Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Page 46
Rainhill-moRðin Frederick Bailey Deeming var Breti sem framdi morð sín í Ástralíu. Hann var uppi á síðari hluta nítjándu aldar. Sextán ára að aldri strauk Frederick á sjóinn og í kjölfarið hófst langur glæpaferill. Glæpir hans ein- kenndust fyrst og fremst af þjófnaði og svikum, en hann var einnig ábyrgur fyrir dauða eiginkonu sinnar og fjögurra barna og hann endaði ævi sína í gáganum. Lesið um Frederick Bailey og Rainhill-morðin í næsta helgarblaði DV. Moorhouse-Morðin David John Birnie og Catherine Margaret Birnie voru ástralskir raðmorðingjar og sambýlisfólk. Á níunda áratug síðustu aldar myrtu þau fjórar konur á aldrinum fimmtán ára til þrjátíu og fimm. Öllum fórnarlömb- unum var kynferðislega misþyrmt á heimili skötuhjúanna. Hús númer þrjú við Moorhouse- stræti í Willage í úthverfi Perth í Ástralíu var ekki eftirtektarvert. Það var ekki fallegasta húsið við götuna, garðurinn var í órækt og allt benti til lítillar umhirðu. En það sem átti sér stað í húsinu árið 1986 gerði það alræmt í huga þeirra sem bjuggu í grenndinni. Húsið var heimili Davids og Catherine Birnie, pars sem nauðgaði, pyntaði og myrti ungar konur sér til ánægju og kynferðislegrar fullnægju. David fæddist árið 1951og var elstur sex systkina. Foreldrarnir voru áfengissjúklingar og áttu erfitt með að sjá fjölskyldunni farborða sökum lítilla tekna og þegar þeir skildu vildu hvorki móðirin né fað- irinn nokkuð með David að hafa og var hann settur á sveitina. Catherine fæddist 1951 og missti móður sína við tíu mánaða aldur. Hún var þá send til föður síns sem þá bjó í Suður-Afríku, en hann sendi Catherine aftur til Ástr- alíu tveimur árum síðar. Catherine var dapurt barn og átti enga vini en þráði svo mjög að finna til ást- ar. Hún og David kynntust sem ung börn, en síðan skildi leiðir. Þjófnaðir, innbrot og fangelsisvist Kynni Davids og Catherine komust í samband á ný seint á unglingsár- unum og næstu ár einkenndust af innbrotum og þjófnuðum og árið 1969 var David dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar en Cather- ine slapp með skilorð því hún var með barni. Skömmu síðar bættust þrjú ár við fangelsisvist Davids og Cather- ine fékk fjögurra ára skilorð ofan á fyrri dóm. Árið 1970 strauk David úr fang- elsi og skötuhjúin sameinuðust á ný. Þess var skammt að bíða að þau kæmust í kast við lögin og um mitt ár 1970 var David dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og Catherine fékk hálfs árs dóm. Barn Catherine var sett í umsjá vel- ferðarkerfisins. Skömmu eftir að Catherine var sleppt úr fangelsi kynntist hún ungum manni, Donald McLaug- hlan, og giftist honum. Skömmu síðar eignuðust þau barn, en það lést sjö mánuðum síðar af slysför- um. Árin liðu og hjónin eignuðust fimm börn en brestir voru komnir í hjónabandið. Catherine var farin að sakna Davids. Deildu kynferðisórum Catherine yfirgaf eiginmann sinn og börn og flutti inn til Davids og þrátt fyrir að þau væru ekki gift tók Catherine upp eftirnafn Dav- ids. David hafði óseðjandi kynlífs- löngun og þau íhuguðu að ræna og nauðga ungum stúlkum. Þau komust að því að kynlífsórar þeirra voru af sama toga og í október 1986 hófust drápin. Fyrsta fórnarlamb Davids og Catherine var 22 ára sálfræðinemi, Mary Nelson. 6. október 1986 kom Mary á dekkjaverkstæði þar sem David starfaði og vildi kaupa dekk. David stakk upp á því að þau hitt- ust heima hjá honum þar sem þau gætu samið um verð. Þangað kom- in var Mary ógnað með hnífi og hún bundin, kefluð og hlekkjuð við rúm Davids og Catherine. David nauðgaði Mary ótal sinn- um á meðan Catherine horfði á. Síðan fóru þau með Mary til Glen- eagles-þjóðgarðsins þar sem henni var nauðgað einu sinni enn. Síðan kyrkti David Mary og stakk hana með eggvopni áður en hún var grafin. Bifreið Mary fannst yfirgef- in sex dögum síðar. Fimmtán ára puttalingur Annað fórnarlambið var fimmtán ára puttalingur, Susannah Candy, sem varð á vegi Davids og Cath- erine á Sterling-þjóðveginum 20. október. Susannah var tekin nauð- ug viljug á heimili morðparsins við Moorhousestræti og fékk þar sömu útreið og Mary. En þegar David hugðist kyrkja Susönnuh gekk það brösulega því hún var svo móðursjúk. Því brá hann á það ráð að neyða ofan í hana handfylli af svefntöflum og þegar hún var orðin meðfærilegri vildi hann að Catherine sannaði ást sína til hans með því að myrða Susönnuh. Catherine brást vel við beiðni Davids og kyrkti stúlkuna og var hún grafin í skóglendi ekki langt frá hinsta hvílustað Mary. Flugfreyjan Noelene Patterson var þriðja konan sem flæktist í vef skötuhjúanna. Noelene var sjarm- erandi og fögur kona og uppskar strax mikið hatur af hálfu Cather- ine því Noelene var allt sem Cath- erine var ekki. Noelene hafði lent í vandræðum með bíl sinn á Cann- ing-þjóðveginum þegar David og Catherine urðu á vegi hennar.  David varð svo hrifinn af Noel- ene að hann hélt henni á lífi á þrjá daga. Þá var Catherine nóg boð- ið og krafðist þess að David myrti Noelene, sem hann og gerði við mikla ánægju sambýliskonu sinn- ar. Gröf Noelene var skammt frá gröfum hinna stúlknanna. Öxi í höfuðið Hin morðóðu skötuhjú fundu fjórða, og síðasta, fórnarlamb sitt 5. nóvember þegar þau buðu hinni 21 árs Denise Brown far þar sem hún beið eftir strætis- vagni. Líkt og hinar konurnar var hún tekin á heimili parsins þar sem hún var hlekkjuð við rúmið og henni nauðgað. Síðan var farið með Denise á plantekru í Wanneroo þar sem henni var nauðgað í bílnum og á meðan David nauðgaði henni stakk hann hana í hálsinn. Síð- an hófust David og Catherine handa við að taka henni gröf. Mikil var undrun þeirra þeg- ar Denise settist upp og öskraði af lífs og sálarkröftum, en David greip þá öxi og klauf höfuð henn- ar í tvennt. Árásin var svo hroða- leg að jafnvel Catherine fannst nóg um. Síðar kom í ljós að litlu mátti muna að önnur stúlka félli í hendur Davids og Catherine þennan sama dag. Nítján ára stúlka mundi, eftir að hafa séð mynd af skötuhjúunum í dag- blaði, að hún hafði hitt þau dag- inn sem Denise hvarf. Þau höfðu boðið henni far, en stúlkan hafði afþakkað því konan hafði lykt- að af áfengi auk þess sem þriðja manneskjan í bílnum lá í ólögu- legri hrúgu í aftursætinu. Fórnarlambið sem slapp með skrekkinn Lögreglan var nú sannfærð um að raðmorðingi væri á ferli enda höfðu fjórar ungar konur horfið af yfirborði jarðar á aðeins 27 dögum. Fimm dögum eftir hvarf Denise hljóp á snærið hjá lögreglunni þeg- ar sautján ára stúlka kom hlaup- andi, hálfnakin og móðursjúk, inn í stórmarkað og sagði að sér hefði verið nauðgað. Hún var færð á lögreglustöð- ina og sagði sögu sína; henni hafði verið rænt og hún færð í hús þar sem hún var afklædd og hlekkjuð við rúm. Henni hafði síðan verið nauðgað á meðan kona ein fylgdist áhugasöm með. Næsta morgun var hún ein í húsinu ásamt konunni og grátbað um að vera leyst úr hlekkj- unum. Stúlkunni til mikillar undr- unar varð konan við beiðninni og skipaði henni síðan að hafa sam- band við fjölskyldu sína og segja þeim að hún væri í heimsókn hjá vinum. Þegar konan þurfti síðar að fara til dyra tókst stúlkunni að flýja út um svefnherbergisgluggann. UmSjón: koLBeinn þoRSteinSSon, kolbeinn@dv.is 46 föstudaguR 28. maí 2010 sakamál Mikil var undr-un þeirra þegar Denise settist upp og öskraði af lífs og sál- arkröftum, en David greip þá öxi og klauf höfuð hennar í tvennt. Catherine Birnie Horfði með ánægju á þegar sambýlismaður hennar nauðgaði fórnarlömbunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.