Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 20
Björgvin BlóraBöggull n Árni Johnsen var ómyrkur í máli í Morgunblaðsgrein þar sem hann tók upp hanskann fyrir Björgvin G. Sigurðsson, fyrr- verandi banka- málaráðherra. Telur Árni að Samfylking hafi gert Björgvin að blóraböggli og komið ómann- eskjulega fram við hann. En Árni getur væntanlega haldið ró sinni því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og félagar hennar hafa gefið ádrátt um að Björgvin fái launað starf. Aðeins þarf að láta sveitarstjórnakosn- ingarnar ganga yfir áður en því verður úthlutað. Hugsjónakona í Eyjum n Mikið hefur verið lagt undir hjá útgerðarmönnum til að sannfæra almenning um að þeir einir séu til þess bærir að eiga fiskistofna á Íslandsmið- um. Áköfust í baráttunni fyrir eignarhaldinu á auðlindinni er at- hafnakonan Guð- björg Matthíasdóttir í Vestmannaeyj- um sem opnað hefur fjárhirslur sínar upp á gátt til að halda úti Morgunblað- inu og jafnvel vefsíður í því skyni að sannfæra sauðsvartan almúgann um ágæti lénsfyrirkomulagsins. Hugsjóna- konan slapp út úr Glitni með offjár rétt fyrir fall bankans en hefur síðan ausið peningum í fjölmiðlareksturinn. óvinur nr. 1 n Það sem fer mest fyrir brjóst útgerð- armanna er hugmyndin um fyrning- arleiðina sem Ólína Þorvarðardóttir hefur talað fyrir. Fræðingar hafa verið keyptir til að skrifa skýrslur um þá vá sem þjóðin standi frammi fyrir ef veiðiheimildir útgerðarinnar rýrni. Nú hefur hinn virti hagfræðingur Jón Steinsson lýst því yfir að þetta sé hræðsluáróður. Vandinn liggi í himin- háum skuldum útgerðarinnar. „Efna- hagsreikningar margra útgerðarfyrir- tækja eru því ljót sjón í dag. Af þessum sökum munu mörg útgerðarfyrirtæki þurfa á fjárhagslegri endurskipulagn- ingu að halda hvort sem til fyrningar kemur eða ei,“ segir hann í Pressu- pistli. Jón er þar með væntanlega orð- inn óvinur útgerðarinnar númer 1. Bílakóngur í al- mEnningsflugi n Bílakóngurinn fyrrverandi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, gengur um dimma dali skortsins þessa dagana. Hann þurfti að selja lúx- usþyrlu sína sem hann hafði notað til að skjótast milli lands og Eyja. þetta mun vera gert til að grynna á skuldum. Þetta fellir mjög lífsgæði Magnúsar sem þarf að sæta þeim kjörum að fljúga með almenningsflugfélögum í öllum þeim þrengslum sem farþegar búa við. Það er huggun harmi gegn að hann getur líka tekið Herjólf. Hannes Hólmsteinn Giss-urarson prófessor er einn af Íslands bestu sonum. Hann hefur verið óþreyt- andi að boða frelsi í viðskiptum. Frægt er slagorð hans, Grætt á daginn og grillað á kvöldin. Hannes er eins konar almenningseign. Hann er á launum hjá fólkinu í landinu og allir eiga þar með sinn hlut í honum. Hann er þjónn fólksins, maðurinn sem grillar frelsið ofan í pöpulinn. Og það er með Hannes eins og ýmsa heimspekinga sögunnar. Hann veit að eignir hefta hinn frjálsa huga. Þess vegna deildi hann eigum sín út á meðal vinanna. Öðlingurinn Kjartan Gunnarsson sem er eins kon- ar brú á milli stjórnmála og viðskipta fékk hús Hannesar. Annar góðvinur prófessorsins, Friðbjörn Ketilsson, fékk svo eigur hans í Brasilíu. Með þessum ráðstöfunum varð Hannes frjáls eins og munkur. Hann vantar aðeins kuflinn, sandalana og göngu- stafinn. Hann gengur um á meðal fólksins í jakkafötum og 500 dollara skóm og predikar um frelsi til athafna og svo auðvitað um sakleysi Davíðs Oddssonar sem einn manna varaði Hannes við hruninu. Hannes Hólmsteinn er ekki höfuðból. Hann er hjáleiga. Og þannig líður honum best. Rétt eins og hann sjálfur er almenningseign lít- ur hann svo á málin að allt sé í eigu allra. Hann hafnar eignarréttinum, nema auðvitað á fiskinum í sjónum sem nauðsynlegt er að sé í eigu ein- hverra sem láta sér annt um hann. Og af því Hannes trúir á frelsi til athafna og að allt, nema fiskurinn, sé í sameign sætir hann ofsóknum. Hann tók texta Nóbelskáldsins og gerði að sínum. Þetta varð til þess að illskeytt fjölskylda skáldsins fór í mál við hann og vann. Þarna var um að ræða gallaða löggjöf sem beitt var gegn hugsjónamanni. En Hannes er öreigi og það skiptir því engu máli hve oft hann verður dæmdur. Það er ekkert að sækja til hans nema djúpa visku. Að lög- sækja hann er eins og að stefna munki. Það tekur enginn fjárnám í frelsinu. Hannes er Hjáleiga „Mér þykir alltaf vænt um Sævar Þór Gíslason.“ n Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Stjörnunnar, segist ekki hafa snert Sævar Þór en hefur fyrirgefið honum fiskið. - Vísir „Við höfum fengið alveg ótrúlegar viðtökur og finnum fyrir alveg svakalegum meðbyr.“ n Örlygur Smári, annar höfundur Eurovision-lags Íslendinga, er bjartsýnn fyrir lokakvöldið. -DV „Ég varð að gera allt sem þær báðu mig um og söng því fyrir fólkið á Kaffi París og þar á meðal stjórnmálamanninn Dag B. Eggertsson.“ n Rebekka Kolbeinsdóttir, fyrrverandi söngkona Merzedes Club, var steggjuð með látum um síðastliðna helgi. - DV „...ég held að Hera fari jafnlangt og hún í keppninni.“ n Þegar Páll Óskar segir hún meinar hann Jóhanna Guðrún. Hann er einnig gífurlega spenntur fyrir Íslands hönd. - DV Íslendingar missa tökin Ein af fréttum vikunnar var að SP-Fjár-mögnun ákvað að bílalán viðskipta-vina fyrirtækisins skyldu aðeins hafa hækkað um helming frá því lánið var tekið. Önnur fréttin var að tveir af stóru bönk- unum þremur hefðu grætt töluvert á verð- bólgunni, þar sem verðtryggðar eignir þeirra væru hærri en skuldirnar. Íslandsbanki hagn- aðist í heildina um 24 milljarða króna. Samt er Ísland á botni kreppunnar. Þetta eru góðar fréttir fyrir erlenda eigendur bankans. Þriðja fréttin var að verðbólgan væri 7,5 prósent. Það þýðir að öruggu, íslensku lán- in okkar hækka um 7,5 prósent á ári, eftir allt sem á undan er gengið. 20 milljóna króna lán hækkar um eina og hálfa milljón þetta árið. Fasteignaverðið fellur ennþá. Og ríkisstjórnin kæfir ennþá frumvarp Lilju Mósesdóttur um að fólk fái frelsi til að skila eignunum í bank- ann, þegar lánið hefur verið hækkað umfram verðmæti eignarinnar. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar hafa verið seldar. Kaupverðið var fengið að láni. Fiskurinn syndir veðsettur í sjónum og hver hagsmunaaðilinn á fætur öðrum varar við hörmungum ef veðsetningunni verður af- létt með fyrningarleiðinni. Hver Grímseying- ur skuldar jafnvirði 18 milljóna króna fyrir kvóta. Íbúar á Flateyri mega ekki stunda þá atvinnu sem var forsenda fyrir tilurð þorps- ins, nema gegn óhóflegu gjaldi. Því þegar frelsið hámarkaði arðsemina í sjávarútvegin- um var rétturinn til atvinnu seldur frá þorp- inu. Kaupverðið var fengið að láni. Nú á að selja orkuveitu á Suðurnesjum til erlendra aðila, kaupverðið fengið að láni. Frjálshyggjumenn segja að auðlindirnar séu ekki seldar, heldur sé einungis nýtingarrétt- urinn á þeim framseldur. Kenning þeirra er að þetta sé eins konar rekstrarleiga auðlind- anna. Bankarnir voru líka teknir á rekstrar- leigu, eins og bílar, áður en þeir voru keyrðir út af á 180 kílómetra hraða. Álfyrirtækin eru og voru í erlendu eignar- haldi. Bankarnir eru að stórum hluta komn- ir í erlenda eigu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru mörg hver tæknilega gjaldþrota vegna skulda hjá bönkunum og falla því undir sama eign- arhald í raun. Fólkið í landinu er að stórum hluta yfirveðsett bönkum í erlendu eignar- haldi. Fyrsta skrefið í að færa orkuauðlindirn- ar í eign útlendinga hefur verið stigið. Meira að segja frægasti ferðamannastaður Íslands, Bláa lónið, er að hluta komið í eigu erlendra aðila. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra skrif- aði greinina Endurreisn í Morgunblaðið fyrir rúmu ári. Þar sagði hann að eftir bankahrun- ið stæðu raunverulegar eignir þjóðarinnar eftir. „Mannauður landsmanna, mannvirki, náttúruauðlindir og allt annað sem þarf til að framleiða vörur og þjónustu, verður ekki fyrir beinu tjóni,“ skrifaði Gylfi. Eftir stendur að þrátt fyrir að raunverulegu verðmætin séu ennþá til staðar fara raunveru- legu tekjurnar af stórum hluta þeirra beint eða óbeint til útlendinga. Afleiðingin ætti að vera breytt afstaða íslensku þjóðarinnar. Hún hefur minni hagsmuni en áður af því að ívilna orkufyrirtækjum, viðhalda kvótakerfinu og hygla bönkunum á kostnað almennings. jón TrausTi reynisson riTsTjóri skrifar. Meira að segja frægasti ferðamannastaður Íslands, Bláa lónið, er að hluta komið í eigu erlendra aðila. 20 föstudagur 28. maí 2010 umræða sandkorn LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi Örn emilsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.Is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari svarthöfði bókstaflega Besta borgarstjórnin Margur spyr stórra spurninga þessa dagana. Menn velta því fyr- ir sér hvort það fólk sem er á lista með Jóni Gnarr geti talist hæft til að sinna verkefnum borgarfull- trúa. Og svo finnast auðvitað blá- bjánar sem leyfa sér að efast um ágæti Jóns Gnarr. En ég ætla að kjósa þennan öðling, jafnvel þótt heilu fylkingarnar reyni að segja mér að gera það ekki. Ég er sann- færður. Jón Gnarr er heiðarleg- asti stjórnmálamaður samtímans. Hann er sá eini sem segir sannleik- ann og hann er sá eini sem kemst upp með að segja sannleikann all- an. Þetta getur hann vegna þess að hann hefur takmarkalaust skotleyfi á þau himpigimpi sem hingað til hafa viljað láta kalla sig þjóna fólks- ins. Jón Gnarr veit að samtrygging- aröflin hafa farið hér með öll völd allan lýðveldistímann. Hann veit að núna þarf að breyta. Hann veit að allt hefur gengið út á það, hjá ís- lenskum stjórnmálamönnum, að maka krókinn, lofa og svíkja. Menn vilja setjast að kjötkötlum svo þeim megi auðnast að dreifa bitlingum til vina og vandamanna. Stjórn- málamenn hafa yfirleitt klúðrað öllu sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Jón Gnarr hefur sannað ágæti sitt. Hann er fyndinn, hann er skemmtilegur og hann er snillingur. Fyndna byltingin er hafin og við getum glaðst, hlegið og skemmt okkur. Nú gefst okkur kostur á að reisa lýðveldi gleðinnar á rústum leiðinlegra nöldurseggja, grenjandi þurrkuntna, bölsýnna svikara og gráðugra þrjóta. Ef fólk fer að mínu fordæmi verður Jón Gnarr næsti borgarstjóri okkar Reykvíkinga. Hann mun þá feta í fótspor fólks einsog Davíðs Oddssonar, Steinunnar Valdísar og Ólafs F. Magnússonar. Og það besta við þetta allt er, að við erum að tala um fólk sem mun að eilífu þræta fyrir öll sín mistök – fólk sem aldrei mun játa á sig heimsku, vanrækslu eða annan aumingjaleik. Þeir eru til hér á landi stjórn- málamennirnir sem enn njóta lýð- hylli, þrátt fyrir að þeim hafi tekist að setja heilu byggðirnar á hausinn. Reykjavík hefur, núna síðasta kjörtímabilið, verið stjórnað af fólki sem hefur haft það eitt að markmiði að koma sér og sínum að gjöfulum spena. Hinn grátlegi gamanleikur lyga, svika og græsku er á enda. Núna fáum við að upplifa nýja tíma hlát- urs, gleði og dásamlegrar gaman- semi. Af slæmum verkum meta má margan drullusokkinn en kímnir menn og kátir fá að kjósa Besta flokkinn. KriStJÁn hreinSSon skáld skrifar „Hann er fyndinn, hann er skemmti- legur og hann er snillingur.“ skáldið skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.