Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Síða 8
RÁÐIST Á STEFÁN
LÖGREGLUSTJÓRA
8 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FRÉTTIR
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, slapp með
mar og skrámur þegar hann lenti
í áflogum síðastliðinn föstudag
en hann var fyrir tilviljun staddur
nærri útkallsstað í Þingholtunum.
Samkvæmt lýsingu sjónar-
votta voru átökin nokkuð har-
kaleg þar sem Stefán var í fyrstu
tekinn kverkataki en náði síðan
að hafa mótherja sinn undir. Í til-
raun til þess að koma viðkomandi
út úr húsinu þar sem áflogin hóf-
ust ultu þeir niður stiga af annarri
hæð og niður á jarðhæðina. Lokst
tókst Stefáni að koma manninum
út úr húsinu og þegar út var komið
komu fangaverðir frá Hegningar-
húsinu við Skólavörðustíg honum
til aðstoðar við handtökuna.
Nokkuð alvarlegt
Í gegnum talstöð lögreglu heyrði
Stefán útkall á Skólavörðustíg en
sjálfur var hann þá staddur í Þing-
holtunum á lögreglubifreið sinni
og brunaði þegar á vettvang. Þang-
að kom hann fyrstur og þurfti í
fyrstu að glíma einn síns liðs við
þann sem hringt var í lögreglu út
af. Það var ekki fyrr en Stefán hafði
komið manninum út úr húsinu
sem aðstoð barst. „Það var tilvilj-
un háð að ég var fyrstur á vettvang
þegar lögregla var kölluð til út af
manni sem lét ófriðlega. Þegar ég
kom á staðinn kom í ljós að útkall-
ið var nokkru alvarlegra en í fyrstu
var talið og ég þurfti að takast á við
manninn sem var í ójafnvægi,“ seg-
ir Stefán.
„Til að byrja með var ég einn
míns liðs en síðar fékk ég aðstoð frá
fangavörðum Hegningarhússins og
svo lögreglumönnum sem komu á
vettvang. Ég varð fyrir minni hátt-
ar meiðslum en ég hef orðið fyrir
meiri meiðslum í fótbolta.“
Mar og skrámur
Aðspurður segist
Stefán ekki hafa velt
því fyrir sér að hætta
væri á ferðum. Hann telur
atburðinn hafa verið góða
reynslu fyrir sig. „Ég tel það
hollt og gott fyrir alla stjórnendur
að kynnast öllum hliðum starfsins á
viðkomandi stofnun og þar af leið-
andi verkefnum á borð við þetta. Ég
get ekki sagt að þetta hafi verið auð-
velt en þetta fylgir bara þessu starfi.
Undir þetta þurfa lögreglumenn
að vera búnir og stjórnendur lög-
reglunnar eru líka undir það búnir
með þjálfun og æfingu. Þannig eig-
um við allir að vera undir það búnir
að takast á við óvænt og flókin verk-
efni,“ segir Stefán.
„Ég hugsaði ekkert út í það að
mér væri hætta búin og dvel ekki
við það eftir á. Þetta var verkefni
sem ég þurfti að takast á við og ég
hugsaði um að leysa það eins vel
og önnur verkefni. Lögreglumenn
standa almennt þétt saman og
þarna naut ég stuðnings innan
liðsins þar sem fleiri lög-
reglumenn leystu verk-
efni sín mjög vel í
þessu tilviki.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Ég hugsaði ekkert út í
það að mér væri
hætta búin og
dvel ekki við
það eftir á.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri lenti í áflogum við handtöku á föstudaginn er hann
var fyrir tilviljun staddur nærri útkallsstað í miðbænum. Stefán slapp með mar og
skrámur en gerir lítið úr meiðslum sínum: „Ég hef slasað mig meira í fótbolta,“
segir lögreglustjórinn lítilláti.
Lenti í slag Fyrir helgi
lenti Stefán lögreglustjóri í
áflogum við handtöku.
Öskusala á fullu
Netverslunin nammi.is hefur selt
ösku úr Eyjafjallajökli um allan heim.
Sófus Gústavsson, framkvæmdastjóri
nammi.is, sagði í samtali við Pressuna
að uppsett verð fyrir 160 grömm væri
um 3.900 krónur. Framtakið er ekki
tilkomið af einskærri gróðafíkn held-
ur rennur allur ágóði öskusölunnar
til Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Pöntun hefur borist alla leið frá Hong
Kong. „Þeir vilja fá ösku sem tekin er
með kílómetra millibili á svona 20
kílómetra löngu svæði og eru tilbúnir
að borga vel fyrir það. Þannig að ef
einhver á svæðinu vill tína þetta til, þá
erum við með seljanda.“
Magnað
ferðamannaland
„Ferðamannaland, sem býður upp á
eitthvað magnað, sem ekkert annað
land býður upp á og hefur þar að auki
fengið meiri kynningu fyrir undur
sín en nokkurt annað á ekki að þurfa
að kvíða framtíðinni,“ skrifar Ómar
Ragnarsson í bloggfærslu á Eyjunni.
Hann segir að hinn mikli fjöldi er-
lendra fréttamanna sem komið hafi
hingað vegna eldgossins muni bera
hróður landsins víða. „Þeir munu
fjalla um gosið frá nýjum sjónarhorn-
um, rólegri og yfirvegaðri en þeir sem
komu hingað meðan lætin voru sem
mest.“ Ómar hefur farið í fjölmargar
ferðir með erlenda fréttamenn, með-
al annars frá Al Jazeera.
Misstum
bandamann
Óvíst er um lyktir Icesave-deil-
unnar þar sem þingkosning-
ar eru á næstunni í Bretlandi og
Hollandi. Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra segir að Íslend-
ingar hafi misst bandamann þeg-
ar Wouter Bos fjármálaráðherra
gekk úr ríkisstjórn Hollands. „Við
vitum að það eru sjónarmið í hol-
lenskum stjórnmálaflokkum okk-
ur ákaflega mótdræg. Og miklu
harðari en þau, satt best að segja,
en við vorum þó að eiga við í frá-
farandi ríkisstjórn. Við misstum
þar út í raun þann bandamann
sem var kannski einna velviljað-
astur okkur þrátt fyrir allt, og lagði
mikið á sig til að reyna að leysa
málið þar sem var Wouter Bos og
flokkur hans,“ sagði Steingrímur í
viðtali við mbl.is.
Varaformaður í heil-
brigðisráðuneytið
Elva Björk Sverrisdóttir, fyrrverandi
varaformaður Blaðamannafélags
Íslands, hefur verið ráðin upplýs-
ingafulltrúi heilbrigðisráðuneytis-
ins, í afleysing-
um. Fyrrverandi
blaðamaður-
inn Andrés Ingi
Jónsson gegndi
starfinu áður og
leysti þar áður af
sem upplýsinga-
fulltrúi umhverf-
isráðuneytisins.
Hann hefur nú verið ráðinn aðstoð-
armaður heilbrigðisráðherra. Hvor-
ugt var ráðið í nýja starfið með aug-
lýsingu. Elva Björk mun gegna stöðu
sinni tímabundið og því þarf ekki
að auglýsa starfið. Þá er ekki krafist
auglýsingar vegna aðstoðarmanna
ráðherra.
Tveir tvítugir karlmenn voru hand-
teknir á mánudagskvöld fyrir árás á
hjón á sjötugsaldri í Reykjanesbæ og
dóttur þeirra sem er á fertugsaldri.
Árásin átti sér stað við heimili hjón-
anna. Þeir köstuðu manninum í göt-
una og spörkuðu í kvið hans. Maður-
inn nefbrotnaði, handleggsbrotnaði og
hlaut áverka í andliti. Hann var undir
eftirliti á Landspítalanum í gær. Dóm-
ari ákveður í dag hvort mennirnir verði
úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Tilkynnt var um árásina klukkan
22 á mánudagskvöldið og voru tveir
menn á tvítugsaldri handteknir hálf-
um öðrum tíma seinna grunaðir um
árásina. Þeir hafa margsinnis komist
í kast við lögin áður þrátt fyrir ungan
aldur að sögn lögreglunnar á Suður-
nesjum. Þeir voru í annarlegu ástandi
þegar þeir voru handteknir og var ekki
hægt að yfirheyra þá fyrr en í gær. Sam-
kvæmt heimildum DV tengist árásin
barnabarni gömlu hjónanna. Það er
maður um tvítugt sem býr hjá afa sín-
um og ömmu en var ekki heima þegar
árásin átti sér stað. Talið er að árásar-
mennirnir hafi ætlað að rukka barna-
barnið um 30 þúsund krónur sem það
skuldaði stúlku sem er vinkona árásar-
mannanna. Ekki mun vera um fíkni-
efnaskuld að ræða. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur barnabarn hjónanna
ekki verið í óreglu eða komist í kast við
lögin.
as@dv.is
Tveir tvítugir karlmenn réðust á hjón á sjötugsaldri í Reykjanesbæ:
Hrottaleg árás á eldri hjón
Þekktir ofbeldismenn Mennirnir
tveir sem grunaðir eru um árásina hafa
margsinnis komist í kast við lögin þrátt
fyrir ungan aldur.