Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Side 12
12 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FRÉTTIR
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er
tímamótaplagg að mati Stefáns Ólafs-
sonar félagsfræðiprófessors sem orðið
getur uppspretta frekari rannsókna og
afhjúpana. Síðastliðinn föstudag hélt
Stefán fyrirlestur í fundaröð á vegum
Háskóla Íslands um skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis undir heitinu „ Sótt
að sannleikanum - hroki, siðleysi og
vald í tíðaranda frjálshyggjunnar“.
Stefán taldi að ekki væri einungis
um að ræða áhrif tíðaranda nýfrjáls-
hyggjunnar árin fyrir bankahrunið
heldur hafi verið teknar ýmsar ákvarð-
anir og þeim framfylgt með valdi inn-
an stjórnkerfisins.
Þrír forsætisráðherrar
Dæmin voru margvísleg að mati Stef-
áns um slæma stefnu, slæma fram-
kvæmd og slæma hegðun. Tíðarandi
nýfrjálshyggjunnar var þó það sem
rammaði inn stefnuna, breytti skipu-
lagi og tengdist þessari slæmu hegð-
un. „Tíðarandinn er eins og leiðarvísir,
undirspil og leikmynd fyrir þjóðfélags-
þróun. Tíðarandinn breyttist með inn-
reið frjálshyggjunnar.”
Stefán leitaði aftur til sextándu ald-
ar og siðaskiptanna sem ýmsir fræði-
menn telja að hafi greitt hugarfari
markaðsbúskapar braut. Hugarfar eða
tíðarandi er þó aðeins einn af skýring-
arþáttunum að mati Stefáns og get-
ur ekki verið tæmandi skýring á því
hvernig fór.
Nýfrjálshyggjan er ekkert sérís-
lenskt fyrirbrigði. Uppreisn frjáls-
hyggjunnar hófst 1979 og var henni
teflt gegn blandaða hagkerfinu sem
varð til eftir síðari heimsstyrjöld og
færði ríkisvaldinu aukið hlutverk án
þess þó að skerða hlutverk markaðar-
ins til mikilla muna.
Þess má geta að „Uppreisn frjáls-
hyggjunnar“ var samsafn greina sem
komu út á bók árið 1979 eftir höfunda
sem flestir áttu eftir að verða áber-
andi í stjórnmálum þjóðarinnar fram
að hruni fjármálakerfisins 2008. Allir
voru þeir í Sjálfstæðisflokknum. Þeirra
á meðal voru þrír menn sem allir áttu
eftir að verða forsætisráðherrar, Davíð
Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Geir H.
Haarde. Aðrir höfundar voru Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, Baldur Guð-
laugsson, Björn Bjarnason, Halldór
Blöndal og fleiri.
Frelsi hverra?
„Þessi tíðarandi breiddist ekki út af
sjálfu sér, það þurfti að reka áróður
fyrir honum. Í frjálshyggjunni var að
vísu góð söluvara sem var frelsið sem
vinstrimenn höfðu leikið sér með, oft
á óábyrgan og ómerkilegan hátt á tím-
um hippahreyfingarinnar. Nýfrjáls-
hyggjan bauð upp á valfrelsi, að vísu
takmarkað, eins konar kjörbúðarfresli,
sem er að vísu háð kaupmætti hvers og
eins. Þess vegna var þetta einkum hug-
myndafræði sem miðaðist við hags-
muni atvinnurekenda og fjárfesta og
átti að búa þeim sem hagstæðust skil-
yrði. Þetta kemur skýrt fram í brauð-
mylsnukenningunni svonefndu,“ seg-
ir Stefán. „Hún gerir ráð fyrir því að
stjórnvöld beiti sér fyrir því að bæta
hag atvinnurekenda og fjárfesta
þannig að þeir græði sem mest. Síð-
an eiga molarnir sem hrynja af þeirra
veisluborðum að berast til almenn-
ings. Þannig hagnast allir af því að
forgangurinn er settur á þessa hópa.
Búin var til frelsisvísitala sem mældi
hversu vel mönnum varð ágengt í að
auka þetta frjálshyggjufrelsi. Þessi
frelsisvísitala mælir ekki raunverulegt
frelsi, hún mælir fyrst og fremst gæði
rekstrarskilyrða fyrir atvinnurekend-
ur og fjárfesta. Þessi frelsisvísitala er
þannig úr garði gerð að þær þjóðir telj-
ast ófrjálsari sem verja meira fé til vel-
ferðarmála. Velferðarríkið er sem sagt
óvinur frelsisins samkvæmt henni.
Jafnvel þó að með því að auka kaup-
mátt þeirra sem minnst hafa og auka
markaðsfrelsi þeirra þar með reiknað-
ist það ekki. Þetta var mjög kreddufull-
ur tími einstefnuhugsunar. Hún hafði
öll merki rétttrúnaðar. Rétttrúnaði,
hvort sem hann er í stjórnmálum eða
trúmálum, fylgir yfirleitt hroki og yf-
irgangur. Og grunnur rétttrúnaðarins
var þessi einfalda setning: „Markaður-
inn er algóður - ríkið er alvont.““
Allt í himnalagi!
Stefán segir að af þessu leiði að verkefni
eru flutt frá ríkinu og lýðræðinu yfir á
markaðinn. „Kvótakerfið var markaðs-
væðing og síðar einkavæðing sjávara-
uðlindarinnar. Það var líka mikilvægur
vendipunktur þegar við gengum inn á
Evrópska efnahagssvæðið árið 1995. Þá
varð til frelsi til fjármagnsflutninga.“
Stefán gat um að mikið væri fjall-
að um afskiptaleysisstefnuna sem
af þessu leiddi í skýrslu rannsóknar-
RÉTTTRÚNAÐUR
FRJÁLSHYGGJUNNAR
Stjórnvöld knúðu fram eftirlitsleysi með valdi
að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðipróf-
essors. Hann telur að tíðarandi frjálshyggj-
unnar hafi á endanum gegnumsýrt íslenska
þjóðfélagið fyrir bankahrun. Honum hafi
fylgt hroki, fyrirgangur og siðleysi, eins og
títt sé um rétttrúnað. Stefán bendir á að fræg-
ur bandarískur fyrirlesari hafi komið hingað
til lands á vegum Frjálshyggjufélagsins síðla
árs 2007 og sagt að Ísland væri til fyrirmynd-
ar og allt væri í himnalagi. Bankakerfið var
þá í raun á banabeði.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
100
0
200
300
400
500
600
700
Viðvaranir frá matsfyrirtækjum og Dönum 2005-6
Arthur Laffer segir allt í besta lagi - okt. 2007
Frelsi til fjármagnsflutninga 1995
Einkavæðingu banka lokið 2003
Erlendar skuldir í % af VLF 1947-2008
Skuldasöfnun þjóðarbúsins erlendis
Frá frjálshyggjuáhrifum til bóluhagkerfis
Kvótakerfið jók
markaðsáhrif frá
1983 og 1990
Frelsi fjármagns
jókst með aðild
að EES frá 1995
Nær vaxandi yfirburðum
í þjóðmálaumræðu
Vaxandi áhrif
nýfrjálshyggju
frá um 1980
Frjálshyggjuáhrif stig-
magn ast frá 1995 til 2008.
Stefnan:
Einkavæðing; Skatt-
fríðindi til fyrirtækja
og fjár; Afskiptaleysi
stjórnvalda ágerist;
Bónusar í bönkum; Oftrú
á markaðsöflunum.
Samþjöppun valds í atv.
lífi, stjórnmálum og síðar
fjölmiðlum.
Einkavæðing bankanna skapar
tímamót frá 2002; Vald banka eykst
Bankarnir hefja víðtæka fjárfest-
inga starfsemi og fyrirtækjakaup
Aðgengi að fé stóreykst; aukin skuld-
setning banka, atv.lífs og heimila
Ofþensla fjármálageira skapar
stærsta bóluhagkerfi heims
Sótt að sannleikanum Stefán
Ólafsson segir tíðaranda frjáls-
hyggjunnar hafa náð undirtökun-
um undir slagorðum um algóðan
markað og alvont ríkisvald.
Minni skattar - meiri tekjur
Arthur Laffer kom til landsins
í nóvember 2007 og sagði að
allt væri hér til fyrirmyndar.
Hrikaleg skuldasöfnun Stefán Ólafsson segir að menn hafi ekki orðið almennilega
meðvitaðir um hrikalega skuldasöfnun fyrr en 2007.
Frjálshyggjan nær
undirtökum Samband er
náið á milli tíðaranda frjáls-
hyggjunnar, stjórnarhátta
og þverrandi mótvægis
meðal borgaranna.