Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 24
24 föstudagur 28. maí 2010
Jón Gnarr er bara alveg eins og Jesús
Kristur.
Þar hafiði það.
En áður en menn byrja að brigsla
mér um guðlast, eða ímynda sér að
ég sé kominn með gnarrisma á alveg
sérlega sjúklegu stigi, þá er best að ég
útskýri.
Mergurinn málsins er sá að mér
finnst Jesús Kristur ekkert óskaplega
merkilegur maður. Ekki hann sjálfur
að minnsta kosti, maðurinn Jeshúa frá
Nasaret. Og allra síst er ég á því að það
hafi verið eitthvað guðlegt við hann.
Það er þess vegna engin goðgá í
mínum huga þó einhverjum sé líkt við
Jesús.
Hann var einhvers konar farand-
prédikari í Palestínu á sínum tíma.
Boðskapur hans var í stórum dráttum
sá að öll dýrin í skóginum ættu að vera
vinir. Öllu frumlegri var nú boðskap-
ur Jesúsar ekki. Svo vel hefur áróðurs-
maskína kristninnar mallað undan-
farin 2.000 ár að meira að segja þeir
sem trúa ekki endilega á Jesús sem
guð, þeir halda samt að það hafi ver-
ið eitthvað nýstárlegt og jafnvel bylt-
ingarkennt við kærleiksboðskap hans.
En því fer fjarri. Jesús bar á borð ýms-
ar gamalkunnar kærleikslummur sem
hljómað hafa mjög kunnuglega í eyr-
um þeirra sem á hann hlýddu. Marg-
ir aðrir höfðu svipaðan boðskap fram
að færa í Palestínu um þær mundir,
og sami boðskapur hafði heyrst öld-
um saman í Mesópótamíu, Kína, á
Indlandi, hvarvetna þar sem menn
komu saman. Hin gullna regla var ekki
fundin upp af Jesúsi, hvað þá kær-
leikurinn sjálfur. Hann hefur haft til
að bera nokkurn sannfæringarkraft
og verið lipur að raða saman orðum,
en hugsun hans var ekki frumleg. Og
hún hefur greinilega ekki verið mjög
skýr heldur, því skýringin á vinsældum
hans (fyrst og fremst eftir dauðann) er
ekki síst sú að nánast hver maður hef-
ur getað togað og túlkað orð hans eftir
eigin höfði. Eða öllu heldur, það sem
hann er talinn hafa sagt, því næsta víst
er að hann sagði í rauninni harla fátt af
því sem guðspjöllin hafa eftir honum.
TÓMT ANDLIT JESÚSAR
Jesús varð með tímanum eins kon-
ar gína sem allir gátu hengt á fötin
sín, hvurnig sem þau voru sniðin, eða
tómt andlit þar sem hver maður gat
málað þann svip sem honum hent-
aði. Þannig urðu til fjölmargir Jesúsar
– einn þeirra var hógvært lamb sem
ævinlega talaði lágum mildum rómi
um að við skyldum öll vera svo góð,
annar var pólitískur uppreisnarsegg-
ur gegn kúgunarvaldi heimsveldis, sá
þriðji var eldslunginn kommúnisti,
sá fjórði miskunnarlaus herforingi í
himneskum herskörum, sá fimmti
þjáningarsjúkur sjálfspíslari, sá sjötti
strangur siðapostuli sem slær menn
leiftur snöggt í hausinn ef þeir dirfast
að vera með múður um einhvern titt-
lingaskít, sá sjöundi hatast við hina
andstyggilegu kynvillinga, meðan sá
áttundi er alveg flaming hommi …
Og svo framvegis.
Hver hann var hinn upprunalegi
Jeshúa farandprédikari frá Nasar-
et, það skiptir orðið engu máli. Hann
er bara spegill sem hver sem er getur
speglað sig í og séð sjálfan sig – eða
það sem hver vill sjá.
Og sú eru nú að verða örlög Jóns
Gnarrs frambjóðanda. Fylgið sópast
til hans en á afar ólíkum forsendum
sýnist mér – svo ólíkum að ég veit ekki
hvort þær eiga í öllum tilfellum nokk-
uð skylt við frambjóðandann sjálfan.
„ÞEGAR JÓN GNARR VARÐ
TRÚAÐUR“
Undanfarna daga hefur mjög verið
rökrætt hvort framboð Besta flokks-
ins með Jón Gnarr í broddi fylkingar
sé grín, eða djúp alvara. Alveg hreint
hyyyyyldjúp alvara. Ég held að það geti
varla farið á milli mála að í upphafi var
framboðið tómt grín. Eiginlega bara
prívatbrandari Jóns Gnarrs, eða ein
þeirra eins manns leiksýninga sem
hann hefur áður haldið úti. Þekktust
þeirra er vitaskuld leikritið „Þegar Jón
Gnarr varð trúaður“ en það gekk heil-
lengi í ýmsum fjölmiðlum og var um
tíma leikið af heilmiklum sannfæring-
arkrafti af höfundinum og eina leikar-
anum. Honum tókst þá að útvega sér
aukaleikara sem óafvitandi tóku þátt í
gríninu með því að fjalla af mikilli al-
vöru um hina nýfundnu trú hans og
merkingu hennar. Þetta leikrit hafði
hins vegar þann galla – að minnsta
kosti fyrir aðra en Jón Gnarr sjálfan -
að það vantaði eiginlega pönsið, það
fjaraði bara hægt og rólega út án þess
að áhorfendur fengju mikið fyrir snúð
sinn.
Fyrir þetta nýja leikrit var Jón hins
vegar búinn að tryggja sér pönsið fyr-
irfram – það er að segja kosningarnar.
Þær yrðu sjálfkrafa hápunktur leikrits-
ins „Jón Gnarr fer í framboð“. Leikrit-
ið, sem mér skilst að hafi verið kvik-
myndað alveg frá upphafi, átti líklega
að verða einskonar skemmtimynd
um einfeldninginn sem dettur óvænt
inn í pólitík – eins konar íslensk út-
gáfa af Mr. Smith Goes to Washington.
Nema hvað einfeldningur Jóns Gnarrs
átti ekki að vera vammlaus og prúður
skátaforingi og bláeygur baráttumað-
ur gegn spillingu og hræsni, heldur
þvert á móti óður og uppvægur að taka
sjálfur þátt í spillingunni – bláeygur
bitlingagosi ef þannig má að orði kom-
ast. Þetta var frábær hugmynd og hefði
getað orðið – og getur auðvitað enn
orðið – stórkostleg ádeila á samfélag
okkar og stjórnmál, þar sem siðbót eft-
ir spillingartímann er til dæmis fólgin
í því að Sjálfstæðisflokkurinn þykist
hafa gert upp við Hrunið með því að
kjósa sér formann sem var á kafi í alls-
konar Vafningum með þeim sem nú
lítur út fyrir að hafi verið óforskömm-
uðustu þrjótar útrásarinnar.
GINNTUR TIL AÐ VERÐA BORG-
ARSTJÓRI Í ÞYKJUSTUNNI
Þar sem sá sami flokkur, sem ginnti
veikan mann til að verða í þykjustunni
borgarstjóri í nokkra mánuði og rak
hann svo rýtingi í bakið, til að komast
sjálfur til fullra valda, sá flokkur þykist
nú hafa yfirbragð trausts og stöðug-
leika.
Og svo framvegis.
Það var vissulega ekki vanþörf á
að halda spéspegli upp að því samfé-
lagi þar sem þetta er allt látið líðast, og
bara sá spéspegill er nokkuð grodda-
legur.
En eftir því sem brandarinn sló
betur og betur í gegn, þá virðast hafa
runnið tvær eða jafnvel fleiri grím-
ur á Besta flokkinn og stuðnings-
menn hans. Nú heitir það allt í einu að
þetta hafi aldrei verið grín. Í viðtalinu
í Grapevine sagði Jón Gnarr sjálfur
að Besti flokkurinn væri anarkó-súr-
realískt listaverk, en það var tekið fyr-
ir tveim þrem vikum – núna er Besti
flokkurinn hvorki grín né listaverk af
neinu tagi.
Nei, nú heitir það að Besti flokkur-
inn hafi alveg frá byrjun verið úthugs-
uð og herská yfirlýsing um nýja hugs-
un, nýjan heiðarleika, nýja nálgun, ný
vinnubrögð, nýtt samfélag, nýja pólit-
ík, allt nýtt.
VOPN LÖGÐ Í HENDUR
BESTA FLOKKSINS
Vissulega lögðu flokkar hins hefð-
bundna stjórnmálakerfis vopnin í
hendurnar á Besta flokknum; já, ráku
beinlínis framan í þá vendina til að
hýða sig með. Ekki var nóg með að
styrkjakóngarnir og -drottningarnar
létu sér varla til hugar koma að hverfa
hljóðlega á braut undan hneykslun
og reiði almennings – fyrr en þá nú
að Steinunn Valdís stígur fram, kort-
éri fyrir kosningar; það þurfti þá ekki
nema einn málsmetandi samfylking-
armann til að hvetja hana til að segja
af sér. Ég hlýt reyndar að hrósa Stein-
unni Valdísi fyrir ákveðið hugrekki –
ekki með afsögninni sjálfri, sem kem-
ur klárlega of seint og er of þvinguð
- heldur með því að þora þrátt fyrir
allt að viðurkenna í afsagnarbréfinu
að „persónulegt stolt“ hafi ráðið því
að hún var ekki fyrir löngu búin að
segja af sér. Ég man ekki til að íslensk-
ur stjórnmálamaður hafi nokkru sinni
játað að hafa látið stjórnast af per-
sónulegu stolti – Steinunn Valdís fær
prik fyrir það, hvað sem öðru líður.
En fleiri vopn fékk Besti flokkurinn
gefins upp í hendurnar. Ríkisstjórn-
in hefur nú með réttu eða röngu á
sér yfirbragð dugleysis, framtaksleys-
is og umfram allt áhugaleysis um líð-
an fólksins í landinu – forystumenn
hennar virðast einkennilega frábitn-
ir því að spila með fólkinu í landinu.
Flokkarnir flestir eða allir brugðust
seint og illa við Rannsóknarskýrslu Al-
þingis; það var eins og þeir gætu ekki
troðið því inn í sinn þykka koll að fólk-
ið í þessu landi leit á Skýrsluna sem
upphaf – ekki endapunkt. Þeir yrðu að
endurmeta sjálfa sig, nánast endur-
skapa sig. Það hafa þeir ekki gert, en er
hin klæðlausa gína Besta flokksins leið
okkar til að verða hólpin?
„GÓNT Á RAUNVERULEIKA-
ÞÆTTI Í KAPALSJÓNVARPI …“
Svo telja margir. Bara í gær las ég á net-
inu tvo pistla eftir mjög greinargóða
menn þar sem framboð Jóns Gnarr er
talið boða gríðarleg tíðindi.
Annar segir: „Það verður þjóðin öll
– og fyrst og fremst Reykvíkingar fyrir
hennar hönd – sem fá eftirminnilega
lexíu í því hvert það leiðir að hafa van-
rækt sögu sína, tungu og menningu,
tekið upp neyslukapphlaup í stað gild-
ismats og gónt á raunveruleikaþætti
í kapalsjónvarpi í stað þess að hugsa
um ábyrgð sína sem maður, ábyrgð
gagnvart sjálfum sér, fjölskyldunni,
samborgurunum.“
Er sem sagt Besta flokknum stefnt
gegn sjónvarpsglápi? Gegn þeim sem
hafa vanrækt tunguna? Nú mundi ég
segja, ef það væri ekki enskusletta:
„Djók!“
Annar lítur bersýnilega svo á að
Besti flokkurinn sé markviss tilraun til
grundvallarbyltingar á stjórnmálakerfi
okkar sem „... muni [aftur á móti] verj-
ast öllum tilraunum til breytinga með
kjafti og klóm, það muni spyrna við
þeim fótum, gera þær hlægilegar, bola
þeim burt, eyða þeim úr umræðunni.“
Þarna er svo undarlega komið að
milli línanna liggur að ánskotans kerf-
ið sé svo óforskammað að það sé að
reyna að gera Besta flokkinn hlægi-
legan!
Ja, skammastín bara, ljóta fúla
kerfi! Að reyna að slá Besta flokknum
upp í grín, ekki nema það þó!
Og auðvitað væri argasti dóna-
skapur að spyrja við þessar aðstæður
um stefnu Besta flokksins í málefnum
Orkuveitu Reykjavíkur, eða hvað flokk-
urinn ætlar að gera – í alvöru! – í at-
vinnumálum borgarbúa, nei, hva, það
kemur bara í ljós, því Jón Gnarr ræður
örugglega fram úr því seinna …
FJÖGURRA ÁRA
LANGUR BRANDARI
Þannig virðist upphaflegur brandari
Jóns Gnarrs óðum vera að verða eitt-
hvað allt annað en í byrjun – rétt eins
og flakk Jeshúa frá Nasaret um sveit-
ir Galíleu og rabb hans við fylgis-
menn sína varð að hátimbruðum trú-
arbrögðum, og hann sjálfur að guði
– sem hann hefði alveg áreiðanlega
sjálfur talið argasta guðlast. Tiltölulega
beinskeytt grín um spillingu og hall-
ærislega orðræðu stjórnmálamanna
er orðið að ansi þokukenndum hug-
myndum um nýtt líf, nýja tíma og
minna sjónvarpsgláp.
Og pönsið, sem kosningarnar á
morgun áttu að verða, virðast nú bara
vera lok á fyrsta þætti – leikurinn stefn-
ir í að verða að minnsta kosti fjögurra
ára langur. Kannski verður þetta sam-
felld gleði, og kannski það glæsta upp-
haf á splunkunýjum degi sem margir
virðast vonast eftir. Já, það gæti farið
svo, auðvitað vona ég það, en ég verð
að viðurkenna að ég er ekki viss.
Altént er athyglisvert að enginn
hefur talið L-listann á Akureyri til
marks um stuðning við sögu, tungu
og menningu, né vitnað í þýska rit-
höfunda til að skýra framgang hans –
en listinn nýtur í skoðanakönnunum
svipaðs fylgis og Besti flokkurinn gerir
í Reykjavík – vitaskuld fyrst og fremst
út af þreytu kjósenda með hina hefð-
bundnu flokka.
Má ég svo ítreka enn einu sinni
í lokin að það er engin guðfræðileg
merking fólgin í því hjá mér að líkja
Jóni Gnarr við Jesús Krist eða rétt-
ara sagt Jeshúa frá Nasaret. Því ég tek
Jeshúa ekki hótinu hátíðlegar en hvern
annan mann, þar á meðal Jón Gnarr.
Því Jeshúa var þrátt fyrir allt bara
ósköp hversdagslegur maður sem
lenti í því að fylgismenn hans gerðu úr
honum eitthvað allt annað en það sem
hann raunverulega var. Og hver um
sig sér enn í Jeshúa það sem honum
eða henni þóknast. Alveg eins og í Jóni
Gnarr nú, þótt hann stjórni reyndar
sínum eigin leik miklu markvissar en
aumingja Jeshúa gerði. En ég hefði
svo sem getað tekið aðra líkingu, og
kannski nærtækari í þessu sambandi
þegar öllu er á botninn hvolft.
Var ekki Chauncey Gardiner,
söguhetja Being There, annálaður
spekingur svo jafnvel hinir vitrustu
menn göptu yfir snilldinni? Var ekki
einmitt unnið að því að fá hann í
framboð?
trésmiðja illuga
Núna er Besti
flokkurinn
hvorki grín né
listaverk af
neinu tagi.
Illugi Jökulsson telur að hver maður sjái nú í Jóni Gnarr það sem honum eða henni þóknast:
BARA ALVEG
EINS OG JESÚS!
KOsNiNgar2010