Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 21
ÆTTFRÆÐI 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 21
Jóhann Ágústsson
FYRRV. AÐSTOÐARBANKASTJÓRI LANDSBANKANS
Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skóla Reykjavíkur 1948 og stundaði
bankanám og frönskunám við Inst-
itut du Pantheon í París 1952-53.
Jóhann var starfsmaður Scand-
inavian Bank í London 1954-55.
Jóhann hóf störf í Landsbanka Ís-
lands 1949 og starfaði þar síðan í
ýmsum deildum bankans. Hann
varð fulltrúi gjaldeyrisdeildar 1959,
deildarstjóri þar 1960, útibússtjóri
í Austurbæjarútibúi í nokkur ár,
starfsmannastjóri um skeið, síðan
framkvæmdastjóri afgreiðslusviðs
og aðstoðarbankastjóri frá 1988 og
síðan framkvæmdastjóri við bank-
ann þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Þá var hann stjórnar-
formaður Visa Ísland frá stofnun og
í fimmtán ár.
Jóhann starfaði mikið í Frímúr-
arareglunni, sat lengi í stjórn Alli-
ance Francaise í Reykjavík og starf-
aði í Lionshreyfingunni um árabil.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist 29.8. 1952 Svölu
Magnúsdóttur, f. 15.9. 1933, hús-
móður. Foreldrar Svölu: Magnús V.
Jóhannesson, yfirframfærslufulltrúi
í Reykjavík, og k.h., Fríða Jóhanns-
dóttir húsmóðir.
Börn Jóhanns og Svölu eru Magn-
ús Valur, f. 2.12. 1954, verkfræðing-
ur og svæðisstjóri hjá Vegagerðinni
á Vesturlandi, kvæntur Bjarnveigu
Ingvarsdóttur kennara og eiga þau
þrjú börn; Guðmundur Örn, f. 23.12.
1960, markaðsráðgjafi, kvæntur Írisi
Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn;
Sólveig Fríða, f. 30.11. 1972, verk-
fræðingur og hagfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Læknafélags Íslands,
gift Ingimar Bjarnasyni verkfræðingi
og eiga þau tvö börn.
Systkini Jóhanns: Hörður, f. 4.2.
1922, d. 10.9. 2005, listmálari, bygg-
ingafræðingur og kennari; Krist-
ín Houhoulis , nú látin, húsmóðir í
Bandaríkjunum; Erla, f. 21.7. 1932,
d. 20.3. 2008, flugfreyja og starfs-
maður hjá Flugleiðum í Reykjavík.
Foreldrar Jóhanns voru Ágúst
Markússon, f. 30.7. 1891, d. 30.12.
1965, veggfóðrarameistari í Reykja-
vík, og k.h., Guðrún Guðmundsdótt-
ir, f. 4.7. 1893, d. 27.9. 1947, húsmóð-
ir.
Ætt
Ágúst var bróðir Karls, afa Markúsar
Arnar Antonssonar, forstöðumanns
Þjóðmenningarhúss. Ágúst var son-
ur Markúsar, söðlasmiðs í Reykja-
vík, bróður Guðlaugs, afa Andrésar
Gestssonar nuddara, Óskars Jóns-
sonar fræðimanns og langafa Víg-
lundar Þorsteinssonar, fyrrv. for-
stjóra. Markús var sonur Þorsteins,
b. í Gröf í Hrunamannahreppi, bróð-
ur Jóns, langafa Þorsteins Einars-
sonar íþróttafulltrúa. Þorsteinn var
sonur Jóns, b. á Högnastöðum Jóns-
sonar, ættföður Högnastaðaættar.
Móðir Markúsar var Guðrún, systir
Ingibjargar, langömmu Eðvarðs Sig-
urðssonar, alþm. Guðrún er dóttir
Jóns, b. í Galtafelli Björnssonar, b. í
Vorsabæ Högnasonar, lrm. á Laug-
arvatni Björnssonar, bróður Sigríð-
ar, móður Finns Jónssonar biskups.
Móðir Jóns var Bryngerður Knúts-
dóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómas-
ar Guðmundssonar skálds og Hann-
esar þjóðskjalavarðar og Þorsteins
hagstofustjóra Þorsteinssona. Móðir
Guðrúnar var Guðrún Guðmunds-
dóttir, pr. í Hruna Magnússonar, pr.
á Þingvöllum Sæmundssonar, pr. í
Miklabæ Magnússonar, b. í Bræðra-
tungu Sigurðssonar. Móðir Sæ-
mundar var Þórdís Jónsdóttir (Snæ-
fríður Íslandssól). Móðir Ágústs var
Jóhanna Sveinbjörnsdóttir, b. í Ási
Jónssonar, og Kristínar Einarsdóttur,
systir Ingveldar, langömmu Stein-
þórs Gestssonar alþm., föður Gests
skattstjóra.
Guðrún, móðír Jóhanns, var syst-
ir Andreu, ömmu Kristjáns Odds-
sonar, fyrrv. framkvæmdastjóra
Íslandsbanka. Guðrún var dótt-
ir Guðmundar, veitingamanns í
Reykjavík, bróður Guðmundar,
langafa Jóhanns Hjartarsonar stór-
meistara. Guðmundur var sonur
Ámunda, b. á Sandlæk í Gnúpverja-
hreppi Guðmundssonar og Guð-
ríðar Guðmundsdóttur, b. í Lang-
holti Björnssonar. Móðir Guðríðar
var Guðrún Ámundadóttir, smiðs og
málara í Syðra-Langholti og vefara
í Innréttingunum í Reykjavík Jóns-
sonar.
Móðir Guðrúnar Guðmunds-
dóttur var Kristín, systir Magnúsar,
afa Stefáns Péturssonar, aðstoðar-
bankastjóra Landsbankans. Krist-
ín var dóttir Andrésar, hreppstjóra
í Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi Magnússonar, alþm. í Syðra-
Langholti Andréssonar, langafa Ás-
mundar Guðmundssonar biskups.
Móðir Magnúsar var Margrét Ólafs-
dóttir, b. á Efra-Seli Magnússonar
og Marínar Guðmundsdóttur, b. á
Kópsvatni Þorsteinssonar, ættföður
Kópsvatnsættar. Móðir Andrésar var
Katrín Eiríksdóttir, dbrm. á Reykj-
um á Skeiðum Vigfússonar, ættföð-
ur Reykjaættar, langafa Sigurgeirs
Sigurðssonar biskups, föður Péturs
biskups. Móðir Katrínar var Ingunn
Eiríksdóttir, b. í Bolholti Jónssonar,
ættföður Bolholtsættar, langafa Páls,
langafa Björns Líndals, fyrrv. að-
stoðarbankastjóra Landsbankans.
30 ÁRA
n Adriana Hudeková Hrísmóum 1, Garðabæ
n Anita Krzyzewska Víkurbraut 19, Grindavík
n Erla María Árnadóttir Fróðengi 6, Reykjavík
n Halldóra Jóh. Friðbergsdóttir Skálagerði
3, Reykjavík
n Guðlaug Þórdís Sigurðardóttir Klausturstíg
5, Reykjavík
n Birgir Þór Júlíusson Baldursgötu 29, Reykjavík
n Birgitta Inga Birgisdóttir Eggertsgötu 6,
Reykjavík
n Viðar Ottó Brink Kristjánsson Klettakór 1a,
Kópavogi
n Krzysztof Bernard Mankiewicz Uppsalavegi
8, Sandgerði
40 ÁRA
n Gjergji Saliu Akurvöllum 1, Hafnarfirði
n Sigurður Magnús Kristjánsson Hæðargerði
25, Reyðarfirði
n Magnús Ingberg Jónsson Spóarima 14,
Selfossi
n Gunnar Guðmundsson Breiðuvík 21, Reykjavík
n Arnar Már Jónsson Aragerði 10, Vogum
n Sif Sigmundsdóttir Hraunbæ 111c, Reykjavík
n Kristján Þór Hlöðversson Lækjasmára 7,
Kópavogi
n Kristján Hafberg Þórisson Melteigi 9,
Akranesi
n Halldóra Jónína Gylfadóttir Eyjarhólum, Vík
n Brynja Ingólfsdóttir Lynghrauni 4, Mývatni
n Íva Sigrún Björnsdóttir Logafold 155,
Reykjavík
n Bjarni Jónsson Heiðargerði 62, Reykjavík
50 ÁRA
n Maria Manuela Da Silva P Costa Suðurgötu
17, Akranesi
n Jozef Kalinowski Engjaseli 87, Reykjavík
n Valborg Huld Elísdóttir Brekkubæ 17,
Reykjavík
n Gísli Klemensson Hrísateigi 37, Reykjavík
n Emelía Þórðardótti Hjallavegi 12, Ísafirði
n Bryndís Hlíf Maríasdóttir Viðarási 39a,
Reykjavík
n Bergþór Baldvinsson Óðinsvöllum 16,
Reykjanesbæ
n Þorsteinn Arnar Einarsson Furuhlíð 4,
Hafnarfirði
60 ÁRA
n Qazim Krrutaj Bólstaðarhlíð 30, Reykjavík
n Björn Kristjánsson Holtabrún 3, Bolungarvík
n Anna María Aðalsteinsdóttir Fiskakvísl 16,
Reykjavík
n Sigríður Davíðsdóttir Einarsnesi 10, Reykjavík
n Jóhanna H Hólmsteinsdóttir Katrínarlind
2, Reykjavík
n Páll Bergmann Reynisson Byggðarholti 33,
Mosfellsbæ
n Guðrún Þ Guðmundsdóttir Fannafold 28,
Reykjavík
n Steinunn Jóhanna Pálsdóttir Tjarnarbóli 12,
Seltjarnarnesi
n Sigurbjörn Sigurðsson Bakkavegi 19,
Reykjanesbæ
n Þorgerður Björnsdóttir Fagrahjalla 14,
Vopnafirði
n Liv Gunnhildur Stefánsdóttir Steinahlíð
7a, Akureyri
n Ingvar Pétursson Fossheiði 56, Selfossi
70 ÁRA
n Kristín Kalmansdóttir Minni-Borg, Selfossi
n Jóhanna Halldórsdóttir Hjarðarhaga 38,
Reykjavík
n Guðlaug Sigurðardóttir Langholtsvegi 174,
Reykjavík
n Páll V Sigurðsson Arnarási 3, Garðabæ
n Áslaug Halla Vilhjálmsdóttir Mýrarbraut
4, Vík
n Kamma Hansen Baugakór 5, Kópavogi
80 ÁRA
n Jónas E Guðmundsson Vallholti 20, Ólafsvík
n Rafnar Sverrir Hallgrímsson Klettavík 13,
Borgarnesi
n Kristjana Brynjólfsdóttir Lækjartúni 12,
Hólmavík
n Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir Ketilsstöðum,
Egilsstöðum
n Kristín Sigurrós Jónasdóttir Suðurhvammi
13, Hafnarfirði
85 ÁRA
n Sofie Marie Markan Geitastekk 7, Reykjavík
n Unnur Guðmundsdóttir Holtsgötu 13,
Reykjavík
n Óskar Vigfús Markússon Hvassaleiti 40,
Reykjavík
80 ÁRA Á MORGUN
30 ÁRA
n Monika Rutkowska Grensásvegi 54, Reykjavík
n Liudmila Sosulina Hagamel 43, Reykjavík
n Marcin Grzegorzewicz Garðastræti 16, Reykjavík
n Jón Grétar Borgþórsson Klapparstíg 11, Reykjavík
n Ásdís Irena Sigurðardóttir Akurgerði 25,
Reykjavík
n Áslaug Ármannsdóttir Mávabraut 1b, Reykja-
nesbæ
n Jón Kristinn Valsson Þorláksgeisla 47, Reykjavík
n Bergþór Karl Kristinsson Arnarheiði 9b, Hvera-
gerði
n Björgvin Viðarsson Kraunastöðum, Húsavík
n Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Sóltúni 25,
Selfossi
n Guðmann Valdimarsson Glerárgötu 18, Akureyri
n Auður Eva Guðmundsdóttir Suðurvegi 3,
Skagaströnd
40 ÁRA
n Magnús Smári Snorrason Skógarkoti 1, Borg-
arnesi
n Guðlaug Pétursdóttir Þrastanesi 2, Garðabæ
n Sigurður Sigurðsson Straumsölum 1, Kópavogi
n Arnkell Bergmann Arnkelsson Biskupsgötu 39,
Reykjavík
n Herbert Svavar Arnarson Dynsölum 12, Kópavogi
n Dögg Ármannsdóttir Nönnugötu 12, Reykjavík
n Kristján Gunnarsson Leirdal 20, Reykjanesbæ
n Gyða Steinsdóttir Ásklifi 10, Stykkishólmi
n Axel Einar Guðnason Austurgötu 9, Hafnarfirði
n Guðlaug Gísladóttir Mosarima 16, Reykjavík
n Valborg Jónsdóttir Hlíðargötu 30, Fáskrúðsfirði
n Ingólfur Júlíusson Holtsgötu 18, Reykjavík
n Róbert Logi Jóhannesson Laugarmýri, Varmahlíð
n Margit Lína Hafsteinsdóttir Heiðarholti 18c,
Reykjanesbæ
50 ÁRA
n Þórarinn Björnsson Laugarnesvegi 104, Reykjavík
n Úlfar Árnason Grænlandsleið 25, Reykjavík
n Anna Birna Egilsdóttir Fellsmúla 4, Reykjavík
n Ásta Benediktsdóttir Hraunbæ 120, Reykjavík
n Kristín Hauksdóttir Grænukinn 14, Hafnarfirði
n Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum,
Borgarnesi
n Helga Ágústína Lúðvíksdóttir Ljósheimum 14a,
Reykjavík
n Sólrún Ástvaldsdóttir Hraunási 6, Garðabæ
n Inga Dóra Halldórsdóttir Grundarsmára 10,
Kópavogi
n Ragnheiður H Davíðsson Hafnarstræti 8, Ísafirði
n Berglind Johnsen Svansdóttir Hörðukór 1,
Kópavogi
60 ÁRA
n Jón Ingimundarson Núpi, Kópaskeri
n Örn Þór Hlíðdal Litlagerði 13, Hvolsvelli
n Sæmundur Valtýsson Hátúni 12, Reykjavík
n Árný Benediktsdóttir Gljúfraseli 1, Reykjavík
n Sveinn Adolfsson Greniteigi 24, Reykjanesbæ
n Björn B Berthelsen Heiðarhvammi 1, Reykja-
nesbæ
n Erla Sigvaldadóttir Sæbólsbraut 51, Kópavogi
n Guðrún Jónsdóttir Suðurvangi 2, Hafnarfirði
n Rósa Emelía Sigurjónsdóttir Birkihrauni 2,
Mývatni
n Gestur Einar Jónasson Vanabyggð 8e, Akureyri
n Sæmundur Már Alexandersson Heiðarbóli 61,
Reykjanesbæ
n Kristín Ellen Hauksdóttir Strandvegi 26, Garðabæ
n Rúnar Jakobsson Norður-Reykjum 2, Mosfellsbæ
70 ÁRA
n Hallsteinn Friðþjófsson Hátúni 6b, Reykjavík
n Margrét Helga Jóhannsdóttir Austurströnd 8,
Seltjarnarnesi
n Sigmar Björnsson Mánasundi 1, Grindavík
n Jóhanna J Thorlacius Brekkubyggð 21, Garðabæ
n Lilja Ólafsdóttir Strandvegi 26, Garðabæ
n Snjólfur F Kristbergsson Dverghömrum 4,
Reykjavík
n Erla Björnsdóttir Hólavegi 13, Dalvík
75 ÁRA
n Guðbjörg Hallvarðsdóttir Víðigerði 17, Grindavík
n Margrét Guðvinsdóttir Hólavegi 22, Sauðárkróki
n Halldóra Elísa Vilhjálmsdóttir Heiðarhorni 1,
Reykjanesbæ
n Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir Safamýri 79,
Reykjavík
80 ÁRA
n Þorgerður Sveinsdóttir Jörundarholti 206,
Akranesi
85 ÁRA
n Guðlaug Magnúsdóttir Boðahlein 18, Garðabæ
90 ÁRA
n Ólöf Ólafsdóttir Austurbyggð 21, Akureyri
n Mekkín Guðnadóttir Einilundi 2c, Akureyri
95 ÁRA
n Þuríður Benediktsdóttir Furugerði 1, Reykjavík
TIL HAMINGJU INGJU
MÁNUDAGINN 3. MAÍ
INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR ÞRÍTUG:
Ingibjörg Pálsdóttir sem starf-
ar hjá Banönum ehf. er þrítug í dag
en hélt upp á afmælið sl. laugardag.
Þegar blaðamaður DV sló á þráð-
inn síðastliðinn föstudag var allt á
fullu við að undirbúa afmælisveisl-
una:
„Já, ég ætla sko að halda upp á
afmælið en það verður allt um garð
gengið þegar DV kemur út á mánu-
daginn. Ég ætla að vera með gott
stuðpartí heima hjá mér á laug-
ardagskvöldið. Kærastinn og vin-
konurnar eru að skipuleggja þetta
með mér og ég á alveg eins von á
að þau ákveði og undirbúi eitthvað
sem á eftir að koma mér á óvart.
Að öðru leyti er ég með í að skipu-
leggja þetta. Ég verð með einhverj-
ar léttar veitingar og vinur minn
ætlar að sjá um tónlistina. Ég held
bara að þetta eigi því eftir að verða
skemmtilegasta partí. Ég veit ekkert
ennþá um hugsanleg eða fyrirhug-
uð skemmtiatriði. Það verður bara
að koma í ljós enda eiga gestirnir að
skemmta sér sjálfir.“
Ingibjörg! Ef þú mættir nú velja
þér eina afmælisgjöf og fengir hana
örugglega. Hvað myndir þú velja?
„Váááá! Ég mynd velja sólar-
landaferð. Ég hef aldrei farið í sól-
arlandaferð og þegar ég segi fólki
það heldur það að ég sé eitthvað
skrýtin. Sumum finnst þetta svipað
því að hafa aldrei komið til Reykja-
víkur. En það er alveg satt. Ég hef
aldrei farið í slíka ferð og mér finnst
því alveg kominn tími á eins og eina
Spánarferð fyrir mig. Hins vegar er
ég raunsæ. Ég veit vel að ég og mitt
fólk höfum ekki efni á slíkri ferð um
þessar mundir. Ég væri því alveg til
í skemmtilega ferð hér innanlands.
Við höfum alltaf ferðast mikið inn-
anlands og ég er bara hæstánægð
með það - þó ég auðvitað vonist til
að komast einhvern tíma í sólar-
landaferðina langþráðu.“
Langar í sólarlandaferð
TIL HAMINGJU
ÞRIÐJUDAGINN 4. MAÍ