Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 12
„Við tilgreinum þau atriði þar sem við teljum að þeim hafi orðið á mistök eða gerst sek um vanrækslu í störf- um sínum. Það eru aðeins einstakl- ingar sem svona háttar um sem fá að njóta andmælaréttar. Það fær eng- inn niðurstöður skýrslunnar í hend- ur fyrr en skýrslan kemur út,“ sagði Páll Hreinsson, formaður rannsókn- arnefndar Alþingis, í samtali við DV í lok desember, þegar upphaflega stóð til að senda út greinargerðir til þeirra sem kunna að bera ábyrgð á banka- hruninu. Páll tók jafnframt fram að greinargerðir væru sendar þeim sem njóta eiga andmælaréttar og að um væri að ræða menn í opinberum störfum. Með orðum Páls er vísað til þess að bankamenn eða aðrir, sem grun- aðir eru um brot á lögum í tengls- um við bankahrunið, sæti rannsókn af hálfu sérstaks saksóknara og verði dregnir fyrir dóm. Andmæli gefa til kynna alvöru máls Eftir því sem næst verður komist eru það einmitt 12 embættismenn og stjórnmálamenn í opinberum störf- um sem fengu greinargerðir sendar fyrir fáeinum dögum. Andmælarétt- inn hafa tólfmenningarnir í 10 daga, en eftir frestun birtingar í tvígang er ætlunin er að birta niðurstöður rannsóknarskýrslunnar um næstu mánaðamót. Í þeim 12 manna hópi sem heim- ildir eru um að fái með ofangreind- um hætti að njóta andmælaréttar eru Geir H. Haarde fyrrverandi forsætis- ráðherra, Árni M. Mathiesen fyrrver- andi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir fyrrverandi utanríkisráðherra. Öll voru þau ráðherrar í ríkisstjórninni þegar bankahrunið varð í byrjun okt- óber 2008. Stjórarnir í FME og Seðlabanka Miklar líkur voru ætíð á því að æðstráðendur bæði Fjármálaeftirlits- ins og Seðlabankans lægju undir grun um vanrækslu í störfum í skilningi laga eða að þeir hefðu gert alvarleg mistök í starfi. í hópi þeirra sem fengu umslag fyrir skemmstu frá rannsóknarnefnd Alþingis eru því einnig Jónas Fr. Jóns- son fyrrverandi forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, Davíð Oddsson fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabank- ans auk Eiríks Guðnasonar og Ingi- mundar Friðrikssonar sem báðir voru seðlabankastjórar og æðstráðendur í bankanum með Davíð um og fyrir bankahrun. Í hópi háttsettra embættismanna virðast einnig bera mikla ábyrgð þau Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og Jónína S. Lárusdóttir, þáverandi ráðuneytisstjóri í efnahags- og við- skiptaráðuneytinu. Eftir því sem DV kemst næst hafa framangreindir emb- ættismenn fengið bréf frá rannsóknar- nefndinni. Björgvin G. Sigurðsson skipaði Jónínu ráðuneytisstjóra sumarið 2007, rúmu ári fyrir bankahrun. Fram hef- ur komið, meðal annars á eyjan.is að eiginmaður hennar hafi þá verið við- skiptastjóri Landsbankans í London. Stofnuðu þeir ríkinu í hættu? Þegar niðurstöður rannsóknar- nefndarinnar hafa verið birtar um eða eftir næstu mánaðamót ákvarð- ar sérstök þingmannanefnd hvað gert verður með niðurstöðurn- ar. Við blasir að til álita getur kom- ið að rannsaka mál ráðherranna og embættis mannanna frekar og kveða upp úr um ábyrgð þeirra fyrir dóm- stólum. Augljóslega getur rannsóknar- nefndin, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benedikts- dóttir, ekki horft fram hjá stjórnar- skrá eða lögum um ráðherraábyrgð þótt þeim hafi aldrei verið beitt frá árinu 1963 þegar þau voru lögfest. Í fjórtándu grein stjórnarskrár- innar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. „Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Lands- dómur dæmir þau mál“. Lög um landsdóm eru einnig frá árinu 1963 og hefur ekki verið kallað- ur saman. Það breytir engu um það að rannsóknarnefndin hefur litið til þessara úrræða svo sem lög gera ráð fyrir. Ráðherraábyrgð sú sem getið er um í stjórnarskránni er svo áréttuð í lögum um ráðherraábyrgð frá 1963. Í fyrstu grein þeirra laga segir að ráðherra megi krefja ábyrgðar hafi hann „annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“. Ráðherra telst sekur samkvæmt b-lið 10. greinar sömu laga „ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því 12 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR RANNSÓKNARNEFNDIN HEFUR TÓLF GRUNAÐA Ráðherra (... ) telst sekur ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir. Tólf ráðherrar og embættismenn, sem grunaðir eru um vanrækslu, yfirsjónir eða mis- tök í starfi í aðdraganda bankahrunsins fengu greinargerðir sendar heim til sín frá rannsóknarnefnd Alþingis. Þeir hafa tíu daga til að andmæla. Ellefu þessara nafna eru þegar kunn. Þingmannanefnd mun taka ákvarðanir um örlög þessara einstaklinga. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Rannsóknarnefnd Alþingis Nefndin hefur sent bréf til tólf manns sem hún hefur grunaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.