Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 8
SANDKORN n Það vakti athygli að Tryggvi Þór Herbertsson notaði kjör- dæmavikuna til að skreppa vestur um haf til New York. Flestir aðrir í hópi þingmanna fóru á sín svæði. Meðal ann- ars sást til Kristj- áns Þórs Júlíusson- ar, oddvita sjálfstæð- ismanna, á fundi á Eskifirði. Samkvæmt heimildum DV mun Tryggvi Þór hafa gert stuttan stans í New York en haldið þaðan til Kólumbíu í viðskiptaerindum. Tryggvi hefur þótt mjög ákafur bisnessmaður og hafa gárung- ar kallað hann ,,rauðhærða viðskiptadýrið”. Óljóst er hvað rak hann til Kólumbíu en hann hefur verið í viðskiptasam- bandi við Wernersbræður, rétt eins og formaður hans, Bjarni Benediktsson. n Guðmundur Franklín Jóns- son, fyrrverandi verðbréfasali á Wall Street, hefur gert það gott á Út- varpi Sögu að undan- förnu. Hann er með fasta þætti á laugardög- um en síðan eftir efnum og atvikum. Á miðvikudag mættu til Guð- mundar þeir Eiríkur Tómas- son, útgerðarmaður í Grinda- vík, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri í Vest- mannaeyjum. Var meginefni þáttarins kostir kvótakerfisins og hugsanlegir gallar. Allt varð vitlaust í hlustendahópi Sögu og símakerfið sprakk þegar ævareiðir kvótaandstæðingar hringdu til að mótmæla því sem þeir kölluðu áróður sæ- greifanna. n Reiðastir allra sem hringdu inn á Sögu vegna þáttar Guð- mundar Franklíns voru þeir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fyrrum alþingismaður, og Eiríkur Stefánsson, fyrrver- andi verkalýðstogi. Báð- ir hafa þeir verið viðloðandi Sögu lengi og barist á þeim vettvangi gegn kvótanum. Að sögn hraunuðu þeir yfir út- varpsmanninn á sjómanna- máli. Guðmundur Franklín er andvígur fyrningarleiðinni í sjávarútvegi. Sjálfur á hann engan kvóta en kvótaand- stæðingarnir tortryggja hann þar sem hann er tengdason- ur Árna Vilhjálmssonar, eins aðaleiganda risafyrirtækisins Granda. 8 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 Meintur bókhalds- og skattsvikari, verktakinn Stefán Gunnar Þeng- ilsson, er inn undir hjá Vegagerð- inni og hefur hlotið þar verktaka- greiðslur til fjölda ára. Síðast var samið við hann til fimm ára rétt eft- ir að verktakinn hafði verið ákærð- ur fyrir meiriháttar bókhalds- og skattasvindl upp á tugi milljóna króna. Það var efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra sem ákærði Stefán Gunnar, og einkahlutafélagið hans Icefox, um miðjan júlí 2008 fyr- ir meint stórfelld brot en viku áður auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í snjómokstur. Eftir að ferill verk- takans var skoðaður, þar með tal- in staða fyrirtækisins gagnvart op- inberum gjöldum, var ákveðið að semja við Stefán Gunnar um mokst- urinn og sá samningur var undirrit- aður í september sama ár, tveim- ur mánuðum eftir að verktakinn var ákærður. Fyrir samninginn fær hann greiddar tæpar 40 milljónir á ári í fimm ár og á hann þrjú ár eftir af samningi við Vegagerðina. Löng reynsla og ný kennitala Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er samningur stofnunar- innar við Stefán Gunnar og fyrir- tæki hans, Ísref ehf., en áður hafði verktakinn verið með samninga í langan tíma hjá stofnuninni en þá undir annarri kennitölu, það er kennitölu fyrirtækisins Icefox ehf. Fyrri samningur þess fyrirtækis rann út árið 2008 og í stað þess að framlengja við Icefox, líkt og verk- takinn óskaði eftir, ákvað Vega- gerðin að bjóða verkið út. Lægsta tilboðið átti nýstofnað fyrirtæki Stefáns Gunnars, Ísrefur, og var gengið að því á endanum. Áður en tilboðið var samþykkt voru fyrirtækin skoðuð af hálfu Vegagerðarinnar og var niðurstað- an sú að þau uppfylltu kröfur út- boðsins varðandi skuldastöðu op- inberra gjalda, lífeyrissjóðsiðgjöld og kröfur um jákvæða eiginfjár- stöðu. Þá var það mat stofnunar- innar að Stefán Gunnar hefði langa reynslu af sambærilegum verkum. Enn þá saklaus Málshöfðun ríkislögreglustjóra á hendur Stefáni Gunnari er enn til meðferðar hjá dómstólum og því einungis um grunsemdir um bók- halds- og skattsvik að ræða. G. Pét- ur Matthíasson, upplýsingafull- trúi Vegagerðarinnar, leggur á það áherslu að hér á landi séu allir sak- lausir þar til sekt þeirra sannast. Hann segir stofnunina ekki hafa haft vitneskju um ákæruna á sín- um tíma en kæmi til þess að verk- takinn yrði dæmdur væri hægt að hafna honum. „Vegagerðin hef- ur ekki upplýsingar um ákærur manna og hafði ekki vitneskju um þessa ákæru á sínum tíma. Vega- gerðin nýtti sér heimild til skoð- unar á verktaka og við þá skoðun kom fram að Ísrefur og Icefox upp- fylltu kröfur útboðslýsingar. Það er ekki hægt að hafna tilboði á þeim grunni að verkkaupi hafi verið kærður enda menn saklausir uns sekt hefur verið sönnuð. Hafi við- komandi verið dæmdur sekur væri hugsanlega hægt að hafna honum á þeim forsendum,“ segir G. Pétur. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Það er ekki hægt að hafna tilboði á þeim grunni að verkkaupi hafi ver- ið kærður enda menn saklausir uns sekt hef- ur verið sönnuð. SAMDI VIÐ SAKBORNING Vegagerðin samdi við sakborning í skattsvikamáli skömmu eftir að ákæra á hendur viðkomandi var lögð fram af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Verktakinn, Stefán Gunnar Þengilsson, er sakaður um meiriháttar bókhalds- og skattasvindl upp á tugi milljóna króna. Milljónir fyrir mokstur Meintur skattsvikari starfar fyrir Vegagerðina en samið var við hann eftir ákæru frá ríkislögreglustjóra. Jón Grímsson getur ekki tekið peningana sína út vegna gjaldeyrishafta: „Eitthvað svakalegt að hérna“ „Ég þarf að koma fjórum sinnum til Íslands til að sækja þessar tvær milljónir. Það er helvíti gott,“ seg- ir Bandaríkjamaðurinn Jón Gríms- son. Hann á andvirði tveggja millj- óna króna á gjaldeyrisreikningi í Íslandsbanka en getur ekki milli- fært þá á reikning í sínu heima- landi. Peningana hefur hann átt hér í um sjö ár, eða frá því hann heim- sótti Ísland síðast en Jón settist að í Bandaríkjunum fyrir um 30 árum. Honum finnst hart að geta ekki tekið út þetta fé sitt. „Ég hélt að Ís- lendingar væru svo mikil banka- þjóð að maður þyrfti ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu. Svo fer ég og spyr um peningana mína og er sagt að ég fái þá ekki,“ seg- ir Jón en gjaldeyrishöftin gera það að verkum að óheimilt er að flytja út erlendan gjaldeyri í reiðufé um- fram jafnvirði 500 þúsund króna, í hverjum mánuði. Hann þarf því að koma fjórum sinnum til Íslands ef hann vill ná peningunum heim til sín: „Það er sæmilegur kostnað- ur. Ég spurði þá hvort þeir gætu þá ekki borgað mér einhverja vexti af þessu en þeir hafa bara verið 0,25 prósent þessi ár. Mér var sagt að ég gæti í mesta lagi fengið 1 prósent vexti,“ segir Jón sem segir þó að ekki sé svo illa fyrir honum komið að hann bráðvanti þessa peninga. Hann er samt ekki sáttur: „Hvernig stendur á því að svona er ekki leyst? Ég er búinn að vera hérna í viku og það er eitthvað svakalegt að hérna. Ég átta mig ekki á því hvað það er,“ segir Jón að lokum en hann flýgur utan í dag. baldur@dv.is Fær bara fjórðung Jón þarf að koma fjórar ferðir til Íslands ef hann vill ná pening- unum heim til Bandaríkjanna. MYND RÓBERT REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.