Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 44
Hálfsjötugur fyrrverandi forseti
stendur með byssu í hendi á miðj-
um fótboltavelli fyrir framan þús-
undir manna. Hann hleypir af byss-
unni og skýtur ungan blaðamann í
brjóstið og drepur hann. Þetta gerð-
ist fyrir 90 árum í Montevídeó, höf-
uðborg Úrú gvæ, á sama fótbolta-
velli og leikið var á opnunarleik
fyrsta heimsmeistaramóts sögunn-
ar. Hvernig gerðist það?
Einn sá áhrifamesti
Á fyrstu áratugum nýliðinnar ald-
ar gekk suður-ameríska ríkið Úrú-
gvæ í gegnum miklar breytingar. Um
aldamótin blasti þjóðargjaldþrot við
landinu þegar borga þurfti af gríðar-
lega hárri erlendri skuld. Árið 1903
var ritstjórinn, José Batlle y Ordo-
ñez, kjörinn forseti og náði hann
að greiða úr mörgum vandamálum
landsins.
Í bók Sigurðar Hjartarsonar, Þætt-
ir úr sögu Rómönsku Ameríku, seg-
ir: „Batlle y Ordoñez hefur haft meiri
áhrif á hugsanagang og pólítíska
stefnumótun þjóðar sinnar en nokk-
ur annar maður.“ Hann var forseti á
árunum 1903-1907 og 1911-1915 og
nútímavæddi land sitt. Batlle y Or-
doñez, sem var sjálfur forsetasonur
og af frægri ætt stjórnmálamanna,
var meðlimur í Rauðaflokknum en
hann var mjög valdamikill alla tut-
tugustu öldina og barðist við hina
valdablokk landsins, Hvítaflokkinn.
Elskaði fótbolta
José Batlle y Ordoñez var gífurlega
valdamikill maður í úrúgvæsku
samfélagi árin eftir valdatíð sína
sem forseti og hélt áfram að skrifa
um þjóðfélagsmál í dagblað sitt, El
Día. Hann var orðhvass maður en
lipur penni og hafði skoðun á öll-
um hliðum samfélagsins. Batlle y
Ordoñez heillaðist af knattspyrnu-
íþróttinni en á þessum árum bjó Úr-
úgvæ yfir einu sterkasta fótboltaliði
heims. Eitt sinn leiddist honum þó á
leiðinlegum leik á vellinum í Mont-
evídeó og sagði: „Væri ekki undur-
samlegt ef áhorfendurnir væru 22
og leikmennirnir 10.000?“
Skoraði ungan mann á hólm
Árið 1920 skrifaði Washington Belt-
rán Barbat, 35 ára gamall blaðamað-
ur og þingmaður Hvítaflokksins,
harðorða grein í dagblaðið El País
um arfleifð forsetans fyrrverandi.
José Batlle y Ordoñez, sem var orð-
inn 64 ára og nokkuð uppstökkur,
jafnvel farinn að kalka, brást ókvæða
við og sakaði unga manninn um
meiðyrði og skoraði hann á hólm!
Einvígi voru algeng á átjándu og
nítjándu öld í Suður-Ameríku, líkt
og víðast hvar í heiminum. En þau
þekktust varla á þeirri tuttugustu og
voru bönnuð í mörgum löndum. En
af einhverjum sökum voru einvígi
enn leyfileg í Úrúgvæ árið 1920 og í
raun ekkert sem gat komið í veg fyrir
að þau færu fram þótt margir fylltust
líklega óhug.
20.000 áhorfendur á einvígi
Washington Beltrán Barbat virt-
ist hvergi banginn og samþykkti að
mæta José Batlle y Ordoñez, fyrr-
verandi forseta lýðveldisins, í byssu-
einvígi fyrir framan áhorfendaskara
daginn eftir. Ákveðið var að einvígið
færi fram á stærsta knattspyrnuvelli
Úrúgvæ, Estadio Gran Parque Cent-
ral, en á þeim velli var spilaður fyrsti
leikurinn í fyrstu heimsmeistara-
keppni sögunnar í fótbolta, tíu árum
síðar, árið 1930.
Rétt fyrir hádegi daginn eft-
ir, föstudaginn langa 1920, mættu
Washington Beltrán Barbat og José
Batlle y Ordoñez til leiks, hvor um-
kringdur sínum bandamönnum og
aðdáendum. Áhorfendur voru lík-
lega um 20.000 talsins. Hvítaflokks-
menn og rauðaflokksmenn sátu í
sitthvorri stúkunni og biðu einvígis-
ins í ofvæni.
Fögnuður og sorg
Það rigndi eins og hellt væri úr
fötu á föstudaginn langa 1920 og
voru hólmgöngumennirnir hold-
votir þegar þeir stóðu andspænis
hvor öðrum. Læknar stóðu á hlið-
arlínunni. Einvígið hófst og skutu
báðir fram hjá í fyrstu umferð og
hlóðu byssurnar að nýju. Í það
skiptið skaut Batlle y Ordoñez í
brjóstið á Washington Beltrán sem
hrópaði: „Ég er særður!“ og lést ör-
skömmu síðar. Bandamenn fyrr-
verandi forsetans gamla ærðust af
fögnuði og hrópuðu hvatningar-
orð til hans á meðan flokksbræð-
ur, vinir og vandamenn hins látna
báru hann á líkbörum út af leik-
vanginum. Víst þótti að hinn 35 ára
gamli Washington Beltrán Barbat
væri ein helsta vonarstjarna úrúg-
væskra stjórnmála og þótti missir-
inn mikill.
Barnabörnin hittust
Árið 2008, á níitíu ára afmæli El
País, dagblaðs Washingtons Beltrán,
skrifaði Antonio Mercader grein um
einvígið fræga en hann er fyrrver-
andi menntamálaráðherra í Úrúg-
væ. Þar ritar hann um persónulega
minningu sem tengist einvíginu.
José Batlle Cherviere, barnabarn
José Batlle y Ordoñez, bauð Merca-
der í veislu á sveitabýli fyrir um
fjörtíu árum. Veislugestir voru ýms-
ir ungir menn sem þá fetuðu fyrstu
skrefin í valdastiga úrúgvæskra
stjórnmála og voru pólítískir and-
stæðingar þar á meðal. Og svo ótrú-
lega vildi til að einn veislugesta var
enginn annar en Washington Belt-
rán Storace, blaðamaður og barna-
barn Washingtons Beltrán! Þegar
leið á kvöldið og gestirnir voru orðn-
ir örlítið hífaðir stóðst José Batl-
le Cherviere ekki lengur mátið og
spurði Washington Beltrán Storace:
„Viltu sjá byssuna sem afi minn drap
afa þinn með?“
helgihrafn@dv.is
44 föstudagur 28. maí 2010
xxxxxxxxxx
„Viltu sjá byssuna
sem afi minn drap
afa þinn með?“
Áhrifamesti stjórnmálamaður Úrúgvæ drap ungan stjórnmálaandstæðing sinn á fótboltavelli á föstudaginn
langa árið 1920. Einvígi þekktust varla á þessum tíma, en engin lög bönnuðu þau. Tvær stjórnmálafylkingar
hafa barist um völdin í Úrúgvæ lengur en elstu menn muna.
Hinn ungi Washington Beltrán þótti afar efnilegur.
Hinn gamli José Batlle y Ordoñez
var stór og stæðilegur maður.
Jarðarförin Þúsundir manna fylgdu Washington Beltrán til grafar.
Byssan Skammbyssan, sem Batlle y Ordoñez drap Beltrán með, var af Galand-gerð sem hér sést. Byssan komst síðar í hendur barna-barns hins fyrrnefnda sem sýndi barnabarni Beltráns hana.
Hitti barnabörnin Antonio Mercader,
fyrrverandi menntamálaráðherra
Úrúgvæ, hitti barnabörn Beltráns og
Batlle y Ordoñez í veislu árið 1968.