Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 16
Besti flokkurinn, framboð Jóns Gnarrs, hefur fengið gríðarlegan hljómgrunn meðal borgarbúa frá fyrstu skoðana- könnunum á fylgi flokkanna í Reykja- vík. Í könnun Fréttablaðsins 26. mars mældist flokkurinn með 12,7 prósenta fylgi og tvo fulltrúa kjörna. Mest hefur flokkurinn mælst með 43,9 prósenta fylgi og hreinan meirihluta, eða átta kjörna fulltrúa, samkvæmt könnun Fréttablaðsins 21. maí. Til samanburð- ar fékk Sjálfstæðisflokkurinn prósenti minna í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006, eða 42,9 prósenta fylgi. Jón Gnarr kynnti hugmyndir sínar að framboðinu í nóvember og hefur því náð að afla framboðinu gríðarlegs fylgis á undraverðum tíma. Ekki eru dæmi fyrir því að nýtt framboð, hvað þá grínframboð, hafi notið svo mikils stuðnings. Þjóðvaki, klofningsfram- boð Jóhönnu Sigurðardóttur núver- andi forsætisráðherra, fékk sem dæmi aðeins 7,2 prósenta fylgi í alþingis- kosningunum árið 1995 og fjóra menn kjörna. Í Gallup-könnun sem gerð var í mars sama ár hafði flokkurinn mælst með 11,8 prósenta fylgi. Hann fékk því mun minna en honum hafði verið spáð. Ný framboð spretta upp Ef framboðslistar fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar nú eru skoðaðir ofan í kjölinn má sjá hvar fjöldi nýrra fram- boða hefur litið dagsins ljós þar af nokkur sem tengjast ekki fjórflokki Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks Samfylkingar og Vinstri-grænna. Að minnsta kosti tvö önnur bjóða sig fram undir grínmerkjum. Þar má nefna Næstbesta flokkinn í Kópavogi og Kammónistaflokkinn í Ísafjarðar- bæ, sem hefur mælst með 8,1 prósents fylgi. Á Akureyri mælist L-listi fólksins nú með mesta fylgi fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar, eða 24,4 prósent, en hann var með einn bæjarfulltrúa áður í bæjarstjórn. Bæjarlistinn, klofn- ingsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, mælist með 12,3 prósent. Samanlagt mælast því þessi framboð með fylgi á við Besta flokkinn á meðan framboð sem heyra undir fjórflokkinn svokall- aða tapa miklu fylgi. Í Reykjavík bjóða þrír aðrir flokkar sig fram sem ekki eru með tengsl við fjórflokkinn. Þeir hafa, enn sem kom- ið er, ekki fengið mikinn hljómgrunn í skoðanakönnunum og engan mann kjörinn. Í þingkosningunum árið 2009 fékk Borgarahreyfingin, sem þá var nýtt framboð sprottið upp úr búsáhalda- byltingunni, aðeins 7,2 prósenta fylgi og fjóra menn kjörna. Þá hafði því verið haldið fram að framboðið gæti hirt til sín mikið óánægjufylgi í kjölfar banka- hrunsins í lok árs 2008. Þjóðþekktir í pólitík Í bandarískum stjórnmálum er oft tal- að um Reagan-áhrifin eða Schwarzen- egger-áhrifin þegar þjóðþekktir ein- staklingar bjóða sig fram og fá mikinn stuðning vegna stöðu sinnar í samfé- laginu. Hvorki Ronald Reagan, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, né Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kaliforn- íu, settu hins vegar grínmerki við fram- boð sín þótt þeir hafi nýtt sér óánægju- fylgi margra kjósenda til að afla sér stuðnings. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akureyri, telur að fylgi Besta flokksins megi að stærstum hluta rekja til tíðra meiri- hlutaskipta á síðasta kjörtímabili í Reykjavík. Landsmálin hafi þar einn- ig mikil áhrif. Fólk hafi skipt um ríkis- stjórn svo hægt væri að taka til en finn- ist það hugsanlega ekki hafa gengið eftir. Þá hafi skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis frá því í apríl líklega haft áhrif þar sem fólki finnst flokkarnir ekki hafa tekið nægilega vel til í sínum ranni. „Ég er hugsi yfir því hvort hinir hefðbundnu flokkar séu að fá á bauk- inn fyrir það sem gerst hefur í lands- málunum en það er eitthvað sem menn verða að kyngja. Það er partur af lýðræðinu að fólk fái að sýna óánægju sína með það sem hefur gerst,“ segir Grétar. Áhrif á landspólitíkina Grétar segist viss um að þegar kosið verður til Alþingis næst muni lands- menn sjá fleiri framboð en áður hafi þekkst og að þau muni fá meiri stuðn- ing en nokkru sinni fyrr, ef efnt verði til kosninga fyrir árið 2013. „Ef Besti flokkurinn fær fimm menn eða fleiri kjörna verður það sem raflost á flokka- kerfið. Þeir flokkar sem tengdust hrun- inu munu þá þurfa að fara í hraðari og dýpri endurskoðun,“ segir Grétar. Hann segir það eflaust hafa orðið Besta flokknum til fylgisauka að fram- bjóðendur þar hafi ekki bakgrunn í pólitík og að þeir bjóði fram undir grín- merkjum. Framboðið sé ekki sambæri- legt því sem merkja megi Reagan- eða Schwarzenegger-áhrifunum, vegna þess að með þeim sé gert grín að farsa- kenndum stjórnmálum. „Ef Jón Gnarr hefði ætlað að kljást við hina hefð- bundnu pólitík hefði honum kannski ekki vegnað eins vel,“ segir Grétar. Húmor skiptir máli Samkvæmt rannsókn sem Gautaborg- arháskóli gerði á stjórnmálum í Svíþjóð töldu tveir af hverjum þremur þátttak- endum mikilvægt að frambjóðendur hefðu kímnigáfu. Af þeim töldu eldri þátttakendur rannsóknarinnar húm- or mikilvægastan. Í skoðanakönnun Morgunblaðsins frá 26. maí mældist fylgi Besta flokksins aftur á móti mest á meðal fólks á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára. 16 föstudagur 28. maí 2010 42,9% 27,4% 13,5% 10,1% 6,3% 39,4% 26,3% 14,2% 5,6% 1,5% 0,5% 3,8% 1,7% 1,3% 0% 0,5% 3% 0,4 - 0,5% 2,7% 4,1% 6,3% 9,8% 11% 17% 0,6% 0% 22,8% 18% 21,1% 28,8% 16,6% 31% 30% 12,7% 23,4% 36% 43,9% 43,1% n D: Sjálfstæðisflokkurinn n S: Samfylkingin n V: Vinstri-græn n B: Framsókn n Æ: Besti flokkurinn n F: Frjálslyndir og óháðir n H: Framboð um heiðarleika og almannahagsmuni n E: Reykjavíkurframboðið 40% 30% 20% 10% 0% 27. maí 2006 26. mars 1. maí 17. maí 21. maí 26. maí KoSningaR FRéttablaðið FRéttablaðið og Stöð 2 mmR FRéttablaðið moRgunblaðið fylgi listanna í reykjavík reagan-áhrifin n Því er haldið fram að mistök rík- isstjórnar Jimmys Carter í Banda- ríkjunum hafi lagt grunninn að árangri arftaka hans, Ronalds Reagan. Reagan var þekktur leikari og náði að heilla margan manninn með persónutöfrum sínum. Í bók Johns W. Sloan um Reagan-áhrif- in segir að hann hafi vitað hvernig ætti að koma skilaboðum sínum á framfæri við almenning þannig að þau væru honum þóknanleg. Þar hafi „staðreyndir“ verið látnar liggja á milli hluta. schwarzenegger- áhrifin n Er notað yfir aðstæður þar sem einhver vinnur til verðlauna eða er valinn til áhrifa vegna orðspors en ekki árangurs eða af verðleikum. Hugtakið má rekja til þess þegar Arnold Schwarzenegger hlaut í sjötta sinn nafnbótina herra Ól- ympía vegna orðspors hans. Árið 2003 var hann kosinn fylkisstjóri Kaliforníu í stað Grays Davis. Árið 2006 var hann svo endurkjörinn í embætti þegar hann hlaut fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans Phil Angelides. Þegar Jón Gnarr kynnti framboð sitt og Besta flokkinn í nóvember hafði hann háleitar hugmyndir um að komast inn á Alþingi. Hann sagðist vera í leit að fastri vinnu og góðum launum. Hann væri þreyttur á því harki sem fylgdi því að vera án vinnu. Nú þegar Besti flokkurinn hefur kynnt framboð sitt í borgarstjórnar- kosningunum á morgun stefnir í að hann verði stærsta stjórnmálaafl Reykjavíkur. DV fékk stjórnmálafræð- ing til að spá í fylgi Besta flokksins. Jón gnarr heggur í fJórflokkinn Ef Besti flokkur- inn fær fimm menn eða fleiri kjörna verður það sem raflost á flokkakerfið. RóBERt HlyNuR BalDuRSSoN blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Maður óánægðra Fylgi besta flokksins endurspeglar mikla óánægju kjósenda í Reykjavík með störf hefðbundinna stjórnmálaflokka. KOSNINGAR2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.