Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 30
Handknattleiksmaðurinn og
silfurdrengurinn Logi Geirsson
ætlar að láta gamlan draum ræt-
ast um miðjan maímánuð og sjá
Formúlu 1-keppni á frægustu
braut heims, Mónakóbrautinni.
Á hverju ári flykkjast stjörnurnar
í maí til Mónakó til að sýna sig og
sjá aðra, liggja í sólbaði á snekkj-
um og hitta Formúlukappana.
Mónakó er þó ekki staður fyrir
fátæka menn eins og Logi komst
að þegar hann fór að skoða verð á
hótelum þessa helgina. „ Annað
herbergið á 2.300 evrur nóttin
og hitt 4.400 evrur nóttin? Hef
ég verið að missa af einhverju?“
spurði Logi á Facebook-síðu sinni
en hann ætti að eiga fyrir þessu,
vel launaður handknattleiksmað-
ur og eigandi snyrtivörulínu.
„Hann kom í heiminn á nákvæm-
lega sama augnabliki og ég kom í
hús og það þótti því tilhlýðilegt að
hann yrði skírður Siggi stormur,“
segir veðurfræðingurinn Sigurður Þ.
Ragnarsson betur þekktur sem Siggi
stormur en hann eignaðist alnafna
um helgina þegar hann heimsótti
Ólafsfjörð.
„Þetta var nú þannig að ég var
fyrir norðan í gráslepputúr og var
nýkominn úr honum.“ Siggi var
svo beðinn um að vera leynigest-
ur í stórafmæli af vini sínum sem
vildi koma afmælisbarninu á óvart.
„Þegar ég mætti svo á svæðið var
sauðburður í fullum gangi og þrjár
ær að bera.“ Þegar myndin er tek-
in af Sigga og nafna hans var hann
því nýkominn í hús og yngri Storm-
urinn aðeins nokkurra sekúndna
gamall. „Hann var varla búinn að
átta sig þegar ég fékk hann í fangið,“
segir Siggi meira en lítið stoltur af
nafna sínum.
Gráslepputúr Sigga var hans
fyrsti um ævina og skemmti hann
sér konunglega við veiðarnar. „Sæv-
ar Jóhannesson, vinur minn, bauð
mér að koma á grásleppu og ég
þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um.
Þetta var því alveg frábær helgi. Það
er ekki á hverjum degi sem mað-
ur fer á grásleppu, verður vitni að
fæðingu og eignast alnafna. Ég er
öllu fólkinu fyrir norðan gríðarlega
þakklátur fyrir frábærar móttökur.“
asgeir@dv.is
LAMBIÐ SIGGI STORMUR
LÆTUR
DRAUMINN
RÆTAST
SIGGI STORMUR EIGNAÐIST ALNAFNA Á ÓLAFSFIRÐI:
BIGGI Í MAUS OG PÁLL ÓSKAR:
30 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FÓLKIÐ
Siggi Stormur Með alnafna
sínum á Ólafsfirði.
Uppistandshópurinn Mið-Ísland
verður með gamanmál á frek-
ar óvenjulegum stað um næstu
helgi. Á safninu Gljúfrasteini sem
áður var heimili nóbelskáldsins
Halldórs Laxness. Fram koma þeir
Jóhann Alfreð, Ari Eldjárn, Bergur
Ebbi og Dóri DNA en sá síðast-
nefndi er barnabarn skáldsins eins
og frægt er. Í tilkynningu frá hópn-
um segir meðal annars. „Það var
oft hlegið á Gljúfrasteini í gamla
daga: frægt er t.d. þegar Ragnar í
Smára var með svarta ólífu fasta í
hálsinum og þurfti að dansa kjúkl-
ingadans til að hósta henni upp.“
Uppistandið hefst klukkan 16.00
og er takmarkaður sætafjöldi.
HLÁTUR Á
GLJÚFRA-
STEINI
Samkvæmt sömu heimild hafa þeir eytt drjúgum tíma í vinnuna síðustu mánuði. Ætla má að Páll Óskar hafi frá miklu að segja í bókinni enda ekki þekktur fyrir að vefjast tunga um tönn. Og popparinn hefur upplifað ýmislegt þrátt fyrir að vera rétt orðinn fertugur. Páll var til að mynda hársbreidd frá gjaldþroti fyrir
rúmum áratug eftir að platan Deep Inside Paul Oscar floppaði í sölu, hann þurfti
að takast á við þann mótvind sem því fylgir að koma út úr skápnum auk þess sem
kappinn var um tíma háður hommaklámi, eins og Páll sagði frá í viðtali við Morg-
unblaðið fyrr á árinu.
Páll er ekki beint háaldraður fyrir mann sem ákveðið hefur að ráðast í gerð
ævisögu sinnar. Hann er þó sex árum eldri en Bubbi Morthens var þegar ævi-
saga hans, skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur, kom út fyrir nákvæmlega tuttugu
árum. Ævisögur tónlistarmanna hafa annars verið áberandi í íslenskri
bókaútgáfu síðustu misseri. Síðasta haust komu til dæmis út ævisögur
Magnúsar Eiríkssonar, Gylfa Ægissonar og Vilhjálms Vilhjálmssonar
og haustið 2008 sögðu Hörður Torfason og Gunnar Þórðarson upp
og ofan af æviskeiði sínu. Sumar ævisögur líða fyrir það að sá sem
ákveður að deila frásögnum af lífi sínu með lesendum heldur of
mikið aftur af sér og fer með hálfkveðnar vísur. Þá er yfirleitt betur
heima setið en af stað farið. Fastlega má búast við að ævisaga Páls
Óskars verði ekki undir þessa sök seld.
Eftir því sem DV kemst næst hefur útgáfudagur bókarinnar
ekki verið ákveðinn. En hvort sem hún kemur út á þessu ári
eða síðar er ljóst að hún verður í toppbaráttunni á metsölu-
listum bókaverslana þar sem Páll Óskar er einn allra vinsæl-
asti tónlistarmaður íslenskrar tónlistarsögu. kristjanh@dv.is
SKRIFA
ÆVISÖGU
PALLA
Poppstjarna Íslands, Páll
Óskar Hjálmtýsson, og tónlist-
armaðurinn Birgir Örn Stein-
arsson, kenndur við hljómsveit-
ina Maus, sameina nú krafta sína
við skrif ævisögu þess fyrrnefnda
samkvæmt öruggum heimildum DV.
Ekki hefur náðst í Pál Óskar vegna þessa
og Birgir Örn vildi ekki tjá sig um málið þeg-
ar blaðamaður náði tali af honum.
Birgir Örn Steinarsson
Skrifar ævisögu popp-
stjörnu Íslands. Birgir hefur
sjálfur getið sér gott orð á
tónlistarsviðinu sem söngv-
ari hljómsveitarinnar Maus.
MYND SIGURÐUR GUNNARSSON
Páll Óskar Hefur
vafalaust frá mörgu að
segja í ævisögu sinni.