Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FRÉTTIR Sigmar Vilhjálmsson neitar að Jón Ásgeir Jóhannesson sé tengdur Fabrikkunni: Jón Ásgeir ekki í hamborgurunum „Er þetta grín? Það er eins lítið til í þessu og eignarhluti hans er í félag- inu,“ svarar Sigmar Vilhjálmsson, eig- andi Hamborgarafabrikkunnar, að- spurður hvort sögusagnir þess efnis að Jón Ásgeir Jóhannesson eigi helmings- eignarhlut í Fabrikkunni séu sannar. Sigmar gefur lítið fyrir þennan orðróm en segir hins vegar að það gæti vel farið svo að Jón Ásgeir gæti orðið hluthafi í framtíðinni enda hafi þeir ekkert á móti honum. Það sé hins veg- ar það mikið að gera á staðnum núna að ekki sér þörf á öðrum meðeiganda. „Það er einn meðeigandi með okkur Jóa að staðnum og það er Skúli Gunn- ar Sigfússon, oft kenndur við Subway.“ Viðskiptin blómstra á Hamborg- arafabrikkunni og Simmi segir þá fé- laga ekki geta verið annað en glaða með móttökurnar sem staðurinn hef- ur fengið. „Þetta hefur bara gengið vonum framar,“ segir Simmi og bæt- ir við að ansi mikið sé búið að vera að gera hjá þeim. Það hafi orðið upp í tveggja tíma bið eftir borði þegar hvað mest var. „Það er nú dálítið síðan það var, ég held að það verði ekki daglegt brauð hjá okkur. Sumir segja að þetta sé of lítill staður miðað við aðsóknina sem er núna en ég held það sé betra að hugsa frekar hvernig þetta komi til með að lenda í framtíðinni,“ segir Sig- mar og bætir við: „það er náttúrlega óraunhæft að ætla að aðsóknin verði alltaf svona mikil.“ Sigmar ítrekar svo að þeir hafi ekkert á móti Jóni Ásgeiri og hann sé jafnvel velkominn að verða hluthafi í framtíðinni. „Það er bara ekki þörf á því eins og er,“ segir hann. viktoria@dv.is Bara Skúli Sigmar Vilhjálmsson segir að Skúli Gunnar Sigfússon sé eini meðeigandi þeirra Jóhannesar að staðnum. Síðasta haust bjó austurrískur ferða- maður í leyfisleysi í Háskólanum á Bifröst um tveggja mánaða skeið. Það var fyrir tilviljun sem upp komst um viðkomandi og var lögregla þá kölluð til. Eftir því sem DV kemst næst er ferðamaðurinn á þrítugsaldri og kemur frá Evrópu. Hann var hér í hlutverki ferðamanns og kom sér í makindum fyrir í háskólabygging- um á Bifröst og dvaldi þar í tæpa tvo mánuði. Ferðamaðurinn svaf á mismunandi stöðum í háskólan- um, meðal annars í kjallaranum, og gerði sig talsvert heimakominn meðal annars með því að neyta matar í mötuneytinu. Starfsfólk og nemendur skólans áttuðu sig ekki á laumuíbúanum fyrr en tveimur mánuðum eftir komu hans. Bjó í kjallaranum Samkvæmt heimildum DV flutti laumuíbúinn evrópski sig iðulega til innan háskólabygginganna og dvaldi næturlang á mismunandi stöðum. Oft svaf hann á háalofti skólans en einnig víðar. Þegar starfsmenn skól- ans uppgötvuðu þennan óboðna gest var þegar kallað á lögreglu til að fjarlægja hann. Ágúst Einarsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, staðfestir að ferða- maðurinn erlendi hafi gist um tíma í skólanum og það oftast í upphit- aðri kompu í kjallaranum. Hann segir ferðamanninn austurrískan og leggur áherslu á að engum nemanda hafi verið hætta búin. „Ég varð ekki var við neinn ótta hjá nemendum. Hann kom hérna og faldi sig þar sem hann fann kompu með hitakút. Þar hafði hann komið sér fyrir og nælt sér í mat einhvers staðar. Á endan- um sáu menn honum bregða fyrir án þess að kannast við hann og þá fór- um við að leita að honum. Það var eftir einhvern tíma og á endanum fannst hann. Það verða engir frekari eftirmálar af þessu af hálfu skólans,“ segir Ágúst. Frekar skondið Aðspurður segir Ágúst skýringu Aust- urríkismannsins hafa verið þá að hann hefði verið peningalítill og ekki haft efni á annarri gistingu. Hann útilokar ekki að viðkomandi hafi gert sig heimakominn víðar á landinum. „Hann hafði verið að ferðast eitthvað hér á landi og lifað á loftinu þar sem hann var peningalítill. Þarna hefur hann séð leið og okkur fannst þetta bara skondið þegar þetta uppgötv- aðist og að svona geti gerst,“ segir Ágúst. „Þetta er eitthvað sem við höf- um ekki áhyggjur af. Hann þekkti engan í skólanum og við vitum ekki af hverju hann kom hingað. Allt í einu kannaðist enginn við hann og kannski hefur hann lagt sig víðar en hjá okkur. Sennilega hef- ur honum síðan liðið svona vel hjá okkur. Eftir að hann fannst var hann sendur suður og við höfum ekkert séð hann síðan.“ trausti@dv.is TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Í nærri tvo mánuði leyndist evrópskur ferðamaður á þrítugsaldri í byggingum Háskólans á Bifröst þar sem hann svaf á mismunandi stöðum. Fyrir tilviljun komst upp um hann og var lögregla þá kölluð til. Ágúst Einarsson rektor segir uppákomuna skondna. Á endanum sáu menn honum bregða fyrir án þess að kannast við hann og þá fórum við að leita að honum. LAUMUÍBÚI Á BIFRÖST Ágúst Einarsson „Þetta er eitt- hvað sem við höfum ekki áhyggjur af. Hann þekkti engan í skólanum og við vitum ekki af hverju hann kom hingað. Fór á milli staða Samkvæmt heimildum DV færði ferðamaðurinn sig iðulega á milli staða og gisti næturlangt í nærri tvo mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.