Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 53
HELGARBLAÐ 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 53 VONARSTJÖRNUR ÍSLANDS Hjaltalín Velgengni Hjaltalín virðist engan enda ætla að taka. Eftir frábært ár 2008 gekk sveitinni enn betur árið 2009. Platan þeirra Terminal fékk frábærar móttökur og sveitinni hefur verið tekið frábærlega á erlendri grundu. Flóknar en fallegar útsetningar sveitarinnar virðast höfða til landsmanna á öllum aldri og er sveitin til alls líkleg á komandi árum. Björgvin Páll Gústavsson Nú þegar í hópi allra bestu markmanna sem Ísland hefur átt og einnig þeirra sig ursælustu. Björgvin átti stóran þátt í silfurverðlaunum Ísland s á Ólympíuleikunum 2008 og sömu sög u er að segja um bronsverðlaunin í Austurríki. Björgvin er aðeins 25 ára og á sín bestu ár sem mar kvörður eftir. Hann spilar nú í Sviss en áður en langt um líðu r mun hann eflaust spila með einhverjum af bestu félagsliðum heims. Haldi Björgvin áfram að bæta sig kemst hann fljótt í hóp með bestu mark vörðum heims. Baltasar Kormákur Baltasar er fyrir löngu búinn að sanna sig hér heima. Bæði sem leikstjóri og leikari en tækifærin bíða hans nú í Hollywood. Baltasar er rísandi stjarna þar og ef allt gengur upp með myndirnar Víkingr og endurgerðina af Reykjavík - Rotterdam gæti allt gerst. Það er ekki hvaða leikstjóri sem er sem fær tækifæri til að leikstýra heimsfrægri stjörnu eins og Mark Wahlberg. Helga Margrét Þorsteinsdóttir Skærasta vonarstjarna Íslands í frjálsum íþróttum. Hún er sífellt að bæta sig en Helga rétt missti af Evrópumeistaratitli í sjöþraut á Evrópumóti ung- linga í fyrra. Hún varð fyrir því óhappi að meiðast í langstökkskeppninni og þurfti að hætta keppni. Helga var efst í sjöþrautinni áður en hún meiddist og var við það að landa titlinum. Gunnar Nelson Árið 2009 var hreint út sagt ótrúlegt hjá Gunnari. Hann vann til verðlauna á flestum sterkustu mótum heims í brasilísku jiu jitsu. Þar af silfurverðlaun á heimsmeistaramóti en Gunnar sagðist hafa tapað úrslitaglímunni því að hann vildi vinna með meiri stæl og tók því sénsa. Hann er einnig gríðarlega efnilegur í blönduðum bardagalistum og stefnir á að keppa í einni vinsælustu bardagakeppni heims, UFC. Aron Pálmarsson Heimurinn tók svo sannarlega eftir Aroni á EM í handbolta. Þar skaut hann sig inn í hjarta þjóðarinnar með magnaðri frammistöðu. Flestir handbolta- spekingar segja að hann eigi eftir að verða á meðal bestu handboltamanna heims innan nokkurra ára og undir handleiðslu Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel er ljóst að Aron á eftir að verða nafn sem þjóðin elskar. Ingólfur Þórarinsson Þegar Ingó hefur upp raust sína syngur þjóðin með. Virðist geta samið slagara eins og að drekka vatn. Meira að segja samdi hann lag um Ívar Guðmunds- son útvarpsmann sem flestir kunna. Hann samdi líka lag um allar borgirnar sem Iceland Express flýgur til og það varð vinsælt. Er nú þegar orðinn einn vinsæl- asti poppari landsins og virðist eiga helling inni. Gylfi Sigurðsson Hefur heldur betur slegið í gegn á þessu tímabili með Reading. Sýndi stáltaugar gegn Liverpool þegar hann jafnaði gegn þeim með marki úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins. Verður bara betri og betri og fer pottþétt til stærra og betra liðs. Anita Briem Nú þegar orðin heimsþekkt og hróður hennar berst hratt um hæðir Hollywood. Henni bjóðast sífellt betri hlutverk og hún gæti orðið heimsfræg leikkona. Næst er hún væntanleg í myndinni Dead Of Night ásamt stórstjörnum eins og Brandon Routh, Taye Diggs, Peter Stormare og Sam Huntington. Guðlaugur Victor Pálsson og Kristján Gauti Emilsson Liverpool-bræðurnir. Guðlaugur hefur verið fyrirliði á sama tíma og Steven Gerr ard var inni á vellinum. Það segir margt um hans hæfileika. Hefur verið að færast nær og nær aðalliðinu og hver veit nema hann og Gerrard myndi dínamískt dúó á miðjunni hjá Liverpool . Kristján var keyptur fyrir framtíðina en hefur þegar skorað í hinum margfræga rauða búnin gi Liverpool.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.