Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 10
Margt bendir til þess að hópur manna með tengsl inn í forystu Sjálf- stæðisflokksins, bankana og nokk- ur útrásarfyrirtæki hafi snemma árs 2008 lagt á ráðin um að veita pening- um lífeyrissjóðanna inn í illa gjald- færa banka og jafnvel útrásarfyrir- tæki í gjaldeyris- og fjárþröng. Árni Mathiesen, þáverandi fjár- málaráðherra, lagði fram frumvarp í apríl það ár um heimild lífeyrissjóða til þess að lána allt að 25 prósent eigna sinna í formi verðbréfa. Á sama tíma hvöttu eigendur og stjórnendur Icelandair mjög til þess að lífeyris- sjóðir hættu fé sínu til kaupa í flugfé- laginu. Helstu eigendur Icelandair á þessum tíma voru félög í eigu Mile- stone og Engeyjarbræðranna Ein- ars og Benedikts Sveinssonar, föð- ur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfur skrifaði Bjarni ekki undir nefndarálit efna- hags- og viðskiptanefndar þar sem lagt var til að þrengja mjög mögu- leika lífeyrissjóðanna til þess að lána eignir í formi verðbréfa. Á árinu 2008 námu heildareignir lífeyrissjóðanna um 1.600 milljörð- um króna. Með samþykkt frumvarps þáverandi fjármálaráðherra hefðu lífeyrissjóðirnir fengið heimild til að lána 400 milljarða króna í formi verð- bréfa og taka þátt í skortsölumarkaði. Augljóst má vera að aukinn þrýst- ingur á fyrirgreiðslu lífeyrissjóðanna við illa gjaldfæra banka og stórfyrir- tæki snemma árs 2008 var til kom- inn vegna þrenginga á erlendum lánsfjármarkaði og neyðarástands hérlendis vegna skorts á erlendum gjaldeyri til þess að greiða af lánum. Frumvarp sem týndist Frumvarpi um að veita lífeyrissjóð- unum ofangreinda heimild til að lána fjórðung eigna sinna í formi verðbréfa fylgdi Árni Mathiesen úr hlaði 7. apríl 2008. Ljóst er að frum- varpið hafði fengið samþykki þing- flokka beggja stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylking- arinnar, áður en fjármálaráðherra fylgdi því úr hlaði. Athyglisvert er að á þessum tíma var Baldur Guðlaugsson ráðuneyt- isstjóri Árna í fjármálaráðuneytinu og voru verðbréfamál jafnframt á sérsviði hans. Baldur var auk þess stjórnarformaður Söfnunarsjóðs líf- eyrisréttinda á þessum tíma og sat í samráðshópi stjórnvalda, Seðla- banka og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika. Á þessum tíma var Árna og Baldri fullkunnugt um alvarlega stöðu bankanna og bjuggu að einhverju leyti yfir innherjaupp- lýsingum þar að lútandi sem Baldur taldi nokkrum vikum síðar að gætu orðið banabiti bankanna ef þær yrðu á almanna vitorði. Landssamband lífeyrissjóða hafði gert úttekt á fjárfestingarreglum líf- eyrissjóðanna og talið margt já- kvætt. Í þeirri úttekt var ekki að finna ákvæði um heimildir til lífeyrissjóða til verðbréfalána og virðist það meg- inatriði frumvarpsins hafa átt rætur að rekja til þeirra, hvorki á fyrri né síðari stigum. Öryggi númer eitt, tvö og þrjú Samkvæmt 6. grein frumvarps Árna M. Mathiesen átti lífeyrissjóðum að vera heimilt að lána verðbréf þó ekki hærri upphæð en 25 prósent af hreinni eign sjóðsins. Sérstök ákvæði voru um veð og aðrar tryggingar gegn slíkum lánum. Lánstími mátti vera allt að 12 mánuðum en þó væri lífeyrissjóðum heimilt að lána verð- bréf ótímabundið ef lánasamningur kveður á um heimild til innköllunar með eigi meira en fimm viðskipta- daga fyrirvara. „Þessi breyting (...) gengur ekki gegn þeim almennu varúðarsjónarmiðum sem liggja að baki ákvæðum um fjárfestingar líf- eyrissjóða,“ sagði Árni er hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði á Alþingi. Pétur H. Blöndal, Sjáflstæðis- flokki, minnti á það í ræðu sinni að lífeyrisgreiðslur væru ætlaðar til þess að sjá öldruðum og öryrkjum fyrir lífsviðurværi þegar þeir gætu ekki unnið lengur. „Menn þurfa því að fara mjög varlega með þennan sparnað og gæta hans eins og sjáald- urs auga síns, hann þarf að vera ör- uggur númer eitt, tvö og þrjú.“ Verðbréfabrask Ögmundur Jónasson, VG, hafði mjög miklar efasemdir um heimildir líf- eyrissjóða til þess að lána eignir sínar í verðbréfum. „Hér erum við að tala um það sem kallað hefur verið skort- staða, þegar einstaklingur eða fyrir- tæki selur eitthvað sem það ekki á. Við erum í rauninni að tala hérna um heimildir til að braska með verðbréf. Hugsunin er þá sú að aðili fái lánuð bréf lífeyrissjóðanna í þessu tilviki, selji þau en skuldbindi sig til að skila þeim aftur. Í millitíðinni ætlar við- komandi aðili að hafa grætt fé, haft hagnað. Ég velti því fyrir mér í þessu sambandi hvaða þýðingu það hef- ur að fara inn í markað og umhverfi og skilaboð og hagsmuni sem tengj- ast því að ná niður verði á bréfum ef margir eru orðnir hagsmunatengdir inn í slíka þróun. Þá velti ég því fyrir mér hvað það hefur í för með sér fyrir lífeyrissjóðina sem stóra eigendur að slíkum bréfum í íslensku efnahags- lífi,“ sagð Ögmundur. Stjórnarfrumvarp gufar upp Umræður um málið stóðu aðeins í um hálfa klukkustund og var mál- inu vísaði til efnahags- og viðskipta- nefndar. Þaðan barst álit frá nefnd- inni 26. maí 2008, undirritað af Pétri H. Blöndal og Herdísi Þórðardótt- ur Sjálfstæðisflokki og Lúðvík Berg- vinssyni og Ellert Schram Samfylk- ingunni. Bjarni Benediktsson og Gunnar Svavarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Nefndarálitið kvað meðal annars á um að minnka kvóta lífeyrissjóðanna til lána á verð- bréfum úr 25 prósentum af heildar- reign í 12,5 prósent. Frumvarpið náði aldrei inn í aðra umræðu af þremur og aðeins fjór- um mánuðum síðar var bankakerf- ið hrunið. DV hefur heimildir fyrir 10 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FRÉTTIR Þegar ljóst var orðið snemma árs 2008 að bankarnir væru hugsanlega allir á banabeði og útrásarfyrirtæki í stór- hættu vegna skorts á erlendu lánsfé vildu menn sækja í lífeyrissjóði landsmanna til að bjarga málum. Helstu eigendur Icelandair skoruðu á lífeyrissjóði að styrkja félagið með kaupum á hlutafé og á þingi lagði Árni M. Mathiesen fram frum- varp um heimild lífeyrissjóða til þess að lána fjórðung eigna sinna í formi verðbréfa. SÓTTU Í LÍFEYRI ALMENNINGS JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Frumvarpið náði aldrei inn í aðra umræðu af þremur og aðeins fjórum mánuð- um síðar var bankakerf- ið hrunið. Gjaldeyrisnauð Markaðir fyrir erlent lánsfé voru lokaðir, bankarnir komnir að fótum fram og útrásarfyrirtæki eins og Milestone á heljar- þröm í byrjun árs 2008. Eignir lífeyrissjóðanna urðu þar af leiðandi girnilegri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.