Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 27
3. maí 2010 MÁNUDAGUR 27
Rétta viðhorfið
Sjálfsöryggi er lykillinn að því að daðra.
Vertu óhræddur við að taka áhættu;
vertu ákafur, jákvæður og hafðu
húmor fyrir sjálfum þér.
Segðu halló
Best er að byrja á því að segja ein-
faldlega hæ eða halló, ef enginn er
til að kynna ykkur. Talaðu um það
sem er að gerast í kringum ykkur,
spurðu spurningar, spurðu til vegar
eða settu fram hnyttna og jákvæða at-
hugasemd. Allt þetta getur virkað sem ís-
brjótur ef þú vilt fanga athygli einhvers.
Skemmtu þér
Vertu glettinn, gamansamur og ekki
taka sjálfan þig of hátíðlega. Ekki
vanda orðaval of mikið og ekki segja
eitthvað fyrirfram ákveðið. Það heyr-
ist.
Notaðu fylgihluti
Aldrei fara að heiman án þess að hafa
með þér eitthvað sem hægt er að tala
um. Það getur verið hundur, áberandi
skartgripur, skrautlegur hattur eða litríkt
bindi, jafnvel bók eða dagblað. Allt eft-
ir kringumstæðum. Forvitnilegir hlut-
ir eða atburðir eru góð umræðuefni
þegar þér dettur ekkert annað í hug.
Þétt handaband
Ef þú er kynntur fyrir einhverjum
skaltu standa upp og taka þéttings
fast í hönd viðkomandi. Horfðu í
augun á henni/honum og endur-
taktu nafnið á viðkomandi, þannig
að þú munir það frekar. Talaðu skýrt
og segðu ákveðið að þér finnist gaman
að hitta hann/hana.
Hlustaðu og taktu eftir
Við höfum tvö eyru en aðeins einn munn
vegna þess að við eigum að hlusta tvöfalt
meira en við tölum. Öllum líður vel þegar á
þá er hlustað. Hlustaðu vel á þann sem þú
ert að kynnast og leggðu þig fram við að taka
eftir því sem hann segir, jafnvel þó þið séuð
ekki í góðu næði. Spurðu spurninga sem
snúa að því sem hann eða hún er að tala um.
Augnsamband
Horfðu í augun á þeim sem þú hrífst af, án þess
þó að stara. Horfðu aðeins lengur en venju-
lega þegar þú talar við fólk, en líttu svo
undan skamma stund. Það er fráhrind-
andi þegar einhver starir á mann.
Sláðu gullhamra
Hældu þeim sem þú ert að daðra
við, þegar hann eða hún býst ekki
við því. Með því ertu að gefa sterk-
lega til kynna að þú hafir áhuga á
viðkomandi. Mundu að hreinskilni
og einlægni þarf að liggja að baki
hrósinu. Segðu „Takk fyrir“ ef einhver
slær þér gullhamra. Ekki nota klassískar
„pickup-línur“.
Út að eyrum
Bros er smitandi. Það er mun líklegra
að einhver komi upp að þér til að daðra
ef þú brosir út að eyrum. Fallegt bros hef-
ur ótrúlegt aðdráttarafl. Það ber vott
um að þér líði vel og að þér finnist
gaman.
Talaðu um
það skemmtilega
Talaðu um hluti sem þér finnst
skemmtilegir. Segðu frá því ef fótbolti
eða tónlist er helsta áhugamálið þitt.
Forðastu að tala um hluti sem þér leið-
ist eða hefur engan áhuga á.
Vertu jákvæður
Ekki tala illa um annað fólk
þegar þú ert að daðra við ein-
hvern. Haltu því fyrir þig ef þú
hatar vinnufélaga þína, eða
þolir ekki einhverja kunn-
ingja þína. Manneskja full af
hatri eða biturð er ekki að-
laðandi.
Ekki fullyrða
„Ég hugsa“ eða „Ég er velta
fyrir mér“ er góð leið til að byrja
setningar þegar þú ert að daðra.
Ekki fullyrða eða nota gróft orðalag.
Ekki vera of ágengur.
Fiktað í hárinu
Það getur verið töfrandi fyrir karlmenn
að daðra við konu sem fiktar í hárinu á
sér eða leikur sér með rör í glasi á með-
an hún spjallar. Það er þó vandasamt að
gera það rétt. Lærðu af bíómyndum eða
á Youtube ef þú vilt komast upp á lagið
með það.
Nánd
Þegar þú sest eða gengur
upp að ókunnugri mann-
eskju sem þig langar að
kynnast skaltu halda þig
í hæfilegri fjarlægð í blá-
byrjun samtalsins. Ef
þú finnur að viðkom-
andi hefur áhuga á því að
spjalla við þig skaltu færa
þig nær. Gættu þess þó að
kaffæra ekki þá sem þú laðast
að. Gættu þess einnig að vera í
hreinum fötum og lykta vel. Megn
svitalykt er ekki gott start.
Rétt líkamsbeiting
Ekki vera hokinn eða niðurlútur þegar þú
daðrar. Það skiptir öllu máli að vera beinn í
baki og hnarreistur. Það ber vott um sjálfsör-
yggi og hraustleika. Ekki káfa á þeim sem þú
daðrar við en það er í lagi að snerta hendur eða
til dæmis hné, ef samtalið gengur vel. Þá getur eitt
leitt af öðru.
Finnst þér óþægilegt að ganga upp
að ókunnri en aðlaðandi mann-
eskju og heilsa henni? Sumum er
daður í blóð borið á meðan aðrir
gætu ekki daðrað þótt þeir fengju
borgað fyrir það. Hér á eftir fara
sextán ráð til að daðra eða koma
vel fyrir í augum manneskju sem
þig langar að kynnast.
baldur@dv.is
LÆRÐU