Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FRÉTTIR Bandarísk yfirvöld hafa sagt almenn- ingi að búast við hinu versta í kjölfar olíuslyssins á Mexíkóflóa, þar sem milljónir lítra af olíu láku út í hafið svo risastór olíubrák er nú á flóanum. Olíubrákin ógnar lífríkinu í hafinu, en mikilvæg rækju- og skelfiskmið eru á svæðinu, sem þegar hafa skaðast. Auk þess er gríðarlegt fuglalíf í vot- lendi Lousiana-fylkis í hættu vegna olíulekans. Ken Salazar, fulltrúi Bandaríkja- stjórnar, sagði um helgina að olíulek- inn gæti orðið stórslys fyrir umhverf- ið. „Hér er um að ræða gríðarlegan olíuleka,“ sagði Salazar. „Það er enginn vafi um að það sem hefur gerst hér er vegna þess að ventillinn við borholuna virkar ekki sem skyldi. Þetta hefur gerst áður, en við höfum aldrei séð neitt af þessari stærðargráðu,“ sagði Sal- azar við fjölmiðla um helgina. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, heimsótti Louisiana á sunnu- dag til þess að meta aðstæður og næstu skref. Bobby Jindal, fylkisstjóri Louisiana, sagði við fjölmiðla að hann væri gríðarlega áhyggjufullur vegna málsins. „Þessi olíuleki er ekki aðeins að ógna villtu fuglalífi, fiski- miðum og ströndinni okkar. Olíulek- inn er bókstaflega að ógna lífsmáta okkar.“ Olíulekinn er þegar farinn að hafa áhrif á lífið við Mexíkóflóa, þar sem fiskveiðar og ferðamennska á svæð- inu eru ekki svipur hjá sjón. Olíulekinn á Mexíkóflóa stefnir í að verða umhverfislegt stórslys: Almenningur búist við hinu versta Engu mátti muna að Times Square í New York breyttist í vígvöll á laugar- dagskvöld þegar í ljós kom að Nissan Pathfinder-jeppi, sem lagt var við torg- ið, var fullur af sprengiefni. Reyk lagði frá bílnum og þegar lögreglumenn at- huguðu málið, kom í ljós að gaskútar, tugir lítra af bensíni og flugeldapúður höfðu verið notuð til þess að búa til öfluga bílsprengju. Tvær klukkur sem gengu á batteríum voru síðan tengd- ar við sprengjuna, en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því aðeins hluti púðursins hafði fuðrað upp. Sprengjusérfræðingar frá lögregl- unni náðu að aftengja sprengjuna. Í fyrstu töldu lögreglumenn að um við- vaningslaga smíði hafi verið að ræða, en komið hefur í ljós að sprengjan var smíðuð af mönnum sem greinilega kunnu vel til verka. Enginn hefur hins vegar enn lýst ábyrgð á tilræðinu, en bandarísk lögregluyfirvöld rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Rýmdu svæðið „Við vorum mjög heppin,“ sagði Mich- ael Bloomberg, borgarstjóri New York, á fundi með blaðamönnum á sunnu- dag. „Okkur tókst að koma í veg fyrir hörmulegan atburð,“ sagði hann og bætti við: „Bíllinn hefði sannarlega getað sprungið og valdið miklu eld- hafi.“ Í kjölfar þess að bílsprengjan fannst var ákveðið að loka af stóru svæði í kringum Times Square, frá 43. götu til 48. götu og á milli 6. og 8. breiðgötu. Fjarlægja þurfti þúsundir manna í nærliggjandi leikhúsum, verslunum, hótelum og veitingahúsum. Það var um klukkan hálf sjö á laug- ardagskvöldið sem öryggismynda- vél náði myndum af bílnum aka vest- ur 45. stræti. Örfáum mínútum síðar kom götusölumaður auga á að reyk lagði frá bílnum, sem skilinn var eftir í gangi við kantstein og með hættuljós- in blikkandi. Sölumaðurinn hringdi í lögregluna. Þegar lögreglumaður mætti á vettvang fann hann lykt af púðri. Þá þegar var hafist handa við að rýma torgið, en lögreglumenn, sprengjusérfræðingar og slökkviliðs- menn þustu á svæðið. Leita að sprengjuvarginum Lögreglan í New York hefur verið að fara yfir öryggismyndavélar til þess að bera kennsl á þann sem lagði bíln- um við Times Square. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi verið meðvitaður um að myndavélar væru á svæðinu, því rúður bílsins voru dekktar, sem gerir lögreglu erfiðara fyrir. Í ljós kom „VIÐ VORUM MJÖG HEPPIN“ Hryðjuverkamönnum mistókst að valda stórtjóni á Times Square í New York á laug- ardagskvöld þegar Nissan Pathfinder-jeppi, sem hafði verið breytt í bílsprengju, sprakk ekki. Borgarstjóri New York segir að lög- reglunni hafi tekist að koma í veg fyrir hörmulegan atburð. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan leitar nú logandi ljósi að þeim sem lagði bílnum við torgið á laugardag. Bíllinn hefði sannarlega getað sprungið og valdið miklu eldhafi. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Hörmung Olíulekinn á Mexíkóflóa gæti orðið stórslys. MYND AFP Mikill viðbúnaður Fjölmennt lið lögreglumanna stóð vaktina á torginu eftir að upp komst um sprengjuna. MYND AFP Times Square Sölumaður kom auga á Nissan-jeppa sem reyk lagði frá. Í ljós kom að bíllinn var troðfullur af gaskútum, bensíni og púðri. Borgarstjóri New York segir að sprengjan hefði getað valdið miklu tjóni. MYND AFP Fyndnari en Leno Barack Obama Bandaríkjaforseti er þekktur fyrir að jarða menn í kappræðum en engan óraði fyrir að Jay Leno yrði eins og hrísla eftir að Obama kitlaði hláturtaugar gesta í kvöldverði fréttamanna í Washington síðastliðið laugardagskvöld. Jay Leno var veislustjóri kvöldsins og er þekkt- ur fyrir að gera óspart grín að forset- um Bandaríkjanna. Obama nýtti því tækifærði í ávarpi sínu og sagði Leno vera eina manninn sem hann vissi um sem hefði hrapað meira í skoð- anakönnunum en hann sjálfur. Jarðaður í gulllíkkistu Alræmdur ástralskur glæpamaður var jarðaður í gulllíkkistu ellefu dög- um eftir að hann var laminn til dauða í fangelsi. Glæpamaðurinn var Carl Williams og var drepinn af samfanga í apríl síðastliðnum sem barði hann til bana með hluta af þrekhjóli. Willi- ams, sem var kallaður „baby-faced killer“, var aðalmaðurinn í vægðar- lausu klíkustíði sem geisaði í Ástralíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var gerður mjög frægur í þáttunum Underbelly í Ástralíu. Fjölmargir mættu í jarðarför hans í Melbourne. Brenndi lík Hitlers Fyrrverandi liðsmaður rússnesku leyniþjónustunnar, KGB, Vladimir Gumenyuk heldur því fram að það hafi verið hann sem sá um að brenna jarðneskar leifar Adolfs Hitlers eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann vill þó ekki segja hvar ösku nasistaleiðtog- ans var dreift af ótta við að staðurinn yrði í kjölfarið vettvangur pílagríms- ferða nýnasista. Gumenyuk, sem er 73 ára gamall, er talinn vera síðasti eftirlifandi leyniþjónustumaðurinn, af þremur, sem falið var það verkefni að grafa upp jarðneskar leifar Hitlers, Evu Braun og Josephs Goebbels árið 1970. Myrti kvalara móður sinnar Átján ára breskur piltur stakk ná- granna sinn til bana á laugardag eftir að nágranninn hafði ráðist á móður hans með stórum eldhúshníf. Móð- ir piltsins liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi í St Albans í Hertfordshire eftir að hafa verið stungin margsinn- is af árásarmanninum. Pilturinn var handtekinn grunaður um morðið en árásarmaðurinn, sem var 46 ára, var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann var á sterkum lyfjum samkvæmt breskum fjölmiðlum og hafði átt erfitt undanfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (03.05.2010)
https://timarit.is/issue/382882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (03.05.2010)

Aðgerðir: