Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 33
28. maí 2010 föstudagur 33
X-F
Frjálslyndi flokkurinn
X-H
Framboð um heiðarleika og almannahagsmuni
X-S
Samfylkingin
X-V
Vinstri - græn
X-Æ
Besti flokkurinn
Kosningaloforð floKKanna
Ferðaþjónusta og nýsköpunarverkefni
verði stórefld. Menningar- og náttúru-
verðmæti borgarbúa verði nýtt með
sjálfbærum og gjaldeyrisskapandi
hætti.
Þróunar- og nýsköpunarfélag laði fjárfesta að. Fjölga
viðburðum utan háannatíma. Kynna borgina sem
ráðstefnuborg. Efla alþjóðlega kvikmyndahátíð. Lóð fyrir
kvikmyndaver. Þekkingar- og heilbrigðistengd fyrirtæki í
Vatnsmýri. Nýsköpunarsetur, sprotahótel og listasmiðjur.
Nýta auð og óseld hús. Einfalda leyfisveitingar fyrir þá
sem vilja stofna rekstur.. Styrkja samkeppnishæf fyrirtæki
í alþjóðlegri samkeppni. Taka lán til framkvæmda í
byggingariðnaði. Tvöfalda viðhald á fasteignum. Auka
fjármagn til hreinsunar, stígagerðar og uppbyggingar
grænna svæða. Fullar atvinnuleysisbætur í allt að eitt ár
þegar ráðist er í nýsköpun eða markaðssetningu.
Bregðast við atvinnuleysi með skapandi störfum,
menntun, forvörnum og velferð. Skapa ný störf. Skapa
aðstæður svo fólk geti skapað sér störf. Nýta húsnæði
borgarinnar í þágu þess. Efla umhverfi fyrir þekkingar-
og nýsköpunarfyrirtæki. Viðhaldsátak á opinberum
byggingum. Koma á landvörslu í miðborginni og á
útivistarsvæðum til að auka ferðamannastraum. Fjölga
viðburðum á vegum borgarinnar yfir allt árið, gera sögu
og menningu borgarinnar sýnilegri. Fjölga sumarstörfum
á vegum borgarinnar.
Stöðva pólitískar ráðningar. Auðvelda atvinnulausum
aðgang að menntunartækifærum og bjóða þeim að
taka þátt í uppbyggingarstarfi . Tryggja námsfólki
sumarvinnu og starfsþjálfun. Styðja og ala upp
listamenn sem bera hróður Íslands um allan heim.
Hugmyndabanki sé vettvangur fólks til kynninga
hugmynda til framtíðar. Gera Reykjavík spennandi fyrir
ferðamenn, sem heimsborg með skapandi hugsun og
merkilega sérstöðu og sögu. Markaðssetja sundlaugar
sem „Outdoor Natural Spa“ í miðri borg. Nota Arnarholt
á Kjalarnesi undir alþjóðlegt „hvítflibbafangelsi“ og vista
þar gegn gjaldi sakamenn frá Evrópu.
Taka á íbúðarmálum borgarbúa, meðal annars
með fjölgun leiguhúsnæðis.
Stofna heimili fyrir utangarðsfólk. Húsnæðissamvinnu-
félög, leigu- og búsetusamtök í almannaþágu. Íbúar í
húsnæði á vegum borgarinnar geti eignast búseturétt.
Fleiri geti fengið sérstakar húsaleigubætur.
Tryggja útigangsfólki úrræði, fæði og aðrar nauðþurftir.
Koma á öruggum leigu- og kaupleigumarkaði. Endur-
skoða rekstrarform Félagsbústaða.
Finna úrræði fyrir útigangsfólk. Út-
vega húsnæði, aðstöðu og fjármagn
til þessara mála.
Sameining sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. Forgangsröðun en ekki
skattahækkanir, nema á auðmenn og
erlend málmbræðslufyrirtæki.
Tryggja öllum framfærslu. Hækka lágmarksbætur þannig
að þær verði aldrei lægri en 160.800 kr. samtals. Þeir sem
hafi verið á framfærslu í þrjá mánuði fái ráðgjöf eða fari á
námskeið. Ná 5% hagvexti í Reykjavík 2014. Gera fimm ára
áætlun um efnahag- og fjármálastjórn, setja fjármála-
reglur og styrkja eftirlit með borgarsjóð og fyrirtækjum
borgarinnar.
Tryggja að lægstu bætur dugi fyrir framfærslu. Að
allir hafi aðgang að góðri menntun, heilbrigðis- og
félagsþjónustu.
Hjálpa heimilunum í landinu. Mæta
þörfum og kröfum heimilanna. Fella niður allar
skuldir. Bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Spara í
stjórnsýslunni. Sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórn-
un. Beita ömmuhagfræði. Opið markaðskerfi og frelsi í
viðskiptum án afskipta hins opinbera.
Lækkun fasteignagjalda fyrir aldraða og
öryrkja svo að þeir geti búið sem lengst á
sínum heimilum. Efling heimahjúkrunar og
heimaþjónustu.
Rjúfa félagslega einangrun. Aldraðir og öryrkjar hafi sjálfir
eitthvað að segja um félagsstarf og þjónustu við þá. Styrkja
þjónustumiðstöðvar í hverfunum. Félagsmiðstöðvar þeirra
verði einnig nýttar fyrir aðra til að brúa kynslóðabilið.
Veita fólki aðstoð til að búa heima. Heimaþjónusta verði
samþætt heimahjúkrun og hverfisbundin. Allir sem búa á
hjúkrunarheimilum eða sameiginlegum heimilum eigi rétt
á einkarými og haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu.
Tryggja fötluðum aðgengi að opinberum byggingum og
almannasvæðum borgarinnar.
Laga aðgengi fyrir aldraða. Tryggja persónulega
grunnþjónustu og fyrirbyggja einangrun. Virkja menntun
og starfsreynslu, til dæmis með íslenskukennslu fyrir
innflytjendur. Koma á samstarfi milli leik- og grunnskóla við
elliheimili og þjónustumiðstöðvar aldraðra. Halda ömmu-
og afadaginn hátíðlegan. Óvissuferðir fyrir gamalmenni.
Breyta nafninu á Miklatúni aftur í Klambratún. Setja upp
leikvelli fyrir gamalt fólk, vettvang samskipta og hreyfingar.
Kanna árlega þróun kynbundins launamunar og
útrýma honum að fullu. Jafnréttisfræðsla. Skólar
mæti þörfum beggja kynja.
Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum, félaga-
samtökum og stjórnsýslu. Útrýma kynbundnum
launamun. Endurskoða yfirvinnu og aksturs-
greiðslur með tilliti til kynferðis. Sömu laun fyrir
sambærilega vinnu.
Algjört jafnrétti kynja. Kvennastofa þar sem konur geta
fengið allskonar kaffi með bragðefnum eins og vanillu
og kanil. Og mega tala eins og þær vilja og það verður
allt tekið upp og geymt. Konukvöld, til dæmis á konu- og
mæðradaginn. Þá væru karlmenn beðnir um að halda sig
heima. Lögregluvaktin yrði einungis skipuð konum.
Þjónustumiðstöðvar sinni ráðgjöf við innflytjendur í hverju
hverfi. Auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum
uppruna í frístundastarfi. Efla móðurmálskennslu í
samstarfi við grasrótarsamtök. Nýta fjármagn til íslensku-
kennslu sem best og í þágu þeirra barna sem mest þurfa
á henni að halda. Tryggja nægilegt fjármagn til íslensku-
kennslu. Styðja við félög og hagsmunasamtök útlendinga.
Útvega túlka svo foreldrar grunnskólabarna af erlendum
uppruna geti tekið þátt í foreldrasamstarfi við skóla.
Efla íslensku-, móðurmáls, samfélagsmáls- og fordóma-
fræðslu í leik- og grunnskólum. Tryggja innflytjendum
þátttöku í tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Koma á jöfnuði. Allir eiga það besta skilið sama hverjir
þeir eru og hvaðan þeir koma.
Lækkun eða niðurfelling gjaldskrár fyrir börn, unglinga,
aldraða og öryrkja. Tekjutengd frístundarkort.
Foreldraráðgjöf og foreldranámskeið til að efla for-
eldrafærni. Þjónustumiðstöðvar sinni almennu barna-
verndarstarfi. Sýnileg löggæsla vinni með barnavernd
og þjónustumiðstöðvum. Móta aðgerðaráætlun gegn
ofbeldi. Tryggja markviss viðbrögð vegna gruns um
ofbeldi. Efla foreldrarölt og nágrannavörslu. Öll börn fái
morgunverð og hollan hádegisverð á viðráðanlegu verði í
grunn- og leikskólum. Semja við íþróttafélög, listaskóla og
æskulýðsfélög um ódýrari frístundir. Opna frístundakort
svo hægt verði að bæta við upphæðina. Allir sem vilja geti
stundað íþróttir. Styðja við afreksíþróttir. Mæta þörfum
16-24 ára ungmenna.
Samþætta skóla- og frístundastarf með
skólahljómsveitum, tónlistarskólum,
íþróttafélögum, félagsmiðstöðvum og
frístundaheimilum.
Færa frídaga í miðjum vikum að helgum. Halda þakkar-
gjörðarhátíðina hátíðlega. Ókeypis tannlæknaþjónusta
fyrir börn og aumingja. Ókeypis í sund og frí handklæði.
Girða útivistarsvæði með fallegum járngirðingum. Nýta tún
undir leikvelli; hoppukastalar og leiktæki úr náttúrulegu
byggingarefni. Girt svæði fyrir hundaeigendur þar sem
fólk getur sleppt hundum sínum og jafnvel sest á bekk.
Markaðssetja Húsdýragarðinn sem „Arctic Zoo.“ Setja upp
opið svæði fyrir ísbirni og lundaklett. Flytja inn sauðnaut
frá Grænlandi. Hafa dýrin á stórum útisvæðum en ekki
búrum. Gera Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn töfrandi.
Tengja hann betur skólakerfinu. Reisa þar jafnvel skóla.
30 km. hámarkshraði í öllum hverfum borgarinnar.
Stórefldar almenningssamgöngur. Frítt í strætó fyrir börn,
unglinga, aldraða og öryrkja.
Endurhugsa gatnakerfi. Breyta völdum stofnbrautum
í breiðgötur með hægari umferð. Endurskoða reglur
um fjölda bílastæða við íbúðarhús og fyrirtæki. Hanna
og leggja göngustíga, gangstéttir og hjólabrautir af
sama metnaði og vegir eru lagðir fyrir bíla. Fótgangandi
vegfarendur hafi forgang í umferðinni í miðbænum.
Frístundastrætó í hverju hverfi.
Fjölga strætóferðum, þétta leiðarkerfið og fjölga forgangs-
akgreinum. Gera strætó að skjótum, öruggum og ódýrum
valkosti. Fjölga hjólreiðastígum og tengja stofnstíga helstu
þjónustukjörnum í hverfum.
Strætisvagnakerfi sem virkar. Gjaldfrjálst í strætó fyrir
börn, námsmenn, fatlaða og eldri borgara til að byrja
með en stefna að algjörlega gjaldfrjálsu kerfi. Rafvæða
almenningssamgöngur. Rafbílavæða Reykjavík. Minnka
bílaumferð. Auðvelda aðgengi barna og fatlaðra yfir
umferðargötur með stokkum, t.d. við Háskóla Íslands og
á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og undir
Bústaðaveg. Hjólreiðastígar sem virka.
Vernda ströndina. Vernda og nýta grænu svæðin. Græn
svæði í hverju skólahverfi. Útikennsla og náttúruskóli fyrir
börn. Aðgengilegri útvistarsvæði. Fjölga strætóferðum á
álagstímum og bæta leiðarkerfið. Draga úr umferðarhættu,
svifryks- og hávaðamengun í borginni. Samdráttur í losun
gróðurhúsalofttegunda. Fjölbreytni í orkusölu. Innan ára-
tugar verði annað hvert ökutæki í borginni knúið visthæfum
innlendum orkugjöfum. Auðvelda íbúum að flokka sorp.
Umhverfisfræðsla í leik- og grunnskólum,
félagasamtökum og stjórnsýslu. Vernda
náttúruperlur og vatnsból. Gæta að
lífríki áa og vatna í borgarlandinu. Setja
jarðgerð og metangasframleiðslu í
forgang. Lágmarka urðun og hámarka
endurnýtingu. Auka möguleika fólks á
sorpflokkun við heimilin.
Endurvinna allt og nýta sjálfbæra orku, með gegnsærri
nýtingu auðlinda, rafmagnsbílum og minni mengun.
Vera leiðandi í umhverfis- og dýravernd í
samvinnu við alþjóðleg dýraverndun-
arsamtök og sjónvarpsstöðvar eins
og Discovery channel og National
Geographic. Flytja inn íkorna í Hljóm-
skálagarðinn og froska á Tjörnina.
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Endurskoðun framkvæmda á tónlistar- og
ráðstefnuhúsi við höfnina.
Endurnýja borgarhverfin. Efra-Breiðholt fyrst. Hverfin séu
eins og þorp. Beita húseigendur dagsektum sem láta hús
í grónum hverfum standa auð og grotna niður. Standsetja
húsin á þeirra kostnað. Breyta fleiri götum í vistgötur.
Endurnýjun úr sér genginna iðnaðar- og verslunarsvæða og
þétting byggðar. Ljúka skipulagi Mýrargötusvæðis og Gömlu
hafnarinnar. Hefja uppbyggingu við Hlemm og í Vatnsmýri.
Hlutur leiguíbúða sé að minnsta kosti fimmtungur á nýjum
byggðarsvæðum. Íbúar geti tekið opin svæði í fóstur.
Efla samvinnu milli sveitarfélaga og móta sameiginlega
stefnu um nýtingu lands á höfuðborgarsvæðinu. Gera
skipulagsáætlanir fyrir hvert hverfi. Vernda græn svæði og
tryggja útivistarsvæði fyrir alla. Bæta merkingar og setja
upp upplýsingaskilti til að gera sögunni skil. Hlúa að og lyfta
gömlum húsum. Vernda menningarverðmæti.
Klára yfirstandandi framkvæmdir eins vel
og hægt er. Klára frágang í nýjum hverfum og fullnægja lág-
marksþjónustu. Flytja húsin í Árbæjarsafni í Hljómskálagarð-
inn og nota þau undir íbúðir og verslanir. Loka miðbænum
fyrir bílaumferð. Hlúa að miðbænum og halda gömlum
húsum við. Setja glerþak yfir Ingólfstorg. Flytja glæsilegustu
styttur borgarinnar í miðbæinn. Fella aspir í miðbænum og
gróðursetja hlyn, birki og hegg í staðinn. Skipta um handrið
á brúnni yfir Skothúsveg.
Styrkir til stjórnmálasamtaka og stjórnmálamanna verði
felldir niður og óheimilt verði að þiggja kosningastyrki.
Íbúalýðræði verði eflt.
Verkefni og fjárráð til hverfaráða. Atkvæðagreiðslur um
meginmál. Opinbera dagbók borgarstjóra. Styðja hverfablöð.
Fækka nefndum og einfalda pólitískt stjórnkerfi. Auglýsa öll
störf. Herða reglur um útboð og innkaup. Birta eignir, skuldir
og skuldbindingar kjörinna fulltrúa. Siðanefnd úrskurði í
álitamálum. Sameining sveitarfélaga.
Lýðræðisfræðsla í leik- og grunnskólum, félagasamtökum
og stjórnsýslu. Hverfisráð þar sem íbúar hafa umboð til
forgangsröðunar og ákvarðanatöku í sínu hverfi. Hefja
rannsókn á stjórnsýslu borgarinnar. Upplýsa almenning um
tengsl stjórnmála og atvinnulífs. Opið bókhald. Prófkjör án
fjárframlaga frá fyrirtækjum og fjármagnseigendum.
Virkt lýðræði. Auka gegnsæi. Stöðva spillingu. Láta þá
svara til saka sem bera ábyrgð á hruninu. Standa vörð um
stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði
Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.
Kaupa ávallt vinnu af viðurkenndum fagaðilum og
girða fyrir undirboð kennitöluflakkara. Upplýsingar um
borgarreksturinn verði öllum aðgengilegar. Gefa út á netinu
hagtölur Reykjavíkur og helstu kennitölur. Stofna embætti
umboðsmanns borgarbúa til að veita íbúum ráðgjöf um rétt
sinn. Notendaráð leiðbeini stjórn Strætó Bs. Reykjavíkurráð
ungmenna geti haft áhrif á leiðakerfi strætó.
Halda Orkuveitunni í almannaeigu. Hún á að sjá borgarbúum
fyrir vatni og rafmagni. Koma fjárhag hennar á réttan kjöl.
Tryggja öllum börnum frá 18 mánaða aldri leik-
skólapláss og systkinum aðgang að sama leikskóla.
Yngri börn fái vistun hjá dagforeldrum á sama verði.
Gera dagforeldra að hluta af leikskólasviði. Gera
grunnskólum óheimilt að innheimta skólagjöld. Auka
námsráðgjöf. Kenna lýðræði, trúarbrögð og tjáningu.
Skylda grunnskóla til að hafa og framfylgja eineltisá-
ætlun. Heildagsskóli með gjaldfrjálsum máltíðum.
Stytta vinnudag barna með samþættingu frístunda- og
skólastarfs. Auka samráð við börnin. Skólaráðgjöf í hverfun-
um. Listnám á skólatíma og í skólahúsnæði. Allir skólar móti
menningarstefnu með listafólki. Auka vægi siðfræði, heim-
speki, tjáningar og samvinnu. Efla nýbreytni- og þróunarstarf,
forvarnir, frístunda- og félagsstarf. Styrkja fræðsluhlutverk
Húsdýragarðsins. Skólastjórar ráðnir til ákveðins tíma. Fyrstu
tvö ár framhaldsskólans verði skólaskylda.
Gjaldfrjálsir grunnskólar án aðgreiningar.
Áhersla á list- og verknám, hreyfingu,
útikennslu.
Nýtt útlit og viðmót skóla. Nota timbur meira. Breyta leik-
tækjum, burt með grátt, ljótt, slitsterkt og leiðinlegt. Inn
með liti. Gera listir að grunnþætti í skólastarfi. Sameiginleg
fræðsla og uppeldi fatlaðra og annarra. Sérskólar valkostur.
Leysa húsnæðismál Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla í
nýjum sameinuðum skóla. Vinna með öllum hagsmuna-
aðilum. Enginn niðurskurður í listkennslu, lífsleikni eða
þjónustu við börn. Tekjutengja leikskólagjöld.
KOSNINGAR2010