Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 15
REYKPÚANDI GRANNAR SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 15 BORÐUM OF MIKIÐ SALT „Hver rannsóknin á fætur annarri bendir til þess að íbúar Vesturlanda neyti of mikils salts. Ný rannsókn sem unnin var við Gautaborgarháskóla sýnir að ungir Svíar (18-20 ára) neyta helm- ingi meira salts en mælt er með,“ segir á heimasíðu Neytendasamtak- anna. „Þá sýndi ný bandarísk rannsókn fram á að ef hver og einn borðaði hálfri teskeð minna af salti á dag fengju 54.000 til 99.000 færri Bandaríkja- menn hjartaáfall á ári hverju. Og ekki nóg með það, heldur myndi dauðs- föllum fækka til muna,“ segir enn fremur á heimasíðu samtakanna. Mikið er leitað til Húseigendafé- lagsins vegna reykinga í fjölbýlis- húsum; á svölum, í sameign, á lóð og í íbúðum. Upp á síðkastið hafa raðhúsa-og einbýlishússeigendur bæst í hópinn. Þolendur spyrja: Er réttur reykingafólks til að skaða heilsu fólks ríkari en réttur þeirra sem lifa vilja reyklausu lífi? Rýra skefjalausar reykingar á svölum og í íbúðum verðmæti annarra íbúða og er skylt að greina væntanlegum kaupendum frá því? Skaðsemi. Umburðarlyndi. Hvar eiga vonir að vera? Athafnafrelsi fólks er yfirleitt reglan svo lengi sem það veldur öðru fólki ekki ama, óþægindum og tjóni. Fólk má yfirleitt gera það sem það vill meðan það er öðrum að meina- og bagalausu. Þessu frelsi til at- hafna og æðis eru settar skorður þegar það bitnar á öðru fólki. Menn hafa nokkuð rúmar heimildir til að skaða sjálfa sig með óhollustu en þegar þeir stefna öðru fólki í voða segir löggjafinn: „hingað og ekki lengra“. Reykingar eru ekki bara til óþæginda og ama fyrir þá sem eru í námunda eru, heldur líka heilsu- vá. Heilbrigðissjónarmið eru ofan á og ríkjandi en reykinganautnin og umburðarlyndi víkjandi þegar að reykingum kemur Reykingar eru á hröðu undanhaldi og reykingarfólk hefur hrökklast út á svalir, tröppur og undir gafla, þar sem það hím- ir, veðurbarið, kinnfiskasogið og sakbitið. Þetta minnir á söguna af Guðmundi biskupi góða þegar hann blessaði bjargið en lét hluta þess vera heiðið áfram því „ein- hvers staðar verða vondir að vera“. Fjöleignarhúsalög. Tóbaksvarnarlög Það eru engin bein ákvæði í fjöl- eignarhúsalögunum um reyking- ar. Í þeim er almennt boðið að íbúar skuli gæta þess að valda sam- býlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Reykingar falla þar undir eins og aðrar mannlegar at- hafnir og ósiðir. Þegar reykingar og skorður við þeim eru settar verður að hafa að leiðarljósi það yfirlýsta mark- miðs tóbaksvarnarlaga að virða skuli þann rétt fólks að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er meng- að tóbaksreyk. Húsfélag getur enn sem komið er tæplega, nema með samþykki allra, lagt átt bann við reykingum í húsinu, þ.e. í íbúð- um, á svölum og á lóð. Eignarrétt- arsjónarmið heimila varla svo víð- tækt inngrip í eignarréttinn. En réttarþróun er hröð og umburð- arlyndi gagnvart reykingum er á hröðu undanhaldi. Þótt íbúar séu óvenju viðkvæmir fyrir reyk og ólykt, þá eiga þeir ekki kröfu á því að aðrir taki sérstakt tillit til slíkrar viðkvæmni og dragi af sér eftir því. Sameign Í tóbaksvarnarlögum frá 2002 er lagt bann við reykingum í sam- eiginlegu húsrými fjöleignarhúsa en ósagt er látið um á lóð. Það er vafasamt hvort húsfélag hefur vald til að banna reykingar á lóð. Hvað húsfélag má og getur í þessu efni fer eftir tíðarhættinum og er líklegt að slíkt bann teljist sjálfsagt innan tíðar. Þróunin er í þá áttina og hún er hröð. Svalir Húsfélag getur sett svalareyking- um skorður í húsreglum og sam- þykktum en hafa verður hugfast að svalir eru að sínu leyti í séreign og að vald húsfélags til að setja reglur um hagnýtingu séreignar er miklu þrengra en þegar um sameign er að tefla. Þá reynir á friðhelgi séreign- arréttarins og öll þau ósköp. Hér er sama uppi á teningnum um hrað- byr almenningsálits og lagaþróun- ar til höfuðs reykingum. Það hafa komið upp hrikaleg tilvik um svo stórfelldar og tillitslausar reykingar á svölum íbúða að óbærilegt hef- ur verið fyrir granna. Í slíkum til- vikum er húsfélagi rétt og skylt af sjálfsdáðum eða að kröfu þolenda að leggja bann við reykingum eða setja þeim takmarkanir. Ef reyk- ingarfólkið lætur ekki segjast má hugsanlega í grófum tilvikum krefj- ast þess að reykdólgarnir flytji og selji íbúð sína. Reykingar í íbúðum Eigandi má gera það í sinni eign sem er venjulegt og eðlilegt og grannar verða að sætta sig við það. Við mat á því hvort menn fara yfir strikið og valda nágranna sínum ónæði, ama og röskun umfram það sem hann verður að þola og venju- legt er, verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Ekki er útilokað að skefjalausar reykingar í íbúð valdi slíkum óþæg- indum að húsfélagið eða einstakir íbúðareigendur geti á grundvelli fjöleignarhúsalaganna og þeirrar meginreglu tóbaksvarnarlaga að menn eigi ekki að þurfa að anda að sér tóbaksmenguðu lofti, gripið til lagalegra úrræða gagnvart slíkum ófögnuði. Verðrýrnun. Sölutregða Ef ástandið er hrikalegt og eng- in betrun í augsýn liggur í augum uppi að íbúðir í húsinu eru ekki eins verðmætar og lystugar og ella. Það er augljóst að einhverjir kaup- endur hrökkva frá og aðrir bjóða lægra. Seljanda ber að lýsa um allt sem máli getur skipt fyrir kaup- anda um það hvort hann kaupir og fyrir hvaða verð. Svona það sem er þess eðlis að upplýsa beri um það. Láti seljandi það hjá líða og hafi það dulist kaupanda getur hann lent í vondum málum. Einbýlishús Eigendum einbýlishúsa ber að taka sanngjarnt tillit til eigenda nálægra eigna. Eigandi verður að umlíða venjulegar athafnir og hagnýtingu granna þótt röskun og ónæði geti fylgt. Þegar metið er hvort athafn- ir séu leyfilegar eða ekki er byggt á hagsmunamati. Annars vegar er það réttur eiganda til að nýta eign sína á þann veg sem hann kýs. Hins vegar er það réttur granna til að nýta sínar eignir í án óþæg- inda umfram það sem óhjákvæmi- legt og venjulegt er. Reykmengun er ekki einskorðuð við fjöleignar- hús og getur líka orðið illindaefni milli eigenda aðliggjandi einbýlis- húsa. Þá kemur til kasta óskráðra grenndarreglna. Þolendur geta krafist þess að úr reykingum verði dregið eða fyrirbyggjandi aðgerð- ir gerðar. Ef skollaeyrum er skellt geta þolendur leitað til dómstóla. Sænskur„Stóri dómur“ Merkilegur dómur var kveðinn upp í Svíþjóð fyrir 2 árum Þar var konu bannað að reykja í garði sínum að kröfu eiganda aðliggjandi einbýl- ishúss. Hann taldi sig verða fyrir miklum óþægindum vega reykinga hennar. Þessi dómur hefur vak- ið mikla athygli, deilur og umtal. Hann gengur mjög langt og gríp- ur mjög afgerandi inn í eignarrétt konunnar og réttur reykþjakaða nágrannans er látinn vega þungt. Réttarþróun og almenningsálit þrengir og þjarmar jafnt og þétt að reykingum. Þar sem reykinga- fólk átti forðum gleði- griðastaði er það nú útlægt og bannfært. Þessi dómur hefði þótt út í bláinn fyrir örfáum árum en ef að líkum lætur er tímaspursmál hvenær ámóta dómur verður kveðinn upp á land- inu bláa. Þannig á reykingafólk. vísast í vændum frekari harðindi og hremmingar. Öll vötn renna til Dýrafjarðar í því efni en hvar eiga vondir að vera? Árni saup hveljur DV hefur sagt fjölmargar sögur af fólki sem segir farir sínar ekki slétt- ar í viðskiptum sínum við fjármögn- unarfyrirtækin. Í einu tilviki, sem DV heyrði af í síðustu viku, fékk við- skiptavinur, sem hafði verið svipt- ur yfirráðum yfir bílnum sem hann hafði til umráða, reikning upp á 350 þúsund krónur vegna geymslu- gjalds bifreiðar sem fjármögnunar- fyrirtækinu hafði ekki tekist að selja. Hann hafði áður gert upp allar sínar skuldir við fyrirtækið. Árni Páll saup hveljur þegar blaðamaður sagði honum frá þessu dæmi. Hann sagðist sjálfur heyrt fjölmörg ljót dæmi sem hann vildi vart trúa um hversu langt þau hafa gengið í innheimtu en í frumvarp- inu segir hann að sé ákvæði sem tak- marki rétt fyrirtækjanna til að ganga að eignum fólks. Þar má nefna að þau geta ekki gert kröfu í húsnæði fólks vegna ógreiddra krafna. „Ég held að fjármögnunarfyr- irtækin séu að átta sig á því að þau geta ekki gengið svona á fólk, sér- staklega ekki ef þau ætla sér að starfa áfram hér á landi. Það gengur ekki að koma þannig fram við fólk, tug- þúsundum saman, að það sé með óbragð í munni eftir viðskipti við þessi fyrirtæki,“ segir hann. Hann segir enn fremur að í frumvarpinu felist að söluandvirði bifreiðar, sem hefur verið vörslusvipt, komi að fullu til frádráttar skuldinni. Ef bif- reiðin selst ekki fljótt kemur mats- verð til frádráttar en viðskiptavinir geta óskað eftir því að umboðsmað- ur skuldara fari yfir mat sem þeim þykir óeðlilegt. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að vextir eða verð- trygging geti ekki bæst við ógreidd- ar kröfur viðskiptavina, eftir vörslu- sviptingu, að sögn Árna. Fólk búið að fá nóg af óvissunni Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir mál sem snýr að lögmæti geng- istryggðra lána en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lánin ólögmæt fyrr í vetur. Árni segir að lántakend- ur þurfi ekki að óttast að skaða hags- muni sína með því að nýta sér þá leið sem verði til boða í frumvarp- inu. „Ef Hæstiréttur úrskurðar betri rétt fólks tekur þetta það ekki burt,“ segir hann en niðurstöðu Hæstarétt- ar er að vænta í júní. Hann segir hins vegar að ekki þýði að bíða enda- laust eftir þeim úrskurði. „Við verð- um að vinna áfram í þessum málum. Af hálfu stjórnvalda er mikilvægt að taka af skarið. Við höfum þegar náð þeim árangri að það er vaxandi skilningur fyrirtækjanna á því að taka þurfi á þessum málum. Við höf- um enn fremur enga tryggingu fyrir því að öllum spurningum verði svar- að í Hæstarétti. Við getum ekki beðið endalaust og ég held að fólk sé búið að fá nóg af óvissu í þessum efnum,“ segir Árni Páll. Hann væntir þess að frumvarpið gangi í gegnum þingið áður en það fer í sumarfrí. Þau verða að gefa eftir Árni Páll segir að ekki sé hægt að byggja fjármálakerfi á fyrirtækjum sem ekki hafi rekstrarlegar forsendur. Geta ekki gert kröfu í húsnæði fólks „Ég held að fjármögnunarfyrirtækin séu að átta sig á því að þau geta ekki gengið svona á fólk,“ segir ráðherra um innheimtuaðferðir fjármögnunarfyrirtækjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (03.05.2010)
https://timarit.is/issue/382882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (03.05.2010)

Aðgerðir: