Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Side 10
10 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FRÉTTIR
Fjöldi leikara, rithöfunda og tónlistarmanna skorar á ríkisvaldið að ákæra sig í stuðningsyfirlýsingu til
handa mótmælendunum níu sem þegar hafa verið ákærðir fyrir aðför gegn Alþingi. Fyrir helgi brutust út
átök í réttarsalnum þegar dómari vísaði fjölda áhorfenda úr salnum og lögregla handtók tvo þeirra. Dómari
vísar málinu ekki frá og réttað verður um miðjan mánuðinn.
LISTAELÍTAN VILL
LÁTA ÁKÆRA SIG
Stór hluti listaelítu þjóðarinnar óskar
eftir því að vera ákærður af ríkisvald-
inu fyrir þátt sinn í búsáhaldabylt-
ingunni eftir bankahrunið. Það gera
listamennirnir með því að lýsa yfir
stuðningi við mótmælendurna níu
sem þegar hafa verið ákærðir fyrir að-
för að Alþingi og réttað verður yfir um
miðjan mánuðinn.
Taki ákæruvaldið áskorun lista-
mannanna mörgu þarf meðal ann-
ars að ákæra þau Auði Jónsdóttur rit-
höfund, Benedikt Erlingsson leikara,
Gauk Úlfarsson kvikmyndagerðar-
mann, Guðberg Bergsson rithöfund,
Guðmund Odd Magnússon listapróf-
essor, Guðrúnu Evu Mínervudóttur
rithöfund, Hallgrím Helgason rithöf-
und, Jón Atla Jónasson leikskáld, Ótt-
arr Proppé tónlistarmann, Pál Ósk-
ar Hjálmtýsson tónlistarmann, Pétur
Gunnarsson rithöfund, Tómas Lem-
arquis leikara og Tómas R. Einarsson
tónlistarmann.
Lögregan tók völdin
Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í
Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag
þegar mál mótmælendanna níu var
tekið fyrir og dómari tók þá afstöðu til
frávísunarkröfu verjenda. Skemmst er
frá því að segja að á þá kröfu var ekki
fallist og því verður réttað yfir mót-
mælendunum nú í maí. Verði mót-
mælendurnir fundnir sekir eiga þeir
yfir höfði sér fangelsisvist frá einu
ári upp að ævilöngu fangelsi, eða 16
árum.
Fleiri áhorfendur mættu í dóm-
salinn en sætarými leyfði og því ákvað
dómarinn að vísa standandi áhorf-
endum úr salnum. Sú ákvörðun upp-
skar hneykslan og á endanum voru
tveir áhorfendur handteknir og í kjöl-
farið fór dómshaldið fram undir vernd
nokkurra lögregluþjóna. Hæstaréttar-
lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson,
einn verjenda mótmælendanna, hef-
ur ritað Rögnu Árnadóttur dómsmála-
ráðherra bréf þar sem framgöngu
dómara og lögreglumanna í réttar-
salnum er harðlega mótmælt þar sem
þinghaldið var opið öllum.
Ákæra alla
Sumir áhorfenda í dómsalnum báru
tilfinningar sínar utan á sér því eftir
lögregluhandtöku tveggja áhorfenda
mátti sjá tár renna úr augum margra
í salnum. Að loknu dómshaldinu var
reyksprengja sprengd fyrir utan and-
dyri Héraðsdóms Reykjavíkur.
Það eru ekki aðeins listamenn sem
hafa lýst yfir stuðningi við mótmæl-
endurna heldur einnig þingmenn.
Þannig hafa bæði Birgitta Jónsdóttir,
þingmaður Hreyfingarinnar, og Þrá-
inn Bertelsson, óháður þingmaður,
óskað eftir því að vera einnig ákærð
fyrir þátt sinn í mótmælum eftir
bankahrunið.
Alls hafa 315 einstaklingar skrif-
að nafn sitt á stuðningsyfirlýsingu
þar sem þess er fyrst og fremst krafist
að ríkið falli frá málarekstri gegn níu-
menningunum. Nú þegar ljóst er að
frá málinu verður ekki fallið stend-
ur eftir varakrafa þessara hundraða
stuðningsmanna en hún er að ákæru-
valdið ákæri alla þá sem tóku þátt í
búsáhaldabyltingunni veturinn 2008-
2009 og þar með talið alla þá sem
skrifa undir stuðningsyfirlýsinguna.
Þar er stóran hluta listaelítu landsins
að finna.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
n Steinar Immanúel Sörensson, annar tveggja sem handtekinn var í réttarsalnum, býst
fastlega við því að eftirmál verði af handtöku sinni og segir að af sinni hálfu ætli hann
með málið alla leið. Aðspurður segir hann það hafa verið forvitnilega upplifun að vera
handtekinn og dúsa í fangaklefa. „Löggan greip mig þarna og stakk mér síðan inn. Þetta
var mjög skrítið en bæði var þetta góð hvíld fyrir fjögurra barna föður og svo fékk ég
voða gott að borða; steiktan fisk með kartöflum og hrásalati,“ segir Steinar.
„Í mínum huga er þetta ekkert annað en brot á mannréttindum, það er ekki flóknara
en svo. Ég var ekki með neina ógnandi tilburði eða dónaskap við lögreglu. Eina sem ég
gerði var að neita að fara út en lögreglan kom alveg ljómandi vel fram við mig á stöðinni.
Mér finnst þetta eiginlega pínulítið fyndið og fróðleg upplifun. Lögmaður minn á von á
því að þetta mál verði mjög stórt því þinghaldið er opið og það á ekki að vera hægt að
meina fólki aðgang að réttarsalnum. Af þeim sökum kann þetta að fara alla leið og enda
úti hjá mannréttindadómstólnum.“
Gott að borða í steininum Þetta var góð hvíld fyrir fjög-
urra barna föður og svo
fékk ég voða gott að
borða; steiktan fisk með
kartöflum og hrásalati.
BIÐJA UM
ÁKÆRU
Fjöldi landsþekktra listamanna hefur
skrifað undir stuðningsyfirlýsingu
við mótmælendurna níu og biður um
að vera ákærður með þeim.
Páll Óskar
Benedikt Erlings
Guðbergur
Guðrún Eva
Gaukur
Tómas R
Óttarr Proppé
Pétur Gunnars
Guðmundur Oddur
Auður Jónsdóttir
Hallgrímur
Þráinn
Jón Atli
Bjarni Bernharður
Tómas Lemarquis
Birgitta