Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR Ólíkt horf við hruninu Vert er að hafa hugfast að möguleg ábyrgð og brot bankamanna eða eig- enda þeirra annars vegar og ábyrgð og brot landsstjórnarinnar og emb- ættismanna hennar hins vegar eru af ólíkum toga þótt allir kunni að hafa brotið lög. Ráðherrar og embættis- menn eiga að fylgja lögum og stuðla að fjármálalegu öryggi almennings. Í hlutarins eðli liggur að ábyrgð á að- haldi og eftirliti með fjármálastarf- semi er því á herðum ráðherra, stofn- ana og embættismanna. Þar sem rannsóknarnefnd Alþingis var með lögum falið að rannsaka aðdrag- anda og orsakir bankahrunsins gefur augaleið að lög og reglur um ábyrgð ráðherra og embættismanna hafa ráðið miklu um það að ofangreindir ráðherrar og embættismenn fengu bréf frá nefndinni og fá að njóta and- mælaréttar í krafti stjórnsýslulaga. Lykilhlutverk Seðlabankans Seðlabankinn gegnir stóru hlutverki varðandi fjármálalegt öryggi þjóð- arinnar og hefur víðtækar heimildir og völd samkvæmt lögum um Seðla- bankann frá árinu 2001. Lögunum var reyndar breytt fyrir réttu ári síð- an þegar bankastjórninni var breytt og Davíð, Ingimundur og Eiríkur létu af störfum. Seðlabankinn er leiðandi um vexti og hann hefur víðtækar heim- ildir til þess binda fé bankanna með reglum sem hann setur. Hann hefur einnig heimildir til þess að setja regl- ur um gjaldeyrisviðskipti bankanna. Áður en bankarnir féllu hafði Seðla- bankinn með öðrum orðum marg- vísleg úrræði til að tryggja öryggi fjár- málamarkaðarins og varðveita það traust sem honum er nauðsynlegt. Án þess að fullyrt verði um það á þessu stigi kann aðgerðarleysi eða andvaraleysi bankans vegna aðsteðj- andi lausafjárkreppu íslensku bank- anna orðið til þess að hann tók að lok- um gríðarlega áhættu með útlánum til þeirra árið 2008 með þeim afleið- ingum að hann tapaði hundruð millj- arða króna og komst sjálfur í þrot. Var yfirtaka Glitnis lögbrot? Rannsóknarnefnd Alþingis yfir- heyrði og tók skýrslur af þeim sem komu að undirbúningi og ákvörðun um kaup Seðlabankans og ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni dagana áður en bankarnir hrundu í byrjun október 2008. Nefndin hefur með at- hugunum sínum reynt að ganga úr skugga um hvort stjórnendur Seðla- bankans hafi farið að lögum sem um bankann gilda og hvort brotið hafi verið gegn öðrum lögum, svo sem stjórnsýslulögum, þegar ákvarðanir voru teknar um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni. Álitamálin varðandi Seðlabank- inn eru því mörg. Ekki er öldungis víst að hann hafi haft heimild til þess að yfirtaka Glitni á sínum tíma með þeim hætti sem gert var. Niðurstaða Davíðs Oddsson- ar varðandi Glitni var meðal ann- ars kynnt Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen á minnisblaði frá Davíð Oddssyni síðustu dagana í septemb- er 2008. Þar var um tvennt að tefla; að setja bankann í þrot eða kaupa 75 pró- senta hlut í honum. Um þau veð sem Glitnir hafði boðið gegn láni til þrauta- vara frá Seðlabankanum var farið háðulegum orðum í minnisblaðinu samkvæmt heimildum DV. Á það er að líta að Glitnir hafði þegar á reyndi ekki heimild til þess að veðsetja sín- ar bestu eignir í norskum olíuiðnaði og bauð önnur og lakari veð að mati Seðlabankans eins og Davíð Oddsson greindi opinberlega frá. Ráðherrarnir mótmæltu ekki og gáfu samþykki sitt fyrir leið Davíðs. Braut Seðlabankinn lög? Annað álitamál snýr að því hvort Seðlabankinn hafi leitað til Fjár- málaeftirlitsins um áhrif þess á fjármálamarkaðinn að færa niður eignir eigenda Gitnis um 200 millj- arða króna í einu lagi. Einnig kunna lög að hafa verið brotin þegar Seðlabankinn lagði mat sitt á lánshæfi bankans upp á eigin spýtur. Þar koma til álita reglur stjórnsýslulaga um and- mælarétt, jafnræði, meðalhóf og rannsóknarskyldu. Athugun rann- sóknarnefndar Alþingis kann að leiða í ljós hvort seðlabanka- stjórarnir þrír stóðu allir að þeim ákvörðunum sem teknar voru eða hvort Davíð var einn að verki, en lög mæla fyrir um að þeir beri sam- eiginlega ábyrgð. Víðtækar eftirlitsskyldur FME Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, fékk um- slag sent frá rannsóknarnefndinni að því er heimildir herma. Fjár- málaeftirlitið gegnir lykilhlutverki um fjármálalegt öryggi og eftir- lit með bankastarfsemi. Ekki ein- asta hefur FME þá lagaskyldu að fylgjast með og ganga eftir reglu- legu uppgjöri bankanna heldur ber FME að ganga úr skugga um það hvort uppgjörið sé rétt og sannleik- anum samkvæmt. Minnsti grun- ur um fjármálalegan óstöðugleika fjármálafyrirtækis heimilar FME að senda sérfræðinga sína inn í við- komandi banka og rannsaka stöð- una, svo sem eins og gjaldfærni bankanna, á eigin spýtur. DV er ekki kunnugt um að slíkt hafi verið gert síðustu tvö til þrjú misserin fyrir bankahrunið. FME og Icesave Þá hefur FME ríkar skyldur til þess að sjá til þess að allir hluthafar í bönk- unum hafi jafnan aðgang að upp- lýsingum sem geta hnikað til verði hlutabréfa í bönkunum og varða þar af leiðandi hag almennra hluthafa. Ljóst er að Jónas Fr. Jónsson, líkt og Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sátu fundi starfshóps um fjármála- legan stöðugleika allt árið 2008 fram að hruni og fengust þar við upplýs- ingar sem augljóslega flokkuðustu sem innherjaupplýsingar. FME hef- ur ríkar lagaskyldur til þess að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Gegn þessu stendur sú staðhæfing, til dæmis Baldurs Guðlaugssonar í réttarhaldi fyrir nokkrum vikum, að hefðu umræddar upplýsingar um stöðu bankanna orðið á allra vitorði hefði það orðið banabiti þeirra. Tryggvi Pálsson, hjá Seðlabanka Íslands, sat einnig umrædda fundi samráðshópsins. Hann var ekki í neinum vafa um að upplýsingarnar, sem samráðshópurinn fjallaði um, voru innherjaupplýsingar. Ágreiningur Jónasar Fr. við eftir- litsaðila í Hollandi snýr að ábyrgð á innlánsreikningum Icesave, en söfn- un innlána hófst þar 29. maí 2008 meðal sparifjáreigenda. Í lögum um fjármálafyrirtæki eru skyldur FME til að tilkynna og hafa eftirlit með útibú- um erlendis ríkar. Í 36. grein er kveð- ið á um að FME geti stöðvað opnun útibúa erlendis ef fjárhag eða stjórn- un viðkomandi banka telst vera í ólagi. Geta má þess að þegar Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér ráðherra- dómi vék hann jafnframt Jónasi Fr. forstjóra FME úr starfi sem og stjórn eftirlitsins. Jón Sigurðsson var stjórnarformaður FME, en ekki eru heimildir fyrir því að hann hafi feng- ið bréf frá rannsóknarnefndinni. Embættismenn og embættisglöp Bolli Þór Bollason var ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu hjá Geir H. Haarde þegar bankakerfið hrundi. Á sama tíma var Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri hjá Árna M. Mathie- sen í fjármálaráðneytinu og Jónína S. Lárusdóttir ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu hjá Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra. Eftir því sem næst verður kom- ist fengu þau einnig greinargerð frá rannsókarnefndinni og njóta and- mælaréttar eins og aðrir sem fengið hafa umrædd umslög frá nenfndinni. Mál þeirra getur varðað meint embættisglöp í skilningi laga um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna. Fleiri atriði geta komið þar við sögu og er skemmst að minnast málaferla gegn Baldri vegna meintra ólöglegrar meðferðar á innherjaupp- lýsingum sem hann hafði aðgang að. Honum eru gefin að sök innherjasvik þegar hann skömmu fyrir bankahrun seldi hluti sína í Landsbankanum fyr- ir 192 milljónir króna á markaðsverði. Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórn- arformaður FME, fékk ekki bréf frá nefndinni. Einnig kunna lög að hafa ver- ið brotin þegar Seðla- bankinn lagði mat sitt á lánshæfi bankans upp á eigin spýtur. Á ögurstundu Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen sjást hér á ferð nóttina örlagaríku sem Glitnir var þjóðnýttur. Þeir eru allir meðal hinna grunuðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.