Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 FRÉTTIR HANNES HÚSKARL n Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor er þögull um ástæð- ur þess að hann afsalaði einka- hlutafélagi sínu, Conference and Ideas ehf. yfir á félaga sinn, Frið- björn Orra Ket- ilsson, tengda- son Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar og ritstjóra amx. is. Hannes stofnaði umrætt félag til að halda utan um bitlinga sína og aukaverkefni. Árið 2008 færði hann síðan félagið yfir á Friðbjörn en hélt áfram að gefa út reikninga í nafni þess. Örlög Hannesar eru nú þau að vera einskonar húskarl hjá Friðbirni. AULAHÚMOR SIGMARS n Framganga Sigmars Guðmunds- sonar, ritstjóra Kastljóss, í lýsingum á Evrópusöngvakeppninni er með nokkrum endemum. Þulurinn er óspar á niðrandi lýsingar á kepp- endum annarra þjóða sem hann lýsir með einkar sérstæðum hætti. Ekki er langt í rasismann þegar um er að ræða lýsingar á keppendum erlendra þjóða þar sem flestum er fundið eitthvað til foráttu nema auðvitað Íslendingum. Umfram allt má þó segja að aulahúmor sé gegn- umgangandi í lýsingunni. KVÓTADROTTNING SJÁLFKJÖRIN n Ekki hafa kjósendur allra sveit- arfélaga val í kosningunum um helgina. Þannig er það á Tálknafirði þar sem Eyrún Magnúsdóttir, odd- viti sveitarfélagsins, er ein í fram- boði með lista sinn. Eyrún er hvað þekktust fyrir að reka útgerð sem að hluta hefur byggðarkvóta sem framfærslu. Sá kvóti er leigður af fyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði og oddvitinn þarf ekki að láta sækja fisk í sjó heldur sendir út reikninga fyrir kvótanum. LÍFRÓÐUR ÓLAFS F. n Borgarstjórinn fyrrverandi, Ól- afur F. Magnússon, er nú í lífróðri fyrir því að halda sæti sínu í borg- arstjórn. Vekur athygli í kosninga- baráttunni að frambjkóðand- inn er frekar uppstökkur og þá helst í garð frambjóðenda Frjálslynda flokksins og Jóns Gnarr. Eftir því var tekið að í spurningakeppni frambjóðenda á Bylgjunni stökk Ólafur F. hvað eftir annað upp á nefn sér og taldi sig vera fórnarlamb hlutdrægni þeirra sem stýrðu keppninni. En Ólafur er þó væntanlega öruggur um að verða endurkjörinn ef marka má hann sjálfan sem segist aldrei fá minna en 4.000 atkvæði. SANDKORN www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan Rappari sakaður um að hafa skallað mann fyrir utan Sólon: Bent ákærður fyrir árás Rapparinn Ágúst Bent Sigurbertsson hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Bent, eins og hann er jafnan kallaður, er einn þekktasti rappari landsins en hann sló í gegn með hljómsveitinni XXX Rottweiler-hundum. Bent er gefið að sök að hafa þann 10. febrúar 2008, skallað og slegið Karl Ólaf Pétursson í andlitið með þeim afleiðingum að tvær tennur losnuðu í honum. Meint atvik á að hafa átt sér stað fyrir utan skemmti- staðinn Sólon í Ingólfsstræti. Fórnarlambið fer fram á tæpar tólf hundruð þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Að sögn Karl Ólafs, urðu einhver orðaskipti milli hans og Bents fyrir utan Sólon. Karl hafi svo haldið ferð sinni áfram en fljótlega fundið fyrir því að Bent var að elta hann. Hann hélt áfram að skemmta sér en fann svo hvernig Bent nálg- aðist hann fyrir utan skemmtistað- inn Sólon. Hann segist þar næst hafa snúið sér við til að tala við Bent en þá hafi ákærði skallað hann í andlitið með fyrrgreindum afleiðingum. Karl Ólafur er ósáttur við hvað málið hefur legið lengi hjá lögreglu. Hann segir ástæðu þess vera þá að lögregla hafi reynt að koma á sátta- fundi milli þeirra áður en málið yrði tekið fyrir. Það gekk ekki. Karl seg- ir mörg vitni hafa verið að árásinni. Málið verður tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í kringum miðjan júní. Ekki náðist í Ágúst Bent við gerð fréttarinnar. Sætir ákæru Ágúst Bent hefur verið ákærður fyrir líkamsárás Svo er að sjá sem sérfræðingar Mag- ma Energy hafi fært niður skuld sína við Orkuveitu Reykjavíkur úr 70 millj- ónum dollara niður í um 50 milljónir dollara í bókum sínum. Þetta má ráða af árshlutaskýrslu Magma Energy sem birt var í lok mars síðastliðins. Orkuveita Reykjavíkur seldi Mag- ma Energy liðlega 32 prósenta hlut sinn í HS Orku síðla árs í fyrra. Sam- þykkti stjórn OR skuldabréf fyrir 70 prósentum greiðslunnar að nafn- virði um 70 milljónir dollara eða sem svarar 8,4 milljörðum króna. Skulda- bréfin bera 1,5 prósenta vexti og er kveðið á um verðbætur sem fylgja heimsmarkaðsverði á áli. Greiðslu skuldarinnar þarf ekki að inna af hendi fyrr en að 7 árum liðnum frá undirritun samningsins. Þá getur Magma frestað vaxtagreiðslum þri- svar á samningstímanum. Gagnrýnt var að hluturinn í HS Orku skyldi seldur gegn veði í hin- um selda eignarhlut enda var sal- an til komin vegna banns sem sam- keppnisyfirvöld höfðu lagt við því að OR mætti eiga svo stóran hlut í sam- keppnisrekstri hjá öðru orkufyrir- tæki. Villandi upplýsingar Margir töldu að ofangreind kjör væru mjög hagstæð fyrir Magma og voru ákvarðanir meirihluta Orku- veitu Reykjavíkur ekki óumdeildar. Af nýrri árshlutaskýrslu Magma má ráða að sérfræðingar á vegum félags- ins hafi nú lagt mat á það hversu hag- stæð umrædd greiðslukjör eru í raun og veru. Síðastliðið haust og snemma vetr- ar kom málið margoft fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, borgarráð og borgarstjórn. Snemma í september voru lögð fram svör við 32 spurning- um minnihluta borgarstjórnar um söluna. Þar var spurt meðal annars um mögulegt gengistap og lága vexti sem Magma höfðu verið boðnir. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, á sæti í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún var meðal þeirra sem héldu því fram frá upphafi að upplýsingar um tilboð Magma væru villandi og því væri erf- itt taka upplýsta ákvörðun. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum haldið fram alla tíð og sýnt fram á. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa haldið öðru fram. Í þessum reikning- um Magma eru þeir að meta skuld- bindingar sínar og samkvæmt al- mennum reikningsskilavenjum ber mönnum að vanmeta ekki skuld- bindingar fyrirtækja eða ofmeta væntanlegar tekjur. Það er því at- hyglisvert að sjá í uppgjöri Mag- ma að þeir hafi fært skuldbindingar sínar við Orkuveitu Reykjavíkur úr 70 milljónum dollara niður í um 50 milljónir dollara. Okkar útreikningar sýndu strax í upphafi að svona væri þetta. Ég get ekki lesið skýrslu Mag- ma öðruvísi en að þeir hafi núvirt skuldina með þessum hætti,“ segir Sigrún Elsa. Varnir til staðar Þegar í september á síðasta ári leitaði minnihluti borgarstjórnar að undir- lagi Sigrúnar Elsu til ALM-Fjármála- ráðgjafar til þess að meta umrædd skuldabréf sem ætlunin var að sam- þykkja fyrir hönd Orkuveitu Reyka- víkur. Í niðurlagi álitsgerðar ráð- gjafarfyrirtækisins segir að hægt sé að gefa sér efri mörk á virði bréfsins með því að líta fram hjá möguleik- um til uppgreiðslu og öðrum atrið- um sem eru skuldara til hagsbóta en styðjast þess í stað við skuldaálag og framvirkt verð á áli á alþjóðamarkaði sem áskilið var. „Sé þetta gert er krafa bréfsins um 3 prósent, sem er um það bil sama krafa og er á bandarísk- um ríkisskuldabréfum. Núvirt virði bréfsins að teknu tilliti til skuldaálags væri því að hámarki tæplega 70 pró- sent af nafnverði höfuðstóls.“ Þetta merkir 30 prósenta niður- færslu á 8,4 milljarða króna nafn- virði bréfsins niður í 5,9 milljarða króna. Það er hins vegar bókfært á um 1,2 milljörðum undir nafnverði í bókhaldi Orkuveitu Reykjavíkur sem stendur. Guðlaugur G. Sverr- isson, stjórnarformaður fyrirtækis- ins, segir að varnirnar í bréfinu virki enn; álverð hafi hækkað og vextir séu enn undir einu prósenti í Bandaríkj- unum á móti 1,5 prósenta vöxtum á skuldabréfinu. „Að óathuguðu máli gæti Magma hafa keypt sér varnir gegn hækkun álverðs og notið þeirra trygginga nú,“ segir Guðlaugur. SKULD MAGMA VIÐ ORKUVEITUNA LÆKKAR Magma Energy bókfærir skuld sína við Orkuveitu Reykjavíkur vegna kaupa á hlut hennar í HS Orku 30 prósentum undir 8,4 milljarða króna nafnverði skuldabréfsins. Sigrún Elsa Smáradóttir, Samfylkingunni, segir að borgaryfirvöld hafi haldið vill- andi upplýsingum að almenningi. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður OR, telur þvert á móti að verðmæti inneignarinnar hjá Magma sé að aukast. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ég get ekki lesið skýrslu Magma öðruvísi en að þeir hafi fært skuld sína niður um 30 prósent. Hlunnfarin? Magma metur skuld sína við Orkuveitu Reykjavíkur úr 70 niður í 50 milljónir dollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.