Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 FRÉTTIR SAKAR FLOKKSBRÆÐUR SÍNA UM AÐSTÖÐUBRASK Sverrir Örn Olsen í Reykjanesbæ sakar flokksbræður sína í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um klíkuskap og misbeitingu valds í þágu Hringbrautar ehf. sem að hluta er í eigu Steinþórs Jónssonar fráfarandi bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hringbraut hefur komið sér fyrir í húsnæði á Keflavíkurflugvelli sem Sverrir telur að Steinþór og félagar hafi keypt fyrir smánarlega lága upphæð af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Sverrir Örn Olsen, athafnamaður í Reykjanesbæ, sakar bæjaryfirvöld um misbeitingu valds í þágu fyrirtæk- is sem að hluta til er í eigu Steinþórs Jónssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Sverrir hefur borið upp skriflega kvörtun við umhverfisráð- herra vegna málsins, en það snertir leyfi og rekstur fyrirtækis sem endur- nýtir varahluti í bifreiðar. Steinþór á hlut í Hringbraut ehf., sem sérhæfir sig í endurnýtingu vara- hluta í bíla. Fyrirtækið hefur leigt um 3000 fermetra iðnaðarhúsnæði við Bogatröð á Keflavíkurflugvelli undir starfsemi sína. Leigusamningar eru í tvennu lagi; helming hússins leigir fé- lagið frá 1. febrúar á þessu ári fyrir 450 þúsund krónur á mánuði en hinn hlut- ann frá 1. júní næstkomandi á 250 þús- und krónur á mánuði. Leigusali er fyrirtækið Base ehf., en Steinþór er einnig hluthafi í því fé- lagi í gegnum Hótel Keflavík. Base hafði keypt umrætt atvinnuhúsnæði af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, en það annaðist sölu á fasteignum á Keflavíkurflugvelli sem féllu þjóðinni í skaut þegar Bandaríkjaher yfirgaf her- stöðina á Miðnesheiði árið 2006. Hús- ið er veðsett fyrir 26,2 milljónir króna samkvæmt þinglýsingarvottorði og tók Base ehf. þá upphæð að láni með tryggingarbréfi í Sparisjóði Keflavíkur í janúar árið 2009. Í stjórn sjóðsins sat þá Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kannast ekki við vandann Sverrir Örn Olsen, sem rekur Verk- takasambandið ehf. í Reykjanesbæ, fullyrðir að Hringbraut njóti vildar- kjara enda séu eigur sem áður voru varnarliðsins komnar í hendur klíku- bræðra innan bæjarfélagsins á afar lágu verði. „Kaupverð húsnæðisins dugar varla fyrir malbiki í kringum það,“ segir Sverrir. Steinþór Jónsson kveðst í samtali við DV ekki kannast við vanda Sverris Arnar. Hann segist ekki heldur þekkja viðskipti hans við heilbrigðisyfirvöld á svæðinu og efast um að hagsmunir Verktakasambandsins og Hringbraut- ar rekist á. Sölumeðferð ríkisins á fasteignum bandaríska varnarliðsins vakti tor- tryggni frá upphafi. Stofnað var Þróun- arfélag Keflavíkurflugvallar og skipaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks stjórn félagsins til þess að annast söluna. Upphaflegir stjórnar- menn voru þrír, Magnús Gunnarsson stjórnarformaður og Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þeir voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Stefán Þórarinsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Nýsis, tók sæti fyrir hönd Fram- sóknarflokksins. Hreinsaðir Svo langt gengu ásakanir um klíkuskap og óeðlilega sölumeðferð að ríkisend- urskoðandi ákvað í desember 2007 að taka út starfsemi Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar. Þann 8. maí það sama ár hafði Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, afsalað sér rétti til afskipta af gerð kaupsamninga á veg- um Þróunarfélagsins. Á þeim tíma var ljóst að Þorgils Óttar Mathiesen, bróð- ir ráðherrans, var þá í hópi kaupsýslu- manna sem stóðu að kaupum fast- eigna á Keflavíkurflugvelli. Í stuttu máli taldi Sigurður Þórðar- son ríkisendurskoðandi að flest væri með felldu hjá Þróunarfélagi Kefla- víkurflugvallar og hagsmunum ríkis- ins við söluna væri vel borgið. Hann brýndi þó fyrir Árna Sigfússyni og öðr- um sem véluðu um sölu almennings- eigna á Keflavíkurflugvelli að gæta vel að hæfisskilyrðum. Sú brýning kom þó ekki fyrir sjónir manna fyrr en með út- komu skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið í mars 2008, löngu efir að bróð- urpartur eignanna hafði verið seldur. Sumir jafnari en aðrir Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesbæ, hef- ur verið stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Base ehf. Steinþór er þar af leiðandi flokksbróðir og samverka- maður Árna Sigfússonar sem enn situr í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar sem gekk frá sölu eigna til Base ehf. fyrir alls 715 milljónir króna á sín- um tíma. Steinþór situr í stjórn Hring- brautar fyrir félag í hans eigu sem ber nafnið South Properties ehf. Sverrir Örn Olsen hefur um árabil rekið partasölu fyrir vélar og bifreið- ar og fer fyrir Verktakasambandinu ehf. eins og áður segir. Hann fullyrð- ir að heilbrigðisnefnd Reykjanesbæj- ar sé nú kerfisbundið beitt gegn sér í þágu Hringbrautar ehf. og þar með Steinþórs. „Þetta félag virðist fá íviln- un til starfsemi fyrir tilverknað einka- hlutafélags ríkisins, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Kröfur á Verk- takasambandið, að steypa plan á lóð Verktakasambandsins, eru kröfur upp á u.þ.b. 35 milljónir króna, án tækni- legrar ástæðu,“ segir í bréfi Sverris Arn- ar sem hann sendi umhverfisráðherra. Í bréfinu bendir hann á að starfsemin sé utan vatnsverndarsvæðis. „Bæjar- stjóra hefði verið í lófa lagið að bjóða Verktakasambandinu aðstöðu á Kefla- víkurflugvelli í stórum skemmum eins og Base ehf. og á sama fermetraverði og Base ehf. fékk,“ bætir Sverrir við í bréfinu. Aðstöðubrask? Eins og áður segir er Steinþór, flokks- bróðir bæjarstjórans, einn helsti for- svarsmaður og eigandi Base ehf. Base ehf. leigir nú fyrirtæki í hans eigu, Hringbraut ehf., atvinnuhús- næði undir rekstur. Starfsemi Hring- brautar og Verktakasambandsins á sviði endurnýtingar varahluta skar- ast og gætu fyrirtækin hæglega ver- ið keppinautar á markaði. Þetta tel- ur Sverrir Örn að sé undirrót þess að hart sé gengið fram gegn fyrir- tæki hans af hálfu bæjaryfirvalda og heilbrigðisnefndar. Í raun sakar því Sverrir Örn þá Steinþór og Árna bæjarstjóra um aðstöðubrask og sér- hagsmunagæslu í áðurgreindu bréfi til umhverfisráðherra. Athyglisvert er einnig að Sig- mundur Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Hringbrautar, svaraði á sínum tíma erindum Sverris Arnar vegna ágreiningsmálanna við Heilbrigðis- eftirlit Suðurnesja um Verktakasam- bandið ehf. Sigmundur starfaði þá tímabundið í þágu bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ. Í nýlegu viðtali við Sigmund í bæk- lingi á vegum Þróunarfélags Keflavík- urflugvallar kemur fram að Hringbraut ehf. hafi gert samning við tryggingafé- lagið Sjóvá um kaup á tilteknum teg- undum bíla sem afskráðir hafa verið vegna tjóns. Hringbraut hlutar bílana í sundur, endurnýtir varahlutina og gerir úr þeim verðmæti. Félagið er í 70 prósenta eign Sverris Gunnarsson- ar og 30 prósenta eign Steinþórs Jóns- sonar og tengdra aðila. DV hefur traustar heimildir fyrir því að upphaflega hafi til staðið að Þór Sigfússon, bróðir Árna bæjarstjóra, yrði framkvæmdastjóri Hringbrautar ehf. eftir að hann var settur af sem for- stjóri Sjóvár. Nýir forráðamenn Sjóvár hafi hins vegar ekki tekið það í mál, en tryggingafélagið er í samningsbundn- um viðskiptum við Hringrás. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Flokksbróður fórnað Sverrir Örn Olsen er ekki í vafa um að bæjaryfirvöld undir forystu Árna Sigfússonar misbeiti valdi gegn sér. MYND RÓBERT REYNISSON Góð aðstaða Hringbraut ehf hefur komið sér fyrir í rúmgóðu 3000 fermetra húsnæði í eigu Base ehf. á Keflavíkurflugvelli. Lykilmaðurinn Ákvarðanataka og þræðir viðskipta fara í gegnum Árna Sigfússon bæjarstjóra. Hann er nú sakaður af flokksbróður um misbeitingu valds og klíkuskap. Athafnamaðurinn Steinþór Jónsson hættir nú í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hann á hlut í Hringbraut, en keppinautur fyrirtækisins telur að það njóti sérrétt- inda innvígðra. Ítök í bankanum Þorsteinn Erlingsson var einn af ráðamönnum Sparisjóðs Keflavíkur og samþykkti væntanlega lán fyrir Steinþór til kaupa á eignum sem Árni Sigfússon hafði forræði yfir. Ríkisendurskoðun um Þróunarfélag Keflavíkur- flugvallar – mars 2008 n „Ríkisendurskoðun brýnir fyrir stjórnendum félagsins að gæta vel að hæfisskilyrðum við meðferð mála, þar á meðal við undirbúning þeirra. Þannig er það mat Ríkisendurskoðunar að samhliða seta Árna Sigfússonar í stjórn Þróunarfélagsins og Keilis ehf. og jafnframt seta Kjartans Þórs Eiríkssonar framkvæmda- stjóra Þróunarfélagsins í stjórn Keilis ehf. séu óheppilegar. Það fyrirkomulag getur alið á tortryggni og dregið úr trúverðugleika og réttaröryggi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.