Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 2
Erfiðlega gengur að koma vínekru Milestone í Makedóníu í verð. Milestone ætlaði að framleiða milljón lítra árlega á ekrunni. Vínframleiðslan var liður í útrás Milestone til Makedóníu þar sem félagið keypti meðal annars dvergbanka. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÓVÆNTI HÁI REIKNINGURINN Breska lögmannsstofan Mishcon de Reya hefur sent Alþingi og fjárlaganefnd 25 milljóna króna reikning fyrir ráðgjöf og önnur störf sín vegna Icesave-málsins. Athygli vekur að Gunnlaugi Er- lendssyni lögfræðingi, sem áður starfaði fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, er ætlað að fá 10 milljónir króna af þeirri upphæð. Þá vekur einnig athygli í stjórnkerfinu að Jón Daníelsson hagfræðingur tók að sér um daginn að hafa samband við þingið og ýta á eftir greiðslu fyrir bresku lög- mannsstofuna. Forsætisnefnd Alþingis hafði upphaflega gengist inn á að greiða allt að 1,5 milljónir króna fyrir þjónustu bresku lögmannsstofunnar. Ljóst varð í árslok að sá kostnaður gæti orðið allt að 10 milljónir króna og þar með meiri en svo að fjárhagur Alþingis leyfði. Því var fjármála- ráðuneytinu gert viðvart um aukinn kostnað og látið gott heita að því er heimildir DV herma. Nú hefur Alþingi borist nærri 25 milljóna króna reikningur frá Mishcon de Reya sem enn liggur ógreiddur. TRYGGVI VILDI NÝJA STÖÐU Tryggvi Þór Herbertsson, núver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, vildi árið 2006 láta Háskóla Íslands búa til prófessorsstöðu við skólann sem bæri nafn Björgólfs Guðmundssonar og auðmaðurinn myndi kosta. Hugmynd Tryggva, sem er hagfræð- ingur að mennt, var sú að hann myndi svo sækja um stöðuna. Staðan átti að vera einhvers konar sérstök rannsóknarstaða í hagfræði við skólann, samkvæmt heimild- um DV, og laun þess sem gegndi stöðunni mun hærri en laun annarra prófessora. Í Bandaríkjunum er nokkuð algengt að auðmenn kosti slíkar stöður við háskóla og að stöðurnar beri síðan nöfn þeirra. Þetta hefur hins vegar ekki tíðkast hér á landi í gegnum tíðina. Ef staðan hefði verið búin til, og Tryggvi hefði fengið hana, hefði Tryggvi getað orðið upp á ensku: „Björgólfur Guðmunds- son Professor of Economics at the University of Iceland“. HERA TIL NOREGS Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngur á hug hennar allan og hefur hún nú þegar átt farsæl- an söngferil. Hún kvíðir ekkert því risavaxna verkefni að keppa í Eurov- ision og ætlar að sigra í keppninni. „Ég segi allt dásamlegt. Síðan ég var sex ára, syngjandi í hárburstann uppi í sófa, hef ég stefnt að því að vinna þessa keppni þannig að tilfinningin núna er dásam- leg,“ sagði Hera, söngkona og sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins, í viðtali við DV á mánudag. Hera Björk verður full- trúi Íslands í Eurovision-keppninni sem fram fer í Noregi í vor eftir að hafa sigrað með laginu Je ne sais quoi. Með sigrinum er langþráður draumur að rætast og ætlar hún sér ekkert annað en sigur í lokakeppninni. Þrátt fyrir deilur við aðra lagahöfunda undankeppninnar, meðal annars við Bubba Morthens, segist hún vera með flott sigurlag í höndunum. 2 3 1 FRÉTTIR 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 3 Alþingi situr uppi með nærri 25 milljóna króna reikning frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya eftir að Alþingi samþykkti að beiðni stjórnarandstöðunnar að leitað yrði aftur til lögmnannsstof- unnar fyrir jól. Forsætisnefnd Al- þingis hafði upphaflega gengist inn á að greiða allt að 1,5 milljónir fyrir þjónustu bresku lögmannstofunn- ar. Ljóst varð í árslok að sá kostnaður gæti orðið allt að 10 milljónir króna og þar með meiri en svo að fjárhag- ur Alþingis leyfði. Því var fjármála- ráðuneytinu gert viðvart um aukinn kostnað og látið gott heita að því er heimildir DV herma. Nú hefur Alþingi borist nærri 25 milljóna króna reikningur frá Mish- con de Reya sem enn liggur ógreidd- ur. Athygli vekur að í sundurlið- un reikningsins er gert ráð fyrir að 10 milljónir króna renni til Gunn- laugs Erlendssonar lögfræðings sem búsettur er Bretlandi. Samkvæmt heimildum DV er sú þóknun fyrir milligöngu Gunnlaugs og sérfræði- lega aðstoð. Enginn, sem DV hefur haft samband við innan þingsins, kannast hins vegar við að hafa beð- ið um þjónustu Gunnlaugs fyrir 10 milljónir króna. Þá vakti athygli að Jón Daní- elsson, hagfræðingur hjá Lond- on School of Economics í London, hafði samband fyrir skemmstu við Alþingi og spurðist fyrir um greiðslu á reikningi Mischon de Reya. Jón kannaðist við að hafa haft samband við Alþingi vegna um- rædds reiknings þegar DV hafði samband við hann. „Ég hitti einn eigenda hjá Mischon, sem hafði verið nemandi í LSE, á styrktarsam- komu. Hann nefndi að þeir hefðu ekki fengið greitt, og ég bauðst til að hringja í Alþingi til að spyrjast fyrir um þetta því mér fannst að Ísland hefði nógu slæmt orð á sér fyrir að greiða ekki reikninga.“ Vann áður hjá Novator Forystumenn stjórnarandstöðunn- ar lögðu ríka áherslu á það síðla árs í fyrra að leitað yrði til Mishcon de Reya, sem áður hafði komið að Ic- esave-málinu. Rekja má ákveðin tengsl þeirra við bresku lögmanns- stofuna. Áðurnefndur Gunnlaugur Erlendsson var á sínum tíma virk- ur félagi í Heimdalli meðal ungra sjálfstæðismanna. Hann er jafn- framt sagður vinur Sigurðar Kára Kristjánssonar, fyrrverandi alþing- ismanns Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins. Gunnlaugur starfaði til ársins 2007 fyrir Björgólf Thor Björgólfs- son, meðal annars í höfðuðstöðv- um Novators í London. Jón Daníelsson hagfræðingur stóð nærri Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, formanni Framsóknar- flokksins. Báðir hafa þeir komið við sögu InDefence hópsins sem skor- aði á forseta Íslands að senda lög- in um Icesave-skuldbindingarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og safnaði undirskriftum í þeim tilgangi. Umdeildar niðurstöður Mishcon de Reya sendi Alþingi og fjárlaganefnd álitsgerð sína um Ic- esave nokkrum dögum fyrir jól og fór í fyrstu fram á að álit hennar yrði ekki gert opinbert. Sumt þar væri trúnaðarmál sem Hollendingar og Bretar gætu nýtt sé gegn Íslending- um í hugsanlegum málaferlum. Á þetta benti lögmannsstofan írekað, meðal annars í tölvupóstum til Al- þingis, fyrir jól. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar að kröfu stjórnarandstöð- unnar að birta gögnin þremur dög- um fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra taldi margvíslega ágalla á álitinu og gaf opinberlega lítið fyrir það. Bresku lögmennirnir svöruðu gagrýni Steingríms á Þorláksmessu í bréfi til fjárlaganefndar. Stjórnar- andstæðingar, þeirra á meðal Kristj- án Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í fjárlaganefnd, krafðist gagna um samskipti stjórnvalda við Mishcon de Reya. Deilur við stjórnvöld Mishcon de Reya hvatti íslensk stjórnvöld til að höfða má gegn breska fjármálaeftirlitinu (FSA) vegna falls Kaupþings. Lögmanns- stofnan liti svo á að slík málssókn yrði viðkvæm fyrir bresk stjórnvöld enda hefðu breskir dómstólar oft dæmt breska ríkinu í óhag. Þetta myndi án efa styrkja samningsstöðu Íslands. Þessi skoðun lögfræðistof- unnar var kynnt bæði samninga- nefnd Íslands sem og fulltrúum fjár- málaráðuneytisins. Mike Stubbs, einn af eigendum Mishcon de Reya, ritað fjárlaga- nefnd einnig bréf um málið milli jóla og nýárs sem olli talsverðum titr- ingi og uppnámi. Fram kom í máli Stubbs að Svavar Gestsson, formað- ur Icesave-samninganefndarinnar hefði tekið út álit lögmannstofunn- ar í kynningu á málinu fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra 31. mars á síðasta ári. Lögmanns- stofan viðurkenndi að það væri þó í valdi samninganefndar Svavars að ákvarða um slíka hluti. Mismunandi skoðanir hafa kom- ið fram á vinnu Mishcon de Reya fyrir þingið og telja einkum stjórn- arliðar að útleggingar stofunnar, til dæmis um vexti og aðra hagsmuni í Icesave-málinu séu ekki pening- anna virði. Eins og áður segir hefur nú Mishc on de Reya sent Alþingi reikn- ing fyrir vinnu sína og Gunnlaugs Er- lendssonar, samtals nærri 25 millj- ónir króna. Eftir því sem DV kemst næst er líklegt að Alþingi og stjórn- völd krefji Mischon de Reya skýr- inga og frekari sundurliðunar áður en reikningurinn verður greiddur að hluta eða að fullu. SENDI ALÞINGI 25 MILLJÓNA REIKNING Breska lögmannsstofnan Mishcon de Reya hefur sent Alþingi og fjárlaganefnd 25 milljóna króna reikning fyrir ráðgjöf og önnur störf sína vegna Icesave-máls-ins. Athygli vekur að Gunnlaugi Erlendssyni lögfræðingi, sem áður starfaði fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, er ætlað að fá 10 milljónir króna af þeirri upphæð. InDefence Mikið áróðursstríð gaus upp í kringum skýrslu Mishcon de Reya í lok ársins og skorað var á forsetann að synja lögum um Icesave staðfestingar. Gagnrýndi Mishcon de Reya Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra fann skýrslu lögmannsstofunnar eitt og annað til foráttu. Hún svaraði fyrir sig. Flokksstengslin Vinur Sigurðar Kára Kristjánssonar og flokksbróðir, Gunnlaugur Erlendsson, á að fá 10 milljónir króna fyrir störf sem enginn bað hann að vinna. Tengsl við lögmannsstofuna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tengist InDefence og lagði ásamt fleiri forystu- mönnum stjórnarandstæðinga áherslu á að fá Mishcon de Reya til verka. Enginn, sem DV hefur haft samband við innan þingsins, kannast hins vegar við að hafa beð- ið um þjónustu Gunn- laugs fyrir 10 milljónir króna. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is SAMSTAÐA FLOKKANNA ER ÞVINGUÐ LAUSN Það er að sínu leyti algerlega háð því að stjórnmála- flokkarninr nái sam- stöðu og gangi í sæmi- legum takti til að ljúka málinu. Icesave-skuldanna fyrir árslok 2008. Indriði H. Þorláksson sagði meðal annars við fjölmiðla að í raun hefðu Icesave-lánin verið tekin í október það ár. „Sú túlkun er svo algerlega einstæð að ég hef hvergi fundið hana rökstudda í gögnum málsins. Í henni felst bæði ótrúlegt afsal réttarstöðu og sjálfsákvörðunarréttar Íslands og illbærileg viðurkenning á réttmæti kúgunaraðferða Breta og Hollend- inga,“ skrifar Kristrún. Þetta stenst varla því 11. október 2008 gáfu stjórnvöld út fréttatilkynn- ingu um að búið væri að semja um Icesave við Hollendinga um lausn eigenda innstæðna á Icesave-reikn- ingunum. Að samkomulaginu komu Árni Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, og Wouter J. Bos, fjármála- ráðherra Hollands. „Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á mál- inu,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að samkomulagið kveði á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum inn- stæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur. „Hollenska ríkisstjórn- in mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna,“ segir í tilkynningunni. Lagði allt undir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði allt undir í Icesave-deilunni og studdi InDefence. Kemur hann standandi niður? MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 8. – 9. febrúar 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 16. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n BAÐST FYRIRGEFNINGAR Á EINELTI n VAR UNG Í UPPREISN Í BREIÐHOLTINU n SKILDI Í GÓÐU EFTIR TÍU ÁRA HJÓNABAND n ÆTLAR AÐ LEGGJA ÓSLÓ AÐ FÓTUM SÉR n BUBBI: „FRUMLEGASTA LAGIÐ VANN“ HERA BJÖRK Í EUROVISION: ÁKVAÐ SEX ÁRA AÐ SIGRA ÞRIGGJA BARNA FAÐIR KEYPTI BÍL: „EINS OG Í FANGELSI“ n BORGAR 9 MILLJÓNIR FYRIR 3 MILLJÓNA BÍL FRÉTTIR RÁÐ VIÐ OFFITU BARNA HAMINGJU MATUR ÓSÁTTUR VIÐ ÓLAF RAGNAR n LEIGUBÍLSTJÓRI FÉKK EKKI STARF FRÉTTIR NEYTENDUR ICESAVE- RÁÐGJÖF FYRIR TUGI MILLJÓNA n FYRRVERANDI STARFSMAÐUR BJÖRGÓLFS THORS VILL 10 MILLJÓNIR „ÞETTA ER ALGJÖRT KJAFTÆÐI“ FRÉTTIR FRÉTTIR n FYRIRSÆTAN OG EIÐUR NEITA FRÉTTUM Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, vildi að Björgólfur Guð- mundsson myndi kosta prófessorsstöðu við Háskóla Íslands árið 2006. Prófessorinn átti að vera með hærri laun en aðrir kenn- arar. Staðan var ekki búin til á endanum og Tryggvi réð sig til Askar Capital. FRÉTTIR4 MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 2010 Árið 2006 vildi Tryggvi Þór Herberts- son, núverandi þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, láta Háskóla Íslands búa til prófessorsstöðu við skólann sem átti að fá nafn Björgólfs Guðmunds- sonar og auðmaðurinn myndi kosta. Hugmynd Tryggva, sem er hagfræð- ingur að mennt, var sú að hann myndi svo sækja um stöðuna. Staðan átti að vera einhvers kon- ar sérstök rannsóknarstaða í hagfræði við skólann, samkvæmt heimildum DV. Tryggvi Þór staðfestir aðspurður að hugmyndin hafi verið rædd. Hann segir að hugmyndin hafi verið að búa til stöðu fyrir rannsóknir á fjármála- stöðugleika. Fór til Askar Staðan átti að vera við viðskipta- og hagfræðideildina en Tryggvi var á þessum tíma forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Tryggvi var búinn að vera í þeirri stöðu um nokkurra ára skeið og mun hafa viljað breyta til. „Hann var orð- inn þreyttur; honum fannst sem hann væri alltaf að gera sama hlutinn,“ segir heimildarmaður DV. Staðan var þó aldrei búin til þar sem Tryggvi réð sig frá háskólanum og í forstjórastöðu hjá fjárfestingabank- annum Askar Capital. „Þetta var bara á hugmyndastigi og svo fór ég að vinna hjá Askar,“ segir Tryggvi. Ef staðan hefði verið búin til, og Tryggvi hefði fengið hana, hefði Tryggvi getað orðið upp á ensku: „Björgólfur Guðmundsson Professor of Economics at the University of Ice- land“. Í Bandaríkjunum er nokkuð al- gengt að auðmenn kosti slíkar stöður við háskóla og að stöðurnar beri síðan nöfn þeirra. Þetta hefur hins vegar ekki tíðkast hér á landi í gegnum tíðina. Tryggvi átti hugmyndina Samkvæmt heimildum DV kom Tryggvi að máli við Björgólf Guð- mundsson og bar hugmyndina upp við hann. Þeir hittust einu sinni vegn a málsins samkvæmt heimildum DV. „Þetta var eitt af því sem var rætt þeg- ar verið var að gera þessa sóknaráætl- un fyrir háskólann,“ segir Tryggvi. Hugmyndin að stöðunni var því komin frá Tryggva sem gekk á eft- ir málinu í herbúðum Björgólfs og teiknaði upp þennan möguleika. „Honum fannst hann sífellt vera í endurteknum hagsmunarannsókn- um. Hann vildi komast á eitthvert annað stig og það var þess vegna sem hann lagði þetta til,“ segir heimildar- maður blaðsins sem þekkir til máls- ins. Staðan átti að vera einhvers konar sérstök rannsóknarstaða við skólann, samkvæmt heimildum DV. Engin tengsl voru á milli Tryggva Þórs og Björgólfs á þessum tíma, svo vitað sé, en sá síðarnefndi var á þess- um formaður háskólasjóðs Eimskipa. Þessi frásögn af Tryggva er ein- ungis ein af mörgum frá árunum fyr- ir hrun þar sem fræði- og listamenn komu að máli við Björgólf og báðu hann um að fjármagna ákveðin verk- efni eða hugmyndir enda var hann frægur fyrir gjafmildi sína. Sumar- ið 2007 styrkti fjárfestingafélag hans og Björgólfs Thors, sonar hans, til að mynda rússneskunám við Háskóla Ís- lands. Hugmynd Tryggva var því einung- is ein af mörgum sem menn gaukuðu að Björgólfi á þessum árum. Ekki borið upp formlega Tryggvi Þór mun þó ekki hafa borið hugmyndina upp formlega á fund- um í viðskipta- og hagfræðideild háskólans. Samkennarar hans munu þó hafa vitað um hug- myndina vegna þess að Tryggvi nefndi hana við þá. Samkvæmt heimildum DV hlaut hug- myndin frekar dræmar und- irtektir hjá öðrum kennur- um við deildina. Samkvæmt heimildum DV var það hluti af hug- myndunum, eins og þær INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is TRYGGVI ÞÓR VILDI HEITA BJÖRGÓLFUR Hann vildi kom-ast á eitthvert annað stig og það var þess vegna sem hann lagði þetta til. Í Bandaríkjunum hefur það tíðkast í langan tíma að auðmenn og fyrirtæki veiti háskólum peningastyrki eða kosti prófessorsstöður í þeim og að stöðurnar beri þá nöfn þeirra. Sem þekkt dæmi má nefna: Rocke feller Professor of ... hitt eða þetta, í umræðu um háskólamál í Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur ekki verið hefð fyrir þessu fyrirkomu- lagi. Þó má segja að þetta hafi breyst í góðærinu sem ríkti á Íslandi fram til haustins 2008. Þekktasta dæmið er líklega Friðrik Már Baldursson sem gegndi prófessorsstöðu við hagfræðideild Háskóla Íslands sem kostuð var af Kaupþingi. Fékk deildin 10 milljónir króna á ári frá Kaupþingi fyrir að nefna stöð- una eftir bankanum. Friðrik Már sætti töluverðri gagn- rýni fyrir að hafa gegnt þessari stöðu. Réttlætti hann stöðuna þannig að þegar hann tók hana að sér hefði hann verið forseti viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla Íslands og deildin hefði glímt við fjárskort. Rekstr- arhalli 2006 stefndi í 20 milljónir króna og horfur voru á að hallinn 2007 yrði tvöfalt meiri yrði ekkert að gert. Bakkavör styrkti sömuleiðis stöðu prófessors í ný- sköpunar- og frumkvöðlafræðum. Seðlabanki Íslands greiddi líka fyrir stöðu lektors í peningahagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands. Helgi Áss Grétarsson hefur síðustu árin gegnt stöðu sérfræðings í rannsóknum í auðlindarétti við lagadeild Háskóla Íslands í boði Landssambands íslenskra út- vegsmanna, LÍÚ. Greiðir LÍÚ 7,5 milljónir króna á ári fyrir stöðu Helga Áss. Hefur rausnarlegt framlag LÍÚ sætt töluverðri gagn- rýni frá andstæðingum kvótakerf- isins. Endurskoðendafyrirtæk- ið KPMG styrkir rannsóknar- og kennslustöðu á sviði reikings- halds- og endurskoðunar við Há- skólann í Reykjavík. Landsbankinn styrkti 35 af- burðanemendur við Háskól- ann í Reykjavík árlega með því að borga skólagjöld og veita hverjum þeirra 150 þúsund króna fram- færslustyrk. Einnig varð frægt þegar auðmað- urinn Róbert Wess- mann tilkynnti um 1.000 milljóna króna framlag í Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík árið 2007. as@dv.is Háir styrkir í góðærinu Björgólfur Thor Björgólfsson Landsbankinn styrkti 35 afburða- nemendur í HR ár hvert. n Eftir að Tryggvi hætti í Háskóla Íslands og fór til Askar Capital árið 2006 beið hans betri tíð með blóm í haga. Tryggvi hafði hugsað sér til hreyfings og leitaði meðal annars til Björgólfs Guðmundssonar, líkt og greint er frá hér. Hjá Askar var Tryggvi með umtalsvert betri laun en í háskólanum en reikna má með að hluti ástæðunnar fyrir því að hann leitaði til Björgólfs hafi verið sú að hann vildi hækka laun sín. Þegar Tryggvi hætti hjá Askar til að gerast efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar sumarið 2008 gerði hann samning við Askar um sex mánaða leyfi frá störfum sem meðal annars fól í sér bónusgreiðslur upp á rúmar 16 milljónir króna. Fréttamiðillinn Pressan greindi fyrstur miðla frá bónusgreiðslunum á mánudaginn. Tryggvi fékk því bónusgreiðslur frá Askar meðan hann vann fyrir ríkisstjórnina. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Askar, líkt og kemur fram hér á síðunni. Samingurinn var undirritaður þan n 18. júlí 2008. Í honum kemur fram að Askar átti að greiða samtals 16,25 milljóni r til Tryggva á sex mánuðum, eða um 2,7 milljónir króna á mánuði. Fyrsta greiðsl an var 1. september 2008. Greiðslurnar eru kallaðar „launatengd gjöld í bónus fyrir fyrri helming ársins 2008“ í samningnum. Einnig er kveðið á um það í samningn - um að Tryggi njóti allra hlunninda á því tímabili sem hann átti að vera í leyfi frá störfum hjá Askar, meðal annars afnot af bíl og rekstrarkostnaði honum tengdu m. Um var að ræða öll þau hlunnindi sem rætt var í ráðningarsamningi Tryggva frá því í október 2006. Nokkru áður hafði hann viljað fá stöðu sem Björgólfi Guðmundssyni var boðið að kosta. Tryggvi fékk 2,7 milljónir á mánuði Prófessor Björgólfs Tryggvi Þór leitaði eftir því við Björgólf Guðmundsson árið 2006 að hann myndi kosta prófessorsstöðu við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Staðan var þó aldrei búin til og réð Tryggvi sig til Askar Capital haustið 2006. FRÉTTIR 10. febrúar 2010 MIÐVIKU DAGUR 5 I I I I „Því miður hvíla margar fjárfestingar skuldsettra útgerðarfyrirtækja í gjald- þrotakistu frjálshyggjunnar,“ sagði Sverrir Mar Albertsson, framkvæmda- stjóri AFLs í ræðu sinni á fjölmennum fundi á Eskifirði á mánudaginn. Fund- urinn bar yfirskriftina „Sjávarútvegur í óvissu“. Á fundinum voru afleiðingar fyrningarleiðar í sjávarútvegi til um- ræðu. „Græðgin náði yfirhöndinni, skyn- semin vék – menn græddu á dag- inn, grilluðu á kvöldin og töpuðu öllu haustið 2008. En skuldirnar sitja marg- ar eftir á ofurveðsettum kvóta og skip- um – aðrar lenda á skattborgurum því engar eignir finnast í fánýtum eign- arhaldsfélögum,“ sagði Sverrir Mar á fundinum. Sverrir gagnrýndi skuldsetningu útgerðarfyrirtækja harðlega og rakti til núverandi kvótakerfis. „Útgerðin er svo skuldsett og það mest við erlenda banka að bara vaxtagreiðslur útgerð- arinnar eru sagðar nema milljörðum króna mánaðarlega,“ sagði Sverrir. Óljós framtíð Þá sagði Smári Geirsson, bæjarfull- trúi í Fjarðabyggð að engin leið væri að gera áætlanir innan sjávarútvegsgeir- ans eða horfa til framtíðarinnar á með- an óvissa um fyrningarleiðina vofði yfir. „Fyrningarleiðin virðist ómótuð og þegar krafist er nánari upplýsinga um framkvæmd hennar og útfærslu er fátt um svör eða þá að svör ráðamanna eru óljós og alls ekki samhljóða.“ Fundurinn fór fram í félagsheim- ilinu Valhöll og sóttu hann m 140 manns. Ekki slátra öllum fyrir suma Gunnþór Ingason, formaður Útvegs- mannafélags Austfjarða. sagði að eig- endur þeirra fyrirtækja sem hefðu farið offari í fjárfestingum þyrftu að axla ábyrgð á því og að ekki mætti saka öll útvegsfyrirtæki um slíkt. „Það má ekki setja þetta yfir á heildina og slátra henni í heilu lagi,“ sagði Gunn- þór og beindi spjótum sínum næst að ríkisstjórninni. „Það er dapurt til þess að vita að stærsta ógnin sem að okkur steðjar skuli vera heimatilbúin. Óhugsuð áform stjórnvalda um fyrir- hugaða fyrningu aflaheimilda er það sem er með atvinnugreinina í algjörri gíslingu í dag.“ Eggert B. Guðmunds- son, forstjóri HB-Granda, tók í sama streng og sagði að fyrningarleiðin tæki ekki á skuldum sjávarútvegsfyrirtækj- anna. Áhersla á sátt Alþingismennirnir Björn Valur Gísla- son og Kristján Þór Júlíusson tóku einnig til máls. Björn Valur, varafor- maður sáttanefndar um sjávarútvegs- mál, kvaðst bjartsýnn á að samkomu- lag næðist um flest öll mál, en erfiðast væri að finna lausn á leigu, sölu og veðsetningu veiðiheimilda. Kristján lagði áherslu á að sátt yrði að takast um fiskveiðistjórnunarkerfið. Húsfyllir var á fundi um sjávarútvegsmál á Eskifirði á mánudaginn. Har t var tekist á um fyrningarleiðina, framtíð sjávarútvegsins og skuldsetningu greinarin nar. Áhyggj- ur eru af stöðu sjávarútvegs, bæði vegna offjárfestinga og óvissu um fram tíðina. „Í GJALDÞROTAKISTU FRJÁLSHYGGJUNNAR“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Húsfyllir á Eskifirði Til máls tóku á fundinum fulltrúar sveit- arfélaga, útgerðarfyrirtækja og stéttarfélaga auk alþingismanna. Deila nemenda og skólastjórnenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hélt áfram á þriðjudag. Þá var hald- inn opinn málfundur um hvort halda ætti árshátíð á Selfossi eða ekki. Þar mættust Morfís-lið skólans og Guð- rún Hrefna Guðmundsdóttir skóla- meistari og Stefán Benediktsson aðstoðarskólameistari. Formað- ur Nemendafélags FB, Erla María J. Tölgyes, segir í samtali við DV að enn gæti mikils pirrings meðal nem- enda vegna málsins en þriðjudagur- inn hafi verið mun rólegri af þeirra hálfu en mánudagurinn þegar þeir skrópuðu í tíma og mótmæltu banni skólastjórnenda við að halda árshá- tíð skólans á Hótel Selfossi. Erla María sagðist ekki eiga von á því að skólastjórnendur bökkuðu með þessa ákvörðun. „Við erum að vinna í því að finna einhverja lausn og klára málið,“ segir Erla María. Hún segir það sem eigi að koma í staðinn fyrir hefðbundna árshátíð skólans verða að vega vel upp á móti þeirri sem var fyrirhuguð. Hún segir enn ekki útséð með hvort nemendur taki vel í þá tillögu skólastjórnenda að halda árshátíð í Reykjavík. Erla sagði það jafnvel koma til greina að ekkert yrði af árshátíð í höf- uðborginni því mikinn tíma tæki að skipuleggja slíka árshátíð og ekki víst að það næðist. „Ég vona að þetta fari allt saman vel.“ Ekki náðist í Guðrúnu Hrefnu skólameistara vegna málsins en í bréfi sem hún sendi til nemenda seg- ir að skólayfirvöld geti ekki ábyrgst skemmtanahald fjarri heimahögum þar sem foreldrar geti ekki sinnt eft- irlitsskyldu. Stór hluti nemendanna sé undir 18 ára aldri. Þá segir skóla- meistari að þar sem ferðin sé kostn- aðarsöm sé hugsanlega verið að ýta undir mismunun nemenda með til- liti til fjárhagsstöðu. Einnig sé það að keyra yfir Hellisheiði að næturlagi á miðjum vetri með stóran nemenda- hóp ákveðin hætta. birgir@dv.is Nemendur í hart Nemendur við Fjölbrautaskólann í Breiðholti mót- mæltu harðlega á mánudag ákvörðun skólameistara um að banna árshátíð skólans á Hótel Selfossi. MYND RAKEL ÓSK Nemendur og skólastjórnendur FB ræddu árshátíðarmálið á málfundi: Ekki orðið við kröfum nemenda voru viðraðar, að sá sem fengi stöð- una myndi fá umtalsvert hærri laun en aðrir kennarar deildarinnar. Lendingin var þó sú að þrátt fyr- ir að Tryggvi hefði sóst eftir því við Björgólf að staðan yrði búin til kom aldrei til þess að að lengra væri far- ið með málið. Tryggvi Þór réð sig til Askar Capital á haustmánuðum 2006 og var þar fram á sumarið 2008 þeg- ar hann hætti til að verða efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Frá árinu 2006 og fram á fyrstu mánuði ársins 2009 naut hann þeirra starfskjara sem hann samdi um við Askar þegar hann tók við forstjórastarfinu í bankanum. Viðskipta-og hagfræðideild skól- ans náði reyndar samningum við Kaupþing nokkrum mánuðum eft- ir þetta en samkvæmt þeim kostaði bankinn prófessorsstöðu við skólann. Þetta var í ársbyrjun 2007 og settist Friðrik Már Baldursson í Kaup- þingsstöðuna eins og einhverjir muna örugglega. Björgólfur Guðmundsson Tryggvi Þór vildi nefna stöðu sína eftir Björgólfi. 2 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Sliskjur og rampar fyrir hjólastóla Aðgengi fyrir alla Ein af kyndugri afleiðingum íslenska efnahagshrunsins er sú að umsjón- armenn eigna ýmissa fyrirtækja sem farin eru á hausinn standa frammi fyrir því að þurfa að elta eignir fé- laganna út um allar trissur. Íslensku útrásarmennirnir voru oft á tíð- um stórtækir og leituðu til fjarlægra landa eftir fjárfestingarmöguleikum. Eitt slíkt dæmi er Popova Kula- vínekran í Makedóníu sem eignar- haldsfélagið Milestone fjárfesti í árið 2006. Félagið varð gjaldþrota í fyrra. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson, reynir nú að selja vín- ekruna auk makedónska dvergbank- ans Stater. Ætluðu að framleiða milljón lítra Þrátt fyrir gjaldþrot Milestone í fyrra er enn þá starfsemi á Popova Kula- vínekrunni sem staðsett er í suður- hluta Makedóníu. Um 10 starfsmenn vinna við vínframleiðsluna auk þess sem einhverjir starfsmenn vinna við vínberjatínsluna á ökrunum um- hverfis vínverksmiðjuna. Árið 2005 voru framleiddir um 190 þúsund lítrar af víni í verksmiðj- unni úr um 300 tonnum af vínberj- um. Þá var vínekran metin á um 1,2 milljónir evra. Hugmynd Milestone þegar fé- lagið fjárfesti í vínekrunni árið 2006 var að reyna að auka framleiðsluna um allt að 1 milljón lítra. Ætlunin var að framleiða margar víntegundir sem áttu að vera mjög góð miðað við önnur makedónsk vín á sama tíma og verðinu væri haldið frekar lágu, um þremur evrum á flöskuna. Selja átti hluta af framleiðslunni úr landi, til Serbíu, Króatíu og Rússlands meðal annars. Kaupverð Milestone miðaðist við það að leggja þyrfti töluverða fjár- muni í vínframleiðsluna og var því ekki mjög hátt á sínum tíma. En ætl- unin var alltaf að veita fjármunum inn í reksturinn og stækka hann til muna: Þannig hefði verðmæti vín- ekrunnar aukist. Gert var ráð fyrir því að eftir framleiðsluaukninguna væri verðmæti vínekrunnar komið upp í um 10 milljónir evra. Erfið staða Vegna gjaldþrots Milestone voru fjármunirnir sem félagið ætlaði að leggja í rekstur vínekrunnar ekki lagðir fram. Stærð vínekrunnar og framleiðslugeta er því sú sama og þegar Milestone keypti hana og má búast við að verðið sem fæst fyrir hana verði svipað. Samkvæmt heimildum blaðsins gengur erfiðlega að selja vínekruna enda bíða menn ekki í röðum eftir því að setja peninga í slíkar fjárfest- ingar eins og ástandið er á fjármála- mörkuðum í dag. Þó má búast við að þrotabú Milestone selji eignina fyrr en síðar enda er verið að reyna að ná eins miklu og hægt er upp í kröfur á hendur félaginu en talið er að lán- ardrottnar Milestone fái einungis 5 prósent upp í kröfur sínar. Vildu vera eins og Íslendingar Kaupin á vínekrunni voru liður í út- rás Milestone til Makedóníu. Auk vínekrunnar keypti félagið fyrr- nefndan banka auk þess sem félag- ið íhugaði að bora eftir steinefnum til lyfjaframleiðslu í landinu – Mile- stone lét til sín taka í lyfjageiranum og átti meðal annars Lyf og heilsu. Í viðtali við DV árið 2007 tjáði Lacar Kotevski, bæjarstjóri í Novaci í Makedóníu, sig um áhuga Milestone á fjárfestingum í landinu við blaða- mann DV, Sigtrygg Ara Jóhannsson, sem var þá á ferðalagi í landinu. „Hér hafa þegar verið Íslendingar á ferð sem vilja bora eftir steinefnum til lyfjaframleiðslu. Það var fólk frá fyr- irtækinu Milestone sem kom hingað í félagi við hérlent fyrirtæki sem heit- ir Segin,“ sagði hann en viðtalið var tekið á hátindi íslensku útrásarinnar þegar trúin á íslensku efnahagsvél- ina var í hámarki. Þetta viðhorf kom líka fram í máli Kotevskis sem sagði nauðsynlegt að hlúa að tækifærum eins og því sem Milestone setti fram. „Við höfum oft litið til Íslands sem fyrirmyndar. Það er land sem á örskömmum tíma þróaðist frá því að vera óþekkt smá- ríki yfir í að vera gildandi land með sterkan efnahag og öflug fyrirtæki. Þeir þingmenn sem ég hef rætt við hér í Makedóníu eru allir á einu máli um að Ísland sé skólabókardæmi um land sem eigi að vera fyrirmynd okk- ar,“ sagði Kotevski. Kotevski lét þessi ummæli falla fyrir nærri þremur árum, þegar Mile- stone og önnur íslensk eignarhalds- félög ætluðu sér að sigra heiminn. Milestone hafði það enn á teikni- borðinu að breyta víninu frá Popova Kula-vínekrunni í gull fyrir Ísland og meira að segja útlendingar héldu að Íslendingar væru fyrirmyndarþjóð á sviði fjárfestinga. Í dag er öldin hins vegar önn- ur, líkt og staðan á vínekru Mile- stone í Makedóníu ber með sér, og er ekki fjarri lagi að berin á vínekr- unni hafi súrnað nokkuð á liðnum árum. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Það var fólk frá fyrirtæk- inu Mile stone sem kom hingað í félagi við hérlent fyrirtæki sem heitir Segin. BERIN Á VÍNEKRU MILESTONE SÚRNA Framleiddi 190 þúsund lítra Popova Kula-vínekran í Makedóníu gaf af sér allt að 190 þúsund lítra af víni á ári. 10 starfsmenn vinna við vínframleiðsluna auk starfsmanna á vínviðarökrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.