Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Síða 8
SANDKORN n Það vakti athygli að Tryggvi Þór Herbertsson notaði kjör- dæmavikuna til að skreppa vestur um haf til New York. Flestir aðrir í hópi þingmanna fóru á sín svæði. Meðal ann- ars sást til Kristj- áns Þórs Júlíusson- ar, oddvita sjálfstæð- ismanna, á fundi á Eskifirði. Samkvæmt heimildum DV mun Tryggvi Þór hafa gert stuttan stans í New York en haldið þaðan til Kólumbíu í viðskiptaerindum. Tryggvi hefur þótt mjög ákafur bisnessmaður og hafa gárung- ar kallað hann ,,rauðhærða viðskiptadýrið”. Óljóst er hvað rak hann til Kólumbíu en hann hefur verið í viðskiptasam- bandi við Wernersbræður, rétt eins og formaður hans, Bjarni Benediktsson. n Guðmundur Franklín Jóns- son, fyrrverandi verðbréfasali á Wall Street, hefur gert það gott á Út- varpi Sögu að undan- förnu. Hann er með fasta þætti á laugardög- um en síðan eftir efnum og atvikum. Á miðvikudag mættu til Guð- mundar þeir Eiríkur Tómas- son, útgerðarmaður í Grinda- vík, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri í Vest- mannaeyjum. Var meginefni þáttarins kostir kvótakerfisins og hugsanlegir gallar. Allt varð vitlaust í hlustendahópi Sögu og símakerfið sprakk þegar ævareiðir kvótaandstæðingar hringdu til að mótmæla því sem þeir kölluðu áróður sæ- greifanna. n Reiðastir allra sem hringdu inn á Sögu vegna þáttar Guð- mundar Franklíns voru þeir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fyrrum alþingismaður, og Eiríkur Stefánsson, fyrrver- andi verkalýðstogi. Báð- ir hafa þeir verið viðloðandi Sögu lengi og barist á þeim vettvangi gegn kvótanum. Að sögn hraunuðu þeir yfir út- varpsmanninn á sjómanna- máli. Guðmundur Franklín er andvígur fyrningarleiðinni í sjávarútvegi. Sjálfur á hann engan kvóta en kvótaand- stæðingarnir tortryggja hann þar sem hann er tengdason- ur Árna Vilhjálmssonar, eins aðaleiganda risafyrirtækisins Granda. 8 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 Meintur bókhalds- og skattsvikari, verktakinn Stefán Gunnar Þeng- ilsson, er inn undir hjá Vegagerð- inni og hefur hlotið þar verktaka- greiðslur til fjölda ára. Síðast var samið við hann til fimm ára rétt eft- ir að verktakinn hafði verið ákærð- ur fyrir meiriháttar bókhalds- og skattasvindl upp á tugi milljóna króna. Það var efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra sem ákærði Stefán Gunnar, og einkahlutafélagið hans Icefox, um miðjan júlí 2008 fyr- ir meint stórfelld brot en viku áður auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í snjómokstur. Eftir að ferill verk- takans var skoðaður, þar með tal- in staða fyrirtækisins gagnvart op- inberum gjöldum, var ákveðið að semja við Stefán Gunnar um mokst- urinn og sá samningur var undirrit- aður í september sama ár, tveim- ur mánuðum eftir að verktakinn var ákærður. Fyrir samninginn fær hann greiddar tæpar 40 milljónir á ári í fimm ár og á hann þrjú ár eftir af samningi við Vegagerðina. Löng reynsla og ný kennitala Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er samningur stofnunar- innar við Stefán Gunnar og fyrir- tæki hans, Ísref ehf., en áður hafði verktakinn verið með samninga í langan tíma hjá stofnuninni en þá undir annarri kennitölu, það er kennitölu fyrirtækisins Icefox ehf. Fyrri samningur þess fyrirtækis rann út árið 2008 og í stað þess að framlengja við Icefox, líkt og verk- takinn óskaði eftir, ákvað Vega- gerðin að bjóða verkið út. Lægsta tilboðið átti nýstofnað fyrirtæki Stefáns Gunnars, Ísrefur, og var gengið að því á endanum. Áður en tilboðið var samþykkt voru fyrirtækin skoðuð af hálfu Vegagerðarinnar og var niðurstað- an sú að þau uppfylltu kröfur út- boðsins varðandi skuldastöðu op- inberra gjalda, lífeyrissjóðsiðgjöld og kröfur um jákvæða eiginfjár- stöðu. Þá var það mat stofnunar- innar að Stefán Gunnar hefði langa reynslu af sambærilegum verkum. Enn þá saklaus Málshöfðun ríkislögreglustjóra á hendur Stefáni Gunnari er enn til meðferðar hjá dómstólum og því einungis um grunsemdir um bók- halds- og skattsvik að ræða. G. Pét- ur Matthíasson, upplýsingafull- trúi Vegagerðarinnar, leggur á það áherslu að hér á landi séu allir sak- lausir þar til sekt þeirra sannast. Hann segir stofnunina ekki hafa haft vitneskju um ákæruna á sín- um tíma en kæmi til þess að verk- takinn yrði dæmdur væri hægt að hafna honum. „Vegagerðin hef- ur ekki upplýsingar um ákærur manna og hafði ekki vitneskju um þessa ákæru á sínum tíma. Vega- gerðin nýtti sér heimild til skoð- unar á verktaka og við þá skoðun kom fram að Ísrefur og Icefox upp- fylltu kröfur útboðslýsingar. Það er ekki hægt að hafna tilboði á þeim grunni að verkkaupi hafi verið kærður enda menn saklausir uns sekt hefur verið sönnuð. Hafi við- komandi verið dæmdur sekur væri hugsanlega hægt að hafna honum á þeim forsendum,“ segir G. Pétur. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Það er ekki hægt að hafna tilboði á þeim grunni að verkkaupi hafi ver- ið kærður enda menn saklausir uns sekt hef- ur verið sönnuð. SAMDI VIÐ SAKBORNING Vegagerðin samdi við sakborning í skattsvikamáli skömmu eftir að ákæra á hendur viðkomandi var lögð fram af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Verktakinn, Stefán Gunnar Þengilsson, er sakaður um meiriháttar bókhalds- og skattasvindl upp á tugi milljóna króna. Milljónir fyrir mokstur Meintur skattsvikari starfar fyrir Vegagerðina en samið var við hann eftir ákæru frá ríkislögreglustjóra. Jón Grímsson getur ekki tekið peningana sína út vegna gjaldeyrishafta: „Eitthvað svakalegt að hérna“ „Ég þarf að koma fjórum sinnum til Íslands til að sækja þessar tvær milljónir. Það er helvíti gott,“ seg- ir Bandaríkjamaðurinn Jón Gríms- son. Hann á andvirði tveggja millj- óna króna á gjaldeyrisreikningi í Íslandsbanka en getur ekki milli- fært þá á reikning í sínu heima- landi. Peningana hefur hann átt hér í um sjö ár, eða frá því hann heim- sótti Ísland síðast en Jón settist að í Bandaríkjunum fyrir um 30 árum. Honum finnst hart að geta ekki tekið út þetta fé sitt. „Ég hélt að Ís- lendingar væru svo mikil banka- þjóð að maður þyrfti ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu. Svo fer ég og spyr um peningana mína og er sagt að ég fái þá ekki,“ seg- ir Jón en gjaldeyrishöftin gera það að verkum að óheimilt er að flytja út erlendan gjaldeyri í reiðufé um- fram jafnvirði 500 þúsund króna, í hverjum mánuði. Hann þarf því að koma fjórum sinnum til Íslands ef hann vill ná peningunum heim til sín: „Það er sæmilegur kostnað- ur. Ég spurði þá hvort þeir gætu þá ekki borgað mér einhverja vexti af þessu en þeir hafa bara verið 0,25 prósent þessi ár. Mér var sagt að ég gæti í mesta lagi fengið 1 prósent vexti,“ segir Jón sem segir þó að ekki sé svo illa fyrir honum komið að hann bráðvanti þessa peninga. Hann er samt ekki sáttur: „Hvernig stendur á því að svona er ekki leyst? Ég er búinn að vera hérna í viku og það er eitthvað svakalegt að hérna. Ég átta mig ekki á því hvað það er,“ segir Jón að lokum en hann flýgur utan í dag. baldur@dv.is Fær bara fjórðung Jón þarf að koma fjórar ferðir til Íslands ef hann vill ná pening- unum heim til Bandaríkjanna. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.