Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 27
...bókinni Missi eftir Guðberg Bergsson Sönn, sorgleg og fyndin lýsing á elli og áhrifum hennar. ...leik- ritinu Ódauð- legu verki um stríð og frið Vitsmunalegt og einlægt, látlaust og fallegt. ...myndinni Food Inc. Feikilega góð heimildamynd. Ekki lengur í bíó, en Erna Kettler, kauptu hana! ...mynd- inni Cop Out Vonandi vinna Tracy Morgan og Bruce Willis ekki oftar saman. 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR 27 Í Íslensku óperunni í kvöld verða framkallaðir færeyskir og dularfullir tónar: Eivör með útgáfutónleika FÖSTUDAGUR n Próflok í Sjallanum Á föstudaginn verður ekkert smá próf- lokapartí í Sjallanum á Akureyri. Það er sjálfur DJ Óli geir og vitleysingarnir í N3 sem sjá um að halda stuðinu gangandi. Partí fyrir 14-16 ára verður á milli 21.00 og 23.30 en eftir það verður partí fyrir 16 ára og eldri. Miðinn kostar 1.500 krónur og má kaupa einn slíkan í Imperial á Glerártorgi. n Frítt inn á Players Það verður frítt inn á skemmtistaðinn Players í Kópavogi á föstudagskvöld. Spiluð verður 80´s tónlist langt fram á kvöld og því verður mikið dansað. Níundi áratugurinn var áratugur hressrar tónlistar og skapandi klæðaburðar þannig það er um að gera klæða sig fyrir 80´s partí og dansa fram á nótt. n Þungarokk á Sódómu Hin goðsagnakennda þungarokkshljóm- sveit Pestilence frá Hollandi verður með tónleika á Sódómu á föstudagskvöldið. Það kostar aðeins 2.000 krónur inn en upphitun er í höndum Wistaria, In Mem- oriam, Atrum og Gruesome Glory. Húsið opnað klukkan 22.00 en tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar. Forsala miða á miði.is. n Aukatónleikar Eivarar Eins og vanalega er uppselt á útgáfutón- leika hjá Eivarar Pálsdóttur sem fram fara í íslensku óperunni á föstudagskvöldið. Til allrar hamingju hefur nú verið bætt við aukatónleikum klukkan 19.00 sama kvöld en miðinn kostar 3.900 krónur. Hægt er að nálgast miða á miði.is. n Dikta í Ólafsvík Vinsælasta hljómsveit landsins, Dikta, verður með tónleika í Félagsheimilinu Klif í Ólafsvík á föstudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 en aðeins kostar 2.000 krónur inn. LAUGARDAGUR n Eurovision-partí Palla á NASA Páll Óskar Hjáltýsson heldur sitt árlega Eurovision-samkvæmi á NASA á laugardag. Húsið opnað á miðnætti og Páll Óskar spilar allan tímann, pásulaust til klukkan 05.30. Forsala aðgöngumiða á NASA föstudaginn 23. maí milli klukkan 13 og 17. Einnig koma fram Sigga Beinteins, Jógvan, Jóhanna Guðrún og fleiri. Þetta er alltaf eitt af partíum ársins og má enginn missa af þegar Palli grípur í míkrófóninn og tekur nokkra Eurovision-slagara. n Stjórnin á Players Stjórnin bregður undir sig betri fætinum í tilefni Eurovision og verður með tónleika á Players á laugardagskvöldið þegar keppninni er lokið. Því verður hægt að sleppa því að horfa á kosninga- sjónvarpið og skella sér á alvöru ball með einni bestu hljómsveit Íslands. n Kristján á ferð og flugi Kristján Jóhannsson og Söngvinir halda nú í ferðalag með stórtónleika sína og ferðast um allt landið. Þeir verða í Húsa- víkurkirkju á laugardaginn klukkan 16.00 en miðinn kostar 4.300 krónur. Miða og frekari upplýsingar um viðkomustaði má nálgast á midi.is. Hvað er að GERAST? Leikritið Klæði eftir Berg Ebba Benediktsson frumsýnt: UNGIR LISTAMENN SAMEINAST Útgáfutónleikar Eivarar Páls- dóttur fara fram í Íslensku óp- erunni í kvöld, föstudag. Eru þeir haldnir í tilefni af útkomu plötunnar Larva og með Eivöru í för er bandið sem vann með henni plötuna. Fríður hópur listamanna bættist við á enda- sprettinum. Ákveðið var nefni- lega nýverið að með Eivöru og hljómsveit kæmi fram kvenna- kórinn Graduale Nobili, karla- raddir úr kór Langholtskirkju og fjórir meðlimir úr Caput-hópn- um. Á plötunni spila með henni færeyski kórinn Mpiri og barna- kór frá Gøta, heimabæ Eivarar, auk Caput. Larva er sjöunda hljóðver- splatan sem Eivør sendir frá sér. Spekúlantar segja hana sýna hér á sér nýjar hliðar með því að fjar- lægjast þjóðlagastíl síðustu ára og hella sér í tilraunakenndara og hrárra sánd. Afraksturinn sé mögnuð plata sem nær ómögu- legt er að skilgreina því áhrifin komi svo víða að. Má þar nefna indítónlist, popp, trip-hop, amb- ient, rokk, teknó, acid djass og klassíska tónlist. Eivør vann plötuna með sveit- inni sem kemur fram á tónleik- unum og upptökustjóranum Jens L. Thomsen, allt saman gamlir vinir og nánir samstarfsmenn í gegnum árin. Svo til uppselt var í gær á tón- leikana klukkan 22 og aðeins ör- fáir miðar eftir á aukatónleikana klukkan 19. Miðasala fer sem áður fram á midi.is og öllum sölustöðum vefsíðunnar. Miða- verð er 3.900 krónur. ... leikritinu 39 þrepum Skemmti- leg glæpa- eða njósna- sagnapar- ódía. ...mynd- inni Prince of Persia: The Sands of Time Hálfgerður Pappírs- Persi. Eivör Pálsdóttir Á fáa sína líka. ÆTLUM EKKI Á KENNITÖLUFLAKK Spurður hversu marga tónlist- armenn og hljómsveitir Geim- steinn hafi á sínum snærum seg- ir Júlíus að lenskan hjá útgáfunni hafi verið að gefa bara út einn disk í einu í stað þess að gera einhvern langtímasamning. „Pabbi var ekki mikið fyrir það að gera samninga sem bundu tónlistar- mennina á nokkurn hátt. Það var bara gerð plata og ef fólk vildi fara eftir það þá bara fór það. Og við ætlum ekkert að fara að kollvarpa þeirri hugmynda- fræði.“ Pabbi spilaði upp í tapið Hún er óneitanlega fjölbreytt tónlist- in sem Geimsteinn gefur út. Hvað er það sem ræður því að hljómsveit eða sólótónlistarmað- ur fær útgáfusamn- ing hjá fyrirtækinu? „Jaaa, við þurfum allavega að hafa að- eins leiðarljósi að tapa ekki mikið á út- gáfunni,“ segir Júlí- us. „Pabbi tapaði á bróðurpartinum af þeim plötum sem hann gaf út með nýj- um listamönnum, en hann gat alltaf spilað upp í tapið. Við erum hins vegar ekki mikið í því. En það sem við horfum til er að tónlistin sé áheyrileg og að það sé ekki mikill kostn- aður fólginn í útgáf- unni. Og að okkur finnist þetta eiga er- indi á markaðinn. Hvort platan seljist vel er ekki stóra málið. Þetta er ekki fyrirtæki sem við erum að reka til þess að það skili arði, að- alatriðið er bara að það fari ekki á hausinn. Það hefur verið á sömu kennitölu allt frá stofnun og við ætlum ekkert að fara að breyta því.“ Varðandi verkefnaskiptingu í rekstri Geimsteins segir Júlíus að hann, bróðir hans og bróðursonur vinni þetta allt í sameiningu. „Það ganga allir í flestallt. En þetta er ekki okkar daglega vinna þannig að við hjálpumst að við að reka þetta með öðrum verkefnum. Svo kemur mamma af og til inn í þetta. Hún er náttúrlega eigandinn,“ seg- ir Júlíus og hlær. Múnaði bandaríska tónleikagesti Blaðamaður spyr Júlíus að lokum aftur út í Deep Jimi and the Zep Creams, hvort tónleikahald sé á döfinni í tengslum við útkomu nýju plötunnar. Júlíus segir út- gáfutónleika fara fram í Keflavík næsta fimmtudag, en því miður verði það eina gigg piltanna í um það bil tvo mánuði þar sem nokkr- ir hljómsveitarmeðlima verði er- lendis. „Við skulum bara segja að þeir séu að leita samninga fyrir Deep Jimi,“ seg- ir Júlíus og glott- ir svo heyrist í gegnum símtólið. Eða svona næst- um því. Þess má geta að bandið, sem er tuttugu ára gamalt, fór í eft- irminnilega ferð til Bandaríkjanna snemma á ní- unda áratugnum. Markmiðið var að reyna að koma sér á framfæri þar en lesa má þá stór- skemmtilegu frá- sögn á vefsíðu hljómsveitarinn- ar, deepjimi.com. „Meikið“ leit vel út til að byrja með, Deep Jimi fékk út- gáfusamning upp á átta plötur við plötufyrirtæki sem kallast Atco-East/ West. Málin þróðust hins vegar þannig að öllum kontakt- aðilum hljómsveit- arinnar innan fyr- irtækisins var sagt upp. „Í framhald- inu var ákveðið að kaupa okkur út þannig að við gerð- um bara eina plötu hjá fyrirtækinu. Við fórum þá aft- ur út, skemmtum okkur en náð- um ekki áframhaldandi samningi neins staðar annars staðar.“ Í frásögninni af Bandaríkjaferð- inni kemur meðal annars fram að á einu giggi sem Deep Jimi hélt, og fór ekki alveg eins vel og óskandi hefði verið, hefði Júlíus múnað áhorfendur og hljómsveitarmeð- limir svo hótað að lemja hljóð- manninn. Er þetta allt satt og rétt? „Eee, já, örugglega,“ segir Júlí- us, eilítið vandræðalegur. „Það gerðist allavega voða mikið þarna úti. Menn voru ungir og í fíling.“ kristjanh@dv.is Bjartmar og Rúnar Ein þeirra platna sem væntanlegar eru frá Geimsteini í sumar er plata með Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveit- inni Bergrisunum. Hér er Bjartmar í góðum gír með Rúnari heitnum Júlíussyni, stofnanda Geimsteins og föður Júlíusar. Hjálmar Reggíhljómsveitin vinsæla náði eyrum almennings með aðstoð Geimsteins á meðan aðrir plötuútgefendur höfðu litla trú á íslensku reggíi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.