsanlegum málaferlum. Á þetta benti lögmannsstofan írekað, meðal annars í tölvupóstum til Al- þingis, fyrir jól. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar að kröfu stjórnarandstöð- unnar að birta gögnin þremur dög- um fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra taldi margvíslega ágalla á álitinu og gaf opinberlega lítið fyrir það. Bresku lögmennirnir svöruðu gagrýni Steingríms á Þorláksmessu í bréfi til fjárlaganefndar. Stjórnar- andstæðingar, þeirra á meðal Kristj- án Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í fjárlaganefnd, krafðist gagna um samskipti stjórnvalda við Mishcon de Reya. Deilur við stjórnvöld Mishcon de Reya hvatti íslensk stjórnvöld til að höfða má gegn breska fjármálaeftirlitinu (FSA) vegna falls Kaupþings. Lögmanns- stofnan liti svo á að slík málssókn yrði viðkvæm fyrir bresk stjórnvöld enda hefðu breskir dómstólar oft dæmt breska ríkinu í óhag. Þetta myndi án efa styrkja samningsstöðu Íslands. Þessi skoðun lögfræðistof- unnar var kynnt bæði samninga- nefnd Íslands sem og fulltrúum fjár- málaráðuneytisins. Mike Stubbs, einn af eigendum Mishcon de Reya, ritað fjárlaga- nefnd einnig bréf um málið milli jóla og nýárs sem olli talsverðum titr- ingi og uppnámi. Fram kom í máli Stubbs að Svavar Gestsson, formað- ur Icesave-samninganefndarinnar hefði tekið út álit lögmannstofunn- ar í kynningu á málinu fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra 31. mars á síðasta ári. Lögmanns- stofan viðurkenndi að það væri þó í valdi samninganefndar Svavars að ákvarða um slíka hluti. Mismunandi skoðanir hafa kom- ið fram á vinnu Mishcon de Reya fyrir þingið og telja einkum stjórn- arliðar að útleggingar stofunnar, til dæmis um vexti og aðra hagsmuni í Icesave-málinu séu ekki pening- anna virði. Eins og áður segir hefur nú Mishc on de Reya sent Alþingi reikn- ing fyrir vinnu sína og Gunnlaugs Er- lendssonar, samtals nærri 25 millj- ónir króna. Eftir því sem DV kemst næst er líklegt að Alþingi og stjórn- völd krefji Mischon de Reya skýr- inga og frekari sundurliðunar áður en reikningurinn verður greiddur að hluta eða að fullu. SENDI ALÞINGI 25 MILLJÓNA REIKNING Breska lögmannsstofnan Mishcon de Reya hefur sent Alþingi og fjárlaganefnd 25 milljóna króna reikning fyrir ráðgjöf og önnur störf sína vegna Icesave-máls- ins. Athygli vekur að Gunnlaugi Erlendssyni lögfræðingi, sem áður starfaði fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, er ætlað að fá 10 milljónir króna af þeirri upphæð. InDefence Mikið áróðursstríð gaus upp í kringum skýrslu Mishcon de Reya í lok ársins og skorað var á forsetann að synja lögum um Icesave staðfestingar. Gagnrýndi Mishcon de Reya Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra fann skýrslu lögmannsstofunnar eitt og annað til foráttu. Hún svaraði fyrir sig. Flokksstengslin Vinur Sigurðar Kára Kristjánssonar og flokksbróðir, Gunnlaugur Erlendsson, á að fá 10 milljónir króna fyrir störf sem enginn bað hann að vinna. Tengsl við lögmannsstofuna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tengist InDefence og lagði ásamt fleiri forystu- mönnum stjórnarandstæðinga áherslu á að fá Mishcon de Reya til verka. Enginn, sem DV hefur haft samband við innan þingsins, kannast hins vegar við að hafa beð- ið um þjónustu Gunn- laugs fyrir 10 milljónir króna. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is SAMSTAÐA FLOKKANNA ER ÞVINGUÐ LAUSN Það er að sínu leyti algerlega háð því að stjórnmála- flokkarninr nái sam- stöðu og gangi í sæmi- legum takti til að ljúka málinu. Icesave-skuldanna fyrir árslok 2008. Indriði H. Þorláksson sagði meðal annars við fjölmiðla að í raun hefðu Icesave-lánin verið tekin í október það ár. „Sú túlkun er svo algerlega einstæð að ég hef hvergi fundið hana rökstudda í gögnum málsins. Í henni felst bæði ótrúlegt afsal réttarstöðu og sjálfsákvörðunarréttar Íslands og illbærileg viðurkenning á réttmæti kúgunaraðferða Breta og Hollend- inga,“ skrifar Kristrún. Þetta stenst varla því 11. október 2008 gáfu stjórnvöld út fréttatilkynn- ingu um að búið væri að semja um Icesave við Hollendinga um lausn eigenda innstæðna á Icesave-reikn- ingunum. Að samkomulaginu komu Árni Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, og Wouter J. Bos, fjármála- ráðherra Hollands. „Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á mál- inu,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að samkomulagið kveði á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum inn- stæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur. „Hollenska ríkisstjórn- in mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna,“ segir í tilkynningunni. Lagði allt undir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði allt undir í Icesave-deilunni og studdi InDefence. Kemur hann standandi niður?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.