Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 14
DÍSILOLÍA Garðabæ VERÐ Á LÍTRA 209,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,5 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 210,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,6 kr. Skógarhlíð VERÐ Á LÍTRA 212,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 210,5 kr. BENSÍN Hafnarfirði VERÐ Á LÍTRA 210,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,4 kr. Barðastöðum VERÐ Á LÍTRA 210,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,5 kr. Lækjargötu, Hfj. VERÐ Á LÍTRA 212,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 210,5 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 14 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 AÐ GEFA START Rafgeymar lifa ekki endalaust og þeir geta verið orðnir lélegir eftir veturinn. Þá getur það gerst að bíllinn fer ekki í gang. Í nýju blaði FÍB er útskýrt hvernig farið skal að, þegar gefa þarf bíl start. Gætið þess vandlega að tengja plús (merkt á geyminum) við plús á hinum geyminum. 1 Áður en startkaplarnir eru tengdir er í öryggis skyni skynsamlegt að fjarlægja lyklana úr kveikilásum beggja bílanna til að öruggt sé að ekki sé svissað á og kveikikerfi þeirra þar með örugglega ekki „opin“. 2 Þegar startkaplarnir eru tengdir skal síðasta kapalklemman (sú fjórða) látin bíta sig fasta við ómálaðan málm (til dæmis boltahaus) eins langt frá geyminum og kostur er. Ástæðan er sú að frá tómum rafgeymi getur streymt bráðeldfimt vetni sem snöggkviknar í og geymirinn springur hreinlega við það að neisti myndast þegar síðasta kapalklemman er tengd of nærri geyminum. 3 Þegar startkaplarnir eru tengdir við báða bílana skal setja hjálparbílinn (þann sem gefur strauminn) fyrst í gang. Síðan skal starta straumlausa bílnum. TAKIÐ EFTIR Mesta hættan á því að skemma rafkerfin í bílunum við straumgjöf skapast þegar aftengja skal startkaplana. Þegar bíllinn með tóma geyminn er kominn í gang skulu startkaplarnir vera tengdir um stund til að jafna út spennumismuninn milli tóma og fulla geymisins. Þetta skal gera til að forðast að neisti og yfir- spenna hlaupi út í „galopið“ rafkerfið eftir að búið er að gefa straum og skemmi eða eyðileggi rafeindabúnað annars eða beggja bílanna. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS VÍS n Viðskipta- vinur VÍS hafði sam- band við DV og vildi lýsa ánægju sinni með að hann skuli hafa fengið símtal frá fyrirtæk- inu áður en ógreidd skuld var send í milliinnheimtu. „Ég hafði gleymt að borga síð- asta reikning og þótti vænt um að þeir skyldu láta mig vita áður en við reikninginn bætt- ist mikill kostnaður,“ sagði hann. ICELAND EXPRESS n Lastið fær þjónustu- ver Iceland Express. Viðskiptavinur gafst upp á að bíða eft- ir svari þjónustu- fulltrúa þegar hann hringdi þangað í vikunni. Þá hafði hann beðið í 17 mínútur en var enn númer eitt í röðinni. Hann reyndi síðar um daginn og gafst þá upp eftir kortersbið og beindi erindi sínu annað. LOF&LAST MYNTKÖRFULÁNIN VERÐA LÆKKUÐ „Við gerum ráð fyrir því að skuldur- um bjóðist að skilmálabreyta bíla- lánum, sem tryggð eru með gengi, á þann veg að höfuðstóllinn verð- ur reiknaður eins og um verðtryggt lán hefði verið að ræða,“ segir Árni Páll Árnason, félags- og trygginga- málaráðherra, um frumvarp sem ríkisstjórnin samþykkti að senda til þinglegrar meðferðar fyrir helgi. Verði frumvarpið samþykkt má gera ráð fyrir því að hagur þeirra 40 þúsund einstaklinga sem eiga gengistryggð bílalán vænkist um- talsvert. Algengt verður að höf- uðstóll lánanna lækki um 20 til 35 prósent. Breytt í verðtryggð lán Bílalán sem tryggð voru með gengi hækkuðu við hrun krónunnar gríð- arlega. Þannig er milljónar króna lán sem tekið var í ársbyrjun 2007, til helminga í svissneskum frönkum og jenum, nú 115 prósent hærra en það var í upphafi. Höfuðstóll láns- ins stendur nú, þremur árum síð- ar, í 2.150.000 krónum. Á sama tíma hefur verðtryggt lán hækkað um 34 prósent. Milljón króna verð- tryggt lán er því orðið 1.340.000 krónur miðað við sömu forsend- ur. Þó verður að taka með í reikn- inginn að sumir eru búnir að borga lánin eitthvað niður en stór hluti fólks hefur nýtt sér frystingar fjár- mögnunarfyrirtækjanna að ein- hveru leyti. Munurinn á milljón króna láni er því 810.000 krónur í þessu dæmi. Á þá upphæð verður lagt 15 prósent álag þannig að leið- réttingin hjá þeim sem tók milljón að láni í frönkum og jenum í janúar 2007 verður um 690 þúsund krónur. Álagið kemur til vegna þess að þeir sem tóku gengistryggð lán greiddu lægri vexti en hinir sem tóku verð- tryggð auk þess sem þeim átti að vera kunnugt um áhættuna sem þessum lánum gat fylgt. Fimmtán prósent álagið kemur því til vegna sanngirnissjónarmiða, að sögn Árna. Færð milljónir til baka Munurinn á gengistryggðum- og verðtryggðum lánum sem í árs- byrjun 2007 voru fimm miljlónir króna er í dag um fjórar milljónir króna. Þegar mið er tekið af fimmt- án prósenta álaginu ætti höfuðstóll af slíku láni að lækka um 3,4 millj- ónir króna. Aftur skal þó bent á að margir hafa nýtt sér frystingar fjár- mögnunarfyrirtækjanna þannig að greiðslubyrði hefur oft verið lægri en gengið segir til um. Þess má geta að í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að umboðsmaður skuldara, embætti sem sett verður á laggirnar nái frumvarpið fram að ganga, annist útreikninga á þessum bakfærslum. Fjármögnunarfyrir- tækin sjálf munu því ekki koma að þeim útreikningum en þau munu þurfa að greiða kostnaðinn sem af þeirri vinnu hlýst. Samhengi milli höfuðstóls og verðmætis Árni segir að stjórnvöld séu í sjálfu sér ekki að gefa neinum neitt; ein- faldlega sé verið að taka til baka hluta af þeirri hækkun sem varð við gengishrunið. „Niðurstaðan af þessum aðgerðum er þannig að við eigum að ná samhengi á milli höf- uðstóls lánanna og verðmætis bíl- anna sem eru til tryggingar þeirra,“ útskýrir Árni og bætir við að í frum- varpinu felist enn fremur réttur fólks til að lengja í lánunum eft- ir skilmálabreytinguna, til að létta greiðslubyrðina enn frekar. Hann segir að vextir af lánunum, eftir skilmálabreytingu, verði á pari við þá vexti sem fyrirtækin hafi ver- ið að bjóða á verðtryggðum lánum. Líf þeirra ekki á ábyrgð almennings Árni Páll hefur á undanförnum vikum og mánuðum lýst því yfir að verið sé að reyna að semja við fjármögnunarfyrirtækin um lausn vegna gengistryggðra lána. Tilvist frumvarpsins ber vott um að þeir samningar hafi ekki náðst. „Við vilj- um mjög gjarnan semja um þetta við fyrirtækin; það myndi flýta ferl- inu vegna þess að við þyrftum þá ekki að fara með þetta í gegn um þingið. Staða fyrirtækjanna er hins vegar misjöfn og þau hafa ekki öll burði til að horfast í augu við kostn- aðinn af þessari umbreytingu,“ segir Árni Páll og bætir við að ekki gangi að byggja fjármálakerfi á fyrirtækjum sem ekki geti horfst í augu við veruleikann. „Kröfuhafar fyrirtækjanna þurfa að breyta við- horfi sínu til endurheimta vegna þessara lána. Við getum ekki látið þolmörk veikra fjármögnunarfyr- irtækja ráða gjörðum okkar. Það er ekki á ábyrgð almennings að halda lífinu í fyrirtækjunum út yfir gröf og dauða ef rekstrarforsendur þeirra eru brostnar,“ segir Árni Páll ákveð- inn og bætir við að æskilegast sé að kröfuhafarnir dragi úr væntingum sínum til að endurheimta og skapi þannig svigrúm til afskrifta. Húsnæðislán í forgangi Aðspurður hvers vegna ekki hafi fyrr verið brugðist við vanda þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hafi gengistryggð bílalán segir Árni að forgangur ráðuneytisins hafi verið húsnæðisöryggi fólks. Þess vegna hafi verið byrjað á því að finna lausnir vegna húsnæðislána. „Allt frá hruni hafa menn verið að velta fyrir sér myntkörfulánunum og finna leiðir til að taka á þeim vanda víða í stjórnkerfinu. Við höf- um fengið þær upplýsingar frá Ráð- gjafastofu heimilanna og nú síðast í skýrslu Seðlabankans að þessi lán eru farin að ógna verulega húsnæð- isöryggi fólks,“ segir Árni. 1.jan 2007 1.apríl 2010 Eftir breytingu Afskrift Myntkörfulán 1.000.000 kr. 2.150.000 kr. 1.461.500 kr. 688.500kr. Verðtryggt lán 1.000.000 kr. 1.340.000 kr. 1.340.000 kr. - Myntkörfulán 2.500.000 kr. 5.375.000 kr. 3.653.750 kr. 1.721.250 kr. Verðtryggt lán 2.500.000 kr. 3.350.000 kr. 3.350.000 kr. - Myntkörfulán 5.000.000 kr. 10.750.000 kr. 7.307.500 kr. 3.442.500 kr. Verðtryggt lán 5.000.000 kr. 6.700.000 kr. 6.700.000 kr. - Svona lækka lánin Lán tekin í janúar 2007 - 50/50 jen/frankar BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Gengistryggð bílalán verða færð niður um 20 til 35 prósent, samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra. Þau verða færð í sömu stöðu og verðtryggð lán, að viðbættu 15 prósenta álagi sem til kemur vegna betri vaxtakjara og sanngirnissjónarmiða að sögn Árna Páls félagsmálaráðherra. Um- boðsmaður skuldara annast útreikningana. Það gengur ekki að koma þannig fram við fólk, tugþús- undum saman, að það sé með óbragð í munni eftir viðskipti við þessi fyrirtæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (03.05.2010)
https://timarit.is/issue/382882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (03.05.2010)

Aðgerðir: