Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 21
ÆTTFRÆÐI 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 21
Pétur J. Eiríksson
STJÓRNARFORMAÐUR PORTUSAR EHF.
Pétur fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MH
1970, B.Sc.-prófi í hagfræði frá Uni-
versity of Edinburgh 1975 og M.Sc.-
prófi í alþjóðahagfræði frá Göte-
borgs Universitet 1976.
Pétur var blaðamaður við Morg-
unblaðið 1972-77, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri hjá Frjálsu framtaki
hf 1977-79, framkvæmdastjóri þar
1979-81, deildarstjóri hjá Flugleið-
um hf. 1981-85, svæðisstjóri þar fyr-
ir Skandinavíu /Finnland 1985-88,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
Flugleiða 1988-98, framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunarsviðs 1998-
2000 og framkvæmdastjóri Flug-
leiða-fraktar ehf 2000-2008. Hann
hefur frá 2009 verið starfandi stjórn-
arformaður Portusar ehf., sem sér
um framkvæmdir við Tónlistarhúsið
og ráðstefnumiðstöðina Hörpu við
Austurbakkann við Reykjavíkurhöfn,
og mun í gegnum dótturfélögin Tot-
us og Ago eiga og reka Hörpu.
Pétur sat í stjórn Heimdallar,
FUS 1967-69, í stjórn Vöku 1970-
72, var varafomaður Vöku 1971-
72, var formaður körfuknattleiks-
deildar ÍR 1970-71 og 1980-81, sat
í stjórn SUS 1981-83, var stjórnar-
formaður Félagsstofnunar stúd-
enta 1981-83, varaformaður Nord-
isk ungkonservativ union 1983-84, í
stjórn American Scandinavian Stu-
dent Exchange 1983-85 og Félags
viðskiptafræðinga og hagfræðinga
1984-85, í varastjórn Útflutningsráðs
1988-90, í framkvæmdastjórn Ferða-
málaráðs 1988-2000, í stjórn Fransk
– íslenska verslunarráðsins 1990-96,
stjórnarformaður Íslensk – sænska
verslunarráðsins 1997-99 og í stjórn
ráðsins frá 1999, sat í stjórn Upp-
lýsingamiðstöðvar ferðamála 1989-
99, í stjórn Ráðstefnuskrifstofu Ís-
lands 1993-99 og formaður hennar
1994-95 og 1998-99, sat í viðskipta-
nefnd, flugmálanefnd og fraktnefnd
Evrópusambands flugfélaga (AEA)
1998-2008 og hefur sinnt ýmsum
nefndarstörfum á vegum Verslunar-
ráðs Íslands, samgöngu-, fjármála-
og forsætisráðuneytis.
Pétur sat í stjórn Úrvals-Útsýn-
ar hf 1988-93 og Amadeus Island
hf. 1989-96, í stjórn Fróða hf 1990-
93, í stjórn Bláa lónsins 1993-96,
var stjórnarformaður Kynnisferða
sf. 1994-2001, stjórnarformaður Is-
lands Tours GmbH 1994-98, Islands-
resor AB 1995-98 og Islandia A/S
1994-98, í stjórn Ferðaskrifstofunn-
ar Landnámu 1996-99, stjórnarfor-
maður Flugleiðahótela hf 2000-05,
stjórnarformaður Loftleiða Iceland-
ic ehf 2002-05, í stjórn Landsmóts
ehf 2001-07, í stjórn Austurhafnar hf
2003-05, í stjórn Icelandair hf. 2004-
06, í stjórn Icelandair Cargo ehf.
2008, í stjórn Keflavíkurflugvallar
ohf. 2008-09 og í stjórn Atlantic Air-
ways P/F 2001-10.
Pétur situr nú í stjórnum Eiðfaxa
ehf., Esca ehf., Icelandair Group hf.,
Ago ehf. og er stjórnarformaður Sit-
usar ehf. og Portusar ehf.
Fjölskylda
Eiginkona Péturs er Erla Sveinsdóttir,
f. 19.3. 1950, flugfreyja. Hún er dóttir
Sveins Sæmundssonar, f. 9.4. 1923,
fyrrv. blaðafulltrúa, og fyrri konu
hans Hrefnu Svövu Guðmundsdótt-
ur, f. 27.5. 1925, húsmóður.
Dætur Péturs eru Jóhanna Dögg,
f. 31.10. 1970 og Freyja, f. 25.3. 1990.
Systkini Péturs eru Sigrún Ástríð-
ur, f. 18.11. 1954, lektor og þýðandi;
Þórólfur, f. .11 1959, tónskáld.
Foreldrar Péturs: Eiríkur Hreinn
Finnbogason, f. 13.3. 1922, d. 3.5.
2006, cand.mag. og kennari, og Jó-
hanna Pétursdóttir, f. 23.6. 1921, leik-
skólakennari, búsett í Reykjavík.
Ætt
Eiríkur Hreinn var sonur Skúla Finn-
boga, kennara á Kroppi, síðar versl-
unarstjóri á Akureyri Bjarnasonar,
b. í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit,
bróður Guðrúnar, ömmu Brodda Jó-
hannessonar rektors, föður Brodda
fréttamanns og Þorbjörns prófess-
ors. Bjarni var sonur Jóhannesar,
b. í Árnesi Jónssonar, bróður Ívars
í Skjaldarkoti, langafa Guðmundar
Í. Guðmundssonar ráðherra. Móðir
Bjarna var Anna, systir Sigurðar, afa
Jakobs Benediktssonar orðabókar-
ritstjóra. Systir Önnu var Rannveig,
langamma Stefáns Íslandi óperu-
söngvara. Anna var dóttir, Bjarna,
skyttu á Sjávarborg Jónssonar.
Móðir Eiríks Hreins var Sigrún
Eiríksdóttir, b. í Sölvanesi Guð-
mundssonar, hreppstjóra í Bjarna-
staðahlíð Jónssonar. Móðir Eiríks
var Ingiríður, systir Jóns Þorkelsson-
ar, rektors Latínuskólans. Ingiríður
var dóttir Þorkels, b. í Sólheimum
í Sæmundarhlíð, af Skeggstaðaætt,
fjölmennustu þingmannaætt lands-
ins.
Móðir Sigrúnar var Jórunn
Guðnadóttir, b. í Villinganesi í
Tungusveit Guðnasonar, og Ingiríðar
Eiríksdóttur, b. á Breið í Tungusveit
Þorsteinssonar.
Jóhanna er dóttir Péturs, kaup-
manns á Hjalteyri Jónassonar, b. á
Halldórsstöðum i Reykjadal og á
Þverá Jónassonar. Móðir Péturs var
Þuríður Pétursdóttir, b. á Oddsstöð-
um á Sléttu Jakobssonar, alþm. á
Breiðumýri Péturssonar. Móðir Pét-
urs á Oddsstöðum var Þuríður Jóns-
dóttir, umboðsmanns á Breiðumýri
Sigurðssonar. Móðir Þuríðar á Hall-
dórsstöðum var Margrét, systir Þór-
arins, afa Gunnars Gunnarssonar
skálds. Margrét var dóttir Hálfdán-
ar, b. á Oddsstöðum á Sléttu, bróð-
ur Stefáns, langafa Einars Bene-
diktssonar skálds. Hálfdán var sonur
Einars Árnasonar, pr. á Sauðanesi,
og Margrétar Lárusdóttur Scheving,
systur Jórunnar, ömmu Jónasar Hall-
grímssonar skálds.
Móðir Jóhönnu var Valrós Bald-
ursdóttir Bárðdal, kennara á Þór-
isstöðum á Svalbarðsströnd, og
Jóhönnu Finnbogadóttur, b. á
Breiðumörk á Tjörnesi Finnboga-
sonar.
30 ÁRA
Martynas Galdikas Fjarðarseli 27, Reykjavík
Jean Rémi Chareyre Suðurbraut 14, Selfossi
Berglind Kristjánsdóttir Hraundal 3, Reykja-
nesbæ
Pétur Ólafsson Skólatröð 3, Kópavogi
Anna Þorbjörg Reynisdóttir Bólstaðarhlíð
15, Reykjavík
Sigrún Dögg H Kvaran Öldugranda 1,
Reykjavík
Andrzej Piotr Ferenc Vitateigi 1, Akranesi
Robert Adam Wieczorek Grófarseli 30,
Reykjavík
Karol Kowalewski Hjaltabakka 28, Reykjavík
Valdemaras Kuklis Frostafold 23, Reykjavík
Eiríkur Stefán Einarsson Nesvegi 49, Reykja-
vík
Guðrún Arna Sigurðardóttir Meistaravöllum
11, Reykjavík
Stefanía Ellý Baldursdóttir Leirubakka 2,
Reykjavík
Róbert Daði Hansson Hrauntungu 16, Hafn-
arfirði
Daníel Sævarsson Vallarbraut 7, Hafnarfirði
Ísak Þór Davíðsson Boðaslóð 23, Vestmanna-
eyjum
Monika Hjálmtýsdóttir Marteinslaug 8,
Reykjavík
40 ÁRA
Alvaro Miguel Calvi Lozano Svöluhöfða 16,
Mosfellsbæ
Massimo Luppi Svölutjörn 75, Reykjanesbæ
Hjördís Kristinsdóttir Vallarási 3, Reykja-
nesbæ
Karl Jónsson Sómatúni 14, Akureyri
Þórdís Hadda Yngvadóttir Birkigrund 7,
Kópavogi
Óskar Ragnarsson Eyjahrauni 37, Þorlákshöfn
Lilja Grétarsdóttir Hávarsstöðum, Akranesi
Hákon Magnússon Vattarási 4, Garðabæ
Grétar Mar Steinarsson Dalhúsum 90,
Reykjavík
Kristján Geir Mathiesen Lindarbergi 50,
Hafnarfirði
Birna Jenny Hreinsdóttir Garðabraut 5,
Akranesi
50 ÁRA
Svetlana Efanova Vesturgötu 53b, Reykjavík
Barbara Matuszczak Skúlaskeiði 18, Hafn-
arfirði
Hanna Kristín Guðjónsdóttir Bæjargili 120,
Garðabæ
Tyrfingur H Tyrfingsson Boðagranda 7,
Reykjavík
Kristján Kristjánsson Fífumóa 5a, Reykja-
nesbæ
Jóhanna Björnsdóttir Laufásvegi 69,
Reykjavík
Birna Barkardóttir Kvíholti 12, Hafnarfirði
Anna Björg Arnljótsdóttir Kleppsvegi 18,
Reykjavík
Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir Jöklatúni
18, Sauðárkróki
Hermann Árnason Hátúni 26, Reykjanesbæ
Einar Sveinn Þórarinsson Hlíðarendavegi
4a, Eskifirði
Vilhjálmur Kristinsson Bakkastíg 5, Eskifirði
Ingibjörg Sigrún Maríusdóttir Stóragerði 3,
Reykjavík
Hrafnkell Viðar Gíslason Eskihvammi 4,
Kópavogi
Sigríður Olgeirsdóttir Digranesvegi 22,
Kópavogi
Þorvaldur Þór Árnason Höfðabrekku 2,
Húsavík
Eydís Eyjólfsdóttir Heiðarbóli 21, Reykjanesbæ
Björg Gísladóttir Kópavogsbakka 1, Kópavogi
Bjarni Stefán Konráðsson Hallakri 3,
Garðabæ
Alma Ernstsdóttir Baugakór 20, Kópavogi
60 ÁRA
Áslaug Kristjánsdóttir Urðargili 34, Akureyri
Pétur Guðmundarson Urriðakvísl 26,
Reykjavík
Inga Jóna Jónsdóttir Bessahrauni 14, Vest-
mannaeyjum
Kolbrún Kristjánsdóttir Vatnsholti 5b,
Reykjanesbæ
Þórir Jónsson Hásteinsvegi 58, Vestmanna-
eyjum
Guðrún Sigurðardóttir Hlaðbrekku 14,
Kópavogi
Jón Guðmundur Ragnarsson Heiðnabergi
8, Reykjavík
Hannes Sigurður Kristinsson Byggðarholti
57, Mosfellsbæ
Þuríður Kristjánsdóttir Álfatúni 3, Kópavogi
Arnþór Óli Arason Ofanleiti 15, Reykjavík
Stefanía Guðjónsdóttir Staðarhrauni 10,
Grindavík
70 ÁRA
Valur Sigurbergsson Sléttuvegi 23, Reykjavík
Jóhann Jónasson Skólavegi 11, Vestmanna-
eyjum
Guðsteinn Guðjónsson Laugardal, Varmahlíð
Svanhvít Magnúsdóttir Barðastöðum 45,
Reykjavík
Björgvin Þór Jóhannsson Vesturvangi 40,
Hafnarfirði
Jón Eðvald Alfreðsson Skólabraut 10,
Hólmavík
Helga Guðmundsdóttir Reynimel 88,
Reykjavík
75 ÁRA
Jón Þór Jónasson Borgarvík 23, Borgarnesi
Guðmundur Ebbi Pétursson Leirutanga 43a,
Mosfellsbæ
Valgerður Höskuldsdóttir Eiríksgötu 8,
Reykjavík
Nanna Jónsdóttir Sunnubraut 41, Kópavogi
Gyða Þorsteinsdóttir Sæviðarsundi 11,
Reykjavík
80 ÁRA
Frantz Pétursson Dalbraut 20, Reykjavík
Guðný Lilla Benediktsdóttir Norðurbraut 17,
Hvammstanga
60 ÁRA Á MIÐVIKUDAG
30 ÁRA
Pétur Ingi Sveinbjörnsson Álfkonuhvarfi 25,
Kópavogi
Sverrir Unnsteinsson Berugötu 16, Borgarnesi
Valdís Helga Lárusdóttir Túngötu 13, Grinda-
vík
Jón Birgir Magnússon Hrísateigi 21, Reykjavík
Jón Bjarni Magnússon Keilugranda 2,
Reykjavík
Þuríður Sigurrós Sigurðardóttir Breiðuvík
10, Reykjavík
Árni Teitur Ásgeirsson Vallarási 4, Reykjavík
Jón Þór Jóhannsson Fífumóa 10, Selfossi
Víðir Örn Jónsson Mýrartúni 20, Akureyri
Ragnheiður Magnúsdóttir Háholti 32,
Akranesi
Sveinbjörn Sveinbjörnsson Aðalþingi 3,
Kópavogi
Björn Björnsson Kötlufelli 3, Reykjavík
Stefán Andri Gunnarsson Lyngmóum 5,
Garðabæ
Erlendur Guðlaugur Valdimarsson Klukku-
rima 73, Reykjavík
Björn Finnbogason Álfatúni 12, Kópavogi
Guðbjörg Gréta Steinsdóttir Blásölum 9,
Kópavogi
Sigurborg Sveinsdóttir Asparfelli 10, Reykjavík
Kamila Elzbieta Gliwa Krummahólum 2,
Reykjavík
Kenneth Peter B. Svenningsen Ártúni 4,
Egilsstöðum
Jánis Leonovs Löngumýri 36, Selfossi
Franklín Jóhann Margrétarson Stallatúni
2, Akureyri
Grétar Orri Kristinsson Grettisgötu 86,
Reykjavík
Wendy Anne Ward Túngötu 2, Reyðarfirði
40 ÁRA
Leonard Collaku Eggertsgötu 8, Reykjavík
Agnes Rubio Guðmundsson Fífumóa 1c,
Reykjanesbæ
Jón Ágúst Hreinsson Vatnsstíg 3, Reykjavík
Magnús Helgi Steinarsson Ólafsgeisla 75,
Reykjavík
Þórey Gylfadóttir Starengi 18, Reykjavík
Jón Helgi Kocinski Gíslason Einigrund 2,
Akranesi
Hólmar Örn Ólafsson Hraunbæ 144, Reykjavík
Theodór Carl Steinþórsson Rauðavaði 9,
Reykjavík
Bjarni Björnsson Hlaðbrekku 13, Kópavogi
50 ÁRA
Sigurgeir R Gissurarson Akursíðu 4, Akureyri
Birna Gunnlaugsdóttir Fannafold 211,
Reykjavík
Ásdís Garðarsdóttir Kirkjugötu 19, Hofsós
Sædís Jónsdóttir Lóurima 16, Selfossi
Agnes Þórunn Guðbergsdóttir Hróarsstöð-
um, Akureyri
Kristín R Alfreðsdóttir Austvaðsholti 2, Hellu
Reinhard Reynisson Baughóli 48, Húsavík
Matthildur Þórðardóttir Arnarhrauni 18,
Hafnarfirði
Hulda Björk Gunnarsdóttir Baugöldu 23, Hellu
Halldóra S Ríkharðsdóttir Esjugrund 92,
Reykjavík
Hlédís Hálfdanardóttir Reynihvammi 16,
Kópavogi
60 ÁRA
Erlingur Hansson Fornhaga 26, Reykjavík
Björn Þórisson Langanesvegi 23, Þórshöfn
Björg Kjartansdóttir Sólheimum 18, Reykjavík
Sigríður Þórarinsdóttir Austurbrún 18,
Reykjavík
Hannes Sigurðsson Hrauni 2, Selfossi
Reynir E Kjerulf Brávöllum 5, Egilsstöðum
Halldóra Helgadóttir Prestastíg 9, Reykjavík
Einar Pálmi Jóhannsson Ásbúð 47, Garðabæ
Jóhannes Jón Gunnarsson Sólvallagötu 49,
Reykjavík
70 ÁRA
Helga Magnúsdóttir Baughóli 15, Húsavík
Tómas Hansson Hringbraut 59b, Reykjanesbæ
Halldóra Halldórsdóttir Marbakkabraut 34,
Kópavogi
75 ÁRA
Klara Styrkársdóttir Miklubraut 76, Reykjavík
Olga Ragnarsdóttir Gullsmára 10, Kópavogi
Kristjana Svavarsdóttir Melateigi 27, Akureyri
80 ÁRA
Hallbera Karlsdóttir Kirkjubraut 36, Höfn í
Hornafirði
Guðlaug Þorsteinsdóttir Torfnesi Hlíf 1, Ísafirði
Inga F Sigurðardóttir Grundargarði 3, Húsavík
Gunnar Lárusson Hlíðarhjalla 42, Kópavogi
Hannesína Tyrfingsdóttir Vallarbraut 10,
Reykjanesbæ
Garðar Ingimarsson Hverfisgötu 84, Reykjavík
Þorsteinn Valtýr Kristjánsson Mýrargötu 18a,
Neskaupstað
85 ÁRA
Benta Margrét Briem Sörlaskjóli 2, Reykjavík
90 ÁRA
Ólafur Bjarni Th Pálsson Grundartanga 52,
Mosfellsbæ
Baldur Ingólfsson Snorrabraut 58, Reykjavík
TIL HAMINGJU INGJU
MIÐVIKUDAGINN 5. MAÍ
TIL HAMINGJU
FIMMTUDAGINN 6. MAÍ
Bergur bifvélavirki þrítugur:
Í ÖNNUM Á AFMÆLINU
Bergur Guðmundsson er bifvélavirki
og verkstæðisformaður á Bíla- og
vélaverkstæði Suðurlands á Selfossi.
Hann varð þrítugur í dag án þess að
hafa svo mikið sem leitt hugann að
þessu merkisafmæli. Hann vaknaði í
morgun, klæddi sig og fór í vinnuna
eins og þetta væri hver annar hvers-
dagslegur miðvikudagur og hann
virðist alveg staðráðinn í því að gera
ekkert úr þessum merkisdegi. Blaða-
maður DV spurði Berg hvort hann
ætlaði virkilega ekkert að gera í til-
efni dagsins: Ekki einu sinni láta svo
lítið að kaupa sér ís í brauðformi?
„Nei“
Alls ekkert?
„Nei.“
Hvers vegna ekki?
Það er svo mikið að gera í vinn-
unni.“
Er alltaf svona mikið að gera?
„Nei, þetta er bara vorvertíðin.“
Vorvertíð? - á verkstæði? á Sel-
fossi? Þar er nú ekki margt sem
minnir á vertíð
„Það er sama.Brjálað að gera.“
En heldurðu að þú gerir þá ekki
eitthvað um helgina.
„Jú, jú, - maður gerir líklega eitt-
hvað af sér þá.“
Eins og hvað?
„Það veit ég ekki. Nú er ég orðinn
svo gamall að maður má ekki vera að
stressa sig yfir slíkum smámunum.
Það verður bara að koma í ljós,“ sagði
Bergur verkstæðisformaður og hélt
áfram að vinna.