Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 29
Guðmundur vinnur í Landsbank- anum, og vann þar einnig fyrir hrun. „Ég á vini og kunningja sem vinna í öðrum bönkum en þetta er ekki byggt á mér. Maður sankaði að sér punktum og bjó til persónu.“ Styrkur í því sem ósagt er Í Bankster er lýst af mikilli næmni þeim tómleika sem grípur Mark- ús, ungan bankastarfsmann, þegar hann og sambýliskona hans miss- ir vinnuna og öll undirstaða lífs hans og framtíðar verður að engu á haustmánuðum ársins 2008. Vinur Markúsar stingur upp á því að hann hefji dagbókarskrif til að halda utan um lífið sem fylgir atvinnumissi. Þaðan fær frásögn- in form sitt en henni fleytir fram í stuttum dagbókarfærslum sögu- manns. Styrkur fyrri verka Guðmundar lá að miklu leyti í því sem látið var ósagt, samanber órætt umhverfi og aðstæður sögumannsins í Holu í lífi fyrrverandi golfara og óyrtu ytra samhengi smásagnanna í Vaxandi nánd. Í Bankster er sviðsmyndin aftur á móti kyrfilega tengd íslensk- um veruleika og forsaga þeirra at- burða sem verkið er sprottið upp úr augljós. Bókin er raunsönn lýs- ing á tilvistarkrísu ungs manns, sem hafði séð framtíð sína baðaða í ljóma, og máttvana viðbrögðum hans við stórfelldu áfalli. Efnahag- urinn hrundi á ógnvænlega stutt- um tíma, en fall Markúsar er hægt og öruggt. Í sögunni liggur beisk lýsing á því andvaraleysi sem ein- kenndi útrásarsamfélagið, afleið- ingum óhóflegrar bjartsýni og mót- stöðuleysis þar sem gert var ráð fyrir óstöðvandi framrás árangurs og velgengni. Setur símann á silent Guðmundur hefur unnið í Lands- bankanum samhliða ritstörfum undanfarin ár og segir að sér hafi verið tekið afar vel í vinnunni þeg- ar hann mætti þangað aftur. „Þetta er búinn að vera óvenjulegur dagur, þannig séð. Það er gott á milli starfs- fólks hérna í Landsbankanum,“ segir Guðmundur en hann segir að vinnu- mórallinn sé og hafi alltaf verið góð- ur. „Það hefur alltaf verið góður mór- all en núna finnst mér hann vera orðinn ekta góður, ef maður má segja það. Hann er eins og hann á að vera. Raunverulegur og það er þessi um- hyggja sem mér finnst svo góð. Það er kannski eitthvað sem spratt upp úr látunum.“ Guðmundur segir að það sé gott að vinna í banka og sem rithöfundur. „Skrifstofustarfið er í föstum skorð- um, ég er búinn hér um fimm. Þá er maður með kvöldin og helgarnar og þá er hægt að skrifa. Maður passar sig að vera ekki með sjónvarp, þá er maður með fínan frið heima. Svo set- ur maður bara símann á silent og þá er maður bara nánast kominn upp í sveit.“ Vonandi byr í seglin Verðlaunin skipta miklu fyrir Guð- mund sem segir að hann geti tek- ið sér nokkurra mánaða launalaust leyfi til að einbeita sér að skrifunum. „Ég er samt enn að glíma við þessa spurningu: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Ég held að hún muni svara sér sjálf en samt á einu og hálfu ári. Ég er með smá væntingar fyrir framtíðina og þetta er vonandi byr í seglin. Mað- ur veit samt ekki alveg hvað gerist. En þetta er jákvætt, það veit ég. Nú er að taka út spennufallið og svo fer maður að þreifa á hugmynd- um. Meðan maður sinnir einni hug- mynd fæðast tuttugu í viðbót. Svo er bara að velja það sem maður hefur trú á. Ég er með eina hugmynd sem ég hef mikinn áhuga á núna. Hún er óljós og ég er ekki alveg kominn með hana á hreint. Það er peningur þarna og mað- ur getur þá tekið sér tveggja, þriggja mánaða leyfi til að skrifa. Svo sótti ég um ritlaun - bara til að vera með í pottinum en þetta ætti að hjálpa. Þá tekur maður sér kannski lengra leyfi til að skrifa.“ Datt í desember Guðmundur segir að hann hafi verið stressaður þegar hann gekk þessi fáu skref til að taka á móti verðlaununum úr höndum forseta Íslands. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þessir höf- undar sem þarna voru tilnefndir eru höfundar sem ég hef verið að lesa lengi. Alveg frá unglingsaldri og eru jafnvel mínar fyrirmyndir. Ég pass- aði mig og reyndi að vera með með- vitund og ekki stressaður. Það gekk ekki fullkomlega upp - þetta er dálítið í glefsum í minningunni þó að ég geti rifjað þetta upp. Ég datt illa í desember, rann með hendur í vösum þegar það kom fyrsti hálkudagurinn, alveg eins og bjáni. Þannig að ég var búinn að taka það út, var bara spakur á Bessastöðum og ekkert smeykur að detta eða neitt þannig.“ Fyrir utan að skrifa verðlauna- bækur og vinna í Landsbankanum segir Guðmundur að hann reyni að rækta tengslin við sitt fólk. „Áhuga- málin hafa eiginlega legið í dvala undanfarin ár. Maður reynir bara að umgangast fólkið sitt, maður má ekki klikka á því.“ benni@dv.is M Æ LI R M EÐ ... ... BRÁÐUM HATA ÉG ÞIG Leikrit útskriftar- hóps Nemenda- leikhúss LHÍ Þetta er býsna góður hópur og ættu flestir að eiga möguleika eftir útskrift. ... FAUST Leikur Vesturports- manna og Leikfélags Reykjavíkur er vel ... MAYBE I SHOULD HAVE Setur flókna hluti í einfald- ara samhengi. EDGE OF DARKNESS Flott endur- koma hjá Mel Gibson. ... TILBRIGÐI VIÐ STEF Ágætis verk í Iðnó. ... IT´S COMPLICATED Ótrúlega illa heppnuð þrátt fyrir gott úrval leikara. FÓKUS 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 29 Birni Thoroddsen boðið að spila á afmælishátíð stórgítarleikarans Kazumi Watanabe: „Þetta er gífurlegur heiður“ FÖSTUDAGUR n Bermuda á Spot Bermuda með hina stórglæsilegu Írisi Hólm í framlínunni spilar á Spot í Kópavogi á föstudag. Bermuda kann næstum öll lög í heimi og slengir iðulega fram nýjustu danssmellunum. með Eurov- ision-stjörnuna við hljóðnemann má treysta á gæðin. Miðasala hefst kl. 23 og kostar 1500 krónur inn. n Sódóma Gleðisveitin Beneath mun halda út- gáfutónleika föstudaginn 12. febrúar á Sódómu. Með þeim verða Forgarður helvítis, Carpe Noctem og Infected. Hljómsveitin ætlar að fá sem flesta í lið með sér og mun vera með merktan varning til sölu. Það kostar 500 krónur á tónleikana sem byrja klukkan 22. n Kynþokki á Barböru Næsta föstudagskvöld verður kynþokkinn allsráðandi á Barböru. Barnastjörnur og ellismellir fá að hvíla sig og heit tónlist fær að hljóma. Það verður mögnuð spenna í loftinu og um kvöldið verða valin ungfrú og herra sexý. Skemmtun sem enginn athyglissjúkur má láta fram hjá sér fara. n Prikpartí Það er alltaf fjör á prikinu um helgar og þessi helgi er ekki undanskilin. Franz og Jenni verða með grunge tribute og svo tekur Addi Intro við og klárar kvöldið eins og honum einum er lagið. Frá 21 til 00 kostar flaska og bland 7.500. Fyrir þá hörðu. LAUGARDAGUR n Skíðadjamm á Akureyri Útvarpsstöðin FM 957 ætlar með skemmtanaglaða Reykvíkinga í höfuðstað Norðurlands og beint á Kaffi Akureyri þar sem Finlandia-partí verður haldið þeim til heiðurs á laug- ardagskvöldinu. Að sjálfsögðu verður andað að sér fersku lofti og kíkt upp í Hliðarfjall. Skráning er hjá hópadeild Flugfélags Íslands og kostar ferðin 16.500 krónur með öllu. n Von og Bjöggi Halldórs á Spot Það verður norðlensk stemning á SPOT í kvöld en hljómsveitin Von frá Sauðárkróki mun halda uppi stuðinu með ofurbarkann Ellert Jóhannsson og stórsöngvarann Björgvin Halldórs- son við hljóðnemann. Fjörið hefst klukkan 22 og kostar 1.800 krónur inn. n DJ M.DEE á Hverfisbarnum Einn helsti plötusnúður Frakka, DJ M.DEE, verður á Hverfisbarnum á laugardagskvöld. Helstu áherslur hans eru á Hip hop, R&B og House-tónlist og hefur hann unnið með Snoop Dogg, Beyoncé, Akon og Ghostface Killah svo dæmi séu tekin. Danni DeLuxx ætlar að hita upp og byrjar hann klukkan 22. n Páll Óskar á Selfossi Páll Óskar mætir í Hvítahúsið á Selfossi á laug- ardagskvöldið í fyrsta sinn á þessu herrans ári og ætlar gera það sem hann gerir best, halda uppi geðveiku stuði. Húsið verður opnað kl. 23 og það er 18 ára aldurstakmark inn á staðinn. n Dansveisla á Jacobsen Superman.is, í samstarfi við Jacobsen og Bacardi Razz, ætla að bjóða til dansveislu fyrir lengra komna laug- ardagskvöldið 13. febrúar. Dubstep.is verður á efri hæðinni og ZurgBassi á neðri hæðinni. Það verður ókeypin inn til klukkan 12 en kostar 500 krónur eftir það. Hvað er að GERAST? „Ég á að vera með fyrsta atriðið á þessari hátíð sem hann er að halda í tilefni af fjörtíu ára starfsafmæli sínu,“ segir Björn Thoroddsen gít- arleikari en hann fékk á dögunum boðskort um að spila á afmælishátíð sem japanski stórgítarleikarinn Kaz- umi Watanabe heldur upp á í Tókýó í tilefni af fjörtíu ára starfsafmæli sínu. Björn var að undirbúa Japansför þar sem hann ætlaði að spila á nokkr- um stöðum þegar boðið barst. „Kaz- umi er einn þekktasti djasstónlistar- maðurinn í Japan. Ég hef spilað með honum áður svo ég kannast aðeins við hann,“ segir Björn sem finnst frá- bært að hafa fengið þetta tækifæri. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Björn. Björn mun spila oftar en einu sinni á afmælishátíðinni en Kaz- umi hyggst halda hana allt árið með mörgum þekktum tónlistarmönn- um. Fyrst mun hann spila á opnun- arhátíðinni og verður, eins og áður hefur komið fram, sá fyrsti til að koma þar fram. hann mun svo aftur spila í apríl og þá með örðum tón- listarmönnum. Þar á meðal þekkt- um nöfnum frá Bandaríkjunum. Það er því ekki amalegt fyrir Björn að vera settur í flokk með þeim og má vel búast við fjölmiðlafári í kringum hátíðina úti í Japan. „Þetta er gífur- legur heiður,“ segir hann. Svo heppilega vill til að sonur Björns býr og stundar nám í Tókýó svo hann er glaður að fá tækifæri til að heimsækja son sinn í leiðinni. asdisbjorg@dv.is n Fræðibækur og bækur almenns efnis Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi - Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. JPV útgáfa. Jón Leifs - Líf í tónum. Árni Heimir Ingólfsson. Mál og menning. Jöklar á Íslandi. Helgi Björnsson. Opna. Mynd af Ragnari í Smára. Jón Karl Helgason. Bjartur. Svavar Guðnason. Kristín G. Guðna- dóttir. Bjartur. n Fagurbókmenntir Auður. Vilborg Davíðsdóttir. Mál og menning. Bankster. Guðmundur Óskarsson. Ormstunga. Enn er morgunn. Böðvar Guðmunds- son. Uppheimar. Góði elskhuginn. Steinunn Sigurðar- dóttir. Bjartur. Milli trjánna. Gyrðir Elíasson. Upp- heimar. Eftirfarandi 10 bækur voru tilnefndar til verðlaunanna: Úr bókadómi DV: Bankster er haganlega saman sett skáldsaga um það hvernig tilveran liðast smátt og smátt í sundur hjá bankastarfsmanni sem vissi ekki betur, frekar en pöpullinn, en að lífið fram undan liti bara dável út. Það sem helst má setja út á sögu Guðmundar fyrir mína parta er að faðir Markúsar kemur svo gott sem ekkert meira við sögu eftir að hafa átt áhugaverð samtöl við son sinn á fyrstu síðum bókarinnar í þann mund sem fjármálakerfið er að hrynja. Samtölin eru athyglisverð því þar ræða saman innanbúðarmaður í kerfinu og maður sem stendur algjörlega utan við það, það er faðir Markúsar sem er um leið fulltrúi allra þeirra lesenda sem horfðu utan frá á pappírsborg bankakerfisins fjúka út í buskann nánast á einni nóttu. Líklegt má telja að mörg svona samtöl hafi átt sér stað hér á landi þessa örlagaríku daga haustið 2008. Kristján Hrafn Guðmundsson Starfar sjálfur í banka Guðmundur vinnur í Landsbankanum og vann þar einnig þegar bankinn hrundi. Hann segir bókina þó ekki byggða sínu lífi. M Æ LI R EK KI M EÐ ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.