Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 25
3. maí 2010 MÁNUDAGUR 25 STEVEN GERRARD LIVERPOOL n Eins og Liverpool hafi ekki átt á brattann að sækja gegn Chelsea gaf fyrirliðinn fyrsta markið á fáránlegan hátt. MARKVÖRÐUR n Jussi Jaaskelainen - Bolton Varði allt nema eitt þrumuskot Toms Huddlestone sem var algerlega óverjandi. VARNARMENN n Branislav Ivanovic - Chelsea Svo traustur og öruggur varnarlega, frábær sóknarlega. n Zat Knight - Bolton Lék eins og herforingi gegn Tottenham. Markið ekki hans sök. n Alex - Chelsea Fór afskaplega auðveldlega með sóknarmenn Liverpool. n Carlos Cuellar - Aston Villa Leiðinlegt að eiga svona góðan leik í tapi. MIÐJUMENN n Tom Huddlestone - Tottenham Skoraði fallegasta mark helgarinnar og átti góðan leik. n Frank Lampard - Chelsea Allt svo einfald og nett. Skoraði gegn Liverpool. n Gareth Bale - Tottenham Er núna í liði vikunnar viku eftir viku í öllum miðlum. er að finna sig svakalega á vinstri kantinum. Verst fyrir Englendinga að hann er frá Wales. SÓKNARMENN n Nani - Manchester United Nani er ekkert búinn að gefast upp. Skoraði sigurmark United og var besti maður liðsins. n Adam Johnson - Manchester City Þegar City lenti undir fiskaði hann víti og átti stoðsendingu sem kom City í 2-1. Magnaður strákurinn. n Carlos Tevez - Manchester City Kom með drifkraftinn sem þurfti í lið City þegar það lenti undir. Skoraði úr víti og átti fantaleik. LIÐ HELGARINNAR TOM HUDDLESTONE TOTTENHAM n Sigurmark Huddlestones gegn Bolton hélt Tottenham í bílstjórasætinu um síðasta Meistaradeildarsætið. HETJAN SKÚRK- URINN BRIAN JENSEN BURNLEY n Versti markvörður úrvals- deildarinnar tók upp á einni svaka markvörslu af stuttu færi gegn Birmingham. Átti samt sök á báðum mörkunum. MARK- VARSLAN Carlos Cuellar Zat Knight Jussi Jaaskelainen Branislav Ivanovic Frank Lampard Alex Adam Johnson Carlos Tevez Nani Gareth Bale Tom Huddlestone SIGURINN MAN. CITY 3 - ASTON VILLA 1 n Strákunum hans Mancini er alvara með atlögu sinni að Meistaradeildarsæti. City vann frábæran sigur á Ast- on Villa, 3-1, um helgina og hefur lagt upp úrslitaleik um fjórða sætið gegn Tottenham á miðvikudaginn kemur. TOM HUDDLESTONE TOTTENHAM n Glæsilegt bylmingsskot Huddlestones var algjört skólabókardæmi um hvern- ig á að sparka í bolta. Jaaskelainen átti aldrei séns í sigurmark miðjumannsins. RORY DELAP STOKE n Fékk draumasendingu fyrir markið og þurfti ekkert annað en að renna boltanum í galtómt fjærhornið. Skaut frekar framhjá en að tryggja sínu liði góðan 1-0 sigur á Everton. KLÚÐRIÐ HÁRGREIÐSLAN DAVID JAMES PORTSMOUTH n James hefur skartað þeim flottum í gegnum tíðina en vanalega þýðir flippuð greiðsla hjá hon- um að James er kominn aftur í tölvuleikina og ruglið. Hann átti reyndar ágætis leik í sigri Ports- mouth á Úlfunum en það var samt eins og eitthvað hefði skriðið ofan á haus- inn á honum og dáið. MARKIÐ GUMMINN n Fjölmargir herramenn sem sátu í heiðursstúku Liverpool gegn Chel- sea voru með eins bindi. Þessi bindi eru á útsölu á Anfield.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (03.05.2010)
https://timarit.is/issue/382882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (03.05.2010)

Aðgerðir: