Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 ÚTTEKT
Hjónin, verðlaunahöfundarnir og hjónabandsráðgjafarnir dr. Charles og
Elizabeth Schmitz hafa rannsakað hjónabandið í tæp 30 ár. Hjónin hafa
ferðast um heiminn, rætt við hjón og sankað að sér efni um þá þætti sem
gera hjónaband hamingjusamt. Samkvæmt þeirra athugunum skipta þessi
litlu atriði mestu máli ef við viljum lifa í hamingjuríku hjónabandi.
1. Hjónabönd unglinga eru
líklegust til að enda með skilnaði.
Hjón sem giftast fyrir tvítugt eru tvisvar til þrisvar sinnum lík-
legri til að skilja en þeir sem ganga í það heilaga á þrítugsaldr-
inum eða síðar.
2. Það eru mestar líkur á að þú kynnist
framtíðarmaka í gegnum fjölskylduna,
vini og kunningja.
Eins rómantískt og það er að hitta og falla fyrir einhverjum fyr-
ir algjöra tilviljun sýna gögn hjónabandsráðgjafanna að mestar
líkur séu á því að finna maka innan félagslega netsins.
3. Því líkari sem þið eruð því líklegra
er að hjónabandið gangi vel.
Andstæður geta laðast að hvor annarri en slíkt hjónaband geng-
ur sjaldnast upp. Einstaklingar með svipaðan bakgrunn passa
betur saman en þeir sem koma úr sitt hvoru umhverfinu.
4. Ungar einstæðar konur eiga
minni möguleika á að ganga í það heilaga.
Konur sem eignast barn eftir einnar nætur gaman eru ólíklegri
til að gifta sig en aðrar. Eiginleikinn „að eiga barn“ er einn af
þeim minnst aðlaðandi þegar fólk velur sér maka. Það eina sem
virkar meira fráhrindandi er atvinnuleysi.
5. Menntað fólk giftir sig
frekar og skilur síður.
Þeir sem ná sér í háskólapróf eru betur settir en þeir ómennt-
uðu. Þar sem konur hafa tekið fram úr körlum varðandi mennt-
un verður æ erfiðara fyrir þær að finna sér jafnmenntaðan maka.
6. Sambúð er ekki prófsteinn á hjónaband.
Einstaklingar sem hafa nokkrar sambúðir að baki eru líklegri til
að vera óhamingjusamir í hjónabandi og á endanum að skilja.
7. Hjónaband veitir fjárhagslegt öryggi
Miðað við þá sem búa saman eru giftir einstaklingar betur settir
fjárhagslega. Giftir karlmenn þéna yfirleitt meira en þeir ógiftu.
Innkoma og laun skipta hjón meira máli en einstaklinga og
sambúðarfólk.
8. Giftir eru líklegri til að lifa
betra kynlífi en þeir sem búa saman.
Þvert á þá trú að kynlíf giftra sé fyrirsjáanlegt og leiðinlegt gefa
rannsóknir til kynna að kynferðisleg fullnægja beggja kynja er
mun meiri hjá giftum en öðrum, þar á meðal sambýlinga. Yfir
42% aðspurða giftra kvenna sögðust mjög fullnægðar bæði til-
finningalega og kynferðislega miðað við 31% einstæðra kvenna
með bólfélaga. Hjá giftum karlmönnum sögðust 48% afar
ánægð með kynlífið en 37% af þeim sem voru í sambúð. Talið er
að staðfestunni sem fylgir hjónabandinu sé að þakka auk meira
trausts og öryggis og minni áfengis- og fíkniefnanotkun.
9. Þeir sem ólust upp á skilnaðarheimili
eru aðeins ólíklegri til að giftast
og mun líklegri til að skilja.
Samkvæmt rannsókn þrefaldast hættan á skilnaði ef skilnaðar-
barn á í hlut. Áhættan er þó minni ef makinn kemur frá ham-
ingjuríku heimili.
10. Líkurnar á skilnaði eru undir 50%.
Samkvæmt bandarískum tölum eru líkurnar á að menntað fólk,
sem á ekki hjónaband að baki, skilji langt undir 50% og enn
minna ef það bíður með hjónabandið fram að þrítugu, hefur
ekki átt marga fyrrverandi maka og deilir sömu trúnni.
10 staðreyndir um hjónaband:
Hversu traust er hjónaband ykkar?
Ung ást Samkvæmt rannsóknum Scmithz-
hjónanna eru meiri líkur á að hjón sem gifta
sig mjög ung skilji en önnur hjón.
Hamingjuríkt hjónaband Dr. Charles og
Elizabeth Schmitz segja hjón ekki mega tapa
þræðinum í barnauppeldinu. Ef þeim tekst að
halda sambandi sínu góðu fylgi allt annað með.