Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 51
12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 51
Kærleikur er heilun jarðar
Ingólfstræti 2 | Sími: 517 2774
www.gjafirjardar.is
Rétt ríflega helmingur liðanna í
ensku úrvalsdeildinni fær hvíld
um helgina þegar hlé verður gert á
deildinni vegna bikarsins. Níu úr-
valsdeildarlið eru enn með, þar af
bæði Íslendingaliðin, Portsmouth
og Stoke. Þá er annað Íslendinga-
lið til viðbótar, Reading, enn með
í keppninni eftir frækinn sigur á
Liverpool í síðustu umferð. Chel-
sea-menn virðast eiga nokkuð
greiða leið að titlinum þar sem búið
er að slá út hin af þeim fjórum stóru
en lið eins og Tottenham og Ast-
on Villa er farið að þyrsta í árang-
ur í þessari elstu og virtustu bikar-
keppni Evrópu.
WBA Í HEIMSÓKN
Reading er sannkölluð Íslendinga-
nýlenda. Alls leika fjórir Íslendingar
með liðinu eftir komu framherjans
Gunnars Heiðars Þorvaldssonar til
félagsins í janúar. Hann hefur þó ekki
fengið mikið að spreyta sig í byrjun-
arliðinu, kemur þó reglulega inn sem
varamaður undir lokin. Ívar Ingi-
marsson er sem fyrr fastur í miðverði
liðsins og þá hefur Brynjar Björn
Gunnarsson verið að spila meira eftir
frækna frammistöðu sína gegn Liver-
pool í síðustu umferð.
Reading tekur á móti WBA á
heimavelli í 16 liða úrslitum á
laugardaginn en WBA er við topp
Championship-deildarinnar á með-
an Reading berst við fallið. Fá lið
eru þó að spila betur en Reading af
þeim sem eru við fallsvæðið en lán-
leysið hefur verið mikið. Liðsmenn
hafa átt við mikil meiðsl að stríða og
nú er Gylfi Sigurðsson á meiðslalist-
anum en hann hefur ekki leikið tvo
síðustu leiki. Hann skoraði mark úr
vítaspyrnu á lokamínútunni gegn
Liverpool. Reading-menn munu
gera hvað þeir geta að koma Gylfa á
fætur fyrir leikinn enda hann skorað
nánast í hverjum einsta leik að und-
anförnu.
EIÐUR HITTIR GRÉTAR
Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði inn
á í öðrum leik sínum með Totten-
ham í vikunni en Spursarar sækja
Grétar Rafn Steinsson og félaga í
Bolton heim á sunnudaginn. Eið-
ur þótti standa sig ágætlega í sínum
fyrsta leik á Englandi eftir nokkurt
hlé. Hann þarf þó að koma sér í leik-
form enda lítið spilað með Mónakó
áður en hann kom til Tottenham.
Hermann Hreiðarsson og félag-
ar í Portsmouth þurfa svo sann-
arlega eitthvað til að gleyma fall-
draugnum og þá er fátt betra en
gott „run“ í bikarkeppninni. Þeir
eiga líka meira en fínan möguleika
á því að komast í átta liða úrslitin
þar sem þeir voru svo sannarlega
heppnir með drátt. Portsmouth
mætir 1. deildar liði Southampton
á laugardaginn en það félag má svo
sannarlega muna sinn fífil fegurri
en liðið féll í þriðju efstu deild á síð-
asta tímabili þökk sé skuldastöðu
og arfaslömum árangri.
ÍSLENDINGAR Í BIKARNUM
Hlé verður gert á ensku úrvalsdeildinni
þar sem það er bikarhelgi. Komið er að
sextán liða úrslitum og eru fjögur Íslend-
ingalið enn með í keppninni, Portsmouth,
Bolton, Tottenham og Reading.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
GYLFI SIGURÐSSON
Verður vonandi með
Reading-mönnum.
MYND AFP
Laugardagur 13. febrúar
12:30 Southampton - Portsmouth
15:00 Reading - WBA
Sunnudagur 14. febrúar
13:30 Bolton - Tottenham
ÍSLENDINGARNIR
Í ELDLÍNUNNI