Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 51
12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 51 Kærleikur er heilun jarðar Ingólfstræti 2 | Sími: 517 2774 www.gjafirjardar.is Rétt ríflega helmingur liðanna í ensku úrvalsdeildinni fær hvíld um helgina þegar hlé verður gert á deildinni vegna bikarsins. Níu úr- valsdeildarlið eru enn með, þar af bæði Íslendingaliðin, Portsmouth og Stoke. Þá er annað Íslendinga- lið til viðbótar, Reading, enn með í keppninni eftir frækinn sigur á Liverpool í síðustu umferð. Chel- sea-menn virðast eiga nokkuð greiða leið að titlinum þar sem búið er að slá út hin af þeim fjórum stóru en lið eins og Tottenham og Ast- on Villa er farið að þyrsta í árang- ur í þessari elstu og virtustu bikar- keppni Evrópu. WBA Í HEIMSÓKN Reading er sannkölluð Íslendinga- nýlenda. Alls leika fjórir Íslendingar með liðinu eftir komu framherjans Gunnars Heiðars Þorvaldssonar til félagsins í janúar. Hann hefur þó ekki fengið mikið að spreyta sig í byrjun- arliðinu, kemur þó reglulega inn sem varamaður undir lokin. Ívar Ingi- marsson er sem fyrr fastur í miðverði liðsins og þá hefur Brynjar Björn Gunnarsson verið að spila meira eftir frækna frammistöðu sína gegn Liver- pool í síðustu umferð. Reading tekur á móti WBA á heimavelli í 16 liða úrslitum á laugardaginn en WBA er við topp Championship-deildarinnar á með- an Reading berst við fallið. Fá lið eru þó að spila betur en Reading af þeim sem eru við fallsvæðið en lán- leysið hefur verið mikið. Liðsmenn hafa átt við mikil meiðsl að stríða og nú er Gylfi Sigurðsson á meiðslalist- anum en hann hefur ekki leikið tvo síðustu leiki. Hann skoraði mark úr vítaspyrnu á lokamínútunni gegn Liverpool. Reading-menn munu gera hvað þeir geta að koma Gylfa á fætur fyrir leikinn enda hann skorað nánast í hverjum einsta leik að und- anförnu. EIÐUR HITTIR GRÉTAR Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði inn á í öðrum leik sínum með Totten- ham í vikunni en Spursarar sækja Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton heim á sunnudaginn. Eið- ur þótti standa sig ágætlega í sínum fyrsta leik á Englandi eftir nokkurt hlé. Hann þarf þó að koma sér í leik- form enda lítið spilað með Mónakó áður en hann kom til Tottenham. Hermann Hreiðarsson og félag- ar í Portsmouth þurfa svo sann- arlega eitthvað til að gleyma fall- draugnum og þá er fátt betra en gott „run“ í bikarkeppninni. Þeir eiga líka meira en fínan möguleika á því að komast í átta liða úrslitin þar sem þeir voru svo sannarlega heppnir með drátt. Portsmouth mætir 1. deildar liði Southampton á laugardaginn en það félag má svo sannarlega muna sinn fífil fegurri en liðið féll í þriðju efstu deild á síð- asta tímabili þökk sé skuldastöðu og arfaslömum árangri. ÍSLENDINGAR Í BIKARNUM Hlé verður gert á ensku úrvalsdeildinni þar sem það er bikarhelgi. Komið er að sextán liða úrslitum og eru fjögur Íslend- ingalið enn með í keppninni, Portsmouth, Bolton, Tottenham og Reading. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is GYLFI SIGURÐSSON Verður vonandi með Reading-mönnum. MYND AFP Laugardagur 13. febrúar 12:30 Southampton - Portsmouth 15:00 Reading - WBA Sunnudagur 14. febrúar 13:30 Bolton - Tottenham ÍSLENDINGARNIR Í ELDLÍNUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.