Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FRÉTTIR
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis er nokkuð fjallað um hvaða
afleiðingar það hafði á fjármála-
kerfið hér á landi snemma árs 2008
þegar íslensku bankarnir tóku við
fjármögnun nokkurra eignar-
haldsfélaga sem áður höfðu verið
fjármögnuð af erlendum bönkum.
Þá var staðan á fjármálamörkuð-
um heimsins orðin nokkuð slæm,
sérstaklega hér á landi þar sem
eigna- og hlutabréfaverð hafði
lækkað mikið, og þessi erlendu
fjármálafyrirtæki gerðu veðköll hjá
íslensku félögunum.
Afleiðingin af þessu varð sú að
íslensku bankarnir, sem eigendur
eignarhaldsfélaganna sem rætt er
um í skýrslunni voru stórir hlut-
hafar í, fjármögnuðu lánin til fé-
laganna sem áður höfðu verið fjár-
mögnuð af erlendum bönkum.
Lán erlendu bankanna til íslensku
félaganna höfðu meira að segja í
flestum tilfellum verið veitt til að
kaupa hlutabréf í íslensku bönk-
unum. Því var mjög mikilvægt fyr-
ir eignarhaldsfélögin sem þurfti að
endurfjármagna, og eins fyrir ís-
lensku bankana, að erlendu fjár-
málafyrirtækin leystu þær eignir
sem teknar höfðu verið að veði fyr-
ir lánunum ekki til sín.
Hefði flýtt hruninu
Ef þetta hefði gerst hefði íslenska
efnahagshrunið getað hafist í byrj-
un árs 2008 en ekki um haustið því
allt í einu hefðu hlutabréf í íslensku
bönkunum verið á útsölu í útlöndum
þar sem gengi bréfanna hafði lækkað
umtalsvert í ársbyrjun 2008. Raunar
var þetta lækkandi gengi bréfanna
ein af ástæðunum fyrir veðköllum
þeirra erlendu fjármálafyrirtækja
sem lánað höfðu til kaupanna.
Ályktun rannsóknarnefndar Al-
þingis er sú að þessar lánveitingar
hafi hugsanlega verið hluti af mark-
aðsmisnotkun bankanna til að halda
uppi verði á hlutabréfum í þeim og
að þetta hafi aukið á áhættuna hjá ís-
lensku bönkunum og að lausafé hafi
farið út úr þeim á versta tíma.
Staðan þrengdist mjög
Eitt af þeim félögum sem rann-
sóknarnefnd Alþingis ræðir um í
þessu sambandi er eignarhalds-
félagið Þáttur International sem
var í eigu Milestone og bræðranna
Einars og Benedikts Sveinssona. Í
skýrslunni segir að ekki hafi verið
algengt að íslensku eignarhalds-
félögin hafi fengið lánveitingar frá
erlendum aðilum en að þó hafi
verið nokkur dæmi um það líkt
og þegar Þáttur fjármagnaði kaup
á 7 prósenta hlut í Glitni með láni
frá bandaríska fjárfestingabank-
anum Morgan Stanley árið 2007.
Í skýrslunni segir um þessi við-
skipti: „Þessi hlutur var fjármagn-
MARKAÐSMISNOTKUN
GLITNIS OG ÞÁTTAR
n Áhættunefnd Glitnis hætti við að lána Þætti Inter-
national beint til að borga Morgan Stanley vegna þess
að bankinn vissi að þá færi Milestone-samstæðan yfir
þau útlánamörk sem eru heimil til einstakra aðila lögum
samkvæmt. Upphaflega stóð til að Glitnir lánaði Þætti
milljarðana beint en þegar bankinn áttaði sig á þessu var
Vafningssnúningurinn búinn til. Í skýrslu rannsóknarnefnd-
nefndarinnar er vitnað í fundargerð áhættunefndarinnar
þar sem segir: „Fallið er frá að Glitnir láni Þætti Internatio-
nal ehf. nauðsynlega fjárhæð beint til þess að Milestone-
samstæðan verði áfram undir gildandi útlánamörkum.
Þess í stað lánar Glitnir félaginu Svartháfi ehf. 191 milljón EUR að jafnvirði 18,8
milljarða kr. Svartháfur ehf. lánar síðan Þætti International ehf. sömu fjárhæð.
Þáttur International ehf. greiðir Glitni síðan sömu fjárhæð til baka. Glitnir greið-
ir Morgan Stanley upphaflegt lán Þáttar International ehf. og tekur handveð í
hlutabréfunum.“
n Daginn áður en þetta gerðist skipti Svartháfur um eiganda og faðir eigenda
Milestone varð eigandi félagsins. Um þetta segir í skýrslunni: „Eigendaskipti urðu
að félaginu Svartháfi ehf. 28. febrúar 2008, eins og áður segir, eða daginn áður en
áhættunefnd Glitnis ákveður að lána félaginu 191 milljón EUR eða 18,8 milljarða
króna. Því má ætla að eigendaskipti að félaginu Svartháfi ehf. hafi farið fram
gagngert í þeim tilgangi að félagið gæti tekið við láni frá Glitni og endurlánað
síðan sömu fjárhæð til Þáttar International ehf. Með þessu var hægt að komast
fram hjá leyfilegum útlánamörkum og gildandi reglum um stórar áhættur hvað
varðar lán til sömu eða fjárhagslega tengdra aðila.“
Úr greinargerð í skýrslunni í 4. bindi
Fóru á svig við reglur
Skýrsla rannsóknarnefndar er nokkuð af-
dráttarlaus þegar kemur að Vafningsvið-
skiptunum: Þau voru markaðsmisnotkun
og brot á útlánareglum banka. Viðskiptin
voru dæmi um það þegar íslensku bank-
arnir fengu íslensk fyrirtæki í fangið þeg-
ar harðna tók á dalnum í ársbyrjun 2008.
Aukið var á áhættuna í bankakerfinu með
þessum lánum.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Einbeittur vilji Í skýrslu rann-
sóknarnefndar er komist að þeirri
niðurstöðu að Svartháfur hafi
verið stofnaður gagngert til að
fara á svig við gildandi lög um
stórar áhættur hvað varðar lán til
fjárhagslega tengdra aðila en félagið
miðlaði peningum úr Glitni til Þáttar
International. Guðmundur Ólason
og Karl Wernersson stjórnuðu og
áttu Milestone.