Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR FEBRÚAR 2008 n Davíð fundar í Lond- on ásamt starfsmönn- um Seðlabankans með ýmsum háttsettum mönnum í fjármála- heiminum. Erlendir bankamenn lýsa yfir áhyggjum vegna Icesa- ve-reikninganna. Davíð og aðrir Seðlabankamenn fara yfir rök gegn því að innlánsreikningar Icesave séu ótraustir, eins og matsfyrirtækið Moody’s hefur haldið fram. MARS 2008 n Davíð segir í viðtali við Faisal Islam, fjármálablaða- mann bresku sjónvarps- stöðvarinnar Channel 4, að íslensku bankarnir séu svo traustir að sáralitlar líkur séu á að Ísland þurfi að ábyrgjast innlánsreikninga bankanna í Bretlandi. En ef svo fer geti Ísland alltaf ábyrgst þá. Þá segir Davíð Faisal að innistæður séu öruggar í Landsbankanum. MAÍ 2008 n Skýrsla Seðlabankans um fjármálastöðugleika í íslenska bankakerfinu kemur út. Þar segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármála- kerfið sé í meginatriðum traust.“ SEPTEMBER 2008 n Nout Wellink, seðlabanka- stjóri Hollands, segist hafa átt fund með „starfsbróður“ sínum á Íslandi. Þar hafi sá síðarnefndi sungið halelújasöngva um íslenska bankakerfið. n Davíð Oddsson segir hins vegar að hann hafi sagt Nout Wellink á einkafundi í Basel í Sviss að hann hafi miklar áhyggjur af stöðu íslenska bankakerfisins. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins og seðlabankastjóri Íslands frá 2005 til 2009, varði Icesave-reikn- ingana snemma árs 2008 á opinber- um vettvangi sem og á bak við tjöld- in. Þetta sýna upplýsingar sem legið hafa fyrir í nokkurn tíma. Davíð sagði í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 að íslenska ríkið myndi alltaf hafa efni á að ábyrgjast innlána- reikninga Landsbankans. Þá gefur minnisblað Seðlabank- ans frá febrúar 2008 til kynna að Dav- íð hafi ásamt samstarfsmönnum sín- um reynt að hrekja rök sérfræðinga lánshæfismatsfyrirtækisins Moody’s um hættuna sem að stafaði af Ice- save-reikningunum. Á sama blaði kemur fram að Davíð hafi lýst yfir sér- stökum áhyggjum vegna stöðu Kaup- þings og Glitnis en ekki Landsbank- ans. Nout Wellink, seðlabankastjóri Hollands, hefur sagt hollenskri þing- nefnd að íslenski starfsbróðir hans hafi ausið lofi á íslenska bankakerfið í september árið 2008, skömmu fyrir bankahrunið. Davíð segist hins vegar hafa lýst yfir áhyggjum af bönkunum í samtali við Wellink. Í skýrslu Seðla- banka Íslands um fjármálastöðug- leika frá maí 2008 var niðurstaðan þó að íslenska bankakerfið stæði traust- um fótum. Uppsprettur, hverir og fiskur Í frásögn hollenska dagblaðsins De Volkskrant af yfirheyrslu rannsókn- arnefndar yfir Nout Wellink, seðla- bankastjóra Hollands, sem birtist 5. febrúar síðastliðinn er rætt um sam- skipti hans við „starfsbróður“ sinn á Íslandi, eins og það er orðað. Wellink er sagður hafa spurt Dav- íð hvernig staða íslensku bankanna og fjármálakerfisins væri. Áhyggjur hollenska eftirlitsaðilans voru þung- ar því þá hafði íslenski Icesave-bank- inn náð til sín mörg hundruð milljón- um í sparifé í Hollandi. Wellink sagði „starfsbróður“ sinn á Íslandi hafa byrjað á að halda heillanga ræðu um möguleika íslensks efnahagslífs þeg- ar til lengri tíma væri litið, um upp- sprettur, hveri og fisk. „ ...og ég veit ekki hvað meir. Og það hversu vel bankarnir stæðu,” sagði Wellink. Miklar áhyggjur Davíð hefur staðfest í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi átt fund með Wellink í Basel í Sviss í septemb- er 2008. „Hann spurði mig álits á stöðu bankakerfisins á Íslandi. Ég sagði honum að ég hefði af því mjög miklar áhyggjur, sem lægi í augum uppi, því þá höfðu allir aðdrættir að endurfjár- mögnun bankakerfisins verið stífl- aðir í 13 mánuði,“ er haft eftir Davíð í Morgunblaðinu. Davíð kvaðst líka hafa í febrúar 2008, og ítrekað eftir það, varað íslenska ráðamenn við al- varlegri stöðu bankanna. „En ég tók það fram [í samtali við Wellink] að það væri ekki mitt að segja til um hvort ríkisstjórnin deildi minni skoðun því ég væri ekki tals- maður hennar.“ Innlánsreikningar ekki ótraustir Þegar minnisblað Seðlabankans frá febrúar 2008 er lesið, þar sem varn- aðarorð Davíðs Oddssonar til stjórn- valda um fallhættu íslenska banka- kerfisins eru skrifuð, sést þó að Davíð og Seðlabankinn virðast ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af Ice- save-reikningunum. Seðlabankinn fundaði með starfsmönnum matsfyr- irtæksins Moody’s í London í febrúar 2008 og voru áhyggjur fyrirtækisins vegna Icesave aðalumræðuefnið. Í minnisblaðinu segir: „Moody’s hafði með sama hætti áhyggjur af öllum bönkunum, en þó einna mest af ein- um þætti, sem snýr að Landsbanka Íslands, en þar er um að ræða hve hinn mikli innlánsreikningur Icesafe [sic] kunni að vera kvikur og háður trausti og trúnaði á markaði og ekki aðeins trausti á Landsbanka Íslands, heldur á Íslandi og íslenska banka- kerfinu, og jafnframt hve samkeppni á þessum markaði færi nú mjög harðnandi vegna lokunar annarra markaða. Seðlabankamenn fóru yfir þau rök sem væru gegn því að þessi innlánsreikningur væri jafn ótraustur og Moody’s hefði áhyggjur af... “ Landsbankinn trúverðugur Davíð Oddsson lýsti yfir þungum áhyggjum af íslenska bankakerfinu í minnisblaðinu til stjórnvalda árið 2008. Mikið vantraust ríkti á mörk- uðum á þessum tíma vegna skulda- tryggingaálags íslensku bankanna og ýmissa teikna á lofti um að óveð- ursskýin væru farin að hrannast upp. Davíð sagði í niðurlagi minnisblaðs- ins að staðan væri vond. „Niðurstað- an er þessi: Það er ljóst að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir al- veg sérstaklega, hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármála- lífi, í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur.“ En á öðrum stað í minnis- blaðinu hafði hann áður rætt hvern- ig Landsbankamenn virtust standa vel að vígi þrátt fyrir miklar áhyggjur ýmissa bankamanna vegna innláns- reikninga Icesave. „Skýringafundir Landsbankans voru vel heppnaðir og forystumenn hans komu fram með trúverðugum hætti og virtust geta svarað spurningum leikandi og und- anbragðalaust.“ Ekkert líklegt til að gerast Réttum mánuði eftir fundarhöldin í London kom Faisal Islam, fjármála- blaðamaður fréttastofu Channel 4, hingað til lands. Faisal vildi kynna sér Ísland vegna hinna gríðarlega stóru innlánsreikninga Icesave, stöðu ís- lensku bankanna og háu skulda- tryggingaálagi þeirra. Faisal fór í Seðlabankann og tók viðtal við Davíð Oddsson og sagði sá síðarnefndi að íslenska ríkið myndi alltaf styðja við eða hafa efni á að ábyrgjast Icesave. Faisal Islam spurði Davíð hvernig Ís- land ætti að fara að því að ábyrgjast reikningana. Faisal Islam: „Seðlabankastjóri Ís- lands segir að land hans hafi efni á að ábyrgjast öll innlán.“ Davíð Oddsson: „Þessir bankar eru svo traustir að ekkert slíkt er lík- legt til að gerast. Og ef eitthvað gerð- ist, myndi það aldrei snúast um alla peningaupphæðina, því það er aldrei þannig. En þó svo væri, íslenska hag- kerfið, með ríkið skuldlaust, þá væri þetta ekki of mikið fyrir ríkið að ráða við, ef því þóknaðist að gera það. “ Frábær efnahagur Íslands Faisal Islam bloggaði í janúar um Ís- landsheimsókn sína árið 2008. „Viðtalið við Oddsson var spenn- andi. Þetta var maður sem þurfti greinilega að tjá sig, eins og hann gerði: „Peningarnir ykkar eru örugg- ir hjá okkur“. [...] Eitt svar Oddssonar sem við birtum í upphaflegu rann- sókninni varðar mjög stöðuna í dag. Ég sótti að honum með því að segja að það væri engin leið að Ísland hefði efni á að ábyrgjast innistæðurnar sem sköguðu hátt í helming þjóðar- framleiðslu landsins. En hann sagði þá að Ísland myndi alltaf ráða við það,“ sagði Faisal á bloggi sínu. Innistæður öruggar í Landsbankanum Þá skrifaði sami blaðamaður grein í tímaritinu Monocle í febrúar 2009 þar sem hann útlistaði eitt og ann- að í sambandi við íslensku bankana. Þar dró hann fram nýja viðtalsbúta frá fundi þeirra Davíðs í Seðlabank- anum frá í febrúar 2008. Þar sagði Davíð að innistæður breskra spari- fjáreigenda væru öruggar í Lands- TÓK UPP HANSKANN FYRIR ICESAVE Davíð Oddsson fullvissaði breskan fréttamann í mars 2008 um að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af Ice save. Innistæður væru öruggar í Landsbankanum. Á sama tíma reyndi hann ásamt starfsmönnum Seðla- bankans að róa háttsetta menn hjá matsfyrirtækinu Moody’s sem höfðu áhyggjur af Icesave. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Seðlabankastjórinn og skýrslan Í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika frá maí 2008 var niðurstaðan þó að íslenska bankakerfið stæði traustum fótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.