Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Side 18
BRÆÐURNIR ASH
OG CASH
n Þeir bræður Magnús Tumi
Guðmundsson jarðfræðingur og
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri eru báðir
þjóðþekktir.
Magnús Tumi
er sérfræðing-
ur í f lestu sem
snýr að eldgos-
um og öskufalli
en Már býr yfir
hvað mestri
þekkingu á
efnahagsmálum og öllu sem snýr
að peningum. Þótt það sé ekki á
allra vitorði að þarna séu bræður
á ferð eru þó margir sem þekkja
til þeirra. Húmoristar í þeim
hópi hafa nú gefið bræðrunum
uppnefni sem vísar til peninga
og ösku. Þeir kallast nú „Ash“ og
„Cash“.
GUÐLAUGUR
UTANGARÐS
n Drottningarviðtal Fréttablaðsins
við Guðlaug Þór Þórðarson alþingis-
mann á mánudag vakti talsverða at-
hygli og sumpart
ógleði. Blaða-
maðurinn spurði
þeirra spurn-
inga sem skiptu
máli en svörin
voru út og suður
án þess að reynt
væri að krefja
þingmanninn
um skýr svör. Guðlaugur fjallar
talsvert um að hann sé utangarðs-
maður í Sjálfstæðisflokknum, eins
konar alþýðuhetja. Svo virðist sem
hann sé að sækjast eftir samúð vegna
umræðunnar um himinháa styrki
sem nú sliga flokk hans. Búast má
við leiðara frá vini Guðlaugs, Ólafi Þ.
Stephensen ritstjóra, í kjölfarið.
SAMMÁLA UM
KRISTJÁN
n Einn harðasti andstæðingur Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar er Davíð
Oddsson, ritstjóri og vanrækslumað-
ur. Óljóst er af hverju Davíð hefur
ímugust á þing-
manninum en
þeir eru ósam-
mála um flest.
Þó er eitt sem
sameinar þessa
miklu fjendur.
Báðir eru þeir
harðir andstæð-
ingar Bjarna
Benediktssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins. Þetta braust fram af
fullum þunga þegar umbótasinninn
Kristján Þór Júlíusson alþingismaður
bauð sig fram til formennsku í flokkn-
um. Flokksbrot Davíðs og Guðlaugs
studdu Kristján.
LEYNISAMNINGUR
n Frétt DV um að Jón Ásgeir Jóhann-
esson hefði boðið Þórhalli Gunnars-
syni, þáverandi dagskrárstjóra Ríkis-
útvarpsins, 200 milljónir króna fyrir
að færa sig til Stöðvar 2 vakti mikla at-
hygli. Þórhallur var aftur á móti fastur
fyrir og sagði nei. Ósögð er sú saga
þegar Jón Ásgeir samdi á leynifundi
við Sigurjón Magnús Egilsson um
að yfirgefa Blaðið og koma til starfa á
DV sem ritstjóri. Þá var gerður feitur
samningur þótt hann væri ekki af
þeirri stærðargráðu sem Þórhalli var
boðin.
Í fjölmiðlum verður reglulega sá atburður að gúrkutíð gengur í garð og hinar minnstu fréttir verða skyndilega stórar í slíkum
aðstæðum. Nú þegar farið er að slá í
efnahagshrunið, rannsóknarskýrsl-
una og eldgosið á sér stað hin óum-
flýjanlega niðurkoðnun fjölmiðlanna
og þeir fara að flytja gervifréttir. Þetta
gerðist þó mun fyrr en búist var við.
Frétt vikunnar var að Már Guðmundsson ætti að fá 400 þúsund króna launahækkun. Næsta frétt var að þingmað-
ur Samfylkingar-
innar vildi ekki að
hann fengi hana.
Því næst vildi Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir það ekki og
ekki heldur Stein-
grímur J. Sigfús-
son. Svo kom á
daginn að Már
Guðmundsson
sjálfur vildi alls
ekki launahækk-
unina og að hún
stóð aldrei til.
Allar fréttirnar
snerust um eitt-
hvað sem aldrei
varð og
aldrei átti
að verða.
Í þar-síðustu viku var stærsta málið í fjölmiðlunum að Ólafur
Ragnar Grímsson forseti sagði
að Kötlugos væri yfirvofandi á
Íslandi á þessari öld, og að það
yrði að líkindum stærra en
gosið í Eyjafjallajökli. Þetta
er eldgömul frétt og hún
segir sig sjálf, en engu að
síður varð gríðarleg frétta-
syrpa um að forsetinn hefði
sagt frá þessari staðreynd,
hvar hann sagði frá henni
og hvernig. Atburðurinn var
enginn, heldur voru aðeins
fréttir af því að einhver
sagði eitthvað. Eins og í
gamla góða góðærinu þeg-
ar fjölmiðlar nenntu ekki
að fjalla um atburði, heldur
bara orð.
Nú í vikunni kom svo enn ein fréttin sem var stormur í vatns-glasi, þar sem mý-
fluga breyttist í úlfalda og þar
sem fjallið tók jóðsótt og það
fæddist mýsla. Þetta var fréttin
um nasistakveðju Eiðs Smára
Guðjohnsen. Allir helstu fjöl-
miðlar landsins sögðu frá því
að sagt hefði verið frá því að
Eiður hefði heilsað að nasista-
sið, með fingur við efri vör til að
tákna framlag Adolfs Hitler til
mottumars árin 1930 til 1945.
Svo kom í ljós að Eiður var ekki
með nasistakveðju, heldur var
hann bara að hæðast að Mex-
íkóum.
Þótt það megi ekki gera grín að nasistum er full-komlega í lagi að gera lítið úr Mexíkóum,
þannig að Eiður var hafð-
ur fyrir
rangri
sök.
Mexíkó-
ar eru litlir
og skrýtnir.
Þeir eru jafnan
með yfirvarar-
skegg og svokall-
aða Mexíkóa-hatta. Þeir
drekka tequila og borða búr-
rító. Svínaflensan varð til í Mex-
íkóa sem átti of náið samneyti við
gelti, gyltur og grísi. Sumum hlutum
verður hins vegar að sýna virðingu og
nasisminn virðist vera einn af þeim.
Það var til dæmis mjög ósmekklegt
af Charlie Chaplin að gera grín að
Hitler í myndinni The Great Dictator
árið 1940.
Eiður Smári ætti að vera beð-inn afsökunar vegna þess að hann var vændur um að hæð-ast að nasistum, þegar hann
í reynd var að gera lítið úr þjóðerni
fólks.
Arriba, arriba! Adios amigos!
HA, HA, MEXÍKÓI!
„Já, meira en við
ráðum við. Við
þurfum að fara að
kalla út fólk til að
safna ösku,“ segir
Sófus Gústavs-
son, eigandi
nammi.is.
Vefverslunin
býður 160
grömm af ösku til
sölu á 30 dollara eða 3.900 krónur.
Ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til
Landsbjargar.
FÁIÐ ÞIÐ MARGAR
PANTANIR?
„Hefur undirritaður
aldrei svitnað eins mikið
við störf sín sem blaða-
maður.“
n Elvar Geir Magnússon, blaðamaður
Fréttablaðsins, í umfjöllun sinni um leik
Aftureldingar og Gróttu í umspili um sæti í N1
deild karla. Stemningin í Mosfellsbæ var hreint
út sagt ótrúleg og hitinn í húsinu eftir því. -
Fréttablaðið
„Ég vil hvorki
staðfesta þetta
né tjá mig um
þetta.“
n Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi
dagskrárstjóri á RÚV og ritstjóri Kastljóss, um
það hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hafi boðið
honum 200 milljónir fyrir að koma aftur yfir á
Stöð 2. - DV
„Hendið frá
ykkur kústin-
um, tuskunni og
börnunum.“
n Ásdís Rán er með skialboð til allra kvenna á
landinu með nýja laginu sínu. Hún vill allar
konur út á dansgólfið til að finna „Ránina“ í sér.
- pressan.is
„Ég held ég hafi
stutt allt nema
Framsóknar-
flokkinn.“
n Jón Gnarr, oddviti besta flokksins, um að það
hafi verið prinsipp hjá honum að styðja ekki
Framsókn í gegnum tíðina. Alla aðra flokka hafi
hann stutt með einum eða öðrum hætti. - DV.is
„Ég sé ekkert fyndið við
Þýskaland nasismans.“
n Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður
Tottenham og íslenska landsliðsins, í yfirlýsingu
vegna fréttar Daily Star um að hann hafi heilsað
að nasistasið á skemmtistað. - DV.is
Taktu leigubíl, Hanna
Sú niðurstaða í skoðanakönnunum að Besti flokkurinn sé með um fjórð-ungsfylgi kjósenda í Reykjavík stað-festir álit almennings á gamla fjór-
flokknum. Gömlu flokkarnir eru gegnsýrðir
af spillingu. Fjöldi frambjóðenda hefur þegið
háa styrki og stjórnast af siðleysi. Ekki hefur
þótt tiltökumál að þiggja boðsferðir til fjar-
lægra landa. Þá hefur þótt sjálfsagt að fara í
veiðiferðir í boði banka, fyrirtækja eða ein-
staklinga. Sjálftaka á launum hefur ekki þótt
vera neitt tiltökumál. Algengt er að borgar-
fulltrúar hafi að samanlögðu laun sem telja
langt á aðra milljón króna á mánuði. Grunn-
laun þeirra eru minnsti hlutinn. Þeir hafa
launavætt í sína þágu hinar ýmsu stofnanir
og fyrirtæki í eigu borgarinnar. Þannig hafa
orðið til ótal spillingarholur í borgarkerf-
inu. Sjálftakan hefur þótt sjálfsögð. Meira að
segja varaborgarfulltrúar án vinnuframlags
hafa haft rífleg mánaðarlaun verkamanns.
Í þessari smáborg á heimsvísu, Reykja-
vík, er hver silkihúfan upp af annarri sem
hafa komið upp ótal undirtyllum. Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er, eins
og forverar hennar, með aðstoðarmann og
einkabílstjóra. Forseti borgarstjórnar hefur
einnig aðgang að einkabílstjóra. Stórbokka-
hátturinn í smáborginni er yfirþyrmandi.
Og það hefur ekki hvarflað að nokkrum í
borgarpóli tíkinni að benda á að þetta lið get-
ur einfaldlega tekið leigubíl ef það treystir
sér ekki til að aka sjálft. Allt gengur út á að
viðhalda veldinu og hlaða sem mest undir
einstök embætti. Almenningur á að borga
fyrir óhófið með hærra útsvari. Kerfið er fyr-
ir löngu orðið að óseðjandi og illdrepandi
ófreskju sem hefur þann tilgang einan að
viðhalda sjálfu sér og stækka.
Augu Reykvíkinga hafa verið lokuð fyrir
þeirri svívirðu sem á sér stað í Reykjavík og
víðar í sveitarfélögum þar sem kjörnir full-
trúar og flokkshestar hafa verið sem blóð-
sugur á samfélögum sínum. Með framboði
grínistans Jóns Gnarrs undir fána Besta
flokksins er sem augu manna opnist skyndi-
lega. Kjósendur sem lifað hafa í blekkingu
átta sig á því að þeir sem kosnir voru til að
starfa að heill samfélagsins voru þar fyrst
og fremst að hugsa um eigin hag og að eng-
in von er um bata á meðan sömu einstak-
lingarnir fá endurnýjað umboð. Sama sið-
leysið mun ráða för. Sama óhófið og sama
spillingin mun umlykja borgarstjórn. Það er
þess vegna sem kjósendur fylkja liði með Jóni
Gnarr. Þær tugþúsundir sem tilbúnar eru
að kjósa grínistana eru að gefa fjórflokkn-
um fingurinn. Eitt risastórt fokkmerki er
það eina sem er ósagt við spillingarkólfana
sem sitja sem fastast. Taktu leigubíl, Hanna
Birna, aðra leið.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Eitt risastórt fokkmerki er það eina sem er ósagt.
18 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA