Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 20
HVAÐ VEISTU?
1. Hvaða borgarfulltrúa vinstri grænna var hótað nauðgun
vegna skoðana sinna á klámráðstefnunni fyrirhuguðu á
Hótel Sögu?
2. Snæfell varð Íslandsmeistari í körfubolta fyrir helgi.
Hversu oft hafði liðið unnið titilinn áður?
3. Hvað heitir nýr dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins?
Á M Á N U D E G I
20 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FÓKUS
SJÓMANNALAGA-
KEPPNI RÁSAR 2
Sjómannalagakeppni Rásar 2 og
Hátíðar hafsins hefur nú verið ýtt
úr vör. Óskað er eftir frumsömdum
sjómannalögum við frumorta ís-
lenska texta og er skilafrestur til 25.
maí. Úrslit verða kunngjörð í Popp-
landi föstudaginn 4. júní en í fyrstu
viku júnímánaðar verða lögin sem
komast í úrslit spiluð frá morgni til
kvölds á Rás 2. Hlustendum verð-
ur einnig gefinn kostur á að kjósa
sitt uppáhaldslag á ruv.is. Sigurlag-
ið verður svo flutt á Hátíð hafsins á
Grandagarði, sjómannadagshelgina
5.-6. júní.
EIVÖR Í
ÓPERUNNI
Færeyski söngfuglinn og heiðurs
Íslendingurinn Eivør Pálsdóttir
heldur tónleika í Íslensku óper-
unni föstudaginn 28. maí í tilefni
af útgáfu nýrrar breiðskífu.
Hún hélt eftirminnilega tón-
leika hérlendis í Fríkirkjunni í
desember og komust þá færri að
en vildu. Eivör var þá eins síns
liðs en í Óperunni verður hún
með band á bak við sig og hyggst
frumflytja lög af nýju plötunni.
Forsala miða hefst næsta föstu-
dag klukkan 10 á Miði.is og öllum
sölustöðum Miða.is. Miðaverð er
3.900 krónur en eingöngu er selt í
númeruð sæti.
HRÓS OG
LEIKSÝNING
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10
ráð til að hætta að drepa fólk og byrja
að vaska upp, er nýkomin út í Þýska-
landi og hefur fengið rífandi góðar
viðtökur. Fékk bókin til að mynda
fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í
stórblaðinu Frankfurter Allgemeine
er hún sögð „fyndnasta og þéttasta
bók Hallgríms Helgasonar til þessa“.
Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp
á tveimur vikum og annað upplag er
senn á þrotum. Tvö leikhús á þýska
málsvæðinu hafa þegar falast eftir
því að sviðsetja söguna og er stað-
fest að leiksýning byggð á bókinni
verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í
Salzburg haustið 2011.
Svör: 1. Sóleyju Tómasdóttur 2. Aldrei. 3. Erna Kettler
Létu lífið vegna myndarinnar
Þessi magnaða heimildamynd fjall-
ar um 2007 mótmælin í Burma eða
Mjanmar eins og er hið opinbera
nafn landsins. Burmneska þjóð-
in hefur búið við harða herfor-
ingastjórn í áratugi og andstaðan
kraumar undir niðri. Það er ekki
oft sem búddamunkarnir beita sér
í mótþróa af þessu tagi svo þegar
það gerist getur maður gert ráð fyr-
ir að allir hafi fengið miklu meira
en nóg. Þegar munkarnir hafa látið
í sér heyra er það áhrifamikið, rétt
eins og í 1919 mótþróa þeirra gegn
nýlendukúgun Breta. Svo herfor-
ingjarnir skjálfa á beinunum fyrir
aflinu sem felst í friðsamlegri and-
stöðu þeirra. Hér sjáum við þá leiða
þúsundir að stofufangelsi Aung San
Suu Kyi í trássi við útgöngubann
herforingjastjórnarinnar. Óvenju-
legt rétt eins og hrikalegar aðgerðir
hersins til að stemma stigu við upp-
reisninni.
Við sjáum rauðklædda munk-
ana fylla göturnar og snúa ölmusu-
skálum sínum á hvolf til að sýna að
þeir þiggi ekki gjafir stjórnvalda.
Þetta eru gæsahúðaraugnablik sem
er skilað til okkar með djarfri nú-
tímafjölmiðlun eins og hún gerist
best. Upptökur af gsm-símum og
litlum földum kamerum er dreift í
vefsamskiptum gegnum gervihnetti
þar sem stjórnvöld skrúfa fyrir net-
ið þegar þurfa þykir. Fjölmiðlafólk-
ið hættir lífi sínu til að koma hinum
óopinberu staðreyndum á framfæri
eins og sést þegar hermenn skjóta
til bana japanskan túrista sem tekur
upp atburðina.
Eini galli myndarinnar er vönt-
unin á fræðilegum staðreynd-
um um framvinduna. Til dæm-
is hvernig Aung San Suu Kyi fór á
fund herforingjanna til að vernda
mótmælendurna í miðjum mót-
þróanum. Að öðru leyti er myndin
kvikmyndalega vel upp sett og upp-
byggingin er markviss. Tónlist spil-
ar með magnþrunginni framvindu
og sögumaður leiðir okkur áfram
þar sem hann fær fréttirnar gegnum
ýmsa miðla þar sem hann hefst við í
felum í Taílandi.
Fólk lét lífið til að þú gætir séð
þessa mynd svo ekki láta það fréttast
að þú hafir frekar farið á Date Night.
Erpur Eyvindarson
BURMA VJ
Heimildamynd
Leikstjóri: Anders Østergaard
Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins
KVIKMYNDIR
Burma VJ Mynd með „lífshættulegum“
myndskeiðum.
Heimildamyndin Until the Light
Takes Us leggur upp með að útskýra
sögu og hugmyndafræði sterkustu
svartmálmssenu í heimi sem er
klárlega norsk. Kvikmyndagerðar-
mennirnir settust að í Noregi í tvö
ár til að skila sínu sem best. Mynd-
in er byggð á viðtölum við aðal-
spaða senunnar, Fenriz, Varg Viker-
nes, Hellhammer, Frost, Immortal
og Bjarne Melgaard svo nokkrir séu
nefndir. Myndefni er yfirgripsmik-
ið og gerir gott mót í fréttaskotum,
myndböndum og viðtölum við rétta
fólkið. Myndin skartar síðan falleg-
um myndbrotum af heillandi nátt-
úru Noregs sem myndar hið dular-
fulla yfirbragð sem svartmálmsliðar
vilja móta með tónlist sinni. Við sjá-
um þá mála sig dramatískt og setja
ákveðið leikrit á svið. Aðrir taka
óhugnaðinn mun alvarlegar, virðast
snargeðveikir en oftar en ekki mjög
nördalegir.
Viðtölin afhjúpa mikla geðveiki,
ofsóknarbrjálæði og sjálfstortím-
ingu. Gott dæmi um óhugnaðinn er
áhrifamikill gjörningur Frost í galleríi
á Ítalíu þar sem hann spýr eldi, sting-
ur húsgögn í hakk og sker loks sjálfan
sig til blóðs. Myndin gerir enga róm-
antík úr þessu öllu sem er vond leið
sem ýmsir aðrir myndu fara. Myndin
gerir gott í umfjöllun sinni um hug-
myndaheiminn. Varg Vikernes er
dæmdur morðingi sem hefur birst
gegnum tíðina sem svartmálmsliði,
fasisti og hugmyndafræðingur sen-
unnar. Hann er einmitt maðurinn
sem sagði að undir ríkisstjórn Bond-
evik væri Noregur eina klerkaríkið í
heimi ásamt Íran. Hann er alvarlega
tæpur en virðist vera ágætlega að sér.
Hann útskýrir hvernig hinir kristnu
þurrkuðu út heiðna siði Noregs með
eldi og ofbeldi og hvernig hann hafi
tileinkað sér sömu aðferðafræði við
að leiðrétta þetta.
Myndin sýnir skýrt hvernig fjöl-
miðlar upp á sitt einsdæmi útmál-
uðu hreyfinguna sem djöfladýrk-
endur sem þeir voru klárlega ekki.
Þetta er örugglega sterkasta framlag
myndarinnar til upplýsandi umræðu
og þar skilar hún fræðsluhlutverki
sínu vel. En það eru nokkrar alvar-
legar brotalamir á myndinni. Hljóð-
ið var það lágt að maður gat tæplega
tuggið popp og heyrt hvað fór fram
á sama tíma. En það er kannski við
bíógræjurnar að sakast fremur en
kvikmyndagerðarmennina. Áferðin
er hrá sem er kannski ágætt í sam-
hengi við hvernig tónlistin sem um
fjallar er unnin. En tónlistarlegi part-
urinn er einmitt veikasti hlekkurinn
í mynd sem á að fjalla um tónlistar-
stefnu. Það er lítið sagt frá sjálfri tón-
listinni og við heyrum fá tóndæmi.
Fínt að hafa frábæra tónlist Múm og
álíka undir mörgum atriðanna en
það vantar meiri svartmálmsstemn-
ingu. Myndin er keyrð áfram á við-
tölum sem snúast mest um innbyrð-
isdeilur í senunni. Um er að ræða
reynsluleysi leikstjóranna í sinni
fyrstu mynd og ef til vill áhugaleysi á
sjálfri tónlistinni sem um ræðir.
Erpur Eyvindarson
UNTIL THE LIGHT
TAKES US
Heimildamynd
Leikstjórar: Aaron Aites og Audrey
Ewell.
Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins
KVIKMYNDIR
Hvar er
SVARTMÁLMURINN
Sjálfstortíming „Viðtölin afhjúpa
mikla geðveiki, ofsóknarbrjálæði
og sjálfstortímingu,“ segir
gagnrýnandi um heimildamyndina
Until the Light Takes Us.