Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 19 TÓK UPP HANSKANN FYRIR ICESAVE bankanum. „Innstæður eru ör- uggar, aðallega í Landsbankanum. Landsbankinn var stofnaður fyrir 120 árum. Hann er virtur og geng- ur vel hér á landi og annars staðar. Ég myndi ekki segja annað en að það væri góð ákvörðun að nýta sér þá möguleika að leggja sparifé sitt inn í Landsbankann,“ sagði Davíð í febrúar 2008. Í viðtalinu sagði Davíð enn fremur að fjáröflun hjá venjuleg- um innistæðueigendum væri far- sæl leið fyrir bankana. „Ég held að íslenski bankar hafi áttað sig á því fyrir tveimur árum að þeir ættu að fara þá leið frekar en að endurfjár- magna sig á markaði. Það var eðli- legra að gera slíkt með innlánum og það hefur gengið vel. Ég held að við ættum að hrósa þeim fyrir það en ekki refsa þeim,“ sagði Davíð. Skýrsla SÍ um stöðugleika Í skýrslu Seðlabankans frá því í maí 2008 um fjármálastöðugleika í íslenska bankakerfinu segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðla- bankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álags- próf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert.“ Í sömu skýrslu segir enn frem- ur um eiginfjárstöðu, arðsemi og lausafjárstöðu bankanna: „Árs- reikningar íslenskra fjármálafyr- irtækja fyrir árið 2007, sérstaklega þriggja stærstu bankanna, sýna enn sem fyrr að þeir eru þrótt- miklir. Eiginfjárstaða, arðsemi og lausafjárstaða þeirra er viðun- andi. Álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans staðfesta þetta. Rekstraruppgjör bankanna fyrir fyrsta fjórðung þessa árs er í samræmi við það mat,“ segir í skýrslunni sem Davíð bar ábyrgð á sem seðlabankastjóri. Góð lausafjársstaða Í umræddri skýrslu Seðlabankans er einnig fjallað á jákvæðan hátt um lausafjárstöðu bankanna, en þýðingarmikið er fyrir þá að hafa góða lausafjárstöðu þegar sneiðist um lánsfé á mörkuðum fyrir bank- ana. Samanlögð lausafjárstaða bankanna var á vormánuðum talin vel varin fyrir breytingum á gengi krónunnar samkvæmt regl- um Seðlabankans. Lausafjáreign bankanna var á þessum tíma nær eingöngu í erlendum gjaldmiðlum segir í skýrslu Seðlabankans. „Auk þess að hlíta reglum Seðlabanka Íslands um laust fé marka bankarnir sér innri regl- ur um laust fé. Innri reglur bank- anna eru að jafnaði þrengri en reglur Seðlabankans. Í flestum til- vikum miðast lágmark innri reglna við að nægt laust fé sé til staðar til að mæta skuldbindingum næstu 12 mánuði án aðgengis að mörk- uðum. Jafnframt er frádrag eigna í sumum tilfellum meira en regl- ur Seðlabankans segja til um. Um áramót áttu allir bankarnir laust fé til að mæta skuldbindingum án markaðsaðgengis til næstu 12 mánaða,“ sagði í skýrslunni sem gaf bönkunum heilbrigðisvottorð í maí árið 2008, fáum mánuðum fyrir hrun. Ég myndi ekki segja annað en að það væri góð ákvörðun að nýta sér þá möguleika að leggja sparifé sitt inn í Landsbankann. Hæstiréttur þyngdi á fimmtudag dóm yfir manni á fertugsaldri sem beitti þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi. Hæstiréttur þyngdi dóm héraðs- dóms úr 18 mánaða fangelsi í tveggja ára fangelsi. Auk tveggja ára fangels- isdóms var maðurinn dæmdur til að greiða börnunum sínum þremur samanlagt 2,4 milljónir króna fyrir það ofbeldi sem hann beitti þau. Brotin voru framin frá sumri 2005 til upphafs árs 2008. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að kasta hnífi að syni sínum og handjárna dóttur sína við ofn. Í eitt skipti drap maðurinn heimilisköttinn í viðurvist sonar síns og dóttur. Sonurinn var síðan látinn henda kettinum í rusla- tunnu fyrir utan heimilið þar sem yngri dóttirin fann köttinn. Syninum gengur vel í menntaskóla Sonurinn sem er fæddur árið 1993 greindi frá því fyrir dómi að faðir hans hefði stillt honum upp við vegg með fætur sundurglennta og útréttar hendur og síðan kastað hnífi að hon- um. Hnífurinn sem maðurinn kast- aði að syni sínum lenti í læri piltsins sem ber ör eftir þetta. Auk þessa ógn- aði hann honum með hnífi og í annað skipti með eftirlíkingu af skammbyssu sem hann hélt að væri raunveruleg byssa og hótaði honum lífláti. Einnig neyddi maðurinn son sinn til að stela fyrir sig vínflösku úr nálægu tjaldi í útilegu og hótaði syninum lífláti ef hann hlýddi ekki. Syninum, sem nú er í menntaskóla, hefur samkvæmt heimildum DV gengið vel að fóta sig í skólanum eftir að hann komst í umsjá fósturforeldra. Illa farin andlega Börnin þrjú hafa dvalið hjá fóstur- foreldrum sínum, sem eru föður- afi þeirra og eiginkona hans, eftir að þau voru tekin frá föður sínum. Sam- kvæmt heimildum DV hefur börn- unum gengið vel að fóta sig eftir að þau komust í umsjá fósturforeldr- anna. Þau hafi hreinlega blómstrað. Þegar þau komu þangað voru þau mjög illa farin andlega. Í Hæstarétti var lagt fram bréf frá verkefnastjóra fjölskyldunefndar Barnaverndar sem sagði að dvölin hjá manninum, áður en til vistunar á fósturheimili hefði komið, hefði haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir andlega líðan þeirra. Þau hafa notið aðstoðar sérfræðinga Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og Barnahúss. Sagðist saklaus „Sálarlífið er komið í rúst. Ég er tek- inn af lífi án dóms og laga. Þetta hefur tekið svo á mig að það hálfa væri nóg,“ sagði maðurinn í viðtali við DV í sept- ember 2008, stuttu eftir að lögreglu- rannsókn hófst vegna ásakana um að hann hefði beitt börn sín ofbeldi. Sagðist hann sár yfir þeirri umfjöllun sem málið hefði fengið, sérstaklega í ljósi þess að enginn dómur hefði fallið í málinu og á þeim tíma höfðu engar ákærur verið gefnar út. Í viðtalinu í september 2008 sagð- ist maðurinn fullviss um að ásakan- ir á hendur honum um ofbeldi gegn börnunum ættu rætur sínar að rekja til ættar barnsmóður hans. „Ég er bú- inn að vera í sex ára stríði við barns- móður mína. Hún er í fíkniefnum og innbrotum inn á mitt heimili,“ sagði maðurinn. Hann sakaði hana einn- ig um að hafa reynt að brjótast inn til hans og barnanna í því skyni að hafa af þeim verðmætar eigur til að fjár- magna fíkniefnaneyslu sína. Trúir á geimverur Viðmælandi sem DV ræddi við sagði að maðurinn væri enn mjög andlega veikur. Erfitt væri að segja til um hvort dómur Hæstaréttar væri of mildur. Maðurinn hefði líklega verið of veik- ur andlega til að átta sig á alvarleika brotanna. „Hann er mjög sjúkur. Þeg- ar maður er veikur þarf maður að vilja láta hjálpa sér. Hann vill það ekki,“ segir viðmælandinn sem ekki vildi koma fram undir nafni. Maðurinn bjó einn með börnum sínum þremur. Maðurinn hefur haldið úti bloggsíðu þar sem hann hefur lýst samskiptum sínum við barnsmóðurina. Í samtali við DV árið 2008 sagðist hann oft hafa reynt að fá nálgunarbann á hana. Maðurinn er mjög trúaður og vís- ar gjarnan í Biblíuna. Hefur hann lent í vandræðum vegna trúarskoðana sinna og ítrekað verið bannaður á ís- lenskum spjallvef, meðal annars fyr- ir að halda því á lofti að guð líti sam- kynhneigða sömu augum og þá sem leggjast með dýrum. Hann túlkar ritn- ingarstaði þannig að samtíðarmenn Jesú hafi séð geimskip og trúir hann á tilvist geimvera. Vill ekki hjálp Viðmælandi sem DV ræddi við sagði að mað- urinn væri mjög andlega veikur en vildi ekki láta hjálpa sér. ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is „HANN ER MJÖG SJÚKUR“ Maður sem beitti þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi var í Hæstarétti dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að kasta hnífi að syni sínum og handjárna dóttur sína við ofn. Samkvæmt heimildum DV hefur börnunum gengið vel að fóta sig eftir að þau komust í umsjá fósturforeldra. Hann er mjög sjúkur. Þegar maður er veikur þarf maður að vilja láta hjálpa sér. Hann vill það ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.