Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Síða 17
FRÉTTIR 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 17
Erfitt verkefni
Demókratinn Mitch Landrieu hefur
tekið við sem borgarstjóri New Or-
leans. Óhætt er að segja að nýi borg-
arstjórinn komi inn á erfiðum tíma,
því íbúar New Orleans leggja nú allt
kapp á að vernda lífríkið við strend-
ur Mexíkóflóa fyrir hinum risastóra
olíuleka sem valdið hefur miklu um-
hverfistjóni síðustu daga. Fiskveiðar
á svæðinu hafa þegar verið bannað-
ar með öllu næstu 10 daga á meðan
reynt er að ná tökum á olíulekanum.
Myrti 73 ára nunnu
Brasilískur bóndi hefur verið dæmd-
ur fyrir morð á bandarískri nunnu
árið 2005. Regivaldu Galvao fékk
30 ára fangelsisdóm fyrir að myrða
nunnuna Dorothy Stang, en hún
hafði barist ötullega fyrir því að
vernda lífríkið í Amazon-regnskóg-
inum. Sjálfur vildi morðinginn hins
vegar stunda þar skógarhögg. Hann
réð því leigumorðingja og borgaði
honum á fimmtu millljón króna til
þess að myrða hina 73 ára gömlu
nunnu.
Morð við
barnaskóla
Þrír létust í skotbardaga fyrir utan
barnaskóla í borginni Ciudad Juárez
í Mexíkó í síðustu viku. Börn voru að
leik fyrir utan skólann þegar byssu-
menn sem komu akandi á bíl hófu
skothríð á annan bíl. Tveir karlar
og ein kona voru í bílnum og létust
þau öll. Gríðarleg ofbeldisalda hefur
riðið yfir Mexíkó síðustu ár. Fyrr um
daginn höfðu byssumenn ráðist inn
á bar og dregið átta menn út á bíla-
plan þar sem þeir voru teknir af lífi.
Vill sanngirni
Kvikmyndaleikstjórinn Roman Pol-
anski hefur rofið þögnina varðandi
kröfu um að hann verði framseldur
frá Sviss til Bandaríkjanna fyrir 33
ára gamalt kynferðisbrot gegn 13 ára
unglingsstúlku. Óskarsverðlauna-
hafinn sagði málsaðila vilja fá hann
til baka svo hægt væri að fórna hon-
um „á sviði fjölmiðlanna“. Polanski,
sem er í stofufangelsi í Sviss, talaði
um málið á vefriti stuðningsmanns,
heimspekingsins Bernard-Henri-
Levi. „Ég bið einungis um að komið
sé fram við mig af sanngirni,“ sagði
þessi 76 ára leikstjóri, sem yfirgaf
Bandaríkinn 1978, áður en hann
hlaut dóm.
Younus Abdullah Muhammed segist ekki tengjast sprengjutilræðinu í New York:
South Park-skelfir lýsir sakleysi
Hópur íslamskra öfgamanna sem
hótuðu höfundum South Park-þátt-
anna, eftir að þeir birtu mynd af
Múhammeð spámanni í bangsa-
búningi á dögunum, neita allri aðild
að sprengjutilræðinu á Times Squ-
are í New York um helgina. Engu
munaði að Nissan Pathfinder-jeppi
spryngi í loft upp á laugardagskvöld,
þegar götusölumaður kom auga á
að reyk lagði frá bílnum. Við nánari
eftirgrennslan lögreglu, kom í ljós
að bílnum hafði verið breytt í öfluga
bílsprengju sem hefði getað valdið
miklu tjóni.
Younus Abdullah Muhammed,
maðurinn á bak við vefsíðuna revolu-
tionmuslim.com, þar sem hótanirn-
ar í garð South Park-manna birtust,
sagði við bandaríska fjölmiðla að það
væri fráleitt að tengja hann við at-
hæfið. Fyrir nokkrum vikum birti vef-
síðan yfirlýsingu um að það væri ekki
ólíklegt að það myndi fara eins fyrir
þeim Trey Park er og Matt Stone, eins
og fór fyrir hollenska kvikmynda-
gerðarmanninum Theo Van Gough,
sem var myrtur árið 2004 fyrir um-
fjöllun sína um múslíma. Múhamm-
eð segist þó hvergi hafa komið ná-
lægt málum. „Heldur þú að ég myndi
skipa einhverjum að sprengja upp
byggingu á miðju Times Square?“
sagði maðurinn. „Þetta hafði ekki
neitt að gera með deiluna í kringum
South Park.“
Athygli vakti að maðurinn sást í
nágrenni við staðinn þar sem bíllinn
fannst, hvar hann hélt á gjallarhorni
og lýsti því yfir að Barack Obama,
forseti Bandaríkjanna, væri fasisti.
Hann hafi þó haft fullt leyfi frá lög-
reglunni til að standa fyrir mótmæl-
um.
Umdeildir Grínistarnir Trey Parker og
Matt Stone gefa ekki mikið fyrir pólitíska
rétthugsun og hafa oft valdið hneykslun.
„GUÐ MINN GÓÐUR“
þjóðarbússins vegna Icesave-samn-
inganna við Breta og Hollendinga
um það bil 160 prósentum af þjóðar-
framleiðslu næsta árs. Í samanburði
við efnahagsvanda Grikkja þá nema
skuldir þeirra 115 prósentum af þjóð-
arframleiðslu Grikklands á síðasta
ári.
Mótmæli og verkföll í Aþenu
Mörg hundruð mótmælend-
ur sýndu óánægju sína í Aþenu á
þriðjudag, þar sem þeir meðal ann-
ars hengdu upp stóra borða við
fornminjarnar á Akrapolishæð með
áletrunininni: „Íbúar Evrópu, rís-
ið á fætur!“ Mótmælendurnir eru
ósáttir við þann mikla niðurskurð
sem blasir við í landinu til þess að
bjarga efnahag landsins. Aðgerðir
grískra yfirvalda hafa í för með sér
að laun í opinbera geiranum munu
ekki hækka á næstunni. Þá verð-
ur lífeyrir skorinn niður auk þess
sem skattar verða hækkaðir. Op-
inberir starfsmenn voru áberandi
í mótmælunum í Aþenu á þriðju-
dag. Þeirra á meðal voru kennarar
og heilbrigðisstarfsfólk. Búist er við
verkföllum um allt landið á mið-
vikudag og næstu daga í mótmæla-
skyni.
Ósáttir Mótmælendur hrópuðu slagorð í mót-
mælaskyni fyrir utan þinghúsið í Aþenu á þriðju-
dag. Mótmælendur eru brjálaðir yfir fyrirhuguðum
niðurskurði í Grikklandi, til þess að geta staðið
straum af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. MYND AFP