Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 50
Börn valda þunglyndi Samkvæmt nýlegri rann-
sókn hefur foreldrahlutverkið afdrifaríkar afleiðingar fyrir geð-
heilsu okkar. Barnafólk er líklegra en barnlaust fólk til að þjást
af þunglyndi og vandamálin virðast versna þegar börnin
flytja að heiman. „Foreldrar hafa meiri áhyggjur en aðrir,“ segir
Robin Simon prófessor í Flórida State-háskólanum sem segir
foreldra eldri barna áhyggjufyllri en foreldrar yngri barna. „Lít-
il börn, lítil vandamál. Stór börn, stór vandamál.“
Samkvæmt nýrri rannsókn er
hjónaband mikilvægara fyrir karl-
menn en konur – allavega þá sem
vilja lifa lengi. Fyrri rannsóknir
hafa gefið til kynna að menn sem
eiga yngri konur lifi lengur. Flestir
töldu að hið sama ætti við um kon-
ur sem ættu yngri menn. Ný rann-
sókn, frá Sven Drefahl frá Max
Planck Institute for Demographic
Research, sýnir hið gagnstæða.
Eftir því sem meiri aldursmunur
er á milli konu og eiginmanns, því
styttri eru lífslíkur hennar, sama
hvort makinn sé yngri eða eldri en
hún.
Eiginmaður sem er sjö til níu
árum eldri en eiginkonan er 11%
ólíklegri til að deyja ungur en karl-
maður giftur konu á sama aldri.
Á hinn bóginn, virðast karlmenn
sem eru giftir eldri konum deyja
fyrr. Um árabil hafa vísindamenn
talið að það sama gilti um konur
og töldu að um ákveðið „heilsuval“
væri að ræða; þeir sem völdu sér
yngri maka gætu það vegna góðr-
ar heilsu og væru því þegar með
lengri lífslíkur og einnig að ungur
maki hefði jákvæð áhrif á lífstílinn
og reyndist betri umönnunaraðili
í ellinni sem svo olli því að lífslíkur
lengdust.
Drefahl studdist við gögn
tveggja milljóna Dana og komst að
því að bestu líkur kvenna, til að lifa
sem lengst, er að giftast manni á
sama aldri. Eldri eiginmaður stytti
lífslíkur hennar talsvert og yngri
eiginmaður enn meira.
Lífslíkur karla sem eiga ungar konur eru betri en þeirra sem eiga eldri konur.
yngri eiginkonur lengja lífið
UmSjón: indíana áSa hReinSdóttiR, indiana@dv.is
7 merki um
að þú sért
ástfangin/n
Hjónabandsráðgjafarnir dr.
Charles og Elizabeth Schmitz
hafa rannsakað ástfangið fólk og
hvað einkennir það.
1 Líkamlegt ástand: Ástfangnir fá gæsahúð, hraðan hjartslátt,
sveitta lófa og kitlandi tilfinn-
ingu um allan líkama.
2 Tilfinningalegt ástand: Þegar ástfangnir sjá elskuna sína
geta þeir ekki annað en brosað
og þeir sakna hennar um leið
og hún yfirgefur herbergið. Ást-
fangið fólk upplifir tilfinningar
gagnvart elskunni sinni sem það
finnur ekki fyrir gagnvart öðrum.
3 Jákvæðar áhyggjur: Dr. Charles og Elizabeth Schmitz
segja ástfangið fólk þjást af
áhyggjum af elskunni sinni. Það
hugsi stöðugt um að hringja og
athuga hvort allt sé í lagi.
4 „Get ekki hugsað mér lífið án hennar/hans“: Þegar þú
kemst að þetta skeið ertu farin
að huga að framtíðinni. Þegar
þú getur ekki ímyndað þér lífið
án elskunnar þinnar ertu ást-
fangin/n!
5 Sameining: Þú hættir að hugsa lífið og tilveruna út frá
„mér“ og ferð að hugsa alla hluti
út frá „okkur“.
6 Upptekin ást: Þú hugsar um ástina þína í tíma og ótíma
og getur einfaldlega ekki náð
henni úr huga þér.
7 Auðveld tjáning ástarinnar: Þú hefur loksins hugrekki til
að segja manneskjunni sem þú
ert að deita að þú elskir hana.
Helst vildirðu hrópa : ÉG ELSKA
ÞIG! ÉG ELSKA ÞIG!
Hugsa betur
um falleg
börn
Samkvæmt kanadískri rannsókn
hugsa foreldrar betur um fallegri
börn sín en þau ómyndarlegri.
Vísindamenn í háskólanum í
Alberta skoðuðu hvernig for-
eldrar komu fram við börn sín í
stórmarkaði og komust að því að
útlit barnanna skiptir verulegu
máli. Fallegri börnin voru líklegri
til að vera fest niður í innkaupa-
kerru, fá meiri athygli í búðar-
ferðinni og vera síður leyft að
standa upp í kerrunni og stofna
sér þannig í hættu. Í rannsókn-
inni kom í ljós að feður láta útlit-
ið hafa enn meiri áhrif á umönn-
un en mæðurnar.
Ef þú hefur haldið fram-
hjá elskunni þinni en
gerir þér grein fyrir
hve hrikaleg mistök
það voru er mögu-
leiki á að bjarga
sambandinu. Það
er aldrei auðvelt
að viðurkenna
framhjáhald og
þú veist aldrei
hvaða afleiðing-
ar hreinskilnin
mun hafa. Hér
eru nokkur ráð
til að koma þér af
stað.
50 föstudagur 28. maí 2010 lífsstíll
Ung eiginkona Samkvæmt rann-
sóknum lifa karlmenn sem eiga ungar
eiginkonur lengur.
mynd Photos.com
Vertu viss um að vilja segja frá:
Að segja henni frá framhjáhaldi gæti
þýtt lok sambands ykkar. Ef þú veist
að þú gerðir mistök og ert viss um
að þú munir aldrei gera þetta aftur
ættirðu kannski að halda leyndar-
málinu fyrir þig. Það fer allt eftir því
hversu vel þér tekst að lifa með sam-
visku þinni. Ef þú telur þig ekki getað
lifað með þetta leyndarmál án þess
að springa á endanum er best að
leysa af skjóðunni sem fyrst. Segðu
henni strax eða ekki.
Af hverju viltu segja frá:
Ef þú ert að koma hreint fram af því
að „hjákonan“ er að hóta þér er það
ekki besta ástæða í heiminum en
samt skiljanleg. Þú vilt vera sá sem
segir frá brotinu. Ef makinn fær frétt-
irnar annars staðar frá eru líkurnar á
að sambandið lifi af mun minni.
Ef þú vilt segja frá framhjáhaldinu
í von um að særa hana þarftu að leita
þér andlegrar aðstoðar. Ef þú vonast
til að framhjáhaldið endi samband-
ið þarftu að manna þig upp og slíta
sambandinu sjálfur. Ekki líta á fram-
hjáhald sem auðvelda leið út, slíkt er
aðferð aumingja.
tímasetning skiptir öllu:
Því lengri tími sem líður frá brotinu
því verra. Hún mun eiga erfitt með
að trúa að þú sjáir virkilega eftir
þessu ef þú ert að koma hreint fram
mörgum mánuðum seinna. Reyndu
að búa til sem bestar aðstæður áður
en þú opnar þig. Ekki segja frá í fjöl-
menni eða þegar hún er undir álagi
í vinnu eða hefur rifist við bestu
vinkonuna. Það að bjóða henni út
á glæsilegt stefnumót, nudda hana
og láta renna í heitt froðubað til að
reyna að mýkja hana fyrir fréttirnar
virkar ekki vel. Notaðu slíkt eftir á,
það er ef hún gefur þér tækifæri til
þess.
Undirbúðu þig fyrir það versta:
Þar sem þú ert líklega sú mann-
eskja sem þekkir hana best ættirðu
að hafa einhverja hugmynd um það
hvernig hún mun bregðast við frétt-
unum. Ímyndaðu þér verstu mögu-
legu aðstæðurnar: Mun hún brjál-
ast og henda öllu draslinu þínu út á
stétt? Mun hún brotna niður og gráta
í marga daga? Mun hún ráðast á þig
með steikarpönnu að vopni? Veltu
möguleikunum fyrir þér og undir-
búðu þig. Segðu vini að þú þurfir
mögulega að fá að gista nokkrar næt-
ur, undirbúðu þig fyrir að þurfa að
sitja yfir henni næstu nætur eða fjar-
lægðu öll möguleg vopn.
Að segja frá:
Byrjaðu að segja henni að þú elsk-
ir hana. Segðu svo að þú hafir gert
mistök sem þú lofir að þú mun-
ir aldrei gera aftur. Hún þarf ekki
á öllum hrikalegu smáatriðunum
að halda. Mundu að ítreka að það
hafi ekki verið tilfinningar í spil-
inu. Það getur varla verið fyrst þú
ert að reyna bjarga sambandinu
við hana, konuna sem þú virkilega
elskar.
Settu karlmennskuna til hliðar
og sýndu þínar viðkvæmustu hlið-
ar (ef þú hefur ekki viðkvæma hlið
værirðu varla að segja frá).
Gerðu þér grein fyrir skaðanum
sem þú hefur valdið sambandinu
og segðu henni að þú sjáir virki-
lega eftir þessu. Það skemmir ekki
að missa nokkur tár. Ekki þrýsta
á að hún taki ákvörðun um fram-
haldið á staðnum. Gefðu henni
tíma til að vega og meta það sem
hún hefur fengið að heyra.
Hvernig segirðu frá
framHjáHaldinu?