Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 36
36 föstudagur 28. maí 2010 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, ég geri það yfirleitt. Þá segi ég frá því að mér þyki það leitt. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Klovn-þættirnir dönsku eru ótrúlega fyndnir. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöld- in áður en þú ferð að sofa? Kyssi góða nótt eða les í bók. 24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Góðan daginn, hvern- ig svafst þú? Dreymdi þig eitthvað? 25. Hvað yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Krefjast hærri launa. 26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Eins mörg og ég lofa, svo framarlega sem ástandið í efnahagsmálum ver- sni ekki. 27. Hvað er það versta sem þér hefur tek- ist að fyrirgefa? Man það ekki. Ætli það sé ekki hluti af fyrirgefningunni að dvelja ekki við það í langan tíma. 28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í? Allar þær mörgu og löngu tjaldútilegur sem ég hef farið í með sonum mín- um eru mjög eftirminnilegar. Sérstaklega þegar þeir voru mjög litlir og þurfti að hafa meira fyrir þeim. Ég varð svo þreyttur á kvöldin að ég sofn- aði alltaf á sama andartaki og þeir. 29. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Stærstu stundirnar hafa flestar tengst sonum mínum þremur. Áföngum í þeirra lífi sem við deilum saman. Svo eru það auðvitað stundir sem tengjast öðrum ástvinum. 30. Hver er þinn æðsti draumur? Að fá tæki- færi til að auka heildarhamingjuna í samfélag- inu, þó ekki væri nema örlítið og hugsa vel um alla þá sem eru mér tengdir. Svo myndi ég vilja verða forseti Sameinuðu þjóðanna. Ég er lítið fyrir óbyggðir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardagskvöld? Við fjölskyldan horfðum á fjölskyldumynd í Rík- issjónvarpinu. Mjög notalegt. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Er klukkan virkilega orðin sjö? 3. Hvað lýsir þér best? Ætli þeir sem næst mér standa myndu ekki segja stjórnsemi, en ég kalla það gott skipulag. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Ég sit á gólfinu í kjallaraíbúðinni okkar og pabbi er að þykjast töfra fram sælgæti. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti koss- inn? Hann var á unglingsárunum, en ég ætla nú að halda smáatriðunum fyrir mig. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu- hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, þegar ég hafði komið dætrum mínum í heiminn og fékk þær í fangið. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Tekið þátt í stjórnmálum. 8. Hefur þú verið nakin í óbyggðum? Ég er lít- ið gefin fyrir óbyggðir. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Reykt hass? Nei. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Nei. 11. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Nei. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Ég er verulega sátt við að vera í þess- um heimi, en það væri gaman að prófa eitt- hvað allt annað. Ítalskur smábær á 19. öld væri áhugaverður. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Sjá? Gera? Mig langar mest að sjá miklu meira af heiminum. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upp- lifað? Þegar ég gifti mig. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Manninn minn áður en ég fór í vinnuna í morg- un. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Já, en mér finnst það hrikalega leiðinlegt, og kýs að gleyma slíkri gleymsku sem fyrst. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síð- ast? Það hefur sem betur fer ekki gerst. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Ég er sjaldan einmana. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Steiktur fiskur með sinnepssósu í eld- húsinu hjá mömmu og pabba. 20. Hefur þú svikið einhvern? Ég verð að viðurkenna að það gerist stundum að ég þarf að breyta plönum og áformum með fjölskyldunni vegna vinnunnar. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, ég er alveg tilbúin að viður- kenna mistök. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Það er ekkert eitt en ég hlæ alltaf mikið yfir Woody Allen-myndum. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Þakka í hug- anum fyrir daginn og hvað ég er lánsöm að eiga góðan mann og yndisleg börn. 24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Með því að bjóða góð- an daginn. 25. Hvað yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Það veit ég ekki! Raka mig? 26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Ég hef staðið við þau lof- orð sem ég hef gefið hingað til og mun reyna að halda því áfram. 27. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Ég á almennt mjög auðvelt með að fyrirgefa. 28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í? Ætli það sé ekki námsferð til Moskvu árið 1989. 29. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég eignaðist dætur mínar. 30. Hver er þinn æðsti draumur? Að dætur mínar verði heilbrigðar og hamingjusamar. Kveikti bál á Skólavörðuholtinu Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardagskvöld? Ég flaug yfir Grænlandsjökul, á flótta undan ösk- unni úr Eyjafjallajökli. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Að svara símanum sem hringdi. 3. Hvað lýsir þér best? Ég fer þangað sem ég ætla mér. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Mamma að bera á mig krem. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti koss- inn? Eiríksgötu, 1977, eftirminnilegur, hinir eru gleymdir. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu- hroll? Oft, þegar ég upplifi vináttu barnanna minna til hvers annars. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Þegar við unglingarnir kveiktum í rusli á Skóla- vörðuholtinu á bak við gaggó Aust. Allt slökkvi- lið borgarinnar mætti á staðinn því logarnir sáust í gegnum gluggana og talið var að um stórbruna væri að ræða. 8. Hefur þú verið nakin í óbyggðum? Nei. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Reykt hass? Nei. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Bara þeirra sem sérstakur saksóknari er að fást við þessa dagana. 11. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Nei. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Skuldlausum heimi. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Sjá? Gera? Fara til S-Ameríku og dansa tangó. 14. Hvað er besta stundin sem þú hef- ur upplifað? Þær eru fjórar og heita Magnús, Þórður, Kristbjörg og Guðlaug. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Áðan, manninn minn. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Örugglega, en ég man ekki hvenær. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síð- ast? Aldrei nokkurn tímann. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Ég hef aldrei verið einmanna, alltaf verið umvafin vinum og fjölskyldu. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Selveislurnar hans pabba. 20. Hefur þú svikið einhvern? Kannski, en þá óviljandi. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, með orðum og í verki. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Jón Gnarr ... Djók! 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Lesa. 24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Býð góðan daginn. 25. Hvað yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Pissa stand- andi. 26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Öll. 27. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Ég hef ekki upplifað slíkt. 28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í? Brúðkaupsferðin mín fyrir 30 árum. 29. Hver er stærsta stundin í þínu lífi? Stundirnar þegar börnin mín fæddust. 30. Hver er þinn æðsti draumur? Góð heilsa og hamingjuríkt líf í faðmi fjölskyldunnar. Amen. Fær raðsæluhroll Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardags- kvöld? Hugsa um Besta flokkinn og hvað væri gaman að vera í honum. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Hvað allir væru að tala vel um Besta flokkinn. 3. Hvað lýsir þér best? Besti flokkurinn. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Af mömmu og vinkonum hennar að laga á sér hárið og reykja. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti koss- inn? Núpur í Dýrafirði 1981. Hann var fínn. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu- hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Sæluhrollur er hluti af lífi mínu. Ég fæ raðsæluhroll þessa dagana. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í svett. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Nei. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en Þegar við ungling-arnir kveiktum í rusli á Skólavörðuholtinu á bak við gaggó Aust. Allt slökkvi- lið borgarinnar mætti á staðinn. KOSNINGAR2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.