Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 29
viðtal 28. maí 2010 föstudagur 29 dæmi í hendurnar og gerðu því ráð fyrir að ferlið yrði einfalt. Þegar komið var fram í apríl og eng- ar niðurstöður höfðu borist frá Sjónarhóli höfðu þau samband við félagsmálaráðuneytið. En það var ekki fyrr en seint í maí sem mál þeirra fékk af- greiðslu. „Á þessum tíma vorum við með fólk í vinnu og vissum ekki hvort eða hvenær við fengjum pen- inga til að greiða því laun. Það er óþolandi staða fyrir fjölskyldu í okkar sporum að búa við slíka óvissu í svo langan tíma, ofan á allt annað,“ segir Elísabet. TogsTreiTa við sTarfsfólk spíTalans Í desember 2008 var Fanney Edda sett í fyrsta sinn á gjörgæsludeild í öndunarvél. Þar var hún í fjórar vikur en á þeim tíma mistókst tvisvar að ná Fanneyju úr öndunarvélinni. Í framhald- inu settu Elísabet og Frímann sig í samband við bandarískan endurhæfingarlækni að nafni John Bach. Stúlka að nafni Ella Dís, sem er einnig með óskilgreindan taugahrörnunarsjúkdóm og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafði þá verið með- höndluð af sama lækni með góðum árangri. Dr. Bach beitir óhefðbundnum aðferðum við meðhöndlun sjúklinga með öndunarvandamál, en með hans úrræðum tókst að ná Fanneyju úr öndunarvélinni. Hann kom til Íslands í janúar 2009 ásamt öndunarþerapista, að tilstuðlan Elísa- betar og Frímanns, en Landspítalinn samþykkti að greiða fyrir ferð þeirra hingað. Þeir héldu svo fundi með læknum og hjúkrunarfræðingum spít- alans og hafa aðferðir dr. Bachs í framhaldinu ver- ið teknar til notkunar að nokkru leyti hér á landi. Í tengslum við aðkomu Bach að veikindum Fanneyjar Eddu, mismun á milli væntinga Elísa- betar og Frímanns um umönnun dóttur sinnar á Barnaspítalanum og hvernig umönnuninni var í raun háttað, og fleira til lentu Elísabet og Frímann í togstreitu við starfsfólk Barnaspítalans. Þau segja þetta ástand sérstaklega hafa verið ríkjandi fyrstu vikurnar eftir að Fanney var lögð inn á spítalann í fyrsta sinn. Syrgja og leita svara fanney edda Falleg og glaðleg stúlka í myndatöku skömmu fyrir síðustu jól. Mynd Úr einkasafni „Í upphafi var okkur gerð grein fyrir því að foreldrar sæju alfarið um umönnun barna sinna allan sólarhringinn á meðan þau lægju inni. Á þessum tíma fannst okkur ekkert sjálfsagðara þar sem okkur fannst það vera Fanneyju Eddu fyrir bestu að hafa foreldra sína hjá sér öllum stundum. Mér fannst aðstaðan á spítalanum vera mjög góð og starfsfólkið allt til fyrirmyndar,“ segir Elísabet. Á allTaf að ganga lengra Veikindi Fanneyjar urðu hins vegar sífellt alvar- legri og erfiðari í meðhöndlun að sögn Elísabet- ar, þannig að jafnvel þótt þau Frímann væru orð- in mjög þjálfuð og sérhæfð í umönnuninni þurftu þau á sífellt meiri aðstoð að halda. Á sama tíma var stöðugt verið að skera niður í starfsmanna- málum á spítalanum vegna sparnaðar. „Við erum stór fjölskylda, með mörg börn. Þegar einn einstaklingur í stórri fjölskyldu þarf að liggja mikið inni á spítala geta ekki allir verið á spítalanum öllum stundum. Þess vegna þró- ast ástandið þannig að annað foreldrið er mest megnis á spítalanum, en hitt er heima með hin börnin. Það getur verið mjög erfitt fyrir alla aðila fjölskyldunnar þegar veika barnið liggur inni vik- um saman,“ segir Elísabet. Þess vegna reyni foreldrarnir að leggja barnið ekki inn fyrr en þau eru búin að keyra sig algjör- lega út og neyðist til þess að sækja sér aðstoð. En því miður hafi niðurskurðurinn á Barnaspítalan- um orðið til þess, segir Elísabet, að starfsfólkið geti með engu móti sinnt svo alvarlega veikum börn- um lengur. „Starfsfólkið getur ekki létt undir með foreldr- unum því það hefur ekki tíma til að setja sig inn í umönnunina, og getur þar með ekki borið ábyrgð á börnunum. Foreldrarnir sitja því uppi með allt álagið og alla ábyrgðina og geta því alveg eins ver- ið heima hjá sér og sinnt heimilinu á meðan barn- ið sefur, frekar enn að sitja föst yfir barninu inni á spítalanum. Þannig verður sérhæfingin inni á Barnaspítala minni og minni og starfsfólkið verð- ur enn óöruggara.“ Frímann bætir við að hægt sé að sækja meiri aðstoð til lækna en þeir bjóði í upphafi. „Maður á aldrei að setja punktinn þar sem þeir setja hann. Það á alltaf að ganga lengra og lengra. Maður á ekki að hugsa eins og gamla fólkið, að það megi ekki trufla læknana,“ segir hann og þau Elísabet brosa. líTill saMsTarfsvilji Elísabet og Frímann segjast hafa óskað ítrekað eftir skriflegum skýringum á því hvaða lágmarks þjónustu stjórnendur Barnaspítalans hafi hugs- að sér að veita því þau séu mjög ósátt við hvernig dregið hafi úr þjónustunni við alvarlega veik börn inni á spítalanum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vita að hverju við göngum þegar við vegum það og metum hvort það sé góður kostur að leggja barnið okkar inn eða ekki. Því miður hefur fyrirspurnum okkar ver- ið svarað bæði seint og illa, til dæmis með því að vísa í staðla NOBAB, sem snýr að umgengni for- eldra frekar en umönnun starfsfólks,“ segir Elísa- bet en NOBAB stendur fyrir Nordisk förening för sjuka barns behov. Samkvæmt þeim stöðlum á barn rétt á að hafa foreldra eða einhvern nákom- inn hjá sér meðan á sjúkrahúsdvöl stendur, barn á að liggja á deild með öðrum börnum en ekki á deild með fullorðnum og umgangast skal barn með virðingu og skilningi og virða friðhelgi einka- lífs þess. „Mér finnst stjórnendur Barnaspítalans hafa sýnt lítinn samstarfsvilja og svarað okkur með út- úrsnúningum og það hefur verið mjög sárt,“ seg- ir Elíasabet. „Það er eins og stjórnendur spítalans skorist undan því að viðurkenna að þau geti ekki sinnt alvarlega veikum börnum, sem þurfa mikla umönnun og sérhæfingu, sem skyldi.“ aðsTandendur brenna ÚT vegna Álags Elísabet segir að á seinni hluta síðasta árs hafi ástandið verið orðið svo slæmt inni á Barnaspítala að þau hafi helst ekki farið þangað með Fanneyju, nema hún þyrfti að leggjast inn á gjörgæslu. Þar er alltaf sérstarfsmaður með hverjum sjúklingi sem setur sig alfarið inn í umönnun barnsins. Foreldrarnir geti verið þar til aðstoðar, óski þeir þess, en helst vilji starfsfólk gjörgæslunnar algjör- lega sjá um umönnunina. Frímann segir óskandi að starfsfólk Barnaspítalans byggi við sambærileg skilyrði til að sinna sínu starfi. „Reynsla okkar af gjörgæslunni er mjög góð. Hún er mjög sveigjanleg og starfsfólkið þar gerir allt sem í þess valdi stendur til að annast sjúkling- ana sem allra best,“ segir Elísabet. „En bilið á milli þjónustunnar sem boðið er upp á á Barnaspít- alanum og gjörgæslunni er orðið allt of stórt því langveik börn eru oft í ástandi sem passar inn á hvoruga deildina. Þau eru of veik fyrir Barnaspít- alann en ekki nógu veik fyrir gjörgæsluna. Þetta setur svakalegt álag á foreldrana og fjölskylduna alla.“ Frímann og Elísabet segja að fólk sem ekki þekki til þessara aðstæðna eigi hugsanlega erf- itt með að skilja hvers vegna foreldrar langveiks barns vilji ekki vera hjá því öllum stundum. „Við gætum verið það ef við værum í einhverju auka- hlutverki. En maður er alltaf í aðalhlutverki, alltaf með alla ábyrgðina,“ segir Elísabet. Frímann bæt- ir við að maður brenni bara smámsaman út þegar tilhögunin sé þessi. Að þeirra mati vantar einhvers konar „milli- bilsdeild“, hágæsludeild, barnagjörgæsludeild eða hvaða nafni skyldi nefna slíka deild. „Bilið á milli legudeildar Barnaspítalans og gjörgæslu- deilar er allavega of stórt í dag. Þar liggur vand- inn,“ segir Elísabet. dofin Á erfiðu köflunuM Að vera foreldri svona veiks barns og þurfa að horfa á barnið sitt með tæki og tól tengd við sig svo vikum og mánuðum skiptir reynir eðlilega mikið á. „Þetta er mjög erfitt fyrst. En svo smám saman venst þetta,“ segir Frímann. „En það var til dæmis alltaf erfitt ef maður mátti ekki taka hana upp eins og ástand hennar hamlaði stundum að væri gert.“ „Maður aðlagast auðvitað flestu, þar á meðal svona aðstæðum, en maður varð rosalega þreytt- ur og stundum sorgmæddur,“ segir Elísabet. „En maður fór kannski ekki í tilfinningarússíbanann sem maður upplifði fyrst, heldur varð meira dof- inn í gegnum erfiðu kaflana og reif sig svo upp aftur eftir það. Þetta eru örugglega einhver varn- arviðbrögð sem hjálpa til við að hlífa manni við ástandinu.“ „Innst inni var maður stundum við það að gef- ast upp,“ segir Frímann. „En svo náði maður alltaf einhvern veginn að halda áfram.“ TíMaMóT í barÁTTunni Í janúar síðastliðnum verða tímamót í lífi fjöl- skyldunnar og þeirra erfiðu glímu. „Fljótlega upp úr áramótum gerum við okkur grein fyrir því að meiri líkur væru en minni á því að Fanney myndi deyja á þessu ári,“ segir Frímann. „Það var okkar tilfinning þótt læknar hafi ekki getið sagt til um það, enda engin fordæmi til staðar.“ Þau segja andlát stúlku sem þau þekktu til snemma í janúar hafa haft þarna áhrif. Stúlkan, sem hét Elva Björg, var íslensk, búsett í Lúxem- borg, og var greind með SMA-sjúkdóminn. Elísa- bet og Frímann hafa verið í samskiptum við fjöl- skyldur fimm annarra barna sem kljást við svipuð veikindi og hafa Ella Dís og stúlkan í Lúxemborg verið í þeim hópi. Sín á milli kalla foreldrarn- ir börnin, sem eru á aldrinum 1 til 4 ára, „bípap- börnin“ því öndunarvélarnar þeirra eru svokall- aðar BiPAP-öndunarvélar. BiPAP stendur fyrir Bi-level positive airway pressure. n DV bar gagnrýni Elísabetar og Frímanns á Barnaspítala Hringsins undir jón Hilmar friðriksson, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Jón var fyrst spurður að því hvort hann væri ósammála því að börn sem glíma við veikindi af því tagi sem Fanney Edda glímdi við fái ekki viðunandi þjónustu og umönnun hjá Barnaspítalanum. „Ég get ekki talað um einstök tilfelli en almennt séð hefur orðið samdráttur í mönnun og þjónustu á barnasviði Landspítalans líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Við teljum það þó ekki hafa komið niður á öryggi sjúklinga. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu eins og aðrir, og við fylgjumst með tilfellum sem koma upp innan spítalans eins og iðulega gerist, en í langflestum tilvikum eru þau minni háttar. Við sjáum hins vegar engin merki um það að öryggi sjúklinga hafi eitthvað breyst eftir að samdrátturinn varð.“ Jón Hilmar bætir við að hagræðingarkrafa Landspítalans nú sé tuttugu og eitt prósent, á föstu verðlagi miðað við árið 2007. Það taki auðvitað sinn toll í þjónustu hjá barnasviði spítalans líkt og öðrum sviðum hans. Spurður hvort það sé markmið Landspítalans að veita sjúklingum Barnaspítalans meiri þjónustu og umönnun þegar fjárhagslegar aðstæður leyfa þegar fram líða stundir, segir Jón Hilmar gilda það sama þar og og hjá öðrum ríkisstofnunum. „Þegar fjárhagurinn er betri er svigrúmið til aukinnar þjónustu meira og betra. Aukinn peningur þýðir meiri mannskapur og meiri þjónusta. Það er ekkert öðruvísi hjá okkur en öðrum.“ Elísabet segir í viðtalinu að bilið á milli þjónustunnar sem boðið sé upp á á Barnaspítalanum og gjörgæsludeild sé allt of stórt að sínu mati, því langveik börn séu oft „í ástandi sem passi inn á hvoruga deildina“. Jón Hilmar segir að bil sé á milli legudeilda og gjörgæsludeilda spítala um allan heim, hvort sem horft sé til mönnunar eða tækjakosts. Það skýrist einfaldlega af eðli starfseminnar sem fari fram á þessum deildum. Hann segir aðspurður til skoðunar að setja á laggirnar eins konar millideild hvað varðar þjónustu og umönnun sjúklinga. „Það er alltaf til skoðunar, og hefur verið lengi,“ segir Jón Hilmar. Þó sé ekki sjálfgefið að ráðist verði í að koma á fót slíkri deild þegar betur ári í efnahagsmálum og fjárframlögum til Landspítalans. Millideild alltaf til skoðunar Frímann og Elísabet vilja nefna nokkur ráð fyrir aðra sem eru, eða eiga hugsanlega eftir að lenda, í þeim sporum að vera foreldrar langveiks barns. n Ef grunur leikur á að barn sé alvarlega veikt leitið sérfræðiaðstoðar, helst hjá fleirum en einum lækni n Alltaf að vera tveir eða fleiri aðstandendur saman á fundum n Halda dagbók og fara reglulega yfir stöðuna n Ýta á eftir fundum, rannsóknum og niðurstöðum n Finna strax fólk í sambærilegum aðstæðum til að leita ráða n Halda ekki að þú getir staðið undir þessu einn þíns liðs, þetta er hópverkefni n Einangra þig ekki frá umhverfinu heldur óska eftir hjálp n Segja vinum og ættingjum frá ástandinu eins og það er á opinn og heiðarlegan hátt ráð fyrir foreldra í söMu sporuM Mér finnst stjórn-endur Barnaspítal- ans hafa sýnt lítinn sam- starfsvilja og svarað okkur með útúrsnúningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.