Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 54
54 föstudagur 28. maí 2010 helgarblað Grínframboð eru ekki ný af nálinni. Hvorki hér á landi né erlendis. En það er hins vegar afar sjaldgæft að grínframboð mælist með jafnógnarsterkt fylgi og Besti flokkurinn gerir fyrir sveitarstjórnakosning- arnar. Flokkurinn gæti ekki bara verið að skrá sig á spjöld sögunnar hér heima ef kannanir ganga eftir heldur um heim allan. DV tók saman nokkur þekkt grínframboð víða um heim. Grínframboð víðsvegar um heiminn OfurbOrgarinn í latexbúningnum n Antanas Mockus, fyrrverandi borgarstjóri Bogatá í Kolumbíu, er kannski ekki ósvipaður Jóni Gnarr. Reyndar er hann prófessor en ekki grínisti en Mockus gerði mikið út á húmorinn. Hann klæddist reglulega latexbúningi og skykkju. Hann gekk svo um götur borg- arinnar sem „Ofurborgarinn“. Hann lét einnig látbragðsleikara stýra umferðinni þar sem hún gat ekki versnað þegar hann tók við. Mockus sat tvö kjörtímabil. nashyrninga- flOkkurinn í kanada n Það hefur ekki vantað neitt upp á grínframboðin í Kanada en það frægasta er líklega Nashyrningaflokkurinn sem var stofnaður árið 1963. Í yfir 30 ár voru þeir á forsíðum blaðanna með skringileg uppátæki sín og kosningaloforð á borð við að þeir myndu ekki standa við neitt af sínum loforðum. Einnig ætluðu þeir að afnema lögin í þyngdarlögmálinu og geyma allan eiturefnaúrgang landsins á gólfinu í þingsalnum. Þeir sögðu að þar væri hvort eð er geymt allt pólitískt rusl síðustu ára. Nashyrningaflokkurinn gerði ávallt ágætlega í kosningum en flokkurinn endaði eitt sinn í öðru sæti í bæjarstjórakosningum þar sem þeir tilnefndu atvinnutrúð sem bæjarstjóra. Einnig stálu þeir hundruðum atkvæða í næstu þingkosningum þar sem sami trúður leiddi flokkinn. byssu- Og dópflOkkur- inn í bandaríkjunum n Það er ekki lengra síðan en 2003 að rithöfundurinn Robert Anton Wilson stofnaði Byssu- og dópflokkinn í Bandaríkjunum. Hann fór upp á móti Arnold Schwarzenegger og hans flokki í baráttunni um fylkisstjórastöðuna í Kaliforníu en fyrrverandi hasarmyndahetjan vann þær kosningar eins og allir vita. Byssu- og dópflokkurinn stóð fyrir þeirri hugmynd að ef hægri sinnaðir byssuelskendur og vinstri sinnaðir dópistar myndu standa saman yrði til úr því einn óstöðvandi meirihluti fólks. Slagorð flokksins var því: „Ég skal þola þín áhugamál ef þú þolir mín.“ Til þess að bæta aðeins við grínið lofaði flokkurinn líka að skipta út þriðjungi alþingismanna fyrir strúta og hvatti flokkurinn fólk einnig tiil þess að setja sín eigin nöfn á kjörseðilinn þegar kosið var um forseta Bandaríkjanna árið 2005. kanadíski fjölbragða- glímuflOkkurinn n Árið 1999 stofnuðu nokkrir fjölbragðaglímukappar flokk á Nýfundnalandi en það er undir kanadískri lögsögu. Flokkurinn varð strax frægur fyrir það að velja oddvita sinn með ellefu manna glímubardaga þar sem sá síðasti sem eftir stóð vann og leiddi flokkinn. Þrátt fyrir þessa sérstöku aðferð til að velja oddvita var flokkurinn nokkuð alvarlegur í málefnum sínum. Vildu þeir að meira yrði gert í umhverfis- og fjármálum ásamt því að þeir beittu sér mikið í umsókn Kanada til Nato. Árið 2000 sóttist einn meðlimur flokksins, WWF-stjarnan Sailor King Moondog White, eftir sæti á þingi en endaði í síðasta sæti af þeim fimm sem kosið var um. ungfrú bretland- flOkkurinn n Oft er grínast með það að kosningabarátta sé eins og fegurðar- samkeppni en það á svo sannarlega við um meðlimi flokksins Ungfrú Bretland sem stofnaður var árið 2008. Meðlimir í honum eru nær allir fyrrverandi þátttakendur í keppninni um ungfrú Bretland en formaður keppninnar stofnaði flokkinn undir slagorðinu: „Gerum Alþingi sexí, ekki sóðalegt.“ Flokkurinn hefur tekið þátt í nokkrum kosingum á síðustu tveimur árum en ekki fengið miklar undirtektir. Málefni flokks- ins eru bæði grín og af alvarlegum toga. Hann vill laga skattkerfið á Bretlandi, jöfn laun beggja kynja en einnig að einu sinni á ári taki fólk sér frídag til þess að líta frábærlega út. alvarlegi mcgilli- cuddy-flOkkurinn á nýja-sjálandi n Þessi flokkur starfaði í Nýja-Sjálandi í mörg ár á níunda og tíunda áratugnum. Slagorð hans var: „Ef þú vilt eyða atkvæði þínu í ekkert, kjóstu okkur.“ Flokkurinn var þekktur fyrir sínar einkennilegu leiðir að velja fólk á listana sína. Notast var við berhent slagsmál, bardaga með sverðum gerðum úr dagblöðum, vatnsblöðruslag og risastóran stólaleik. Stefnumál flokksins voru enn skrítnari. Nokkur þeirra voru að aðeins þeir sem væru undir átján ára mættu kjósa, samkynhneigð væri skylda fyrir þriðjung landsins og auðvitað var aðalatriðið að þeir ætluðu ekki að standa við nein loforð. flOkkurinn fyrir þá sem hræddir eru við að vinna n Ólíkt mörgum grínframboðum tókst þessum flokk að vinna einar kosningar. Hann var stofnaður í Danmörku af grínistanum Jacob Haugaard sem notaði flokkinn til þess að vinna sér inn sæti á danska þinginu. Þrátt fyrir fáránleg kosningaloforð á borð við betra veður, betri jólagjafir og réttinn til getuleysis fékk flokkurinn 20.000 at- kvæði í þingkosingunum árið 1994 og komst Jacob því á þing. Hann sat eitt fjögurra ára kjörtímabil áður en hann hætti í pólitík. Honum tókst þó að uppfylla nokkur af kosningaloforðum sínum eins og það að endurnar í görðum Kaupmannahafnar fengju meira brauð. algjörlega geggjaði flOkkurinn í bretlandi n Algjörlega geggjaði flokkurinn er einn sá best þekkti og farsælasti af öllum þeim sem hafa stofnað til grínframboða. Hann var stofnaður af tónlistarmanninum David Sutch í byrjun níunda áratugarins. OMRLP, eins og hann er skammstafaður, var alltaf uppfullur af fáránlegum loforðum. Til dæmis vildu þeir setja Loch Ness-skrímslið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, banna Ástrík og tryggja það að Ozzy Osbourne yrði aðlaður af drottningunni. Þrátt fyrir þetta grín var flokkurinn með nokkur alvarlegri stefnumál og hafa nokkur þeirra orðið að lögum á seinni árum, til dæmis að lækka kosningaaldurinn niður í átján ár. Í gegnum árin hefur flokkurinn gert vel í ýmsum kosningum, mest þó minni sveitarstjórna- og bæjarstjórakosningum. Þeim hefur þó lítið orðið ágengt síðustu ár. hin litríka tirana n Það er spurning hvort Edi Rama teljist til grínframboðs en hann er í það minnsta mjög óhefðbundinn pólitíkus. Rama var listmálari áður en hann bauð sig fram til borgarstjóra Tirana sem er höfuð- borg Albaníu. Hann hefur látið hafa eftir sér að borgarstjórastaðan sé list í sinni tærustu mynd en Rama er virtur um allan heim. Hann var til dæmis valinn af Time Magazine sem einn af 37 einstakling- um í Evrópu sem hafa breytt heiminum til hins betra. Rama er ekki síst frægur fyrir að skaffa íbúum borgarinnar ógrynni af málningu til að gera borgina fallega og litríka. Honum fannst hún eitthvað hálfgrá og slepjuleg þegar hann tók við árið 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.