Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FRÉTTIR
Bresku félagi í meirihlutaeigu Hann-
esar Smárasonar, Novel Olive Limi-
ted, var slitið eftir gjaldþrotameðferð
í lok febrúar síðastliðins. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá bresku hlutafé-
lagaskránni, Companies House.
Félagið var matvælafyrirtæki sem
einkahlutafélag Hannesar, Hörgá,
keypti árið 2006. Fjárfestingabank-
inn Straumur-Burðarás lánaði til
kaupanna og tók veð í félaginu.
Straumur skipaði umsjónarmann
með nauðasamningum félagsins í
apríl í fyrra og lauk gjaldþrotameð-
ferðinni með því að félagið var leyst
upp nú í lok febrúar. Annað félag í
eigu Hörgár, Novel Cheese Limited,
var sett í greiðslustöðvun af Straumi
um sama leyti. Stjórnarformaður
Hörgár er skráður Smári Sigurðsson,
faðir Hannesar.
Kröfur Straums á hendur félögun-
um tveimur námu meira en 6 millj-
örðum króna þegar félögin voru sett
í gjaldþrotameðferð í fyrra, sam-
kvæmt heimildum DV.
Samkvæmt heimildum DV þyk-
ir afar sérstakt að félög í matvæla-
rekstri hafi verið svo skuldsett en
þegar litið er á ársreikning Hörgár
frá árinu 2007 sést að félögin tvö eru
metin á tæplega 700 milljónir króna
samkvæmt bókfærðu verði. Tapið af
rekstrinum það árið var um 90 millj-
ónir króna.
Leystu félagið til sín
Þremur vikum áður en Straumur
lét skipa skiptastjóra yfir Novel Ol-
ive Limi ted í apríl í fyrra var Hann-
es Smárason skipaður framkvæmda-
stjóri yfir félaginu, samkvæmt annarri
tilkynningu frá bresku hlutafélaga-
skránni. Ekki liggur ljóst fyrir af hverju
þetta var gert en líklega var þetta ein-
hvers konar millileikur áður en gengið
var að félaginu og því komið í hendur
nýrra eigenda.
Straumur tók Novel Olive yfir um
svipað leyti og félagið fór í greiðslu-
stöðvun og seldi eignir félagsins til
að fá upp í kröfur sínar á hendur því.
„Þegar þetta fór til fjandans leysti
Straumur þetta til sín og seldi stjórn
félagsins hluta af eignum þess. Þá var
fullreynt að bankinn gæti fengið greitt
upp í kröfur sín- ar.
Þetta var það
sem kallast
skilgreint
veð og þetta
var bara tek-
ið af Hann-
esi. Straumur
bara tók þetta
af eig-
endunum og veðjaði á að stjórnend-
ur félagsins gætu rekið þetta áfram,“
segir heimildarmaður DV en félag
Hannesar var eitt af þeim fyrirtækj-
um sem Straumur tók yfir á Bretlandi
eftir bankahrunið, annað er til dæmis
knattspyrnufélagið West Ham. Stjórn-
endur Novel fengu lánsfjármögnun frá
Straumi til að kaupa hluta af eignum
þess samkvæmt heimildarmanni DV.
Strangt til tekið er því um að ræða
félag sem var formlega í eigu
Straums sem gengið hef-
ur verið frá í Bretlandi
en ástæðan fyrir því
að félagið hefur ver-
ið rekið í þrot eru
skuldir sem Hannes
stofnaði til.
Miklar afskriftir
af kröfunum
Heimildarmaður
DV segir að um-
talsverðar afskriftir
hafi verið af kröfum
Straums vegna fjárfestinga Hann-
esar. „Ég man ekki hvað kom upp í
kröfurnar en það voru umtalsverðar
afskriftir af þessum lánum. Það kom
eitthvað upp í kröfurnar en það var
ekki mjög mikið,“ segir hann.
Félagið sem slitið hefur verið er
því það sem Hannes Smárason setti
í þrot þegar hann átti Novel Olive
Limited. Eignir félagsins eru nú
komnar yfir á aðra kennitölu. Banki
á Íslandi, Straumur, ber því á endan-
um meirihlutann af kostnaðinum af
þessari fjárfestingu Hannesar.
Öll í erfiðleikum
Hannes Smárason býr sem kunnugt
er í London um þessar mundir. Hús-
ið við Talbot-götu í Notting Hill sem
hann býr í er í eigu félags á Guernsey
sem heitir Codrington Limited. Fé-
lagið fékk lánaða 3,1 milljón punda,
um 600 milljónir króna á núvirði, frá
Kaupþingi Singer og Friedlander til
að kaupa húsið, samkvæmt gögnum
sem DV hefur undir höndum. Ekki
FJÖGUR FÉLÖG
HANNESAR Í ÞROT
Kröfur Straums-Burðaráss á hendur tveimur breskum
matvælafyrirtækjum Hannesar Smárasonar námu meira
en 6 milljörðum króna. Öðru félaginu var slitið eftir gjald-
þrotameðferð í lok febrúar. Stór hluti krafna Straums
vegna fjárfestinga Hannesar í breskum matvælafyrir-
tækjum var afskrifaður.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Þegar þetta fór til fjandans leysti
Straumur þetta til sín
og seldi stjórn félagsins
hluta af þessu.
Öll í erfiðleikum Þau fjögur félög sem Ha
nnes stýrði í fyrra hafa öll verið
tekin til gjaldþrotaskipta eða eru í greið
slustöðvun. Félögin eru nú skráð hjá
skiptastjóra í Leeds. Skjalið sýnir þau fyr
irtæki sem Hannes Smárason stýrði í
fyrra og sem skráð voru til heimilis hjá h
onum í Notting Hill.
Félagi Hannesar slitið Félagi Hannesar
Smárasonar, Novel Olive Limited, var slitið
eftir gjaldþrotameðferð í lok febrúar. Skuldir
félagsins, og eins annars í eigu Hannesar, námu
meira en 6 milljörðum króna og þurfti Straumur
að afskrifa stóran hluta af kröfum sínum.
n Á nokkrum stöðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um Hannes
Smárason. Í 2. bindi skýrslunnar er fjallað um eignarhaldsfélagið Elliðatinda sem var
í eigu Gunnars Sturlusonar, lögmanns hjá Logos og vinar Hannesar. Vakin er athygli
á því í skýrslunni að þrátt fyrir að Hannes hafi ekki tengst félaginu lögformlega hafi
fjárfestingafélag hans Primus verið í ábyrgð hjá Kaupþingi vegna skulda Elliðatinda.
Í skýrslunni er rakið hvernig Hannes átti í viðræðum við Kaupþing um uppgjör vegna
skulda Elliðatinda. Skuldir félagsins námu þá meira en 1.500 milljónum króna. Elliða-
tindar skulduðu einnig meira en 200 milljónir króna í Landsbankanum. Á endanum
fór skuldauppgjör félagsins fram að Primus tók lán til að standa í skilum fyrir Gunnar
Sturluson og Elliðatinda. Það er þessi aðkoma Hannesar að skuldamálum Gunnars
Sturlusonar sem nefndinni þykir sérstök.
Hannes í skýrslunni: