Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 15
Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 28. maí 2010 föstudagur 15 Slitastjórn Glitnis höfðaði málið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans fyrir dómstóli í New York svo auðveldara væri að sækja fé og eignir til útlanda. Pálmi Haraldsson, einn af fyrrverandi við- skiptafélögum Jóns, segist ekki eiga neina falda sjóði eða eignir neins staðar. Formaður slitastjórnarinnar vildi ekki svara spurningu um skattaskjól á nýlegum blaðamannafundi. Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrr- verandi eigandi Fons, segist ekki eiga neina falda sjóði á aflandseyj- um. Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudaginn að ástæðan fyrir því af hverju slitastjórn Glitnis ákvað að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og nokkrum viðskiptafélögum hans fyrir dómstóli í New York væri sú að auðveldara væri að sækja falið fé þeirra og eignir í útlöndum ef málið væri höfðað þar í landi. Margir hafa velt því fyrir sér frá því stefna Glitnis var gerð opinber fyrir skömmu af hverju slitastjórn- in ákvað að höfða málið í New York en ekki á Íslandi. Ástæðurnar fyrir því af hverju slitastjórnin ákvað að höfða málið í New York hafa ekki legið fyrir til hlítar. Rökstuðningur- inn fyrir þessari ákvörðun sem fram kemur í stefnunni er ekki mjög trú- verðugur og var þetta atriði eitt hið helsta sem menn veltu fyrir sér eftir að stefnan var gerð opinber. Nú hef- ur líkast til fengist botn í þetta atriði. Miklu auðveldara mun vera að elta falið fé í skattaskjólum og á aflands- eyjum ef málaferli eru höfðuð gegn mönnum í Bandaríkjunum en hér á Íslandi. Svaraði ekki um skattaskjólin Þegar stefnan gegn Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans var kynnt á blaðamannafundi sem slitastjórn hélt fyrr í mánuðinum svaraði Stein- unn Guðbjartsdóttir, formaður slita- stjórnarinnar, ekki þeirri spurningu hvort hún teldi að þeir stefndu ættu peninga í skattaskjólum. Steinunn var spurð að þessu á fundinum en taldi sig ekki geta svarað spurning- unni. Af svari hennar að dæma mátti álykta sem svo að málið væri við- kvæmt. „Ég á enga falda peninga hvorki hér né annars staðar,“ segir Pálmi í samtali við DV þegar hann er spurð- ur að því hvort það eigi við um hann að hann eigi falið fé erlendis. Rök slitastjórnarinnar fyrir málaferlun- um í New York eiga því ekki við um Pálma, samkvæmt þessu. Jón Ásgeir hefur sömuleiðis lát- ið sams konar ummæli út úr sér og Pálmi: Hann segist ekki eiga neina fjármuni í skattaskjólum og aflands- eyjum. Umræðan ekki svaraverð, segir Pálmi Pálmi segist aðspurður vera orðinn þreyttur á þessari umræðu í tengsl- um við stefnu Glitnis. „Þessi umræða er ekki svaraverð og lífið verður bara að halda áfram,“ segir Pálmi. „Það er allt gert til að reyna að skaða okkur,“ segir Pálmi. „Ég ætla bara að halda áfram með mitt líf og að reka mín fyrirtæki,“ segir Pálmi en sótt er að honum úr nokkrum áttum um þess- ar mundir. Skilanefnd Glitnis, slita- stjórn bankans og þrotabú Fons hafa öll stefnt Pálma. Ekki liggur ljóst fyrir hvort aðrir sem stefnt var í málinu, meðal ann- ars Lárus Welding, Hannes Smára- son og Jón Sigurðsson, eigi fjármuni á aflandseyjum eða í skattaskjól- um. Málaferlin í New York munu þó væntanlega leiða sannleikann um hið meinta falda fé auðmannanna í ljós. ingi f. vilHJÁlmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég á enga falda peninga hvorki hér né annars staðar. SEGIST EKKI EIGA FALIÐ FÉ Stefnt í new York út af földu fé Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans var stefnt í New York til að auðvelda leit að földu fé sem þeir eru taldir eiga úti í heimi. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi viðskiptafélagi Jóns, segist ekkert falið fé eiga. fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.