Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Björn fæddist á Ytra-Skörðugili í Skagafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1951 og lauk cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1959. Björn tók við búi foreldra sinna að Ytra-Skörðugili og sinnti þar búskap 1957-67, var jafnframt kennari við Hagaskólann í Reykjavík frá 1960, yfirkennari þar frá 1963 og skólastjóri Hagaskóla 1967-94. Hann var án efa í hópi virtustu og merkustu skólamanna þjóð- arinnar á sinni skólastjóratíð en Hagaskólinn var þá lengst af í fremstu röð í flestöllum mælanlegum ár- angri. Björn var afburðaíslenskumaður og afar afkasta- mikill þýðandi um langt árabil en eftir hann liggja um hundrað og fjörutíu þýddar bækur. Þá var Björn mikill áhugamaður um skógrækt. Er hann brá búi hóf hann skógrækt á æskuslóðum konu sinnar að Sólheimum í Landbroti. Þar fór hann nýjar leiðir og náði góðum árangri í skógræktinni við erf- iðar aðstæður. Hann miðlaði síðan þessari reynslu sinni með fjölda námskeiða á vegum Skógræktarfé- lags Íslands. Loks var Björn afkastamikill ljósmyndari. Fjöl- margar myndir hans hafa birst á póstkortum og í rit- um um íslenska náttúru. Björn hlaut viðurkenningu Skógræktarfélags Ís- lands fyrir framlag sitt að skógrækt, viðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir afburðastörf að um- hverfismálum og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að uppeldismálum, skógrækt og menningarmálum. Björn var einn af forgöngumönnum að stofn- un Rótarýklúbbs Seltjarnarness, einn stofnfélaga klúbbsins 1971 og forseti hans 1972-73. Hann var út- nefndur Paul Harris-félagi 1989. Fjölskylda Björn kvæntist 29.11. 1959 Guðrúnu Sigríði Magnús- dóttur, f. 8.2. 1934, d. 14.8. 2005, cand.mag. og síð- ar sérfræðingi hjá Örnefnastofnun. Hún var dóttir Magnúsar Auðunssonar, f. 1.12. 1893, d. 5.3. 1966, bónda á Sólheimum í Landbroti, og k.h., Kristjönu Magúsdóttur, f. 5.8. 1900, d. 2.6. 1992, kennara. Börn Björns og Guðrúnar eru Heiður Agn- es Björnsdóttir, f. 30.4. 1962, viðskiptafræðingur í Reykjavík en maður hennar er Hákon Óskarsson og er sonur þeirra Kjartan, f. 23.11. 1982 en sam- býliskona hans er Ragnheiður Kristín Sigurðardótt- ir; Magnús Jón Björnsson, f. 14.4. 1966, tannlækn- ir í Reykjavík en kona hans er Ragna Árnadóttir og eru dætur þeirra Brynhildur, f. 26.10. 1993, og Agnes Guðrún, f. 8.9. 2000. Systir Björns var Unnur Oddfríður Jónsdóttir, f. 30.5. 1923, d. 9.3. 1975, kennari. Foreldrar Björns voru Jón Jóhannesson, f. á Völl- um í Vallhólma 27.5. 1893, d. 27.1. 1957, bóndi í Ytra- Skörðugili, og Agnes Guðfinnsdóttir, f. á Víghólsstöð- um á Fellsströnd 5.3. 1897, d. 14.5. 1987, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Jóhannesar, b. á Brekku, á Völlum í Vallhólma, á Þorleiksstöðum og í Hátúni Konráðs- sonar, b. í Glæsibæ Jónssonar, sterka í Kolgröf Ól- afssonar. Móðir Konráðs var Oddný Árnadóttir, b. á Fjalli í Sæmundarhlíð Helgasonar. Móðir Oddnýjar var Margrét, dóttir Mála-Björns Arasonar og Ingi- bjargar Illugadóttur. Móðir Jóhannesar var Guðrún Sveinbjörnsdóttir, b. á Skarðsá og á Sólheimum Jóns- sonar. Móðir Jóns í Ytra-Skörðugili var Ingibjörg Jóns- dóttir, b. í Flugumýrarhvammi Jónssonar eldra, b. á Hallfreðarstöðum í Hörgárdal, bróður Hallgríms á Hámundarstöðum, föður Hallgríms, langafa Guð- jóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Þá var Hallgrímur eldri langafi Baldvins, föður Björns Th. Björnssonar listfræðings. Jón var sonur Þorláks, dbrm. í Skriðu, bróður Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar og Kristjönu, móður Hannesar Hafstein. Annar bróðir Þorláks var Jón málari, langafi Pálínu, móður Her- manns Jónassonar forsætisráðherra, föður Stein- gríms forsætisráðherra, föður Guðmundar alþm.. Þorlákur var sonur Hallgríms, málara á Kjarna í Eyja- firði Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Guðrún Eyj- ólfsdóttir. Agnes var systir Björns, prófessors í íslensku við HÍ og kennslubókahöfundar, föður Fríðu sem var framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands um langt árabil. Annar bróðir Agnesar var Gestur, skáld og blaðamaður við Alþýðublaðið. Systir Agnes- ar var Björg Þuríður, móðir Guðfinnu Ragnarsdótt- ur, blaðamanns og menntaskólakennara. Agnes var dóttir Guðfinns Jóns, búfræðings í Litla-Galtardal á Fellsströnd Björnssonar, b. á Ytrafelli á Fellsströnd Ólafssonar, b. og hagyrðings á Hlaðhamri í Hrúta- firði og í Stóra-Galtardal Björnssonar, b. í Hrúta- tungu Björnssonar. Móðir Guðfinns var Agnes Guð- finnsdóttir, b. í Litlu-Tungu á Fellsströnd Helgasonar, og Jóhönnu Hólmfríðar, systur Júlíönnu, langömmu Guðrúnar, móður Óttars Yngvasonar forstjóra. Jó- hanna var dóttir Steins, b. á Ægissíðu á Vatnsnesi Sigfússonar Bergmanns, b. á Þorkelshóli Sigfússon- ar, ættföður Bergmannsættar, langafa Guðmund- ar Björnssonar landlæknis, Páls Kolka og Jónasar fræðslustjóra, föður Ögmundar, alþm. og fyrrv. ráð- herra og formanns BSRB. Móðir Agnesar var Sigurbjörg Guðbrandsdótt- ir, b. á Vogi á Fellsströnd Einarssonar, og Vigdísar Vigfúsdóttir, b. í Fagradalstungu, í Saurbæ, bróður Brands, langafa Rögnvaldar, afa Mörtu Guðjónsdótt- ur, formanns Varðar. Annar bróðir Vigfúsar var Guð- mundur, langafi Kristjönu, ömmu Garðars Cortes óperusöngvara, föður Garðars Thors Cortes óperu- söngvara. Þriðji bróðir Vigfúsar var Sigurður, langafi Rósamundu, ömmu Ingibjargar Þorbergs, söngkonu og tónskálds. Vigfús var sonur Orms, ættföður Orm- sættar Sigurðssonar, langafa Halldóru, ömmu Ólafs Gauks tónlistarmanns og langömmu Þorgeirs Ást- valdssonar dagskrárgerðarmanns. Björn var jarðsunginn frá Neskirkju þann 8.2. sl. Emilía Borg LEIKKONA f. 13.2. 1901, d. 24.12. 1984 Emilía var af mikilli leikara- fjölskyldu. Hún var dóttir Borgþórs Jósefssonar, bæjar- gjaldkera í Reykjavík, og k.h., Stefaníu Guðmundsdóttur sem var þekktasta leikkona Reykvíkinga á fyrstu árum Leikfélags Reykjavíkur. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræð- ingur skrifaði einmitt dokt- orsritgerð um starf Stefaníu og fyrstu áratugi starfisemi Leikfélags Reykajvíkur, og sendi síðan frá sér bókina Leyndarmál frú Stefaníu, útg. 1997. Systur Emilíu voru leikkon- urnar Þóra Borg, sem lék um áratuga skeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og Anna Borg, leikkona við Konunglega leik- húsið í Kaupmannnahöfn, fremsta leikkona Íslendinga á sinni tíð og eiginkona Poul Raumerts, eins þekktasta leik- ara Dana. Bróðir þeirra systra var Geir Borg, faðir Sunnu Borg leikkonu. Borgþór var bróðir Jóns Bachmann, föður Hallgríms, ljósameistara Þjóðleikhúss- ins, föður Helgu Bachmann leikkonu, móður Helgu Völu Helgadóttur leikkonu. Systir Hallgríms var Rósa, lang- amma Bjarkar Guðmunds- dóttur söngkonu og auk þess frægrar leikkonu í seinni tíð. Emilía ólst upp í sögu- frægu húsi fjölskyldunnar að Laufásvegi 5, og var þar bú- sett alla tíð. Þar bjuggu áður ýmsar þjóðþekktar persónur, s.s. Jón Árnason þjóðsagna- safnari, Þorvaldur Thorodd- sen náttúrufræðingur og Jón Ólafsson, alþm. og ritstjóri, sem orti Íslendingabrag. Hálf- bróðir Jóns var Páll Ólafsson, alþm. og eitt helsta skáld 19. aldar, en hann bjó þar einmitt hjá bróður sínum í húsinu síðustu æviárin. Emilía stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk prófum frá Tónlistarskól- anum 1936. Emilía hóf leikferil sinn á barnsaldri, var vinsæl leik- kona á vegum Leikfélags Reykjavíkur um áratuga skeið og lék m.a. með móður sinni á vegum Leikfélags Íslend- inga í Winnipeg 1920-1922. Þá starfaði hún jafnframt við píanókennslu. MINNING Björn Jónsson SKÓLASTJÓRI HAGASKÓLA MERKIR ÍSLENDINGAR Fæddur 3.7. 1932 – dáinn 3.2. 2010 Eftirmæli EINAR MAGNÚSSON, FYRRVERANDI SKÓLASTJÓRI HAGASKÓLA Eftirmæli EFTIR HARALD FINNSSON, FYRRV. SKÓLSTJÓRA RÉTTARHOLTSSKÓLA „Sá maður er þar látinn er vér erum allir skyldir virð- ing að veita, segir í Gísla sögu Súrssonar. Þetta hygg ég að samferðarmenn Björns Jónssonar geti heils hugar tekið undir. Slíkur maður var hann að allir sem kynntust honum gátu ekki annað en borið fyr- ir honum ómælda virðingu. Í hon- um sameinuðust fornar dyggðir og íhaldssemi með góðri blöndu af nú- tímanum og þeirri tækni sem hon- um fylgdi. Samstarf okkar var frá upphafi einstaklega gott og ég get fullyrt að þetta voru mestu ham- ingjuár mín í starfi. Um- hverfið fastmótað, metnað- ur og hagur skólans hafður í fyrirrúmi. Fastmótaðir siðir tókust strax milli okkar. Farinn var svokallað- ur stofugangur strax eft- ir hringingu í fyrsta tíma og að gætt að allir væru á sínum stað. Eftir það settumst við oft inn á skrifstofu Björns, fengum okkur kaffibolla, ræddum um hvað dagurinn og næstu dagar kynnu að bera í skauti sér, enduðum síðan á málefnum líðandi stundar og fórum með ljóð eða gátur til skiptis. Björn stýrði skóla sínum af myndugleik og festu og bar ávallt hag nemenda og starfsmanna sinna fyrir brjósti. Hann gat verið harður í horn að taka ef svo bar undir en fyrst og fremst var hann ákaflega rökfast- ur, gegnheill, trúr sínum yfirboður- um, óhvikull í skoðunum og hafði til að bera mikla mannvisku. Þegar Björn sá ástæðu til að taka til máls á skólastjórafundum, sem fræðslustjóri heldur reglulega, hlust- uðu allir. Hann gerði það enda að- eins ef honum þótti hann hafa eitt- hvað gagnlegt til málanna að leggja. Samtöl okkar frá síðastliðnu hausti eru mér minnisstæð. Efn- islega sagði hann við mig: „Minn innri maður er fullkomlega sátt- ur. Ég hafði Guðrúnu mína í 45 ár, á tvö yndisleg börn, tengdabörn og barnabörn. Get ekki verið annað en sáttur við lífshlaup mitt. Minn ytri maður er hins vegar laraður. Þegar minn innri maður verður ósáttur við sambýlið við sinn ytri mann, þá deyr hann.“ Ég kveð merkismanninn Björn Jónsson með eftirsjá, væntumþykju og þakklæti fyrir órofa tryggð og uppbyggilegar samverustundir allt til hinsta dags. Algóður guð blessi fjölskyldu hans og ástvini. Hann hvíli í friði.“ „Björn var skólastjóri sem margt mátti læra af. Reglusamur með af- brigðum, ávallt mættur snemma og hafði þann sið að ganga um skól- ann að morgni, heilsa nemend- um og fylgjast með þar til allir voru komnir í kennslustofur. Engir nem- endur Hagaskóla velktust í vafa um hver skólastjórinn var. Hann gat ver- ið harður í horn að taka í agamál- um. En ævinlega tilbúinn til sam- ræðna ef vilji var til. Því var hann virtur af öllum. Skrifstofa hans var í þjóðbraut milli kennarastofu og skrifstofu skólans og þrátt fyrir mikl- ar annir þá var hann alltaf tilbúinn að ræða við þá sem til hans leituðu. Hafði gjarnan frumkvæði að upp- byggilegum samræðum og óspar á að miðla af sinni víðfeðmu þekk- ingu. Minni hans og þekkingu virt- ust lítil takmörk sett hvort sem um var að ræða íslenskt mál, bókmennt- ir og sögu eða nemendur skólans og ættir þeirra. Þegar litið er til baka þá voru þetta minnisstæðar stundir sem höfðu varanleg áhrif á mörg okkar er hjá honum störfuðu. Stjórnun hans var með þeim hætti að enginn velkt- ist í vafa um forystu hans án þess að um það þyrfti mörg orð. Þannig var hann sá bakhjarl sem allir í skólan- um gátu treyst á til stuðnings í ágjöf og erfiðleikum. Leiðtogi sem stjórn- aði af festu þannig að allir vissu til hvers var ætlast. Hann átti afar auð- velt með að tjá hugsun sína í mæltu máli. Þegar hann tók til máls, hvort sem var innan skólans eða á fund- um skólastjórnenda í Reykjavík, þá hlustuðu allir. Þar var ekki bruðlað með orð, þau höfðu öll merkingu og markmið. En af einhverjum ástæðum festi hann hugsanir sínar lítið á blað, mér vitanlega. Það er mjög miður, það vitum við sem nutum leiðsagnar hans og samvista. Björn var einlæg- ur trúmaður en flíkaði ekki trú sinn né hélt henni að öðrum. Því kveð ég hann með þeim óskum að almættið geymi hann og alla hans ástvini.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.