Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 11
Ekki verður ráðið af skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis, hver hafi upphaf-
lega sett fram hugmyndir um að eign-
ir lífeyrissjóða yrðu notaðar til þess að
ráða fram úr vanda bankanna dag-
ana fyrir hrun þeirra í október 2008.
Forsætisráðherra, seðlabankastjóri,
efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og
forstjóri Kaupþings ýmist sverja af
sér hugmyndina eða kannast ekki við
hana, en hún var þegar komin á flot
vikuna sem ríkið og Seðlabankinn
lögðu fram hugmyndir um yfirtöku á
75 prósenta hlut í Glitni.
Föstudaginn 3. október 2008 var
búið að gera forsvarsmönnum lífeyr-
issjóðanna vart við að þátttöku þeirra
væri óskað við að verja bankakerfið.
Fundur ráðherra og ráðgjafa með for-
svarsmönnum lífeyrissjóða var hald-
inn degi síðar. Sunnudaginn 5.október
biðu þeir lengi dags eftir að fá einhverj-
ar línur frá stjórnvöldum um framhald
málsins. Þeir höfðu talið mögulegt að
lífeyrissjóðirnir gætu komið að málum
með ströngum skilyrðum, meðal ann-
ars um að fá hluta af mögulegum 250
milljarða króna lánveitingum sínum
tryggðar í evrum.
Mánudaginn 6. október þökkuðu
stjórnvöld forsvarsmönnum lífeyris-
sjóðanna fyrir áhugann og sögðu að
ekki væri lengur þörf á aðstoð lífeyris-
sjóðanna. „Þetta var sérkennileg staða
því þarna mátti álykta að allt væri orðið
um seinan,“ segir Arnar Sigurmunds-
son, formaður Landssambands lífeyr-
issjóðanna, í samtali við DV.
Hver átti hugmyndina?
Athyglisvert er að rannsóknarnefnd
Alþingis sá ástæðu til þess að spyrja
stjórnvöld um uppruna þeirrar hug-
myndar að eignir lífeyrisjóðanna yrðu
með einhverjum hætti nýttar til bjarg-
ar bankakerfinu.
Í skýrslunni segir orðrétt í 20. kafla:
„Tryggvi Þór Herbertsson, efnahags-
ráðgjafi forsætisráðherra, lýsti því við
skýrslutöku að hugmynd um aðkomu
lífeyrissjóða að lausn fyrirliggjandi
vanda hefði verið ein af þeim leiðum
sem rædd var um þetta leyti. Sagði
Tryggvi að umræðan hefði fyrir alvöru
hafist í vikunni eftir að tilkynnt var um
tilboð ríkisins í 75% eignarhlut í Glitni.
Tryggvi minntist þess ekki hvaðan
hugmyndin kom.“
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabankans, lýsti því við
skýrslutöku að Geir H. Haarde, forsæt-
isráðherra, hefði hringt í sig og kynnt
hugmynd um aðkomu lífeyrissjóð-
anna. „Davíð segir að hugmyndin hafi
ekki komið frá Seðlabankanum. Geir
H. Haarde minntist þess heldur ekki
við skýrslutöku hvaðan hugmynd-
in var komin. Tillögunni lýsti Geir
með eftirfarandi orðum: „Vandamálið
var það að það vantaði gjaldeyri inn í
landið.““
Við skýrslutöku lýsti Hreiðar Már
Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaup-
þings, því að Kaupþing banki hf. hefði
ekki haft frumkvæði að því að fá lífeyr-
issjóðina til aðstoðar.
Arnar Sigurmundsson formað-
ur Landssambands lífeyrissjóða seg-
ir loks í samtali við DV að lífeyrissjóð-
irnir hafi ekki boðið aðstoð að fyrra
bragði.
Var það Tryggvi Þór?
Sunnudaginn 28. september 2008,
skömmu fyrir bankahrunið, kom Geir
H. Haarde fram í fréttum Stöðvar 2.
Ekkert var þar rætt um yfirtökuna á
Glitni, en á þeim tíma var búið að ræða
hugmyndina um 75 prósenta yfirtöku
ríkisins á bankanum. Sama kvöld fór
Geir til fundar við Landsbankamenn
og hlýddi á tillögur þeirra um samein-
ingu banka.
„Sama kvöld kl. 20:09 sendi Karl
Wernersson, stjórnarformaður Mile-
stone ehf., Jóni Þ. Sigurgeirssyni
tölvubréf. Með því fylgdu hugmynd-
ir Milestone um aðkomu ríkissjóðs
og Seðlabankans að bankakerfinu. Af
bréfinu má ráða að Karl var upplýst-
ur um vandræði Glitnis og vissi jafn-
framt að málið væri til skoðunar innan
Seðlabankans.“ segir orðrétt í skýrsl-
unni.
Síðar segir: „Af bréfi þessu er ljóst
að afskipti Seðlabankans af málefn-
um Glitnis höfðu vitnast út fyrir þann
þrönga hóp sem átti að vita af málinu.
Ekki liggur fyrir hvaðan þær upplýs-
ingar bárust.“
Leiddar hafa verið líkur að því að
upplýsingar komið frá Tryggva Þór
Herbertssyni en Karl Wernersson
og hann unnu náið saman meðan
Tryggvi gegndi forstjórastöðu Askar
Capital.
Bankadraumar og
bóla að springa
Athyglisvert er að Tryggvi Þór segir að
hugmyndin um aðkomu lífeyrissjóð-
anna að björgun bankanna hafi verið
komin á kreik á fyrstu stigum Glitnis-
málsins í lok september 2008. Hann
kveðst ekki muna hver hafi átt hug-
myndina frekar en Geir H. Haarde.
Hún var ekki komin úr Seðlabank-
anum og ekki frá Kaupþingi. Böndin
gætu því borist til Glitnismanna eða
jafnvel Karls Wernerssonar hjá Mile-
stone. DV er ekki kunnugt um efni áð-
urgreinds tölvupósts Karls til Jóns Þ.
Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra í
Seðlabankanum, en í skýrslu RNA seg-
ir að þar hafi verið fjallað um aðkomu
ríkis og Seðlabanka að björgun bank-
anna.
Þess má geta að Karl Wernersson
og aðrir forkólfar Moderna og Mile-
stone höfðu snemma árs 2008 rætt
hugmyndir um stóran hlut félagsins
í bankastarfsemi í landinu með sam-
einingu banka. Verkefnið gekk undir
nafninu „Project Feelgood“.
Bjarni og Siguður Kári á fund
DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir
því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
Bjarni Benediktsson og Sigurður Kári
Kristjánsson, hafði gengið á fund þing-
flokks Samfylkingarinnar fimmtudag-
inn 9. október 2008. Óvenjulegt er að
þingmenn annarra flokka gangi á fund
þingflokks annars stjórnmálaflokks
jafnvel þótt um samstarfsflokk sé að
ræða. Erindi Bjarna og Sigurðar Kára
var að afla fylgis samstarfsflokksins
við þingmannafrumvarp tvímenning-
anna. Eftir því sem næst verður kom-
ist snerist frumvarpið um að liðka fyrir
því með einhverjum hætti að erlendar
eignir lífeyrissjóðanna kæmust inn í
landið til þess að mæta bágri gjaldeyr-
isstöðu gagnvart bönkum og útrásar-
fyrirtækjum, jafnvel gegn ríkisábyrgð.
Á þessum tímapunkti voru Kaupþing,
Glitnir og Landsbankinn fallnir og
komnir í hendur ríkisins auk þess sem
sett höfðu verið neyðarlög.
DV hefur leitað eftir frekari upplýs-
ingum frá Sigurði Kára Kristjánssyni
um erindi hans og Bjarna inn á þing-
flokksfund Samfylkingarinnar en svör
hafa ekki enn borist.
Hugmyndir Bjarna og Sigurðar
Kára hlutu dræmar undirtektir með-
al Samfylkingarmanna samkvæmt
heimildum DV. Eins og ástatt var á
mörkuðum var tæplega fýsilegt í þess-
um tímapunkti fyrir lífeyrissjóðina að
selja erlendar eignir með verulegum
afslætti.
Að öllu samanlögðu er að sjá sem
hugmyndir um að hætta fé lífeyris-
sjóða til þess að laga gjaldeyrisforða
þjóðarinnar, hamla gegn hruni bank-
anna eða liðsinna einstaka útrásarfyr-
irtækjum, voru á sveimi frá fyrstu dög-
um eftir að vandi Glitnis kom upp og
að minnsta kosti fram yfir umrædd-
an þingflokksfund þar sem Bjarni og
Sigurður Kári kynntu frumvarp sem
snerti eignir lífeyrissjóðanna erlendis.
Einkennilega lítið er vitað um hvaðan sú hugmynd var komin að fá lífeyrisjóðina til þess að hætta eigum
sínum erlendis til bjargar bönkunum. Rannsóknarnefnd Alþingis spurði víða en fékk engin eða loðin svör.
Nokkrum dögum eftir hrun bankanna stóðu Bjarni Benediktsson og Sigurður Kári Kristjánsson inni á gólfi
á þingflokksfundi Samfylkingarinnar og reyndu að afla fylgis við frumvarpsdrög um að nýta erlendar eigur
lífeyrissjóðanna til að afla gjaldeyris til bjargar útrásarfyrirtækjum.
VILDU LEGGJA LÍFEYRI
LANDSMANNA UNDIR
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Þegar allt lék í lyndi Tryggvi Þór
Herbertsson var forstjóri Askar Capital
og í góðu sambandi við eigendurna
Karl Wernersson (t.h.) og Steingrím
Wernersson. Í hruninu var hann
efnahagsráðgjafi forsætisráðherra.
Fóru á fund Samfylkingarmanna Sig-
urður Kári Kristjánsson er aftur sestur á þing
fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Hann fór ásamt
Bjarna Benediktssyni á þingflokksfund hjá
Samfylkingunni með drög að frumvarpi um
eignir lífeyrissjóðanna í farteskinu.
Formaðurinn Bjarni Bendiktsson hefur
líkt og Tryggvi Þór Herbertsson verið í
nánu sambandi við Wernerssyni. Vildu þeir
virkja lífeyrissjóðina til gjaldeyrisöflunar?
Sama kvöld kl. 20:09 sendi Karl Wernersson,
stjórnarformaður Milestone ehf.,
Jóni Þ. Sigurgeirssyni tölvubréf.
Með því fylgdu hugmyndir Mile-
stone um aðkomu ríkissjóðs og
Seðlabankans að bankakerfinu.