Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 13
FRÉTTIR 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 „Kannski var ég grunlaus og trú- gjarn fyrir. En það kom mér á óvart í hve miklum mæli veruleiki okkar er hannaður af sérhagsmunaöflum og hve lítið viðnám er í íslensku sam- félagi gegn þeirri iðju ef iðju skyldi kalla.“ Þannig tók Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor til orða í upphafi erindis um bankahrunið í Háskóla Íslands skömmu fyrir síðustu helgi. Vilhjálmur byrjaði á því að gera grein fyrir persónulegum lærdómi sínum af því að vinna sem formaður sið- fræðihóps rannsóknarnefndar Al- þingis. Vilhjámur sagði að þessi hönn- un veruleikans færi fram innan fjár- málageirans, í stjórnmálunum og loks á opinberum vettvangi borgar- anna sjálfra þar sem skoðanamynd- unin á sér stað. Þar leiki fjölmiðl- ar lykilhlutverk og háskólar hafi þar einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Upplýsingum hagrætt Vilhjálmur vakti athygli á hversu sterka stöðu upplýsingafulltrúar höfðu innan fjármálafyrirtækjanna. Þannig hefði upplýsingafulltrúi Kaupþings banka verið í efsta þrepi valdakerfis bankans. Dæmi væru um að regluverðir innan bankanna, sem gæta þess meðal annars að far- ið sé að lögum í bankaviðskiptum, hefðu ekki átt eins greiðan aðgang að stjórnendum bankanna og þeir sem fást við að bæta ímynd bankanna. Hann sagði að þessir upplýsinga- fulltrúar ættu það til að afvegaleiða blaða- og fréttamenn. Dæmi væru um að menn hagræddu upplýsing- um til þess að gefa fegurri mynd af hlutunum. Hann tók dæmi af blaða- manni, sem hafði hætt að skrifa um viðskiptalífið en farið þess í stað að fjalla um daglegt líf. „Mikill óskap- legur munur er að hafa á tilfinning- unni allan daginn að viðmælendur séu að segja manni satt,“ er haft eftir þeim blaðamanni. Bankarnir sjálfir, stjórnmála- menn og fjölmiðlar héldu því fram að vandi bankanna væri öðru frem- ur ímyndarvandi. Sem dæmi benti Vilhjálmur á að í minnisblaði Dav- íðs Oddssonar eftir afdrifaríka ferð til London í febrúar 2008 hefði ver- ið nefnt að þörf væri á að fara í eins konar „road-show“ til þess að efla tiltrú á bankana. Þannig hefði staða bankanna æ oftar verið tengd við trausta stöðu ríkisins og og ábyrgð smám saman þar með færð yfir á al- menning. Temprun valdsins Vilhjálmur sagði að fyrir fram mætti gefa sér að sérhagsmunagæsla væri fyrir hendi í þjóðfélaginu. En jafn- framt yrði að ætla að fyrir hendi væri eitthvert viðnám gegn slíku á mis- munandi vettvangi innan samfélags- ins. „Á Alþingi vinnur umræðuhefð- in nánast gegn slíku viðnámi. Þar eru menn í skotgrafahernaði og þar koma kappræðusiðirnir í veg fyrir að athugasemdir og gagnrýni sé tekin til málefnalegrar skoðunar í því skyni að leiða hið sanna í ljós.Þar skiptir meira máli hvaðan athugasemdirnar koma og ef þær eru frá minnihlutan- um skipta þær ekki máli... Alþingi var ómyndugt í þessari atburðarás allri.“ Vilhjálmur velti fyrir sér afleiðing- um þess að Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Til upprifjunar má geta þess að Þjóðhagsstofnun var lögð niður eftir að hún hafði gagnrýnt efnahags- stefnu ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Þegar stjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks kynnti frumvarp um að leggja stofn- unina niður á vorþingi 2002 sagði Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, að um væri að ræða hreina hefndaraðgerð vegna þess að Davíð hugnaðist ekki gagnrýni stofnunarinnar. „Það hefði getað verið viðnám þar, við vitum það auðvitað ekki,“ sagði Vilhjálmur í erindinu. „Og þetta varpar ljósi á almennt óþol, sem er eiginlega plagsiður í íslensk- um stjórnmálum, gagnvart sérfræði- þekkingu sem í þroskaðra lýðræði er séð sem eðlileg temprun á meðferð valdsins.“ Skaðlegt plagg Mishkins og Tryggva Vilhjálmur fann að því að íslensk- ir stjórnmálamenn litu svo á að þeir fengju sterkt umboð í kosningum á fjögurra ára fresti, teldu sig fara með það innan ramma laga, og legðu verk sín svo í dóm kjósenda. Þeir hefðu ekki talið neina þörf á að tempra vald sitt með sérfræðiálitum eða jafnvel stofnunum sem eðlilegt væri að taka tillit til í hófsamri meðferð valdsins. „Hvar var viðnáms að vænta? Ég held að það hafi verið að minnsta kosti á tveimur stöðum, annars veg- ar frá fjölmiðlum,“ sagði Vilhjálmur. Upplýsingahlutverk fjölmiðla er ótví- rætt og með því að grafa upp upplýs- ingar, semja fréttir og birta þær rækja þeir það hlutverk að mati hans. En fram hefur komið að fréttir af fjár- málafyrirtækjunum hafi verið um of á þeirra eigin forsendum. „Hins vegar eigum við að geta vænst viðnáms við spuna frá fræða- samfélaginu. Þetta gaf tilefni til þess að ræða háskólasamfélagið í skýrsl- unni... Fjölmiðlamenn sögðu iðu- lega að sérfræðingar væru ófúsir til þess að tjá sig um fjármálalífið. Og svo bættu þeir reyndar við að þeir hefðu allir verið á mála hjá bönkun- um. Við létum kanna það eftir okkar leiðum hvort viðskipta- og hagfræð- ingar hefðu verið með verktaka- greiðslur hjá bönkunum. Það kom ekkert út úr því.“ Vilhjálmur gat síðan um tvær skýrslur sérfræðinga sem báðar voru kostaðar af Viðskiptaráði og höfðu áhrif í atburðarásinni, einkum sú sem skrifuð var vorið 2006 eftir „litlu kreppuna“ sem þá reið yfir. Þarna átti Vilhjálmur við skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar og bandaríska hag- fræðingsins Frederics Mishkin um fjármálastöðugleika. „Margir við- mælendur okkar í hagfræðingastétt sögðu að þetta hefði verið ógagnlegt plagg eða skaðlegt...“ Hlutverk háskólamanna „Í lýðræðissamfélagi, þar sem um- ræðuhefðir eru ekki sterkari en raun bar vitni og fjölmiðlar voru faglega veikir er mjög mikilvægt að háskólamenn séu meðvitaðir um það að lýðræðislegt samfélag, sem ber til dæmis virðingu fyrir málfrelsi og tekur mið af þekkingu, er forsenda góðs háskólastarfs. Upplýsingalæsi er mjög mikilvægt í flóknu samfélagi og fólk þarf oft aðstoð til að mynda sér skoðanir. Þar reynir oft á hlut sérfræðinga. Ég er ekki að tala um þá almennu hvatningu að háskólamenn eigi alltaf að blanda sér í þjóðmálaum- ræðu. Það gera þeir eins og hverjir aðrir borgarar. En það er mikilvæg borgaraleg skylda háskólamanna að koma fram í umræðu sem krefst sérþekkingar til að varpa ljósi á mál og gera fjölmiðlum og almenningi betur kleift að rýna í þau og mynda sér upplýstar skoð- anir.“ Hin mjúku yfirráð Vilhjálmur minntist jafnframt á að í stað boðvalds að ofan væri nú beitt mýkra valdi innan viðskiptalífsins með umbun og án nokkurrar vald- beitingar. Menn fengju styrki og umb- un af ýmsu tagi og það yrði síðan hvati til þess að beita sjálfan sig þöggun eða sjálfsritskoðun. Þetta þyrfti að hugsa á nýjan hátt og taka á í framtíðinni. Þá yrðu upplýsingafulltrúar að huga að aukinni fagmennsku, „en fag- mennska hefur alltaf samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Alþingi þarf að styrkjast gagnvart framkvæmdavald- inu... Háskólamenn þurfa að endur- skoða borgaralegar skyldur sínar og sporna gegn hagsmunaárekstrum... Árvökulir hugsandi borgarar, sem láta sig samfélagið varða, eru varanlegasta viðnámið gegn því að við festumst aft- ur í sýndarveruleika ímyndarspun- ans.“ JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is HANNAÐUR VERULEIKI Vilhjálmur Árnason, heimspekiprófessor og formaður siðfræðihóps rannsóknarnefndar Alþingis, játar að það hafi komið sér á óvart í störfum fyrir rannsóknarnefndina í hve ríkum mæli daglegur veruleiki sé hannaður af sérhagsmunaöflum og hve lítið viðnám hafi verið gegn slíkri iðju. Hann gagnrýnir harðlega skotgrafahernað og kappræðusiði á Alþingi. Árvökulir hugsandi borgarar, sem láta sig samfé-lagið varða, eru varanlegasta viðnámið gegn því að við festumst aftur í sýndarveruleika ímyndarspunans. Mikill áhugi Fyrirlestrar um bankahrunið og skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru fjölsóttir í Háskóla Íslands. MYND RÓBERT REYNISSON Hönnun veruleikans Það kom Vilhjálmi Árnasyni á óvart hversu mikil tök sérhagsmuna- afla virtust vera á því að hanna veruleikann fyrir almenning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.