Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 21
ÆTTFRÆÐI 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 21 Jóhann Ágústsson FYRRV. AÐSTOÐARBANKASTJÓRI LANDSBANKANS Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Reykjavíkur 1948 og stundaði bankanám og frönskunám við Inst- itut du Pantheon í París 1952-53. Jóhann var starfsmaður Scand- inavian Bank í London 1954-55. Jóhann hóf störf í Landsbanka Ís- lands 1949 og starfaði þar síðan í ýmsum deildum bankans. Hann varð fulltrúi gjaldeyrisdeildar 1959, deildarstjóri þar 1960, útibússtjóri í Austurbæjarútibúi í nokkur ár, starfsmannastjóri um skeið, síðan framkvæmdastjóri afgreiðslusviðs og aðstoðarbankastjóri frá 1988 og síðan framkvæmdastjóri við bank- ann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá var hann stjórnar- formaður Visa Ísland frá stofnun og í fimmtán ár. Jóhann starfaði mikið í Frímúr- arareglunni, sat lengi í stjórn Alli- ance Francaise í Reykjavík og starf- aði í Lionshreyfingunni um árabil. Fjölskylda Jóhann kvæntist 29.8. 1952 Svölu Magnúsdóttur, f. 15.9. 1933, hús- móður. Foreldrar Svölu: Magnús V. Jóhannesson, yfirframfærslufulltrúi í Reykjavík, og k.h., Fríða Jóhanns- dóttir húsmóðir. Börn Jóhanns og Svölu eru Magn- ús Valur, f. 2.12. 1954, verkfræðing- ur og svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Vesturlandi, kvæntur Bjarnveigu Ingvarsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Örn, f. 23.12. 1960, markaðsráðgjafi, kvæntur Írisi Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn; Sólveig Fríða, f. 30.11. 1972, verk- fræðingur og hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Læknafélags Íslands, gift Ingimar Bjarnasyni verkfræðingi og eiga þau tvö börn. Systkini Jóhanns: Hörður, f. 4.2. 1922, d. 10.9. 2005, listmálari, bygg- ingafræðingur og kennari; Krist- ín Houhoulis , nú látin, húsmóðir í Bandaríkjunum; Erla, f. 21.7. 1932, d. 20.3. 2008, flugfreyja og starfs- maður hjá Flugleiðum í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns voru Ágúst Markússon, f. 30.7. 1891, d. 30.12. 1965, veggfóðrarameistari í Reykja- vík, og k.h., Guðrún Guðmundsdótt- ir, f. 4.7. 1893, d. 27.9. 1947, húsmóð- ir. Ætt Ágúst var bróðir Karls, afa Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns Þjóðmenningarhúss. Ágúst var son- ur Markúsar, söðlasmiðs í Reykja- vík, bróður Guðlaugs, afa Andrésar Gestssonar nuddara, Óskars Jóns- sonar fræðimanns og langafa Víg- lundar Þorsteinssonar, fyrrv. for- stjóra. Markús var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hrunamannahreppi, bróð- ur Jóns, langafa Þorsteins Einars- sonar íþróttafulltrúa. Þorsteinn var sonur Jóns, b. á Högnastöðum Jóns- sonar, ættföður Högnastaðaættar. Móðir Markúsar var Guðrún, systir Ingibjargar, langömmu Eðvarðs Sig- urðssonar, alþm. Guðrún er dóttir Jóns, b. í Galtafelli Björnssonar, b. í Vorsabæ Högnasonar, lrm. á Laug- arvatni Björnssonar, bróður Sigríð- ar, móður Finns Jónssonar biskups. Móðir Jóns var Bryngerður Knúts- dóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómas- ar Guðmundssonar skálds og Hann- esar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssona. Móðir Guðrúnar var Guðrún Guðmunds- dóttir, pr. í Hruna Magnússonar, pr. á Þingvöllum Sæmundssonar, pr. í Miklabæ Magnússonar, b. í Bræðra- tungu Sigurðssonar. Móðir Sæ- mundar var Þórdís Jónsdóttir (Snæ- fríður Íslandssól). Móðir Ágústs var Jóhanna Sveinbjörnsdóttir, b. í Ási Jónssonar, og Kristínar Einarsdóttur, systir Ingveldar, langömmu Stein- þórs Gestssonar alþm., föður Gests skattstjóra. Guðrún, móðír Jóhanns, var syst- ir Andreu, ömmu Kristjáns Odds- sonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Íslandsbanka. Guðrún var dótt- ir Guðmundar, veitingamanns í Reykjavík, bróður Guðmundar, langafa Jóhanns Hjartarsonar stór- meistara. Guðmundur var sonur Ámunda, b. á Sandlæk í Gnúpverja- hreppi Guðmundssonar og Guð- ríðar Guðmundsdóttur, b. í Lang- holti Björnssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún Ámundadóttir, smiðs og málara í Syðra-Langholti og vefara í Innréttingunum í Reykjavík Jóns- sonar. Móðir Guðrúnar Guðmunds- dóttur var Kristín, systir Magnúsar, afa Stefáns Péturssonar, aðstoðar- bankastjóra Landsbankans. Krist- ín var dóttir Andrésar, hreppstjóra í Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi Magnússonar, alþm. í Syðra- Langholti Andréssonar, langafa Ás- mundar Guðmundssonar biskups. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafs- dóttir, b. á Efra-Seli Magnússonar og Marínar Guðmundsdóttur, b. á Kópsvatni Þorsteinssonar, ættföður Kópsvatnsættar. Móðir Andrésar var Katrín Eiríksdóttir, dbrm. á Reykj- um á Skeiðum Vigfússonar, ættföð- ur Reykjaættar, langafa Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups. Móðir Katrínar var Ingunn Eiríksdóttir, b. í Bolholti Jónssonar, ættföður Bolholtsættar, langafa Páls, langafa Björns Líndals, fyrrv. að- stoðarbankastjóra Landsbankans. 30 ÁRA n Adriana Hudeková Hrísmóum 1, Garðabæ n Anita Krzyzewska Víkurbraut 19, Grindavík n Erla María Árnadóttir Fróðengi 6, Reykjavík n Halldóra Jóh. Friðbergsdóttir Skálagerði 3, Reykjavík n Guðlaug Þórdís Sigurðardóttir Klausturstíg 5, Reykjavík n Birgir Þór Júlíusson Baldursgötu 29, Reykjavík n Birgitta Inga Birgisdóttir Eggertsgötu 6, Reykjavík n Viðar Ottó Brink Kristjánsson Klettakór 1a, Kópavogi n Krzysztof Bernard Mankiewicz Uppsalavegi 8, Sandgerði 40 ÁRA n Gjergji Saliu Akurvöllum 1, Hafnarfirði n Sigurður Magnús Kristjánsson Hæðargerði 25, Reyðarfirði n Magnús Ingberg Jónsson Spóarima 14, Selfossi n Gunnar Guðmundsson Breiðuvík 21, Reykjavík n Arnar Már Jónsson Aragerði 10, Vogum n Sif Sigmundsdóttir Hraunbæ 111c, Reykjavík n Kristján Þór Hlöðversson Lækjasmára 7, Kópavogi n Kristján Hafberg Þórisson Melteigi 9, Akranesi n Halldóra Jónína Gylfadóttir Eyjarhólum, Vík n Brynja Ingólfsdóttir Lynghrauni 4, Mývatni n Íva Sigrún Björnsdóttir Logafold 155, Reykjavík n Bjarni Jónsson Heiðargerði 62, Reykjavík 50 ÁRA „n Maria Manuela Da Silva P Costa Suðurgötu 17, Akranesi „n Jozef Kalinowski Engjaseli 87, Reykjavík „n Valborg Huld Elísdóttir Brekkubæ 17, Reykjavík „n Gísli Klemensson Hrísateigi 37, Reykjavík „n Emelía Þórðardótti Hjallavegi 12, Ísafirði „n Bryndís Hlíf Maríasdóttir Viðarási 39a, Reykjavík „n Bergþór Baldvinsson Óðinsvöllum 16, Reykjanesbæ „n Þorsteinn Arnar Einarsson Furuhlíð 4, Hafnarfirði 60 ÁRA „n Qazim Krrutaj Bólstaðarhlíð 30, Reykjavík „n Björn Kristjánsson Holtabrún 3, Bolungarvík „n Anna María Aðalsteinsdóttir Fiskakvísl 16, Reykjavík „n Sigríður Davíðsdóttir Einarsnesi 10, Reykjavík „n Jóhanna H Hólmsteinsdóttir Katrínarlind 2, Reykjavík „n Páll Bergmann Reynisson Byggðarholti 33, Mosfellsbæ „n Guðrún Þ Guðmundsdóttir Fannafold 28, Reykjavík „n Steinunn Jóhanna Pálsdóttir Tjarnarbóli 12, Seltjarnarnesi „n Sigurbjörn Sigurðsson Bakkavegi 19, Reykjanesbæ „n Þorgerður Björnsdóttir Fagrahjalla 14, Vopnafirði „n Liv Gunnhildur Stefánsdóttir Steinahlíð 7a, Akureyri „n Ingvar Pétursson Fossheiði 56, Selfossi 70 ÁRA „n Kristín Kalmansdóttir Minni-Borg, Selfossi „n Jóhanna Halldórsdóttir Hjarðarhaga 38, Reykjavík „n Guðlaug Sigurðardóttir Langholtsvegi 174, Reykjavík „n Páll V Sigurðsson Arnarási 3, Garðabæ „n Áslaug Halla Vilhjálmsdóttir Mýrarbraut 4, Vík „n Kamma Hansen Baugakór 5, Kópavogi 80 ÁRA „n Jónas E Guðmundsson Vallholti 20, Ólafsvík „n Rafnar Sverrir Hallgrímsson Klettavík 13, Borgarnesi „n Kristjana Brynjólfsdóttir Lækjartúni 12, Hólmavík „n Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir Ketilsstöðum, Egilsstöðum „n Kristín Sigurrós Jónasdóttir Suðurhvammi 13, Hafnarfirði 85 ÁRA „n Sofie Marie Markan Geitastekk 7, Reykjavík „n Unnur Guðmundsdóttir Holtsgötu 13, Reykjavík „n Óskar Vigfús Markússon Hvassaleiti 40, Reykjavík 80 ÁRA Á MORGUN 30 ÁRA „n Monika Rutkowska Grensásvegi 54, Reykjavík „n Liudmila Sosulina Hagamel 43, Reykjavík „n Marcin Grzegorzewicz Garðastræti 16, Reykjavík „n Jón Grétar Borgþórsson Klapparstíg 11, Reykjavík „n Ásdís Irena Sigurðardóttir Akurgerði 25, Reykjavík „n Áslaug Ármannsdóttir Mávabraut 1b, Reykja- nesbæ „n Jón Kristinn Valsson Þorláksgeisla 47, Reykjavík „n Bergþór Karl Kristinsson Arnarheiði 9b, Hvera- gerði „n Björgvin Viðarsson Kraunastöðum, Húsavík „n Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Sóltúni 25, Selfossi „n Guðmann Valdimarsson Glerárgötu 18, Akureyri „n Auður Eva Guðmundsdóttir Suðurvegi 3, Skagaströnd 40 ÁRA „n Magnús Smári Snorrason Skógarkoti 1, Borg- arnesi „n Guðlaug Pétursdóttir Þrastanesi 2, Garðabæ „n Sigurður Sigurðsson Straumsölum 1, Kópavogi „n Arnkell Bergmann Arnkelsson Biskupsgötu 39, Reykjavík „n Herbert Svavar Arnarson Dynsölum 12, Kópavogi „n Dögg Ármannsdóttir Nönnugötu 12, Reykjavík „n Kristján Gunnarsson Leirdal 20, Reykjanesbæ „n Gyða Steinsdóttir Ásklifi 10, Stykkishólmi „n Axel Einar Guðnason Austurgötu 9, Hafnarfirði „n Guðlaug Gísladóttir Mosarima 16, Reykjavík „n Valborg Jónsdóttir Hlíðargötu 30, Fáskrúðsfirði „n Ingólfur Júlíusson Holtsgötu 18, Reykjavík „n Róbert Logi Jóhannesson Laugarmýri, Varmahlíð „n Margit Lína Hafsteinsdóttir Heiðarholti 18c, Reykjanesbæ 50 ÁRA „n Þórarinn Björnsson Laugarnesvegi 104, Reykjavík „n Úlfar Árnason Grænlandsleið 25, Reykjavík „n Anna Birna Egilsdóttir Fellsmúla 4, Reykjavík „n Ásta Benediktsdóttir Hraunbæ 120, Reykjavík „n Kristín Hauksdóttir Grænukinn 14, Hafnarfirði „n Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum, Borgarnesi „n Helga Ágústína Lúðvíksdóttir Ljósheimum 14a, Reykjavík „n Sólrún Ástvaldsdóttir Hraunási 6, Garðabæ „n Inga Dóra Halldórsdóttir Grundarsmára 10, Kópavogi „n Ragnheiður H Davíðsson Hafnarstræti 8, Ísafirði „n Berglind Johnsen Svansdóttir Hörðukór 1, Kópavogi 60 ÁRA „n Jón Ingimundarson Núpi, Kópaskeri „n Örn Þór Hlíðdal Litlagerði 13, Hvolsvelli „n Sæmundur Valtýsson Hátúni 12, Reykjavík „n Árný Benediktsdóttir Gljúfraseli 1, Reykjavík „n Sveinn Adolfsson Greniteigi 24, Reykjanesbæ „n Björn B Berthelsen Heiðarhvammi 1, Reykja- nesbæ „n Erla Sigvaldadóttir Sæbólsbraut 51, Kópavogi „n Guðrún Jónsdóttir Suðurvangi 2, Hafnarfirði „n Rósa Emelía Sigurjónsdóttir Birkihrauni 2, Mývatni „n Gestur Einar Jónasson Vanabyggð 8e, Akureyri „n Sæmundur Már Alexandersson Heiðarbóli 61, Reykjanesbæ „n Kristín Ellen Hauksdóttir Strandvegi 26, Garðabæ „n Rúnar Jakobsson Norður-Reykjum 2, Mosfellsbæ 70 ÁRA „n Hallsteinn Friðþjófsson Hátúni 6b, Reykjavík „n Margrét Helga Jóhannsdóttir Austurströnd 8, Seltjarnarnesi „n Sigmar Björnsson Mánasundi 1, Grindavík „n Jóhanna J Thorlacius Brekkubyggð 21, Garðabæ „n Lilja Ólafsdóttir Strandvegi 26, Garðabæ „n Snjólfur F Kristbergsson Dverghömrum 4, Reykjavík „n Erla Björnsdóttir Hólavegi 13, Dalvík 75 ÁRA „n Guðbjörg Hallvarðsdóttir Víðigerði 17, Grindavík „n Margrét Guðvinsdóttir Hólavegi 22, Sauðárkróki „n Halldóra Elísa Vilhjálmsdóttir Heiðarhorni 1, Reykjanesbæ „n Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir Safamýri 79, Reykjavík 80 ÁRA „n Þorgerður Sveinsdóttir Jörundarholti 206, Akranesi 85 ÁRA „n Guðlaug Magnúsdóttir Boðahlein 18, Garðabæ 90 ÁRA „n Ólöf Ólafsdóttir Austurbyggð 21, Akureyri „n Mekkín Guðnadóttir Einilundi 2c, Akureyri 95 ÁRA „n Þuríður Benediktsdóttir Furugerði 1, Reykjavík TIL HAMINGJU INGJU MÁNUDAGINN 3. MAÍ INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR ÞRÍTUG: Ingibjörg Pálsdóttir sem starf- ar hjá Banönum ehf. er þrítug í dag en hélt upp á afmælið sl. laugardag. Þegar blaðamaður DV sló á þráð- inn síðastliðinn föstudag var allt á fullu við að undirbúa afmælisveisl- una: „Já, ég ætla sko að halda upp á afmælið en það verður allt um garð gengið þegar DV kemur út á mánu- daginn. Ég ætla að vera með gott stuðpartí heima hjá mér á laug- ardagskvöldið. Kærastinn og vin- konurnar eru að skipuleggja þetta með mér og ég á alveg eins von á að þau ákveði og undirbúi eitthvað sem á eftir að koma mér á óvart. Að öðru leyti er ég með í að skipu- leggja þetta. Ég verð með einhverj- ar léttar veitingar og vinur minn ætlar að sjá um tónlistina. Ég held bara að þetta eigi því eftir að verða skemmtilegasta partí. Ég veit ekkert ennþá um hugsanleg eða fyrirhug- uð skemmtiatriði. Það verður bara að koma í ljós enda eiga gestirnir að skemmta sér sjálfir.“ Ingibjörg! Ef þú mættir nú velja þér eina afmælisgjöf og fengir hana örugglega. Hvað myndir þú velja? „Váááá! Ég mynd velja sólar- landaferð. Ég hef aldrei farið í sól- arlandaferð og þegar ég segi fólki það heldur það að ég sé eitthvað skrýtin. Sumum finnst þetta svipað því að hafa aldrei komið til Reykja- víkur. En það er alveg satt. Ég hef aldrei farið í slíka ferð og mér finnst því alveg kominn tími á eins og eina Spánarferð fyrir mig. Hins vegar er ég raunsæ. Ég veit vel að ég og mitt fólk höfum ekki efni á slíkri ferð um þessar mundir. Ég væri því alveg til í skemmtilega ferð hér innanlands. Við höfum alltaf ferðast mikið inn- anlands og ég er bara hæstánægð með það - þó ég auðvitað vonist til að komast einhvern tíma í sólar- landaferðina langþráðu.“ Langar í sólarlandaferð TIL HAMINGJU ÞRIÐJUDAGINN 4. MAÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (03.05.2010)
https://timarit.is/issue/382882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (03.05.2010)

Aðgerðir: